Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 2
2 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR “Það er hæpið að telja mig fulltrúa fyrir þá sem eru þögulir.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gagnrýnt dóm- stóla harðar en flestir lögmenn á undanförnum árum. Ný könnun sýnir að dómstólar njóta minnsts trausts allra stofnana en aðeins 37 pró- sent landsmanna treysta þeim. Spurningdagsins Jón Steinar, ert þú fulltrúi hins þögla meirihluta? ■ Íraksdeilan ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Óvissa vegna lífeyrisréttinda Mörg sérmál eru enn óleyst hjá einstökum aðildarfélögum Starfsgreinasambands- ins í samningaviðræðum við ríkið. Félögin hafa áhyggjur af því að einn miðlægur samningur tryggi ekki eins góð kjör og sérsamningar hafa hingað til gert. KJARASAMNINGAR „Við erum að bera saman hvað það er sem kem- ur út úr þessu tilboði og förum að nálgast það að sjá einhverjar töl- ur. Þegar það gerist þá förum við að skoða í kringum okkur. Það er þó ekki hægt að nefna einhverjar krónutölur að svo stöddu,“ segir Halldór Björnsson, for- maður Starfs- g r e i n a s a m - bandsins. F u l l t r ú a r S t a r f s g r e i n a - sambandsins og samninganefnd- ar ríkisins fund- uðu stíft vegna kjaradeilu sinn- ar hjá ríkissátta- semjara í gær og fór mesta vinnan í að skoða nýtt tilboð sem ríkið hefur lagt fram til lausnar deilunni. Tölu- verður viðsnúningur hefur orðið hjá ríkinu eftir að starfsmenn að- ildarfélaga lýstu sig reiðubúna að hefja verkfallsaðgerðir um miðj- an mánuðinn. Formaður Starfs- greinasambandsins segir ganginn í viðræðunum góðan og eðlilegan og er vongóður um að fundir um helgina skili einhverjum árangri. Almenn atriði kjarasamnings- ins hafa verið skoðuð ítarlega og til stendur að fara yfir ýmis sér- mál sem út af standa hjá einstök- um félögum. Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir þetta í raun stóra aðgerð því áður fyrr hafi flestir verið með sína sérsamn- inga, en nú sé búið að steypa öllu inn í einn samning. „Það kemur í ljós að ákvæði í sumum samningum eru miklu betri en í þessum miðlæga samn- ingi og aðildarfélögin hafa eðli- lega áhyggjur af því og vilja ekki missa þau út. Það er of snemmt að segja til um það hvort tilboð ríkisins sé ásættanlegt, það ríkir enn óvissa, meðal annars vegna þess að enn vantar heildarmynd- ina á lífeyrisréttindin og jöfnun launa,“ segir Aðalsteinn, en rætt hefur verið um að taka upp nýja launatöflu, svipaða þeirri sem Starfsgreinasambandið samdi um á dögunum við Samtök at- vinnulífsins. „Staðan er fjarri því þannig að gengið verði frá samningum um helgina,“ segir Aðalsteinn. bryndis@frettabladid.is VR fellst á lífeyristilboð Samtaka atvinnulífsins: Mótframlag hækkað í 8% KJARASAMNINGAR Verslunarmanna- félag Reykjavíkur hefur ákveðið að fallast á tilboð Samtaka at- vinnulífsins í tengslum við lífeyr- isréttindi verslunarmanna. Til- boðið er það sama og Starfs- greinasambandið og Flóabanda- lagið sömdu um. „Við höfum samþykkt að taka þetta skref að þessu sinni, en það þýðir að framlag vinnuveitanda hækkar úr 6% í 8% á samnings- tímanum,“ segir Gunnar Páll Páls- son, formaður. Samningafundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara í gær og hefur annar fundur verið boðaður á morgun. Rætt hefur verið um launaliði undanfarna daga, en enn ber mikið í milli. „Það er ljóst að ekki tekst að ganga frá samningum fyrir páska. Fermingar setja enn fremur strik í reikninginn í því sambandi. Þetta mjakast þó engu að síður,“ segir Gunnar Páll. ■ ANGEL ACEBES Innanríkisráðherra Spánar segir of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það hverjir hafi komið sprengjunni fyrir. Sprengjan á Spáni: Eins og sprengjan 11. mars MADRID, AP Sprengjan sem fannst undir lestarteinum hraðlestar sem fer milli Madrídar og Sevilla, er sömu gerðar og sprengjan sem varð 191 manni að bana í hryðju- verkaárásunum í Madríd 11. mars. Angel Acebes, innanríkisráð- herra Spánar, segir of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það