Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 41
41FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 FÓTBOLTI Alþjóða knattspyrnusam- bandið heldur upp á 100 afmæli sitt 20. maí með leik Evrópumeist- ara Frakka og heimsmeistara Brasilíumanna í París. Tveimur dögum eftir afmælisleikinn verð- ur leikið til úrslita í ensku bikar- keppninni og fari svo að Arsenal og/eða Manchester United leiki til úrslita í bikarnum þurfa franskir og brasilískir leikmenn félaganna að velja milli leikjanna. Frakkarn- ir Thierry Henry, Patrick Vieira, Robert Pires, Sylvain Wiltord og Mikael Silvestre leika með þess- um félögum og eins Brasilíu- mennirnir Gilberto Silva og Kleberson. Louis Saha getur leik- ið með Frökkum, þó svo að United komist í úrslit, vegna þess að hann er ekki gjaldgengur með United í bikarkeppninni. FIFA getur beitt leikmenn við- urlögum neiti þeir að leika með sínu landsliði. Sepp Blatter, for- seti FIFA, hefur hins vegar lýst því yfir að enginn sem neitar að taka þátt í afmælisleiknum eða bikarúrslitaleiknum þurfi að ótt- ast refsingu. „Við munum ekki beita aganefndinni til að grípa inn í,“ sagði Blatter. „Ég er viss um að við munum finna lausn. Landsliðs- þjálfarar Brasilíu og Frakklands vita upp á hár um vandræði kollega sinna hjá félögunum.“ ■ 1. deild kvenna: KR vann Njarðvík KÖRFUBOLTI KR sigraði Njarðvík 81- 73 í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. KR-ingar leiddu 47-41 í hléi en Njarðvíkingar hófu seinni hálfleik- inn vel og minnkuðu muninn í tvö stig en komust aldrei nær en það. Andrea Gaines skoraði 27 stig fyrir Grindavík og Auður Jónsdótt- ir þrettán. Sæunn Sæmundsdóttir átti mjög góðan leik og skoraði tólf stig, náði fimmtán fráköstum og varði sex skot. Katie Wolfe skoraði 27 stig fyrir KR-inga, þar af 22 í fyrri hálfleik, en Hildur Sigurðardóttir skoraði fimmtán stig, tók sextán fráköst og stal boltanum sex sinnum. ■ Enska úrvalsdeildin: Birmingham vann FÓTBOLTI Birmingham sigraði Middlesbrough 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Með sigrinum komst Birmingham upp í sjöunda sæti deildarinnar en Middlesbrough er sem fyrr í þrettánda sæti. Martin Taylor skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Birmingham um miðjan fyrri hálfleik og Robbie Savage jók muninn í tvö mörk snemma í þeim seinni. Ung- verjinn Szilard Nemeth minnkaði muninn í 2-1 þegar korter var til leiksloka en Finninn Mikael Forssell tryggði sigur Birming- ham þegar tíu mínútur voru eftir. Boudewijn Zenden var hetja Middlesbrough í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag. Í gærkvöldi var hann aftur í sviðs- ljósinu en þá fyrir verri sakir því hann var rekinn af velli þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. ■ FÓTBOLTI Liverpool tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum UEFA- bikarkeppninnar í gær með 4-2 sigri á Levski í Sófíu. Liverpool sigraði 2-0 í fyrri leiknum og náði tveggja marka forskoti á fyrstu ellefu mínútum leiksins í gær. Steven Gerrard skoraði á sjöundu mínútu þegar hann komst inn í lausa sendingu Ilian Stoianov til markvarðarins og Michael Owen bætti öðru marki við fjórum mín- útum síðar. Levski jafnaði en Dietmar Hamann kom Liverpool yfir að nýju fyrir leikhlé þegar hann sendi boltann í mark með hörkuskalla eftir hornspyrnu Gerrards. Finninn Sami Hyypiä skoraði eina mark seinni hálfleiks eftir aðra hornspyrnu Gerrards. Newcastle