Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 ■ Bækur SÆRÚN ÓSK GUNNARSDÓTTIR Er framkvæmdarstjóri bókamarkaðarins í Perlunni og sinnir öldruðum á Vífilsstöðum. Hver? Samviskusöm með fullt af réttlætis- kennd. Sé um bókamarkaðinn í Perlunni. Hvar? Er í pásu á kaffistofu starfsmanna í Perlunni. Hvaðan? Er Reykvíkingur í húð og hár. Hvað? Starfa nú um stundir í Perlunni en er einnig í aðhlynningu á Vífilsstöðum, þar sem ég hlynni að öldruðum og líkar vel. Hvernig? Er núna á bíl en verð fótgangandi í næsta mánuði. Hvers vegna? Þá flyt ég í Garðabæinn. Hvenær? Ég ákvað það fyrir jól. Til að komast nær vinnustaðnum. ■ Persónan Ný rödd í útvarpi Blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ás-geirsson hefur skipt um gír og í stað þess að láta orð sín flæða á síð- um DV eins og hann gerði hér áður má nú heyra í honum í Dægurmála- útvarpi Rásar 2 ásamt þeim Sig- tryggi Magnasyni, Lísu Páls, Ævari Erni og Huldu Sif á Akureyri. Til að byrja með er hann ráðinn í hluta- starf til tveggja mánaða en ef sam- starfið gengur vel má reikna með að hann verði fastur meðlimur í Dæg- urmálaútvarpinu. „Mér fannst þetta skemmti- legt,“ segir Páll Ásgeir um reynslu sína í útvarpi. „En ég geri mér grein fyrir að enn sem komið er fjalla ég af fullkominni vanþekk- ingu um þetta starf. Ég vona að ég læri og þroskist með hlustendum.“ Hann segir jafnframt að samstarf- ið gangi mjög vel og það sé ekkert skrýtið við það að starfa með Huldu á Akureyri, þrátt fyrir að sjá hana aldrei. „Við höfum mynd af henni á tölvuskjá í stúdíói,“ seg- ir hann og því geta þau „horft“ á hana þegar við hana er talað. Fyrsti þáttur Páls var á mánu- daginn og hann hefur öruggar heim- ildir fyrir því að útvarpið henti hon- um ágætlega. „Mamma taldi að ég hefði staðið mig vel.“ ■ Útvarp PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ■ Bætist við hópinn á Dægurmálaútvarpinu. PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Skiptir um miðil og heyrist nú í útvarpi í stað þess að skrifa í blöð. Mál og menning hefur gefið útskáldsöguna LoveStar eftir Andra Snæ Magnason í kilju. Bókin var ein af metsölubókum fyrir jólin 2002 og féll bæði lesendum og gagn- rýnendum vel í geð en hún var valin skáldsaga ársins af ís- lenskum bók- sölum, fékk M e n n i n g a r - verðlaun DV í bókmenntum og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Sagan gerist í framtíðinni þegar alþjóðlega stórfyrirtækið LoveStar hefur komið Íslandi á heimskortið – markaðssett dauðann, komið skipu- lagi á ástina og reist stórfengleg- asta skemmtigarð sögunnar í Öxna- dal þar sem LoveStar blikkar bak við ský. Indriði og Sigríður eru handfrjálsir einstaklingar í þessu hátæknivædda samfélagi. Þau telja sig hafa fundið ástina upp á eigin spýtur þar til hræðilegt bréf berst frá stórveldinu. Á sama tíma er LoveStar sjálfur um það bil að gera stærstu uppgötvun allra tíma og stemningsdeildin hefur stórfeng- legar áætlanir um hvernig megi fullkomna LoveStar-veldið. Og tím- inn er naumur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.