Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 9
■ Asía
9SUNNUDAGUR 4. apríl 2004
34 LÉTUST Í RÚTUSLYSI 34 manns
biðu bana og 35 slösuðust þegar
yfirfull rúta fór út af fjallvegi og
féll ofan í gljúfur í indverska
hluta Kasmír. Bílstjórinn missti
stjórn á rútunni í beygju. 69 far-
þegar voru um borð í rútunni en
aðeins voru sæti fyrir 35 manns.
Þjóðarpúls:
Lítið traust
til dómstóla
GALLUP Einungis 37 prósent
landsmanna bera traust til
dómskerfisins að því er fram
kemur í þjóðarpúlsi Gallup.
Kannað var traust svarenda til
átta stofnana í samfélaginu og
er niðurstaðan sú að Háskóli Ís-
lands nýtur langmests trausts
eins og áður þegar sambærileg-
ar kannanir hafa verið gerðar.
Traust til allra annarra stofn-
anna nema Háskólans og þjóð-
kirkjunnar minnkar frá því í
fyrra. Mesta rýrnunin á trausti
er á dómskerfinu sem naut 43
prósent trausts fyrir ári síðan.
Traust til embættis Umboðs-
manns Alþingis minnkar einnig
töluvert. ■
Sýning í Smáralind:
Verk Árna í
Vetrargarði
MENNING Sýning á grjótlistaverk-
um eftir Árna Johnsen hefur ver-
ið opnuð í Vetrargarðinum í
Smáralind. Að sögn Árna verða
flest verkin innandyra en þau
stærstu fyrir utan verslunarmið-
stöðina.
Árni segir að um fimm þúsund
manns hafi séð sýninguna þegar
hún var sett upp í Reykjanesbæ og
hann vonist eftir góðum viðbrögð-
um hér líka. „Gestum og gangandi
er boðið á opnunina. Sérstaklega
ungu fólki,“ segir Árni.
Í dag heldur Árni brekkusöng í
Vetrargarðinum með liðsinni ým-
issa listamanna. ■
Ölvaður ökumaður:
Sex ára
frændi stýrði
SYDNEY, AP Ölvaður ökumaður,
sem lét sex ára gamlan frænda
sinn stýra bílnum sínum, hefur
verið dæmdur til að sitja í fang-
elsi um helgar í sex mánuði og
sviptur ökuleyfi í fimm ár.
Áfengismagn í blóði hans mæld-
ist 2,15 prómill.
Ástralinn Gavin Conrad
Harris var handtekinn í janúar
þegar hann ók á kyrrstæðan lög-
reglubíl. Lögreglumönnunum
sem komu á vettvang brá heldur
en ekki í brún þegar þeir sáu sex
ára frænda Harris sitja í fangi
hans með hendur á stýri. Hvor-
ugur þeirra var í bílbelti.
Harris, sem er 31 árs, hefur
þrisvar sinnum áður verið
dæmdur fyrir ölvunarakstur. ■
Fermingagjöfin
frá Sony
Stafræn tökuvél
DCR-HC14E
Carl Zeiss Vario-Tessar Linsa
2.5" Snertiskjár (123.000 pixlar)
120x zoom (10x optical)
Áður kr. 64.950
Verð kr. 59.950
Stafræn tökuvél
DCR-HC20E
Carl Zeiss Vario-Tessar Linsa
Super Nightshoot plus
i.LINK(DV INN/ÚT)
Verð kr. 84.950
Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
Stafræn tökuvél
DCR-PC105
1.070.000 pixla Super HAD myndflaga
Ljósmyndataka memorystick(1024x768)
i.LINK(DV INN/ÚT Analog INN/ÚT
Áður kr. 149.950
Verð kr. 119.950
Hagnaður Sparisjóðs Norðfjarðar dregst saman:
Opnar útibú á Héraði
AUSTURLAND Stjórn Sparisjóðs
Norðfjarðar hefur ákveðið kaupa
húsnæði á Miðvangi 2-4 á Egils-
stöðum fyrir fyrirhugað útibú á
Egilsstöðum. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær útibúið opnar en
unnið verður af fullum krafti að
undirbúningi þess á næstu vikum.
Fyrir rekur sjóðurinn útibú á
Reyðarfirði.
Aðalfundur Sparisjóðs Norð-
fjarðar var haldinn í vikunni. Þar
kom fram að hagnaður af rekstri
sjóðsins á síðasta ári nam 66,8
milljónum króna fyrir skatta og
53,4 milljónum króna að teknu til-
liti til reiknaðs tekjuskatts og
eignaskatts.
Til samanburðar má nefna að á
rekstri sparisjóðsins árið 2002 var
hagnaður 72,6 milljónir króna fyrir
skatta og 58,6 milljónir eftir skatta.
Í frétt frá Sparisjóðnum segir að
skýringar á þessum óvenju háu
hagnaðartölum megi rekja til sölu-
hagnaðar af hlutabréfum en hann
var 63,4 milljónir króna í fyrra og
45 milljónir króna árið 2002.
Eigið fé sjóðsins í ársbyrjun
2003 nam 309,6 m.kr. en í árslok
361,6 m.kr. Eiginfjárhlutfall sem
reiknað er samkvæmt lögum um
viðskiptabanka og sparisjóði er
18,4% en samkvæmt þessum lög-
um má hlutfallið ekki vera lægra
en 8,0%.
Stofnfé var í árslok 9,7 m.kr. og
skiptist í 268 jafna hluti, stofn-
fjáreigendur voru 77 í árslok, með
frá einum og upp í fimm hluti
hver.
Sveinn Árnason sparisjóðs-
stjóri tilkynnti á aðalfundinum að
hann hefði óskað eftir því að láta
af störfum 1. október næstkom-
andi.
Sveinn hefur verið sparisjóðs-
stjóri frá árinu 1988, eða í 16 ár. ■
SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR
Á aðalfundi Sparisjóðs Norðfjarðar kom fram að hagnaður af rekstri sjóðsins á síðasta ári
nam tæpum 67 milljónum króna fyrir skatta.
Efling sérsveitar:
Mjótt á
munum
GALLUP Þegar Gallup spurði um af-
stöðu manna til fjölgunar í sér-
sveit lögreglunnar kom í ljós að
nánast jafnmargir eru fylgjandi
og andvígir. Mikill munur er á af-
stöðu stuðningsmanna ríkisstjórn-
arinnar og andstæðinga hennar í
afstöðu til fjölgunar í sérsveitun-
um.
Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokks eru hrifnastir af fjölgun-
inni en 63 prósent þeirra eru
hlynntir málinu. Stuðningurinn er
minnstur meðal fylgismanna
Vinstri grænna en tæplega 29 pró-
sent þeirra vilja eflingu sérsveita
lögreglu. ■