United lenti í mesta basli með norska félagið Våler- enga. Alan Shearer skoraði um miðjan fyrri fyrri hálfleik en Erik Hagen jafnaði stuttu síðar. Shola Ameobi kom inn í lið Newcastle fyrir Craig Bellamy í upphafi síð- ari hálfleiks og skoraði strax á annari mínútu hálfleiksins. Teplice vann Celtic 1-0 á heimavelli með glæsilegu marki Jiri Masek. Teplice var aldrei ná- lægt því að vinna upp þriggja marka forskot Skotanna frá fyrri leiknum. Parma gerði snautlega ferð til Tyrklands og tapaði 3-0 fyrir Genclerbirligi. Tyrkirnir unnu 1-0 í Parma í síðustu viku og vonir Ítalanna um að snúa stöðunni sér í hag fuku út í veður og vind á 37. mínútu þegar Sebastian Frey var rekinn af velli fyrir að brjóta á sóknarmanni Genclerbirligi. Belginn Filip Daems skoraði úr vítinu sem brotið gaf, Matteo Ferrari gerði illt verra með sjálfs- marki tíu mínútum fyrir leikslok og Ali Tangodan setti þriðja mark- ið á fimmtu mínútu uppbótartíma. Valencia vann Besiktas með sannfærandi hætti í Tyrklandi. Miguel Angulo og Juan Sánchez skoruðu mörk Spánverjanna en brasilíski varnarmaðurinn Zago hjá Besiktas var rekinn af velli á lokamínútunni fyrir glórulausa tæklingu á Carlos Marchena. Pólska félagið Groclin Dysko- bolia, sem vann Hertha Berlin og Manchester City í fyrri umferð- um keppninnar, var engin hindr- um fyrir Bordeaux. Frakkarnir unnu 4-1 í gær og 5-1 samanlagt. Marouane Chamakh, Marc Plan- us, Albert Riera og einn varnar- manna Groclin skoruðu fyrir Bor- deaux en varamaðurinn Kodjo Afanou átti skammarstrik kvölds- ins, var rekinn af velli sex mínút- um eftir að hann tók stöðu Marc Planus í liði Bordeaux. Örjan Berg og Azar Karadas skoruðu fyrir Rosenborg, sem vann Benfica 2-1 í Þrándheimi. Nuno Gomes minnkaði muninn og var síðan rekinn af velli en einum færri héldu Portúgalarnir út og komust áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. ■ THIERRY HENRY Fer ekki í skammarkrókinn þó að hann leiki ekki afmælisleik FIFA. Afmælisleikur FIFA: Engum verður refsað HANDBOLTI ÍBV sigraði Hauka 39- 34 á Ásvöllum í gærkvöldi. Eyja- stúlkur eru sem fyrr efstar í deildinni og hafa nú fimm stiga forskot á Hauka og Val. Leikur Hauka og ÍBV var lengstum jafn í fyrri hálfleik en Eyjastúlkur áttu góðan lokasprett og leiddu 18-14 í leikhléi. Hraðinn í leik liðanna í seinni hálfleik var mjög mikill en varnarleikurinn var ekki burðugur. Mörkin í seinni hálfleik urðu 41, og samtals 73, en ÍBV sigraði 39-34. Ramune Pekarskyte skoraði sautján mörk fyrir Hauka, þar af sex út vítum, Erna Þráinsdóttir fimm, Sandra Anulyté og Ragn- hildur Guðmundsdóttir þrjú, Anna Halldórsdóttir tvö og Petra Baumruková, Ingibjörg Karls- dóttir, Erna Halldórsdóttir og Martha Hermannsdóttir eitt mark hver. Bryndís Jónsdóttir varði tólf skot, þar af eitt víti, og Berg- lind Hafliðadóttir þrjú. Anna Yakova skoraði tíu mörk, Birgit Engl sjö, Sylvia Strass sex, þar af tvö úr vítum, Alla Gokori- an fimm, Guðbjörg Guð- mannsdóttir fjögur, Anja Nielsen þrjú, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir tvö og Nína Kristín Björnsdóttir og Edda Eggertsdóttir eitt mark hvor. Julia Ganti- murova varði nítján skot, þar af eitt vítakast. ■ RE/MAX-deild kvenna: ÍBV vann að Ásvöllum Áskorendakeppni Evrópu: Báðir í Eyjum HANDBOLTI ÍBV hefur samið við króatíska félagið Brodosplit Vranj- ic um að leika báða leiki félaganna í átta liða úrslitum Áskorenda- keppni Evrópu í Eyjum. Leikirnir