Fréttablaðið - 04.03.2004, Síða 13

Fréttablaðið - 04.03.2004, Síða 13
■ Evrópa ■ Asía FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 LESOTHO, AP Harry prins, sonur Karls Breta- prins, er hæstánægður með dvöl sína í Lesotho og vonast til að geta vakið athygli heims- byggðarinnar á vanda- málum þessa litla kon- ungsríkis. Prinsinn kom til Lesotho 13. febrúar til að kynna sér aðstæður a l n æ m i s s j ú k l i n g a , munaðarleysingja og annarra sem eiga um sárt að binda. Hann mun dvelja í landinu í tvo mánuði, heimsækja heilsugæslustöðvar og munaðarleysingjahæli og skoða náttúruundur og sögufræga staði. Harry útskrifaðist úr heimavistarskólanum Eton síðasta vor og mun að líkindum hefja nám við Sandhurst-herskól- ann næsta vetur. Síðast- liðið haust vann hann á búgarði í Ástralíu. ■ ÍRAK, AP Íraska lögreglan og bandarískir hermenn hafa hand- tekið fimmtán manns, þar á meðal nokkra Írana, í tengslum við rann- sókn á mannskæðum sprengju- árásum á helgidóma sjía-múslíma í Bagdad og Karbala. Staðfest hef- ur verið að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða en talið er að í Karbala hafi einnig verið komið fyrir sprengjum á vögnum. Íraska framkvæmdaráðið segir að 271 maður hafi farist í árásunum og 393 særst en talsmenn bandaríska hernámsliðsins höfðu haldið því fram að tala látinna væri í kring- um 117. Reiði sjía-múslíma hefur eink- um bitnað á bandaríska her- námsliðinu. Ayatollah Ali al- Husseini al-Sistan, leiðtogi sjía- múslíma í Írak, sakaði Banda- ríkjamenn um að hafa ekki sinnt þeirri skyldu sinni að gæta örygg- is íraskra borgara. Undirritun bráðabirgðastjórn- arskrár, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað vegna árás- anna. Jeremy Greenstock, sendi- herra Breta í Írak, segir að búast megi við því að bandarískir og breskir hermenn verði í Írak í að minnsta kosti tvö ár eftir að völd- in hafa verið færð í hendurnar á heimamönnum í sumar. „Við höf- um verk að vinna og við ætlum okkur að ljúka því,“ sagði Green- stock í samtali við BBC. ■ ELDSVOÐI Í SVEFNSKÁLA Fjórir létust og sex slösuðust þegar eldur braust út í svefnskála farandverka- manna í suðaustanverðu Tékklandi. Hinir látnu voru frá Tékklandi og Slóvakíu. Móðir sem bjargaði tveimur börnum sínum með því að koma þeim út um glugga fórst í eldsvoðanum. Eldsupptök eru ókunn. SCHRÖDER SNIÐGENGUR BILD Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, mun framveg- is sniðganga mest selda dagblaðs landsins vegna um- fjöllunar blaðsins um fyrirhugaðar efnahagsumbætur ríkisstjórnarinnar. Bela Anda, fjölmiðlafulltrúi Schröders, sakar Bild um að af- baka sannleikann og segir að kansl- arinn muni ekki veita blaðinu fleiri viðtöl. NÝNASISTAR HANDTEKNIR Fjórt- án nýnasistar voru handteknir í samstilltum aðgerðum lögreglu í nokkrum borgum á Spáni. Einnig var lagt hald á skotvopn, sveðjur og tölvur. Mennirnir, sem eru á aldrinum 22 til 38 ára, eru meðlim- ir í samtökunum Hammerskin Spain en þau eru hluti af alþjóð- legri hreyfingu öfgasinnaðra hægrimanna. UPPREISNARMENN FELLDU TUGI HERMANNA Að minnsta kosti 29 hermenn féllu og tólf særðust þegar uppreisnarmenn úr röð- um maóista gerðu árás á fjar- skiptaturn í fjalllendi í austan- verðu Nepal. Tíu hermanna er saknað. Talið er að á annan tug uppreisnarmanna hafi fallið í skotbardaga sem stóð yfir í margar klukkustundir. Upp- reisnarmennirnir felldu turninn og kveiktu í banka og opinberri skrifstofu áður en þeir lögðu á flótta. HIV-SMITAÐIR VASAÞJÓFAR Fimm HIV-smitaðir vasaþjófar sem komust undan með því að hóta því að smita fórnarlömbin og lögreglu hafa verið dæmdir í allt að þriggja og hálfs árs fang- elsi í borginni Hangzhou í Kína. Mennirnir voru aðeins dæmdir fyrir þjófnað en þeir verða vistaðir á sérstakri deild fyrir HIV-smitaða. ELDSVOÐI Í MOSKU Að minnsta kosti þrettán manns biðu bana og 48 slösuðust þegar eldur braust út í mosku sjía-múslíma í bænum Parachinar í norðvestanverðu Pakistan. Talið er að eldurinn hafi kviknað af völdum skamm- hlaups á efri hæð moskunnar. Fimm börn voru á meðal þeirra sem létust. HARRY PRINS Prinsinn gróðursetti ferskjutré við munaðar- leysingjahæli í Lesotho. Harry prins í Lesotho: Heimsækir munaðarlaus börn Reiði sjía-múslima bitnar á bandaríska hernámsliðinu: Fimmtán handteknir vegna árásanna JARÐARFÖR Í BAGDAD Reiði syrgjenda bitnaði einkum á bandaríska hernámsliðinu, sem var sakað um að hafa brugðist íröskum borgurum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.