Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 38
26 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR
Líf Ingólfs Margeirssonar, rithöfundar og blaðamanns, breyttist mjög í kjölfar heilablóðfalls sem hann fékk í ágúst 2001. Hann missti mátt
í vinstri hlið líkamans að hluta en hefur unnið af kappi að endurhæfingu. Eftir sem áður hefur hann mörg járn í eldinum og nemur nú
sagnfræði við HÍ, er að senda frá sér sína fimmtándu bók, situr í ritnefnd umdeilds verks sem kemur út í haust og áfram mætti telja.
Held áfram að vera til
Ég hef barist við að ná heilsunniaftur og gengur það bara vel,“
segir Ingólfur þar sem við sitjum
á heimili hans í vesturbæ Reykja-
víkur. Við heilablóðfallið lamaðist
hann að hluta vinstra megin og
hefur ekki endurheimt fyrri mátt
að fullu. „Ég hef þó fengið kraft
að stóru leyti, t.d. í fótinn og get
gengið. En fínar hreyfingar, t.d.
hreyfingar fingra, láta bíða eftir
sér.“ Ómögulegt er að segja fyrir
um hvort hann nái fyrri heilsu að
fullu enda afleiðingar heilablóð-
falls óútreiknanlegar. „Þetta get-
ur lagast og þetta getur orðið
svona ævinlangt. Maður veit það
ekki.“ Ingólfur stundar regluleg-
ar æfingar til að styrkja sig og
tekur þau lyf sem læknar hafa
skipað honum að taka og segir
þetta koma allt saman hægt og
bítandi. „Mér finnst ég alltaf vera
að styrkjast, þrótturinn eykst og
úthaldið líka.“
Eins og hvert annað verk-
efni
Miklar breytingar hafa orðið á
daglegu lífi Ingólfs, að hans sögn
bæði til ills og góðs. „Líf mitt hef-
ur gjörbreyst. Ég er í raun orðinn
annar maður, ég hleypt t.d. ekki
maraþon lengur, ég hjóla ekki og
ég spila hvorki á gítar né píanó
lengur. Um leið og maður þarf að
takast á við þetta þarf svo að
passa sig á að detta ekki í sjálfs-
vorkunn því hún er oft undanfari
þunglyndis. Hættan er sú að
segja; það er búið að taka þetta
allt frá mér, nú get ég ekki hitt og
þetta og er ekki jafn sjarmerandi
og sexý og áður,“ segir hann og
brosir. „Með slíkar hugsanir í
farteskinu er bara ein leið og hún
liggur niður.“
Ingólfur hefur einmitt gætt sín
á að verða ekki neikvæðum hugs-
unum að bráð, þvert á móti: „Ég
hef sagt við sjálfan mig; ég ætla
að halda áfram að lifa, ég ætla
bara að breyta kringumstæðum
mínum þannig að það verði auð-
veldara fyrir mig að takast á við
lífið eins og það er, eins og ég er.
Ég ætla að halda áfram að vera
til.“
Ingólfur og kona hans Jóhanna
skiptu um húsnæði til að auðvelda
honum lífið og búa nú á jarðhæð í
stað efstu hæðar áður þar sem tók
40 þrep að ganga upp. Nú er þægi-
legra fyrir hann að komast á milli
vistarvera. Um umskiptin segir
Ingólfur: „Þetta er bara eins og
hvert annað verkefni. Það er hægt
að breyta umhverfi sínu og aðlaga
sig upp á nýtt.“
„Hann er æpandi skýr,“ svarar
hann svo aðspurður um hvort koll-
urinn sé í lagi. „Það var nú mín
heppni í þessu öllu saman að hugs-
unin hélst að miklu eða öllu leyti
eins hún var.“
Breytt forgangsröðun
Ekki er öllum gefið að eiga
samskipti við fólk sem hefur
veikst með einum eða öðrum
hætti, sumir vita ekki almenni-
lega hvernig þeir eiga að koma
fram. Ingólfur kannast ekki við
það. „Ja nema þá helst að fólk
spyr hvernig ég hafi það og
hvernig endurhæfingin gangi.
Annars taka allir mér vel og ég
finn fyrir mikilli jákvæðni og
velvilja.“
Hann segir að nokkuð stór
hópur fólks, vinir og ættingjar,
hafi tekið sig að sér að vissu leyti
og geri honum kleift að lifa því
lífi sem hann lifir. „Fólk kemur
og spjallar, ekur mér á milli
staða og slær jafnvel garðinn
fyrir mig. Það sýnir þannig sína
vináttu í verki og það er algjör-
lega ómetanlegt. Ég er reyndar
orðlaus yfir þessu.“
Hugsun Ingólfs og afstaðan til
lífsins hafa þó breyst: „For-
gangsröðin er orðin önnur. Áður
var númer eitt að þéna nógu
mikla peninga og hafa nógu
glæsilegan frama og svo fram-
vegis. Vinir og fjölskyldan sátu
eftir, maður hafði engan tíma
fyrir slíkt. Nú hefur þetta gjör-
samlega snúist við og vinir og
fjölskyldan eru númer eitt og
maður finnur fyrir ríkidæmi í að
eiga allt þetta fólk að. Peningar
FÉLAGARNIR INGÓLFUR OG OLIVER
Þeir eru góðir félagar og Ingólfur segir Oliver
skilja og skynja hvert orð sem hann segir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA