Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 45
33SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 hjúkrunar- og kynfræðingur væri kölluð til. Hún var enda eini fræðimaðurinn á því sviði í samfélaginu. Fræðilegur áhugi hennar á kynlífi vaknaði þegar hún nam hjúkrunarfræði við HÍ. „Mikið var rætt um nauð- syn þess að huga að manneskj- unni í heild sinni og taka tillit til allra þátta í sambandi við heil- brigði. Ég tók eftir ákveðnu misræmi því ekki var mikið rætt um áhrif sjúkdóma eða fötlunar á kynlíf eða náin sam- bönd og þegar kom að því að velja rannsóknarefni í sam- bandi við BS-lokaverkefnið ákvað ég að stinga upp á því við samnemendur mína að rann- saka viðhorf og þekkingu á kyn- fræðum meðal hjúkrunarfræði- nema. Þær tóku því vel og þar með var grunnurinn lagður að fræðilegum áhuga mínum.“ Jóna Ingibjörg lét ekki þar við sitja heldur hélt í fram- haldsnám til Bandaríkjanna og lauk þar meistaranámi í mennt- unarfræðum á sviði kyn- fræðslu. Það sagði sig því sjálft að hún færi að sinna kynlífs- fræðslu. „Með þessa menntun var sjálfgefið að ég færi að starfa við kynfræðslu og ég hef komið víða við. Um það leyti sem ég útskrifast voru heil- brigðisyfirvöld og almenningur farin að hafa áhyggjur af út- breiðslu HIV-veirunnar og vann ég t.d. við forvarnir á sviði alnæmis og var aðalskipu- leggjandi fyrstu könnunar á kynhegðun sem gerð var hér- lendis á landsvísu. Með mitt nám var ég rétt manneskja á réttum stað, á þessum tíma. Síð- an hef ég bætt við mig tveggja ára námi í viðtalsmeðferð (psykoterapi) í Danmörku og með þá viðbótarmenntun hef ég verið að breikka minn starfs- vettvang og farið að sinna meira klínískri kynfræði þótt ég kenni líka.“ Jóna Ingibjörg segir margt enn ógert í kynlífsfræðslu og nefnir að foreldrar þurfi, nú sem aldrei fyrr, að ræða við börn sín um þessi mál. „For- eldrar og skólarnir þurfa að taka sig á í kynfræðslu til að vega upp á móti allri neikvæðu umræðunni um misnotkun, ped- ófílíu, vændi og þar fram eftir götunum. Það er fullt af við- horfamótun og óformlegri kyn- fræðslu í gangi og stóra spurn- ingin er hvort maður ætli að vera með í þeirri umræðu eða láta fjölmiðlana blása brengl- uðu myndina upp svo að núver- andi kynslóð haldi að svona sé kynlíf flestra eða eigi að vera það.“ Verður sjaldan leið á kyn- lífsumræðu Fólk hugsar gjarnan um sín hjartans mál þegar það leggst á koddann á kvöldin og jafnvel líka þegar það vaknar daginn eftir. Jóna Ingibjörg segist reyna að skilja vinnuna eftir í vinnunni og kúpla sig frá henni þegar hún er komin heim, þó það takist nú ekki alltaf. En er mikill fræðilegur áhugi á kyn- lífi í samfélaginu? „Það eru enn of fáir sem sýna málefninu nægilegan áhuga faglega séð en þó finnst mér t.d. heimilislækn- ar, starfsfólk á endurhæfingar- sviði, skólahjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðishópar vera farnir að sýna því meiri skiln- ing og áhuga. Það er eins og feimnin sé smám saman að rjátlast af fagfólki.“ Eins og gengur getur fólk fengið leið á vinnunni sinni og baráttumálum líka. Verður Jóna Ingibjörg aldrei leið á kynlífsumræðu? „Það get ég ekki sagt. Það er helst ef ég er á mannamótum og einhver nálg- ast mig í glasi og vill fara að ræða sín kynlífsvandamál, slíkt fyllerísraus finnst mér frekar leiðinlegt og það getur líka pirr- að mig þegar ég tek eftir því þegar reynt er að sjúk- dómsvæða kynlífið og telja heilbrigðu fólki trú um að það sé ekki í lagi. Svo finnst mér dapurlegt hvað lítið af gæða- bókum er gefið út á íslensku um kynferðismál. Það er orðin svo- lítið þreytt tugga að gera út á poppsálfræðibækur um kynlíf sem yfirleitt eru tómar klisjur út í gegn. Það vantar vönduðu bækurnar fyrir almenning.