Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 53

Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 53
kannski sá öflugasti af þeim. Hann er fæddur árið 1987, á ís- lenska móður og sænskan föður, og spilar með Linköping Hockey Club. Það gilda mjög strangar reglur um hvaða forsendur þarf að uppfylla svo leikmenn fái að spila með landsliði.“ Emil uppfyllti þessi skilyrði og allt útlit var fyrir að hann léki með Íslendingum í keppninni. „Svo gerðist það degi áður en hann átti að koma hingað að þjálfarinn hans í Svíþjóð fékk veður af því að hann væri inni í myndinni hjá sænska landslið- inu. Hann lagðist því gegn því að Emil færi til Íslands til að spila. Við verðum að hafa skilning á því að það er ansi mikill munur í þessari íþrótt á því hvort menn tala um íslenska eða sænska landsliðið.“ Skólar og félög erlendis „Við erum með dæmi frá Kanada að drengjum hafi verið boðinn skólastyrkur gegn því að koma og spila íshokkí,“ sagði Viðar. „Tveir sextán ára strákar fóru á þessu ári í heimsókn til Malmö Redhawks sem er einn af stóru klúbbunum í Svíþjóð.“ Landsliðsmaðurinn Jónas Breki Magnússon leikur með Gladsaxe Bears í Danmörku en fyrir fjórum árum fór hann til reynslu til Kanada og Norður- landa. „Við eigum eftir að sjá Ís- lendinga leika erlendis, annað hvort á skólastyrkjum eða til þess að fá meiri samkeppni og komast í harðari keppni. Ég ætla kannski ekki að taka svo stórt upp í mig að við fáum íslenskan atvinnumann í NHL-deildina eða toppdeildirnar á Norðurlöndum strax en það mun gerast innan skamms að fleiri íslenskir leik- menn spili erlendis.“ Jafnfætis frændþjóðunum „Við eigum okkur langtíma- markmið en það er ekki skil- greint hvað það nær langt fram í tímann,“ sagði Viðar. „Markmiðið er að komast upp að hlið frændþjóða okkar og vera meðal þeirra bestu í þessari íþrótt. Þetta er íþrótt sem virðist henta okkur íbúum á norður- hveli og Norðurlandabúum mjög vel. Hin löndin eru með margra áratuga sögu í þessu sporti en það eru fimm til sex ár frá því við fórum að æfa þetta af ein- hverri alvöru, líkt og þetta er stundað víða um heiminn. Þetta er langtímamarkmið. Við ætlum að komast í hóp þeirra bestu og vera þar með frændum okkar, Finnum, Dönum, Svíum og Norð- mönnum.“ „Raunhæft markmið til skemmri tíma er alveg skýrt. Landslið okkar verður að halda sæti sínu í 2. deildinni. Á það verður sett pressa og síðan þeg- ar við erum búnir að tryggja okkur það sæti þá förum við að skríða upp á við þangað til við komumst upp. Þetta er alveg skýrt og klárt í okkar huga.“ Íslandsmótin í endurskoðun Mótafyrirkomulagið hér heima hefur verið í endurskoðun og er þeirri vinnu ekki lokið. Keppnin í karlaflokki var óbreytt í vetur en keppni í kvennaflokki og 2., 3. og 4. flokki var breytt í fjögurra umferða mót. „Í stað þess að vera með eitt barnamót á ári, sem var kallað Íslandsmót, er Íslandsmót barna spilað á þremur mótum, einu í hverri höll. Við beittum kröftum okkar á þessu tímabili til að byg- gja betri grunn fyrir barna- og unglingastarfið og það má segja að næsta skref sé að taka og skoða keppnina í meistaraflokki karla og kvenna og reyna að byg- gja betur undir hana og gera hana enn stærri. Við vonumst til að innan tveggja til þriggja ára þá getum við komið fjórða félag- inu í gang en það myndi gjör- breyta keppninni. Partur af því að ná árangri á erlendum vett- vangi er að stækka keppnina hér heima. Með því móti fá leik- mennirnir meiri reynslu og það skiptir máli í áframhaldandi þró- un okkar með landsliðið,“ sagði Viðar Garðarsson, formaður Ís- hokkísambands Íslands. ■ 41SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 Frá 39.895 kr. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Rimini Glæsileg ströndin á Rimini, sem teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni, á gífurlegum vinsældum a› fagna. fiar er a› finna ótrúlega stemningu yfir sumartímann enda i›ar bærinn af mannlífi, jafnt daga sem nætur. Til Rimini hópast innlendir sem erlendir fer›amenn til a› njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur a› bjó›a. Frá 39.895 kr. M.v. hjón me› 2 börn, 21.maí, Residence Divina, vikufer›, 24. júní. Sjá ver›skrá Frá 49.990 kr. M.v. 2 í studio, 24. júní, Residence Divina, vikuferð, 24. júní. Sjá verðskrá Topp gististaðir Heimsferðir bjóða góða gististaði í hjarta Rimini, frábærlega staðsetta í göngufæri við ströndina, veitingastaði og verslanir. Vinsælasti áfangastaður Ítalíu N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 1 8 1 / si a. is Fáðu 8.000 kr. afslátt Þeir sem bóka strax, geta tryggt sér 8.000 kr. afslátt í valdar brottfarir. Beint flug alla fimmtudaga í sumar Astoria Skautahallirnar gera félögun-um kleift að bjóða upp á kennslu og æfingar fyrir börn og unglinga. Þau yngstu æfa í 7. flokki, sem er fyrir iðkendur sem eru fæddir árið 1995 og síð- ar, en Viðar veit dæmi um þrigg- ja ára iðkenda á Akureyri. „Við innan sambandsins erum mjög hreykin af þessu kraftmikla starfi sem er inni í hreyfingunni og í félagsliðunum sjálfum. Þar hefur verið tekið til hendinni á síðustu árum og má segja að öll félögin séu rekin af miklum myndarskap. Þau eru með mjög öflugt og vel skipulagt barna- og unglingastarf.“ Viðar segir að kostnaðurinn við búnað fyrir byrjenda geti orðið í kringum 30 þúsund krón- ur ef hann sé allur keyptur strax. „Hins vegar hafa félögin öll það form á að þau bjóða börnum að taka sín fyrstu skref í íþróttinni með lágmarksbúnaði. Þau lána gjarnan kylfur og skautahallirn- ar leigja börnunum skauta. Fé- lögin útvega þeim kannski hjálma og þetta allra nauðsyn- legasta á meðan. Foreldrum gefst yfirleitt ráðrúm til að bæta við búnaðinn í nokkrum þrep- um.“ Félögin standa einnig fyrir skiptimarkaði á haustin og tvö félög hafa einnig skiptimarkað á heimasíðum sínum. ■ ÍSLENDINGAR Í SÓKN Íslenska íshokkílandsliðið sigr- aði í 3. deild um síðustu helgi. Næsta markmið er að treysta stöðu þess í 2. deildinni. SKAUTASKÓLI Yngstu iðkendurnir hefja æfingar í skautaskóla. Yngsti iðkandinn þriggja ára Félögin standa fyrir mjög öflugu og vel skipulögðu barna- og unglingastarfi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.