Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 12
12 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR
Sendir herrar
Sumir glöddust þegar spurðist aðBretar væru að pæla í að loka
einhverjum þeirra 153 sendiráða
sem þeir starfrækja um heiminn.
Þeir hinir sömu spurðu hvort við Ís-
lendingar ættum ekki að fara að
dæmi þeirra og loka einhverjum af
sendiráðunum sem við höldum úti.
Fyrst Bretarnir geta það þá getum
við það líka!
Íslensk sendiráð í útlöndum eru
19 í það heila, flest hefðbundin
sendiráð en önnur eru skrifstofur
fulltrúa við alþjóðlegar stofnanir.
Að auki eru í einstaka borgum sér-
stakar skrifstofur aðalræðismanna.
Hefðbundin sendiráð eru í Kaup-
mannahöfn, Osló, Helsinki, Stokk-
hólmi, Lundúnum, París, Vín, Brus-
sel, Berlín, Moskvu, Washington,
Ottawa, Peking, Tokýó og Maputo.
Sendiráð vegna aðildar að alþjóða-
stofnunum eru í New York, Brussel,
Strassborg og Genf.
Samtals starfa 116 manns í þess-
um sendiráðum en til viðbótar star-
fa í þremur þeirra samtals 12 full-
trúar tiltekinna ráðuneyta.
Starfsfólk sendiráðanna sinnir
mismunandi verkefnum og titlarnir
innan utanríkisþjónustunnar eru
margir og fjölbreyttir. Langflestir
þessara 116 starfsmanna eru ritarar
en þeir eru samtals 36, þó ekki allir
í fullu starfi. Næst koma sendiherr-
ar og bifreiðastjórar en 15 stykki úr
hvorri stétt eru við störf í sendi-
ráðunum. 13 sendiráðunautar fylgja
í kjölfarið og þar á eftir koma sendi-
fulltrúar sem eru 11. Sendiráðsfull-
trúar eru svo 7, viðskiptafulltrúar 5
og fastafulltrúar 4. Sendiráðsritar-
ar eru hins vegar aðeins 2 eða
jafnmargir og sendiráðsprestar, að-
stoðarsendiráðsfulltrúar og launað-
ir aðalræðismenn. Einn aðstoðar-
viðskiptafulltrúi er í utanríkisþjón-
ustunni og einn starfsmaður ber
einfaldlega titilinn aðstoðarmaður.
Kostnaðurinn við rekstur sendi-
ráðanna er áætlaður um 1,5 millj-
arðar króna á þessu ári.
En ætli kostnaður og umfang
sendiráða okkar sé meiri eða minni
en annarra þjóða? Athugun leiddi í
ljós að almennt starfa fleiri í sendi-
ráðum erlendra ríkja á Íslandi en í
íslenskum sendiráðum í útlöndum.
En er sendiráðajöfnuðurinn okk-
ur hagstæður? 12 erlend ríki starf-
rækja hefðbundin sendiráð á Ís-
landi á móti okkar 15. Við rekum
sendiráð í öllum þeim ríkjum sem
eiga sendiráð hér en út af standa
Austurríki og Belgía þar sem al-
þjóðastofnanir eiga sitt aðsetur og
Mósambík sem íslensk stjórnvöld
bera sérstakan hlýhug til.
