Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 04.04.2004, Qupperneq 9
■ Asía 9SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 34 LÉTUST Í RÚTUSLYSI 34 manns biðu bana og 35 slösuðust þegar yfirfull rúta fór út af fjallvegi og féll ofan í gljúfur í indverska hluta Kasmír. Bílstjórinn missti stjórn á rútunni í beygju. 69 far- þegar voru um borð í rútunni en aðeins voru sæti fyrir 35 manns. Þjóðarpúls: Lítið traust til dómstóla GALLUP Einungis 37 prósent landsmanna bera traust til dómskerfisins að því er fram kemur í þjóðarpúlsi Gallup. Kannað var traust svarenda til átta stofnana í samfélaginu og er niðurstaðan sú að Háskóli Ís- lands nýtur langmests trausts eins og áður þegar sambærileg- ar kannanir hafa verið gerðar. Traust til allra annarra stofn- anna nema Háskólans og þjóð- kirkjunnar minnkar frá því í fyrra. Mesta rýrnunin á trausti er á dómskerfinu sem naut 43 prósent trausts fyrir ári síðan. Traust til embættis Umboðs- manns Alþingis minnkar einnig töluvert. ■ Sýning í Smáralind: Verk Árna í Vetrargarði MENNING Sýning á grjótlistaverk- um eftir Árna Johnsen hefur ver- ið opnuð í Vetrargarðinum í Smáralind. Að sögn Árna verða flest verkin innandyra en þau stærstu fyrir utan verslunarmið- stöðina. Árni segir að um fimm þúsund manns hafi séð sýninguna þegar hún var sett upp í Reykjanesbæ og hann vonist eftir góðum viðbrögð- um hér líka. „Gestum og gangandi er boðið á opnunina. Sérstaklega ungu fólki,“ segir Árni. Í dag heldur Árni brekkusöng í Vetrargarðinum með liðsinni ým- issa listamanna. ■ Ölvaður ökumaður: Sex ára frændi stýrði SYDNEY, AP Ölvaður ökumaður, sem lét sex ára gamlan frænda sinn stýra bílnum sínum, hefur verið dæmdur til að sitja í fang- elsi um helgar í sex mánuði og sviptur ökuleyfi í fimm ár. Áfengismagn í blóði hans mæld- ist 2,15 prómill. Ástralinn Gavin Conrad Harris var handtekinn í janúar þegar hann ók á kyrrstæðan lög- reglubíl. Lögreglumönnunum sem komu á vettvang brá heldur en ekki í brún þegar þeir sáu sex ára frænda Harris sitja í fangi hans með hendur á stýri. Hvor- ugur þeirra var í bílbelti. Harris, sem er 31 árs, hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir ölvunarakstur. ■ Fermingagjöfin frá Sony Stafræn tökuvél DCR-HC14E Carl Zeiss Vario-Tessar Linsa 2.5" Snertiskjár (123.000 pixlar) 120x zoom (10x optical) Áður kr. 64.950 Verð kr. 59.950 Stafræn tökuvél DCR-HC20E Carl Zeiss Vario-Tessar Linsa Super Nightshoot plus i.LINK(DV INN/ÚT) Verð kr. 84.950 Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is Stafræn tökuvél DCR-PC105 1.070.000 pixla Super HAD myndflaga Ljósmyndataka memorystick(1024x768) i.LINK(DV INN/ÚT Analog INN/ÚT Áður kr. 149.950 Verð kr. 119.950 Hagnaður Sparisjóðs Norðfjarðar dregst saman: Opnar útibú á Héraði AUSTURLAND Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar hefur ákveðið kaupa húsnæði á Miðvangi 2-4 á Egils- stöðum fyrir fyrirhugað útibú á Egilsstöðum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær útibúið opnar en unnið verður af fullum krafti að undirbúningi þess á næstu vikum. Fyrir rekur sjóðurinn útibú á Reyðarfirði. Aðalfundur Sparisjóðs Norð- fjarðar var haldinn í vikunni. Þar kom fram að hagnaður af rekstri sjóðsins á síðasta ári nam 66,8 milljónum króna fyrir skatta og 53,4 milljónum króna að teknu til- liti til reiknaðs tekjuskatts og eignaskatts. Til samanburðar má nefna að á rekstri sparisjóðsins árið 2002 var hagnaður 72,6 milljónir króna fyrir skatta og 58,6 milljónir eftir skatta. Í frétt frá Sparisjóðnum segir að skýringar á þessum óvenju háu hagnaðartölum megi rekja til sölu- hagnaðar af hlutabréfum en hann var 63,4 milljónir króna í fyrra og 45 milljónir króna árið 2002. Eigið fé sjóðsins í ársbyrjun 2003 nam 309,6 m.kr. en í árslok 361,6 m.kr. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði er 18,4% en samkvæmt þessum lög- um má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Stofnfé var í árslok 9,7 m.kr. og skiptist í 268 jafna hluti, stofn- fjáreigendur voru 77 í árslok, með frá einum og upp í fimm hluti hver. Sveinn Árnason sparisjóðs- stjóri tilkynnti á aðalfundinum að hann hefði óskað eftir því að láta af störfum 1. október næstkom- andi. Sveinn hefur verið sparisjóðs- stjóri frá árinu 1988, eða í 16 ár. ■ SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Á aðalfundi Sparisjóðs Norðfjarðar kom fram að hagnaður af rekstri sjóðsins á síðasta ári nam tæpum 67 milljónum króna fyrir skatta. Efling sérsveitar: Mjótt á munum GALLUP Þegar Gallup spurði um af- stöðu manna til fjölgunar í sér- sveit lögreglunnar kom í ljós að nánast jafnmargir eru fylgjandi og andvígir. Mikill munur er á af- stöðu stuðningsmanna ríkisstjórn- arinnar og andstæðinga hennar í afstöðu til fjölgunar í sérsveitun- um. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokks eru hrifnastir af fjölgun- inni en 63 prósent þeirra eru hlynntir málinu. Stuðningurinn er minnstur meðal fylgismanna Vinstri grænna en tæplega 29 pró- sent þeirra vilja eflingu sérsveita lögreglu. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.