Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 44
FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s 32 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Nokkrir einstaklingar hafa tekið tiltekna málaflokka upp á sína arma og berjast fyrir þeim með kjafti og klóm. Þetta fólk hefur sameinað vinnuna og áhugamálið og virðist óþreytandi við að bera út boðskapinn. Við hin höfum gert þessa einstaklinga að holdgervingum mála- flokkanna. Fólkið og málefnið er eitt. Hjartans mál Meðal þeirra sem svo erástatt um eru Óli H. Þórð- arson, formaður Umferðarráðs, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, og Rúna Jónsdóttir, starfskona Stígamóta. Í samtölum við þetta fólk kemur í ljós að það tekur vinnuna yfirleitt með sér heim, og reyndar hvert sem er, og oft þarf það að ræða málin á mannamótum, jafnvel þvert á eigin vilja. Óli H. Þórðarson – umferðarmál Óli H. hefur um árabil veriðhelsti málsvari umferðar-öryggis í landinu og barist eins og kostur er fyrir bættri umferðarmenningu. Áhugann rekur hann til dagskrárgerðar fyrir Ríkisútvarpið á sjöunda áratugnum. „Ég gerði meðal annars þátt um Slysavarnarfé- lag Íslands 50 ára og fannst starfsemi þess afskaplega heill- andi enda knúin áfram af hug- sjóna- og baráttufólki. Um svip- að leyti var staða framkvæmda- stjóra Umferðarráðs auglýst til umsóknar og ég ákvað að sækja um. Ég hafði þá unnið í bókhaldi í 15 ár og var satt að segja orð- inn leiður á því.“ Óla fannst ólík- legt að hann hlyti starfið en ann- að kom á daginn og hann var ráðinn. „Með því var áhuginn svo sannarlega vakinn.“ Áhugi Óla á umferðarmál- um er ríkur og honum finnst málaflokkurinn heillandi út af fyrir sig: „Það er auðvitað heillandi að fást við fjölbreytt málefni og vinna á lifandi vinnustað en vissulega eru gríðarlega margar skuggahlið- ar á málaflokknum. Ég tek banaslys og önnur alvarleg slys mjög inn á mig, því alltaf hugsa ég; hvað hefðum við get- að gert eða hvað höfum við ekki gert sem hugsanlega hefði komið í veg fyrir viðkomandi slys. Þetta er því málum bland- ið, starfið er bæði heillandi og um leið afar dapurlegt.“ Óli segir erfitt að meta sjálf- ur hvort hann hafi fengið ein- hverju áorkað til bættrar um- ferðarmenningar en fullyrðir að hann hafi lagt sig allan fram: „Ég hef verið óþreytandi í að reyna að finna nýjar hliðar á málunum, reyna að koma með eitthvað nýtt sem gæti nýst í þessari eilífðarbaráttu. Ég vona að ég hafi náð ein- hverjum árangri ásamt mínu ágæta samstarfsfólki í gegnum árin, en það verða aðrir að dæma um það.“ Þetta blundar í mér allan sólarhringinn Umferðarmálin fylgja Óla hvert sem hann fer og hvar sem hann er. „Ég fylgist með öllum fréttatímum og ástæðan er sú að innst inni óttast ég að það komi fréttir af alvarlegum slys- um. Morgunfréttatímarnir um helgar eru erfiðir enda mjög oft fyrsta frétt að alvarlegt slys hafi orðið um nóttina. Þetta blundar í mér svo að segja allan sólarhringinn en ég reyni auð- vitað að láta þetta ekki yfirtaka huga minn því ég á mörg áhuga- mál og stóra fjölskyldu.“ Óli er þeirrar skoðunar að al- mennur áhugi fólks á umferðar- málum mætti vera miklu meiri en segir þó stóran hóp úti um allt land vera hugsandi um mál- ið, og eru það bæði leikir og lærðir. En verður hann aldrei leiður á umferðarmálum? „Jújú, ég verð það. Og finn oft að þetta er hálfgerð manía. Fjölskyldan mín hefur oft fengið sig upp- fulla af umferðarmálum enda hefur heimilislífið liðið fyrir þetta. Konan mín hefur til dæmis verið hálfgerður upp- tökustjóri hjá mér í gegnum árin, hún hefur tekið upp úr sjónvarpi allt sem lýtur að um- ferðarmálum þegar ég er ekki heima. Ég á nokkur hundruð myndbandsspólur með upptök- um af umferðarmálum úr sjón- varpi,“ segir Óli og bætir við, „þetta er náttúrulega bilun“. Hann leggur mikla áherslu á að sitt fólki fari í einu og öllu að umferðarlögunum og gætir þess t.d. ávallt að allir hans far- þegar séu spenntir í bílbelti. „Sumum utan að komandi finnst það náttúrlega hálf gerð klikkun í kallinum að hann fari ekki af stað fyrr en allir eru spenntir en það er óbærileg til- hugsun að lenda í slysi og fólk í mínum bíl hafi ekki verið spen- nt.“ Jóna Ingibjörg Jónsdóttir – kynlíf Lengi vel var kynlíf ekkinefnt í fjölmiðlum án þess að Jóna Ingibjörg Jónsdóttir ÓLI H. ÞÓRÐARSON Hefur barist fyrir bættri umferðarmenningu í 26 ár. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Fræðilegur áhugi hennar á kynlífi vaknaði í hjúkrunarfræðináminu við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.