Hvort íslenskum sendiráðum á
eftir að fjölga eða fækka á næstu
árum er óvíst en hitt er víst að
áfram verður deilt um ágæti þeirra
og eins munu stjórnmálamenn
áfram renna hýru auga til þeirra
enda fylgja því skyldur og ábyrgð
að vera sendur herra. ■
Réttur borgara víkur fyrir valdi stjórnvalda
Íhaust verða tekin af okkurfingraför ef við viljum komast
til Bandaríkjanna. Þetta segja
bandarísk stjórnvöld að sé leið til
að fyrirbyggja viðlíka hryðjuverk
og gerð voru í New York og Wash-
ington 11. september 2001 eða þá
til að auðvelda að handsama þá
sem standa fyrir slíku. Með tím-
anum munu stjórnvöld eignast
veglegt fingrafarasafn og nota
það ásamt öðrum söfnum með
persónuupplýsingum og líklega
lífsýnum þegar fram líða stundir
– ekki aðeins til að stemma stigu
við hryðjuverkum heldur til að
kortleggja hegðun þeirra sem
stjórnvöld telja ástæðu til að
fylgjast með; hvað þetta fólk hef-
ur fyrir stafni,
hvað það les og sér,
hverja það hittir og
spjallar við. Ferð
þess um samfélag-
ið mun því fjölga
þeim sem þarf að
fylgjast með og sá
fjöldi kallar
ábyggilega á frek-
ari aðgerðir til að
auðvelda eftirlitið.
Og ef þetta kerfi
reynist þægilegt í
notkun mun það án
efa verða notað til
að fylgjast með
fleirum en hugsan-
legum hryðju-
verkamönnum eða
ætluðum stuðn-
ingsmönnum þeir-
ra. Það mun reyn-
ast jafn vel til að
fylgjast með öllum
sem eru líklegir til
að fremja glæpi
eða valda usla í samfélaginu með
öðrum hætti. Og það getur verið
hver sem er; mannkynið allt.
Eftirgjöf mannréttinda í
Bandaríkjunum er gerð í góðum
tilgangi; að vernda borgarana fyr-
ir ógn af hryðjuverkum. Eftir 11.
september 2001 var það viðtekið
viðhorf í Bandaríkjunum að rétt-
lætanlegt væri að fórna einhverju
af lýðréttindunum fyrir öryggi.
Stjórnvöld gengu á lagið og færðu
mjög út rétt ýmissa stofnana til að
fylgjast með borgurunum. Ef
lagaramminn hélt aftur af stjórn-
völdum brugðu þau á það ráð að
sniðganga lögin; til dæmis með
því að halda fjölda manna, sem
herinn handtók í Afganistan,
föngnum í herstöð á Kúbu; þar
sem lög um meðferð á föngum
náðu ekki til. Í skilningi þeirra
laga pyntar herinn fangana á
Kúbu. En þau lög gilda ekki í her-
stöðinni á Kúbu og því segjast
stjórnvöld engan pynta.
Eftir því sem lengra líður frá
árás hryðjuverkamanna á Banda-
ríkin mun þollund bandarískra
borgara gagnvart eftirliti stjórn-
valda minnka. Enn sem komið er
er andstaðan gegn auknu valdi
stjórnvalda ekki hávær. Þegar
hún brýst fram mun það hins veg-
ar taka bandarískt samfélag mörg
ár – jafnvel áratugi – að hefja
mannréttindi upp til sömu virð-
ingar og þau nutu fyrir 11. sept-
ember 2001.
Vald stjórnvalda
gegn rétti borgara
En það er víðar en í Bandaríkj-
unum sem stjórnvöld vilja auka
vald lögreglu og opinberra aðila
til að fylgjast með borgurunum.
Víðast er þetta gert í skugga ógn-
ar af hryðjuverkum. En það þarf
ekki alltaf til. Hér á Íslandi vilja
stjórnvöld til dæmis heimila lög-
regluyfirvöldum að hlera síma
fólks án þess að fá til þess dóms-
úrskurð fyrirfram. Röksemdin er
svipuð og í Bandaríkjunum; þetta
er gert til að koma í veg fyrir
glæpi og lögbrot og til að auðvelda
lögreglu að hafa hendur í hári lög-
brjóta.