“ En hvernig er með ættingja og vini Jónu Ingibjargar, þurfa þeir að hlýða á stöðugar ræður um kynlíf? „Þú ættir frekar að spyrja þá. Ég er ekki í neinum prédikunargír og hef aldrei verið í sambandi við kynferðis- mál. Hef einfaldlega áhuga á þessu sviði mannlífsins og er svo heppin að vinna við það, læt það duga. Eyði svo frítíma mín- um helst í annað.“ Jóhannes Gunnars- son – neytendamál Hending réði því að mjólkur-fræðingurinn Jóhannes Gunnarsson hóf afskipti af neytendamálum en hann hefur verið í forystu í málaflokknum um margra ára skeið. „Ég vann í Mjólkursamlaginu í Borgar- nesi þegar nokkrar konur í bænum skrifuðu Neytendasam- tökunum bréf og kvörtuðu und- an slælegri þjónustu verslana í Borgarnesi. Í kjölfarið bað þá- verandi formaður samtakanna, sem var kunningi föður míns, mig um að boða til opins fundar um málefnið og í framhaldinu var stofnuð deild innan NS í Borgarnesi. Þannig hófust af- skipti mín af neytendamálum,” segir Jóhannes sem hafði ekk- ert pælt í málaflokknum fram að því. Síðar var hann kjörinn í stjórn Neytendasamtakanna og gerðist fljótt mjög virkur í henni og af því leiddi að hann hætti í mjólkinni og fór að vinna að verðkönnunum hjá Verðlagsstofnun, forvera Sam- keppnisstofnunar. Árið 1990 gerði hann svo hobbýið að lifi- brauði og hóf störf hjá Neyt- endasamtökunum. Neytendamálin heilla Jó- hannes, ekki síst þar sem þau snúast um mörg spennandi verkefni í þágu almennings. En finnst honum hann hafa fengið einhverju áorkað? „Það er erfitt fyrir mig að dæma um það en ég er ekki í nokkrum vafa um að Neytendasamtökin sem slík hafa fengið mörgu áorkað í gegnum tíðina. Neyt- endalöggjöfin er orðin betri, að hluta til vegna þrýstings sam- takanna og að hluta til í gegnum EES-samninginn. Við höfum stokkað dálítið upp í stöðnuðu landbúnaðarkerfi, t.d. með und- irskriftarsöfnun gegn einokun í sölu grænmetis og kartaflna fyrir nokkrum árum. Svo get ég nefnt að hin skarpa gagnrýni okkar gagnvart bönkum og tryggingarfélögum hefur kom- ið hreyfingu á þær greinar.“ Jó- hannes vill þó ekki þakka sjálf- um sér þessar breytingar eða aðrar og bendir á að oft sé erfitt að greina orsakir og afleiðing- ar: „Stjórnmálamennirnir hafa gert margt gott en ekki er auð- velt að segja til um hvers vegna þeir gerðu það; Gerðu þeir það í pólitískum tilgangi eða vegna þrýstings Neytendasamtak- anna?“ Alltaf á vaktinni Neytendamálin eru yfir og allt um kring og Jóhannes hugs- ar um þau vakinn og sofinn. „Ég vinn langan vinnudag enda neytendamálin bæði starf og áhugamál. Gríðarlega mörg mál hvíla á okkur sem störfum hjá samtökunum og þar sem við erum undirmönnuð leggst margt á fáa. Ég er alltaf á vakt- inni og fjölmiðlar hringja t.d. í mig um helgar og á kvöldin.“ En í ljósi þessa, verður Jó- hannes aldrei leiður á neyt- endamálum? „Nei, ekki sem slíkum enda fjölbreytnin mik- il,“ segir hann og nefnir sem dæmi um fjölbreytnina að hann hafi í vikunni verið í tveimur útvarpsviðtölum, annars vegar um frumvarp til innheimtulaga og hins vegar verðskrá síma- fyrirtækja. „En vissulega getur komið upp leiði ef maður hefur verið lengi að vasast í tilteknu máli.“ Jóhannes segist eflaust messa í einhverjum mæli um neytendamál yfir fólki í kring- um sig. „Ég er hins vegar far- inn að reyna að passa mig á að gera það ekki. Ég gat verið þreytandi á stundum þegar ég var yngri og í þessu af mikilli hugsjón en tek ekki upp neyt- endamál að fyrra bragði við fólk nema þá til að leita ráða. Ég er hins vegar formaður í al- mannasamtökum og lít þannig á að ef fólk vill tala við mig hvar sem ég er þá ræði ég við alla.