hverjir hafi komið sprengj- unni fyrir. Spænski herinn og lög- reglan hefur nú eftirlit með lestarteinum víða um Spán eftir að sprengjan fannst á föstudag- inn. Umferð um lestarteinana milli Madrídar og Spánar hefur aftur verið opnuð, en ferðum um teinana var hætt um tíma eftir að sprengjan fannst. ■ SAUTJÁN SKAMMTAR AF E-PILL- UM Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði bíl aðfaranótt laugar- dags vegna gruns um fíkniefna- misferli. Fjórir voru í bílnum og við leit fannst sem samsvarar sautján skömmtum af e-pillum. Mennirnir voru teknir til yfir- heyrslu en þeim síðan sleppt og telst málið upplýst. TÖLUVERT UM ÖLVUNARAKSTUR Lögreglan í Hafnarfirði tók fimm menn grunaða um ölvunarakstur aðfaranótt laugardags og tvo á laugardagsmorgun. Í Reykjavík voru sjö ökumenn stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Á Akureyri voru tveir teknir grunaðir um að aka undir áhrifum. AUNG SAN SUU KYI Suu Kyi hefur verið í haldi herforingja- stjórnarinnar síðan í maí í fyrra. Myanmar: Suu Kyi sleppt? MYANMAR, AP Haft var eftir Win Aung, utanríkisráðherra Myan- mar, í gær að herforingjastjórnin hygðist láta Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna og stjórn- arandstæðinga, lausa úr haldi 17. maí. Eitthvað virðist það þó vera á reki hvort meining utanríkisráð- herrans hafi verið í samræmi við túlkun fjölmiðla. Í viðtali við jap- anskar og taílenskar sjónvarps- stöðvar sagði hann að Suu Kyi yrði boðið að sitja stjórnarskrár- ráðstefnu 17. maí. Fréttamaður spurði hann á ensku hvort Suu Kyi yrði sleppt úr haldi fyrir 17. maí og svaraði hann: „Já, 17. maí.“ Eft- ir að fréttir birtust af viðtalinu sagði talsmaður utanríkisráðu- neytisins að hugsanlega væri ein- hver misskilningur á ferðinni. ■ Sönnunargögn sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Powell dregur í land BANDARÍKIN, AP Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur viðurkennt að sönn- unargögnin sem Bandaríkja- stjórn hafi lagt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að réttlæta innrásina í Írak hafi ef til vill ekki verið mjög traust. Samkvæmt gögnunum sem lögð voru fyrir fund öryggis- ráðsins í febrúar í fyrra áttu Írakar að búa yfir tækni til þess að framleiða efnavopn. Þrátt fyrir að gögnin hafi verið lögð fram dugði það ekki til þess að sannfæra ráðið um að styðja innrásina en þau hjálpuðu til við að afla áformum um innrás vinsælda innan Bandaríkjanna. Powell hefur margsinnis lýst því yfir að upplýsingarnar sem lagðar hafi verið fram hafi ver- ið réttar en nú segist hann efast um gildi þeirra. Powell vill að þingnefnd sem rannsakar gögn leyniþjónustunnar í aðdrag- anda innrásarinnar fari vel yfir gögnin sem lögð voru fyrir ör- yggisráðið til þess að komast að því hvort rétt hafi verið að setja þau fram. ■ VEGUM LOKAÐ Loka þurfti veg- arköflum á Austurlandi í gær þegar risastór bor var fluttur á Kárahnjúkasvæðið. Flutningur- inn gekk vel að sögn lögreglu. HRAÐAKSTUR FYRIR AUSTAN Lög- reglan á Vopnafirði hafði um miðjan dag í gær stöðvað sjö bíla fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast var mældur á 138 kíló- metra hraða á klukkustund. SAMNINGAFUNDUR Fulltrúar VR og Samtaka atvinnulífsins funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R COLIN POWELL Powell hefur margsinnis lýst því yfir að upplýsingarnar sem lagðar hafi verið fram hafi verið réttar en nú segist hann efast um gildi þeirra. TEKINN MEÐ KÓKAÍN Lögregla á Sauðárkróki og Akureyri tóku í fyrrinótt höndum mann sem hafði um fimmtán grömm af kókaíni í fórum sínum. Söluand- virði kókaínsins er talið vera á þriðja hundruð þúsund krónur. Maðurinn, sem er rúmlega tví- tugur, var látinn laus eftir yfir- heyrslur. FULLTRÚAR STARFSGREINASAMBANDSINS FUNDA Fulltrúar Starfsgreinasambandsins funduðu í gær og fóru yfir tilboð frá ríkinu. „Við erum að bera sam- an hvað það er sem kemur út úr þessu tilboði og för- um að nálg- ast það að sjá einhverjar tölur.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.