Vald stjórnvalda til að fylgjast
með og grípa inn í líf borgaranna
vegur alltaf salt á rétti borgar-
anna til að fá að vera í friði fyrir
valdi stjórnvalda. Mörkin eru
ekki dregin eftir því hvort stjórn-
völd beiti valdi sínu í góðri trú. Ef
svo væri hefðu þau rétt til að
brjótast inn á heimili fólks og leita
þar að einhverju ólöglegu, þau
hefðu rétt til að lesa allan póst al-
mennings, rétt til að láta það
ganga með hlerunarútbúnað eða
GPS-staðsetningartæki. Öll þessi
tæki myndu auðvelda stjórnvöld-
um að halda uppi lögum og regl-
um og gera þeim auðveldara að
handtaka misyndismenn. Sá kost-
ur hefur hins vegar verið metinn
lakari en sá að fólk fái að lifa og
starfa í friði fyrir stjórnvöldum
þar til það er staðið að því að
brjóta lög. Ef grunur vaknar um
lögbrot hafa stjórnvöld mörg tæki
til að stöðva brotin eða koma lög-
um yfir lögbrjótana. Hins vegar
hefur það verið metið svo hingað
til að ef rökstuddur grunur er
ekki fyrir hendi – eða ef lögreglan
eða sambærilegir aðilar geta ekki
sannfært dómara um réttmæti
þessa grunns – þá geti almenning-
ur fengið að vera í friði fyrir valdi
stjórnvalda.
Þetta er hins vegar ekki al-
tækt. Skattayfirvöld hafa til dæm-
is heimild til að leggja hald á bók-
haldsgögn fyrirtækja án þess að
þurfa að rökstyðja grun um skatt-
svik. Sama á við um Samkeppnis-
stofnun, Fjármálaeftirlit og aðrar
eftirlitsstofnanir sem eiga að
framfylgja öðrum lögum en hegn-
ingarlögum. Það er athyglivert að
þessar nýju lögreglur nýrra laga
njóta um margt víðtækari heim-
ilda en gamla lögreglan – og nú er
rætt um að veita jafnréttisstofu
sömu heimildir. Ástæðan er án efa
sú að sambúð lögreglu og borgara
hefur verið lengur í mótun og sú
mótun hefur fremur leitt til þess
að vald lögreglunnar hefur verið
takmarkað en hitt. Það þarf því
engan spámann til að telja að
valdsvið hinna nýju lögreglu-
stofnana muni verða takmarkað
með tímanum. Reynslan sýnir að
engri stofnun er treystandi til að
fara með jafn víðtækt vald til
lengdar. Fyrr eða síðan mun hún
misnota það.
Allt hægt að réttlæta með
glæpum
Og það er ein ástæða þess að
það dugar ekki sem rök fyrir víð-
tækari heimild til símahlerana að
markmiðið sé að koma í veg fyrir
lögbrot. Þessi rök slá ef til vill á
löngun manna til að andmæla til-
lögunni af ótta við að hægt sé að
túlka andmælin sem stuðning við
lögbrot. En þau halda hins vegar
ekki. Ekki frekar en víðtæk heim-
ild til húsleitar í von um að kom-
ast yfir ólögleg fíkniefni, skot-
vopn eða klámefni. Það má í raun
réttlæta hvað sem er í nafni til-
rauna til að koma í veg fyrir lög-
brot; fyrirvaralaus líkamsleit á
götum úti, eftirlitsmyndavélar á
heimilum – hvað eina.
Hingað til hefur löggjafinn
metið það sem svo að lögreglunni
sé ekki treystandi til að hlera
síma fólks án þess að þurfa að
fara með beiðni þar um fyrir dóm-
ara. Það er erfitt að sjá hvað hefur
breyst til að réttlæta breytingar á
þessu. Ekki eigum við að trúa því
að mannaval sé nú betra hjá lög-
reglunni og takmarkanir í lögum
hafi áður beinst gegn ákveðnum
mönnum. Ekki viljum við trúa því
að glæpamenn séu nú hættulegri
eða að nú sé árangursríkara en
áður að hefta lögbrot með eftirliti
á símtölum, pósti eða netsam-
skiptum.
