Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 4
4 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Ertu sátt(ur) við hækkun á afnota- gjöldum Ríkisútvarpsins? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu á tónleikana með Metallica? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 70% 30% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Íslendingar aðstoða í Afganistan: Flutningavél send með hjálpargögn AFGANISTAN Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra greindi frá því á al- þjóðaráðstefnu um enduruppbygg- ingu Afganistans, sem nýlokið er í Berlín, að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að taka þátt í frekari flutningi hjálpargagna til landsins, en Íslendingar hafa veitt aðstoð við friðargæsluaðgerðir NATO í Afganistan með flutningi á gögnum þangað. Flutningavél verður send í næsta mánuði með lyf, sjúkrarúm og fleiri hjálpargögn frá Íslandi til að að- stoða íbúa í Afganistan sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátaka. Ís- lendingar taka einnig við stjórn al- þjóðaflugvallarins í Kabúl 1. júní næstkomandi, en um 500 manns munu starfa undir stjórn þeirra. Alls er gert ráð fyrir að fimmtán Ís- lendingar starfi samtímis við stjórn flugvallarins, en þetta er umfangs- mesta verkefni sem íslenska friðar- gæslan hefur tekið að sér og búist er við að það taki eitt til tvö ár. ■ Óprúttinn áróður á erlendri grund Stjórnarformaður Landsvirkjunar gagnrýnir virkjanaandstæðinga fyrir áróður. Hann gerir greinarmun á þeim og náttúruverndarsinnum. Náttúrurverndarsamtök Íslands segja ummælin lágkúruleg. VIRKJANAMÁL „Náttúruverndarsam- tök Íslands hafa tekið þessi ummæli til sín en ég nefndi aldrei náttúru- verndarsamtök í ræðu minni. Ég nefndi virkjanaandstæðinga og ég tel að þar sé munur á,“ segir Jó- hannes Geir Sigurgeirsson stjórnar- formaður Landsvirkjunar. Náttúrverndarsamtök Íslands hafa sent frá sér harðorða ályktun vegna ræðu sem Jóhannes Geir hélt á samráðs- fundi Landsvirkj- unar 2. apríl síð- astliðinn. Þar sagði hann að harður áróður virkjanaandstæð- inga hefði haft þau áhrif að stór norræn verktaka- fyrirtæki hefðu horfið frá því að bjóða í fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkj- un. „Það var því öðru fremur hópur hörðustu virkjanaandstæðinga á Ís- landi sem með óprúttnum áróðri á erlendri grund varð þess valdandi að einungis barst viðunandi tilboð frá einu fyrirtæki í verkið,“ segir Jóhannes Geir. Í ályktun Náttúruverndarsam- taka Íslands segir: „Það gegnir furðu að forystumenn Landsvirkj- unar skuli enn – ári eftir að fram- kvæmdir hófust við Kárahnjúka- virkjun – berja lóminn vegna bar- áttu íslenskra og alþjóðlegra nátt- úrusamtaka gegn virkjuninni. Ásak- anir hans á hendur náttúruverndar- fólki eru tilhæfulausar og lágkúru- legar.“ „Nátturverndarsamtök hafa miklu hlutverki að gegna í um- ræðu um svona mál. Ég hef ekkert við andstöðu og baráttu náttúru- verndarfólks að segja en ég get haft ákveðnar skoðanir á vinnu- brögðum manna þegar þeir starfa samkvæmt því að tilgangurinn helgi meðalið og tilgangur virkj- anasinna virðist vera að stöðva framkvæmdir við Kárahnjúka,“ segir Jóhannes Geir. Í ræðu sinni sagði Jóhannes Geir einnig að það væri á margan hátt auðveldara að eiga samskipti við verktaka úr nánasta menningar- heimi en þá sem koma lengra að. Jóhannes Geir segir að þessi orð megi ekki skilja svo að hann telji að heppilegra hefði verið að ná samn- ingum við