fara fram helgina 13. til 14. mars. Fram kemur á fréttavefnum Eyjar.net að Eyjamenn telji að ekki megi fórna möguleikum ÍBV á að komast áfram í undanúrslit keppn- innar vegna kostnaðarhliðarinnar. Þess vegna hafi Eyjamenn og bæj- arstjórn Vestmannaeyja ákveðið að taka þátt í þessu verkefni fjárhags- lega. Í öðrum leikjum undanúrslit- anna keppa Nürnberg og Anadolu, Bayer Leverkusen og Vitaral Jelfa og Borussia Dortmund og Uni- versitatea Remin Deva. ■ ÍBV SIGRAÐI HAUKA Eyjastúlkur höfðu betur í miklum markaleik í gærkvöld. STAÐAN Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI Arsenal 27 20 7 0 53:18 67 Chelsea 27 18 4 5 48:21 58 Man. United 27 18 4 5 51:25 58 Newcastle 27 10 1 5 38:28 42 Charlton 27 11 7 9 38:34 40 Liverpool 26 10 9 7 38:29 39 Birmingham 26 10 9 7 28:29 39 Aston Villa 27 10 7 10 32:32 37 Fulham 27 10 6 11 39:38 36 Tottenham 26 10 4 12 39:42 34 Bolton 26 8 10 8 32:40 34 Southampton 27 8 9 10 27:27 33 Middlesbrough 26 8 7 11 28:34 31 Everton 27 7 8 12 33:39 29 Blackburn 27 7 7 13 39:44 28 Man. City 27 6 9 12 36:39 27 Portsmouth 26 6 6 14 29:40 24 Wolves 27 5 9 13 24:52 24 Leicester 27 4 11 12 37:51 23 Leeds 27 5 7 15 26:53 22 NÆSTU LEIKIR Laugardagur 6. mars Birmingham - Bolton þriðjudagur 9. mars Middlesbrough - Tottenham GERRARD SKORAR Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skorar fyrsta mark liðsins í 4-2 sigri á Levski í Sófíu í gær. Besiktas - Valencia 0-2 0-1 Angulo (12.), 0-2 Juan Sánchez (56.), Valencia sigraði 5-2 samanlagt. Bordeaux - Groclin Dyskobolia 4-1 1-0 Marc Planus (41.), 2-0 Marouane Chamakh (42.), 3-0 Ivica Krizanac, sjm (65.), 4-0 Albert Riera, vsp (74.), 4-1 Tomasz Wieszczycki (90.) Bordeaux sigraði 5-1 samanlagt. Debrecen - Club Brugge 0-0 Club Brugge sigraði 1-0 samanlagt. FK Teplice - Celtic 1-0 1-0 Jiri Masek (35.) Celtic sigraði 1-0 samanlagt. Genclerbirligi - Parma 3-0 1-0 Filip Daems, vsp (37.), 2-0 Matteo Ferrari, sjm (81.), 3-0 Ali Tangodan (90.) Genclerbirligi sigraði 4-0 samanlagt. Internazionale - Sochaux 0-0 Samanlagt 2-2 en Internazionale skor- aði fleiri mörk á útivelli. Dnipropetrovsk - Marseille 0-0 Marseille sigraði 1-0 samanlagt. Levski Sofia - Liverpool 2-4 0-1 Steven Gerrard (7.), 0-2 Michael Owen (11.), 1-2 Georgi Ivanov (27.), 2-2 Sasa Simonovic (40.), 2-3 Dietmar Ham- ann (44.), 2-4 Sami Hyypiä (67.) Liverpool sigraði 6-2 samanlagt. Mallorca - Spartak Moskvu3-1 0-1 Alexander Samedov (43.) Mallorca sigraði 1-0 samanlagt. Newcastle United - Valerenga 3-1 1-0 Alan Shearer (19.), 1-1 Erik Hagen (25.), 2-1 Shola Ameobi (47.), 3-1 Shola Ameobi (89.) Newcastle United sigraði 4-2 samanlagt. PSV Eindhoven - Perugia 3-1 1-0 Kevin Hofland (22.), 2-0 Mateja Kezman (44.), 3-0 Mateja Kezman (48.), 3-1 Ze Maria (88.) PSV Eindhoven sigraði 3-1 samanlagt. Panathinaikos - Auxerre 0-1 0-1 Bonaventure Kalou (71.) Auxerre sigraði 1-0 samanlagt. Roma - Gazientepspor 2-0 1-0 Emerson (23.), 2-0 Antonio Cassano (42.) Roma sigraði 2-1 samanlagt. Rosenborg - Benfica 2-1 1-0 Örjan Berg (8.), 2-0 Azar Karadas (14.), 2-1 Nuno Gomes (19.), Samanlagt 2-2 en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli. Leik Barcelona gegn Brøndby og leik Villarreal gegn Galatasaray var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Frækinn sigur Liverpool Liverpool, Newcastle og Celtic tryggðu sér öll sæti í sextán liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.