Það tók borgara á Vesturlönd-
um aldir að fá réttindi sín gagn-
vart stjórnvöldum viðurkennd. Ef
menn vilja takmarka þau verða
þeir að leggja fram gild rök og
haldbetri en löngunina til að koma
í veg fyrir lögbrot.
Óliðugir í mannréttindum
Við Íslendingar höfum aldrei
verið liðugir í mannréttindum.
Mannréttindabarátta okkar á nítj-
ándu öld var fyrst og fremst bar-
átta fyrir sjálfstæðu þjóðríki. Sú
barátta var enn háð í kreppunni
og á stríðsárunum en á þeim tíma
kom bakslag í mannréttindabar-
áttu víða um heim – þá í nafni ótt-
ans við kommúníska byltingu,
nasisma og síðar Sovétríkin í stað
hryðjuverka nú. Í flestum löndum
er það svo að auðvelt er fyrir
stjórnvöld að afla fylgis við tak-
markanir á mannréttindum. Til
þess nægir að benda á tiltekna
ógn eða lýsa því yfir að takmark-
anir réttinda beinist ekki gegn
venjulegum borgurum heldur
glæpamönnum eða þeim sem
vinna gegn samfélaginu. Af þess-
um sökum eru mannréttindin var-
in í stjórnarskrá og grundvallar-
lögum. Það er ekki aðeins sökum
þess að þessi ákvæði séu allra
ákvæða fínust eða best; heldur
vegna þess að þau þurfa sérstaka
vernd fyrir stjórnlyndum stjórn-
völdum enda eiga þau sér ekki
alltaf skýra og ákafa verjendur
eins og ákvæði sem snerta skýrt
skilgreinda hagsmuni ákveðinna
stétta eða atvinnugreina.
Það er dálítið undarlegt að til-
laga um auknar heimildir lög-
reglu til hlerana skuli koma upp á
sama tíma og tillaga um að veita
Jafnréttisstofu víðtækari heimild-
ir en lögreglunni og atvinnurek-
endur óska eftir að taka lífsýni úr
launþegum til að kanna hvort þeir
séu edrú í vinnunni. Það má ekki
merkja neinar sérstakar breyt-
ingar á íslensku samfélagi sem
skýra þetta. Líklegasta skýringin
er sú að svona tillögur hanga ein-
faldlega í loftinu. Með ágangi
bandarískra stjórnvalda gegn
mannréttindum hefur þröskuldur-
inn gegn því að takmarka rétt
fólks einfaldlega lækkað. Stjórn-
völd víða um heim hafa gripið til
sambærilegra aðgerða og banda-
rísk – þótt engin hafi verið jafn
stórtæk og þau. Þegar þessi tíska
berst að ströndum Íslands birtist
hún síðan á skrítnum stöðum enda
höfum við engar þær sömu for-
sendur og þau ríki sem hafa orðið
fyrir árásum hryðjuverkamanna.
En íslensk stjórnvöld – og líklega
almenningur allur – smitast engu
að síður af minnkandi gildi mann-
réttinda í umræðunni. Nú gildir
að herða tök stjórnvalda á samfé-
laginu – jafnvel þótt ekkert
stjórnleysi sé sjáanlegt. ■
■
Skattayfirvöld
hafa til dæmis
heimild að leg-
gja hald á bók-
haldsgögn fyrir-
tækja án þess
að þurfa að
rökstyðja grun
um skattsvik.
Sama á við um
Samkeppnis-
stofnun, Fjár-
málaeftirlit og
aðrar eftirlits-
stofnanir sem
eiga að fram-
fylgja öðrum
lögum en hegn-
ingarlögum.
Það er athygli-
vert að þessar
nýju lögreglur
nýrra laga
njóta um margt
víðtækari heim-
ilda en gamla
lögreglan.
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir
og Jón Kaldal
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Smáa letrið
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
■ telur sendiráð og starfsmenn þeirra.
Sunnudagsbréf
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um hleranir án dómsúrskurðar
og lífsýnatöku úr launþegum.