norræn verktakafyrir- tæki. „Þarna skiptir þekking og reynsla með heilborun gríðarlega miklu máli og þar er Impregilo al- gjörlega á heimavelli. Heilborun er þeirra fag. Hins vegar finnst manni ekki nógu gott þegar ekki berst nema eitt tilboð sem er undir kostn- aðaráætlun eins og þarna var,“ seg- ir Jóhannes Geir. kolla@frettabladid.is HALLDÓR BLÖNDAL Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráð- herra, mælir fyrir tillögu um nýjan há- lendisveg. Tillaga fyrir Alþingi: Nýr há- lendisvegur SAMGÖNGUR Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga um nýjan hálendisveg milli Borgarfjarðar og Skagafjarðar en slíkur vegur mun stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um rúmlega 40 kílómetra. Áætlaður kostnaður er um 4,5 milljarðar króna og er gert ráð fyrir að framkvæmd- in verði boðin út utan vegaáætlunar og verði fjármögnuð að hluta eða öllu leyti með veggjöldum. Ef af verður mun vegurinn liggja um Hallmundarhraun í Borgarfirði, yfir Stórasand og niður í Norðurárdal í Akrahreppi í Skagafirði. ■ Skuldabréf: Á alþjóða- markað VIÐSKIPTI Frá og með næsta mánu- degi verða íslensk skuldabréf skráð í erlendu uppgjörsmiðstöð- inni Clearstream. Þetta er breyt- ing sem aðilar á fjármálamarkaði hafa beðið eftir um nokkurt skeið. Talið er að viðskipti með ís- lensk skuldabréf í uppgjörsmið- stöðinni auki mjög viðskipti með íslensk skuldabréf á erlendum mörkuðum enda er skráning skuldabréfa á viðurkenndum al- þjóðlegum mörkuðum skilyrði fyrir því að margir stórir fjárfest- ingarsjóðir geti átt viðskipti með bréfin. ■ Ariel Sharon útilokar ekki að ráða Arafat af dögum: Arafat lætur sér fátt um finnast JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, segir það ekki útilokað að Ísraelar ráði Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, af dögum. Sama gild- ir um líbanska skæruliðafor- ingjann Hassan Nasrallah. Arafat lýsti því yfir við blaða- menn í gær að hann kippti sér ekki upp við hótanir Sharons. Þjóðarleiðtogar margra ríkja hafa gagnrýnt Sharon fyrir um- mæli sín og þar á meðal Banda- ríkjamenn. Í viðtölum við ísraelska fjöl- miðla sagði Sharon að Arafat væri hindrun á veginum til frið- ar og hann yrði aldrei óhultur. „Hver sá sem drepur gyðinga, skaðar ísraelskan ríkisborgara eða fær annað fólk til að drepa gyðinga er brennimerktur,“ sagði Sharon. Sharon segist vonast til að Ísraelar geti hörfað algerleg frá Gaza-ströndinni og afnumið fjórar landnemabyggðir á Vest- urbakkanum innan árs. Sharon segir að endanleg ákvörðun um brotthvarfið frá hernumdu svæðunum verði í höndum Likud-flokksins og ætlar hann að bera málið undir atkvæði inn- an flokksins þegar hann snýr aftur frá Bandaríkjunum eftir miðjan mánuðinn. ■ KABÚL Íslensk stjórnvöld ætla að aðstoða við uppbyggingarstarfið í Afganistan með því að senda flutningavél með ýmis hjálpargögn handa þeim sem eiga um sárt að binda. ARIEL SHARON Forsætisráðherra Ísraels segir að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, geti ekki verið öruggur um líf sitt. UNNIÐ VIÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Jóhannes Geir segir á margan hátt auðveldara að eiga samskipti við verktaka úr nánasta menningarheimi en þá sem koma lengra að. JÓHANNES GEIR Jóhannes Geir segir að harður áróður virkjanaandstæð- inga hafi haft þau áhrif að stór nor- ræn verktakafyrir- tæki hafi horfið frá því að bjóða í fram- kvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.