Fréttablaðið - 04.03.2004, Síða 28
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Sumar-
fríið?
Helgarslaufur
fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum.
Hafðu samband við
Bergþóru eða Kristjönu
í síma 570 30 75
hopadeild@flugfelag.is
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Síðustu sætin til Prag þann 15. mars.
Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1.
Kynnstu þessari yndisfögru borg á besta
tíma ársins þegar vorið er að byrja. Þú
bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin
og að auki getur þú valið um úrval
hótela, þriggja og fjögurra stjarna og að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 19.950
Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300.
Skattar kr. 3.650.
Alm. verð kr. 20.950.
Glæsileg hótel í hjarta Prag í boði.
2 fyrir 1 til
Prag
15. mars
frá kr. 19.950
ÆVINTÝRALEIÐANGUR Í HEIÐMÖRK
Börnin hafa nóg við að vera meðan fullorðnir anda að sér árstímanum.
Dagsferðir út í náttúruna:
Ævintýraland í
túnfætinum heima
Í körfunni eru hamborgarar, heittkókó og sykurpúðar. Leiðangurs-
menn eru klæddir eftir veðri og í
aftursætinu liggur bolti sem bíður
þess að vera laminn yfir net. Leiðin
liggur út úr bænum, enda yndisleg-
ur dagur og ekkert því til fyrirstöðu
að eyða honum úti í náttúrunni.
Kílómetramælirinn þarf þó ekki að
hækka neinu sem nemur eða bens-
ínbuddan að léttast ört, því drauma-
dagur fjölskyldunnar, ástfanginna
para eða þeirra sem langar í einka-
stefnumót við móður náttúru verð-
ur að veruleika í útivistarparadís
Skógræktarinnar í Heiðmörk. Við-
komustaðir í þessu 2.800 hektara
skógar- og friðlandi höfuðborgar-
landsins eru bæði margir og fjöl-
breyttir, en víst er að Furulundur á
Elliðavatnsheiði kætir unga sem
aldna. Þar hafa verið útbúin virki,
þrekþrautir, bjálkakofi, sandkassi
og undirgöng fyrir krakka, sum
hver falin inni í skóginum, sem ger-
ir alla ævintýraleiðangra enn
skemmtilegri. Eftir að fjölskyldan
hefur spreytt sig í keppnum og
leikjum er engu líkt að kveikja upp
í fallegum steingrillum rjóðursins
og grilla sér nestið til að borða á
lautartúrsborðum milli ilmandi
birkitrjáa.
Í Heiðmörk er landslag allt ægi-
fagurt, mikil fjallasýn og heillandi
útsýni yfir borgina í buskanum.
Svæðið hefur upp á margt að bjóða;
margbreytilegan gróður, fjölbreytt
fuglalíf við Elliðavatn og Myllu-
lækjartjörn, silungsveiði, skjólsæla
skógarlundi og 35 kílómetra af frá-
bærum göngustígum sem einnig
nýtast til skíðagöngu á vetrum. Við
stígana standa fræðsluskilti um
plöntur, trjágróður, fugla og fleira,
prýdd myndum eftir Brian Pilk-
ington og Eggert Pétursson. Víða
hafa verið sett upp útigrill, leik-
svæði og áningarstaðir með tilheyr-
andi aðstöðu. Það þarf heldur ekki
að vera bjartur sumardagur til að
heimsækja Heiðmörk, því allar árs-
tíðir hafa sterkan sjarma fyrir gesti
og gangandi. Gjöfult berjaland er í
Heiðmörk og þar má einnig finna
mikið af sveppum. Svæðið hentar
einkar vel til náttúru- og umhverfis-
fræðslu, og ekki má gleyma forn-
minjunum við Þingnes, þar sem
talið er að hafi verið þingstaður frá
árinu 900 til 1200. ■
FERÐATORG 2003
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun
Gallups færist í vöxt að landsmenn ferðist
innanlands á sumrin. Könnunin sýndi að
70% Íslendinga vilja ferðast meira um Ís-
land.
70% vilja ferðast meira
um Ísland:
Ferðatorg
2004 í maí
Ferðatorg 2004 verður haldið íþriðja sinn í vor. Á Ferða-
torgi 2004 gefst almenningi
kostur á að kynna sér ferða-
möguleika og afþreyingu sem í
boði er á landinu og verður að
þessu sinni lögð sérstök áhersla
á gönguferðir og golf.
Ferðatorgið er eins konar
markaðstorg innlendra ferða-
mála þar sem fólk á þess kost að
afla sér upplýsinga um helstu
ferða- og afþreyingarmöguleika
á landinu. Innan Ferðamálasam-
taka Íslands eru átta landshluta-
samtök sem öll taka þátt í sýn-
ingunni og verður lögð sérstök
áhersla á að kynna hvað er að
gerast í hverjum landshluta.
Auk þess verða ýmsir aðilar
sem tengjast ferðaþjónustu með
kynningarbása.
Með Ferðatorginu er orðinn
til mikilvægur vettvangur sem
þjónustu- og hagsmunaaðilar í
ferðaþjónustu geta nýtt sér. Ár-
lega bætast við nýir ferðamögu-
leikar og fjölbreytt afþreying í
eigin landi. Sýningarstjóri er
Herdís Skúladóttir en formaður
Ferðamálasamtaka Íslands er
Pétur Rafnsson. Sýningin verð-
ur í Vetrargarði Smáralindar 7.
til 9. maí. ■
ÁÐ Í RJÓÐRI
Lautartúrsborð milli trjánna.
FURULUNDUR Í HEIÐMÖRK
Dagur í Heiðmörk er ógleymanlegur.
GÍSLI ÁGÚSTSSON
„Það er nú eiginlega
alveg óráðið. En ég
stefni á að fara
upp á hálendið, á
jeppa.“
Vor í Kaupmannahöfn:
Alls konar tónlist
Vorið er að koma í Evrópu oghægt að taka forskot á sumar-
ið með því að bregða sér í stutta
ferð og anda að sér vorblæ og
menningu. Með vorinu eykst víða
framboð af alls konar tónlistar-
viðburðum þannig að það er um að
gera að undirbúa sig til dæmis
með því að fara á Netið og kynna
sér hvað er á döfinni í þeirri borg
sem haldið skal til. Á vefnum
aok.dk má til dæmis finna upplýs-
ingar um það sem er á döfinni í
Kaupmannahöfn.
Aðdáendur dansks vísnasöngs
geta hlýtt á Povl Dissing og gítar-
leikarann Las Nissen, í Klauzdal í
Herlev á laugardaginn 6. mars.
Leikið verður úrval af söngvum
Dissings en synir hans koma ein-
nig fram með honum.
10. mars verða Limp Bizkit í
Valbyhallen og má búast við
kraftmiklum tónleikum þar.
Kaupmannahafnarbúum og
gestum þeirra standa svo til boða
Flamenco-tónleikar á Copenhagen
Jazzhouse 14. mars. Þá koma fram
Tríó Gerardo Núñez, Rafael de
Utrera og Carmen Cortés. Sama
dag og einnig 15. mars verður
Oratoria Mendelsohns Paulus
flutt í Sankt Petri kirkjunni.
Loks er að nefna að Belle &
Sebastian verða á Store Vega 24.
mars. ■
POVL DISSING
Hann er einn þeirra sem verða með tón-
leika í Kaupmannahöfn í þessum mánuði.