Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 6
6 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,47 2,01% Sterlingspund 131,09 0,63% Dönsk króna 11,64 -0,11% Evra 86,72 -0,13% Gengisvísitala krónu 121,06 0,56% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 838 Velta 9.142 milljónir ICEX - 15 2.545,5 +1,3% Mestu viðskipti KB banki hf. 643.224 Pharmaco hf. 283.462 Eimskipafélag Íslands 161.761 Mesta hækkun Jarðboranir hf. 13,33% Pharmaco hf. 5,49% Íslandsbanki hf. 2,01% Mesta lækkun AFL fjárfestingarfélag hf. -1,96% SH -1,82% Landsbanki Íslands hf. -1,27% ERLENDAR VÍSITÖLUR Dow Jones* 10594,81 0,03% Nasdaq* 2034,91 -0,23% S&P* 1150,83 0,15% FTSE 4.525,1 -0,3% DAX 4.071,7 -0,7% NK50 1.436,3 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 19.50 Veistusvarið? 1Hvaða erlenda leikfangakeðja í eiguBaugs auglýsir á Formúlu 1 bílum næsta keppnistímabil? 2Hvað heitir hjúkrunarforstjóriHeilsugæslunnar í Reykjavík? 3Metfjöldi tilnefninga barst til friðar-verðlauna Nóbels. Hve margir eru til- nefndir? Svörin eru á bls. 46 Fundur norrænna utanríkisráðherra: Aukið samráð við Eystrasaltsríkin STJÓRNMÁL Evrópumál, öryggis- og varnarmál og málefni Íraks og Afganistans voru til umræðu á tveggja daga fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda sem lauk í Reykjavík í gær, en Ísland gegnir formennsku í norrænu ráðherra- nefndinni um þessar mundir. „Það var lögð mikil áhersla á það, ekki síst af hálfu Íslands og Noregs, að hafa reglulegt samráð Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna, sem nú eru að ganga í Evr- ópusambandið. Það er ekki síst í kjölfar þess sem við þurfum að endurskipuleggja okkar samráð. Það er tekið mjög jákvætt í það að Ísland og Noregur geti tekið þátt í því með viðeigandi hætti,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherrarnir töldu einnig nauðsynlegt að hafa reglu- legt samráð í tengslum við NATO- fundi, en þótt Svíar og Finnar séu ekki aðilar að bandalaginu þá koma þeir með margvíslegum hætti að því starfi. Á fundinum var rætt um fullgildingu stækk- unar Evrópska efnahagssvæðis- ins og hugsanleg áhrif af nýrri stjórnarskrá og stækkun Evrópu- sambandsins. „Það er ljóst að ný stjórnarskrá Evrópusambandsríkjanna kemur til með að hafa áhrif á stöðu okkar og samstarfið innan EES og Schengen. Áhrif okkar í ákvarð- anatökuferlinu verða væntalega minni en áður, en við getum ekk- ert að því gert þar sem við höfum ekki atkvæðisrétt innan ESB,“ sagði Halldór. ■ DÓMSMÁL Mál Karls Benediktsson- ar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðsins Framsýnar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Karl er ákærð- ur af ríkislögreglustjóra fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri mis- notað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Í ákæru segir að Karl hafi far- ið út fyrir umboð sitt til fjárfest- inga þegar hann keypti fyrir hönd lífeyrissjóðsins skuldabréf, sam- tals að upphæð 51 milljón króna, af syni sínum en einkahlutafélag- ið Ingólfshvoll var greiðandinn. Samkvæmt fjárfestingastefnu sjóðsins voru fjárfestingar í skuldabréfum með veði í atvinnu- húsnæði utan höfuðborgarsvæðis- ins og fasteignum á landsbyggð- inni utan kaupstað óheimilar. Þá er hann sagður vanhæfur til að ákvarða kaup á skuldabréfun- um vegna tengsla sinna við lánþega, son sinn og tengda- dóttur. Karl er ein- nig ákærður fyrir að hafa veitt sjálfum sér fjögurra milljón króna lán úr sjóðnum með veði í jörð- inni Hlíðar- tungu. Þá keypti hann af sjálfum sér, fyrir hönd sjóðsins, sex millj- ón króna skuldabréf með veði í jörðinni Gljúfurárholti. Karl er talinn vanhæfur til að lána og kaupa af sjálfum sér, auk þess sem veðsetning fasteigna á lands- byggðinni var óheimil samkvæmt reglum lífeyrissjóðsins. Karl er líka sakaður um að hafa lánað einkahlutafélaginu Gerplu, sem sonur hans er í fyrir- svari fyrir, 34 milljónir króna með veði í fasteign við Hverfisgötu. Lánið var 79 prósent að kaupverði eignarinnar sem er langt umfram leyfileg viðmiðunarmörk auk þess sem hann er vanhæfur til að veita syni sínum lán. Lífeyrissjóðurinn Framsýn gerir kröfu um rúmlega 35 millj- ón króna skaðabætur. hrs@frettabladid.is JAN PETERSEN Utanríkisráðherra Noregs sat fund nor- rænna utanríkisráðherra sem haldinn var í Reykjavík. Hann segir eðlilegt að auka kvóta Norðmanna í norsk-íslenska síldar- stofninum og koma á æskilegu jafnvægi. Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum: Réttlát krafa Norðmanna STJÓRNMÁL „Norsk stjórnvöld hafa gert réttláta kröfu um að auka kvótann í norsk-íslenska síldar- stofninum. Kvótinn hefur í mörg ár verið langt undir því sem stjórnvöld telja eðlilegt og það er rétt að leiðrétta það og koma á æskilegu jafnvægi í veiðunum,“ segir Jan Petersen, utanríkisráð- herra Noregs, um stöðu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síld- arstofninum. Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs ræddu ekki um síldar- samningana á tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurland- anna sem lauk í Reykjavík í gær. Halldór Ásgrímsson hefur sagt að samningar strandríkjanna fjög- urra, Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðarnar séu í hnút, þar sem ekki sé hægt að fall- ast á kröfur Norðmanna. Hann segir engar nýjar tillögur liggja fyrir í þessum efnum, en ef eitt- hvað nýtt komi upp, séu menn í sambandi til að ræða málin. ■ HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS ver›ur haldinn í Borgarleikhúsinu föstudaginn 19. mars 2004 og hefst hann kl. 14.00. Á dagskrá fundarins ver›a eftirtalin mál: 1. A›alfundarstörf skv. 14. gr. samflykkta félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samflykktum félagsins: a. Breyting á 1. gr.: Nafn félagsins ver›i Bur›arás hf. b. Breyting á 10. gr. um lánveitingar til samræmis vi› ákvæ›i hlutafélagalaga. c. Breyting á 21. gr.: Fækkun stjórnarmanna úr 7 í 5. d. Breyting á 14. og 27. grein. Lagt er til a› felld ver›i úr samflykktum ákvæ›i um sko›unarmenn. 3. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til a› kaupa hluti í félaginu skv. 55. gr. hlutafjárlaga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á a›alfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir a›alfund. Frambo› til stjórnar skulu vera komin skriflega í hendur stjórnar eigi sí›ar en fimm dögum fyrir a›alfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningar félagsins ásamt sk‡rslu endursko›enda munu liggja frammi á skrifstofu Eimskipafélagsins, Pósthússtræti 2 viku fyrir a›alfund. Ennfremur ver›ur hægt a› nálgast flær á vefsí›u félagsins www.ei.is frá sama tíma. Fundargögn ver›a afhent hluthöfum e›a umbo›smönnum fleirra á fundarsta› frá kl. 13.00 á fundardegi. Sérstök athygli er vakin á flví a› fundurinn ver›ur nú í fyrsta skipti í a›alsal Borgarleikhússins. Reykjavík, 3. mars 2004. Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands A ‹ A L F U N D U R Móðir endurheimti dóttur: Rænt fyrir sex árum FÍLADELFÍA, AP Tíu daga stúlkubarn sem talið var hafa látist í eldsvoða fyrir sex árum reyndist hafa lent í klóm mannræningja. Stúlkan var talin af eftir að eldur kviknaði á heimili hennar í Fíladelf- íu árið 1997. Líkið fannst þó aldrei. Í janúar síðastliðnum sá móðir henn- ar sex ára stúlku í afmælisveislu og var sannfærð um að hún væri dóttir sín. DNA-rannsókn sýndi að hún hafði rétt fyrir sér. Lögreglan hefur gefið út hand- tökuskipun á hendur 41 árs konu sem grunuð er um að hafa kveikt í húsi fjölskyldunnar og rænt barn- inu. ■ NORRÆNIR UTANRÍKISRÁÐHERRAR Fundi utanríkisráðherranna lauk í Reykja- vík í gær með blaðamannafundi sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu. KARL BENEDIKTSSON Karl veitti sjálfum sér lán og keypti sín eigin skuldabréf fyrir hönd lífeyrissjóðsins. KRÖFUGANGA VERKALÝÐSINS 1. MAÍ Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar er ákærður fyrir að hafa misnot- að aðstöðu sína í starfi og að hafa stefnt fé sjóðsins í hættu. Lánaði sér og sínum tugi milljóna króna Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína í starfi og að hafa stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Framsýn krefst rúmra 35 milljóna króna í skaðabætur. ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.