“ Rúna Jónsdóttir – kynferðislegt ofbeldi Rúna Jónsdóttir hefur alltafhaft sterka réttlætiskennd og snemma varð hún virk í kvenna- og friðarhreyfingun- um. Fyrir 16 árum urðu kafla- skil í lífi hennar þegar hún fór að vinna í Kvennaathvarfinu. „Það þyrmdi yfir mig við að uppgötva hversu falið, útbreitt og alvarlegt kynbundið ofbeldi var á Íslandi og ég gat ekki með nokkru móti sætt mig við það,“ segir Rúna en tekur fram að hún sjálf sé ein af þeim heppnu sem ekki hafa verið beitt alvar- legu ofbeldi sjálf. Rúna nam líffræði og ætlaði í framhaldsnám í greininni en eftir störf sín fyrir Kvennalist- ann og síðar í Kvennaathvarf- inu snérist henni hugur. „Ég hafði verið mjög ánægð í líf- fræði og var á leiðinni í fram- haldsnám, fór meira að segja til Noregs til þess að læra. Ofbeld- ið var mér hins vegar svo ofar- lega í huga að ég lærði félags- ráðgjöf og hef síðan þá verið að kljást við það ásamt öðrum skemmtilegum verkum sem snerta málefni kynjanna.“ Kynferðislegt ofbeldi er í alla staði óhuggulegt og ömur- legt en finnst Rúnu eitthvað heillandi við störf sín? „Já mér finnst ég oftast mjög lánsöm að vera í þessu starfi og nýt þess að vinna það. Það gefur mikla lífsfyllingu að vinna verk sem manni finnast þörf og það er líka ánægjulegt hversu maka- laust fólk er þegar það ákveður að láta sér líða betur, þá tekst það nærri alltaf.“ Rúna segir að margt hafi breyst á þeim stutta tíma sem lið- inn er frá því að kynferðislegt of- beldi komst til opinberrar um- ræðu að einhverju marki og segir að sem betur fer sé það ekki bara hún sem hafi áhuga á að uppræta þessa meinsemd. „Mér finnst mikil vitundarvakning hafa átt sér stað, fjölmiðlar hafa orðið málefnalegri, það hafa orðið laga- bætur og það hafa bæst við úr- ræði eins og Barnahús og Neyðar- móttaka – þó það hafi komið mér á óvart að enn þurfi að standa vörð um tilvist hennar.“ Margt er þó enn óunnið og í því felst einmitt ögrun Rúnu. Í því sambandi nefnir hún að ríka nauðsyn beri til að auka fræðslu hjá öllum fagstéttunum sem að málum koma auk þess sem bæta þurfi réttarkerfið. „Það þarf að ráðast í metnaðar- fulla endurskoðun á kynferðis- brotakafla hegningarlaganna sem endurspeglar þá þekkingu sem safnast hefur um þessi mál og hreinsa út úrelt ákvæði. Það þarf líka að stíga ný og mikil- væg skref í fræðslumálum með því að beina forvarnartali til karla en ekki kvenna.“ Fær góðar hugmyndir í svefn- rofunum Rúna neitar því ekki að hún hugsi um málaflokkinn þegar hún fer að sofa á kvöldin og eins þegar hún vaknar á morgn- ana.“ Það er svo sem ekkert til að skammast sín fyrir. Ég hef brennandi áhuga á því sem ég er að gera og fæ stundum andsk... góðar hugmyndir í svefnrofunum. Þó Rúna hafi fengist við kyn- ferðislegt ofbeldi um margra ára bil virðist ekkert lát á áhuga hennar á málinu. Þvert á móti vex hann með aukinni þekkingu og reynslu. En verður hún aldrei leið á þessu? „Jú, jú, en afar sjaldan og þá bara í stuttan tíma í einu,“ segir hún. Rúna reynir meðvitað að forðast að bera út boðskapinn meðal fjölskyldu og vina: „Ekki bara þeirra vegna, heldur líka mín vegna. Ein af ástæðunum fyrir því að áhugi minn endist er sú að ég á mér önnur áhuga- mál og góða fjölskyldu og vini sem deila þeim með mér. Ég næ því auðveldlega að hreinsa hug- ann þegar ég er í fríi. Verður fólkið í kringum hana þá aldrei leitt á málefninu? „Jú, jú, en e.t.v. er ég nokkuð ónæm fyrir því. Það er helst að dætur mínar þrjár sem aldrei hafa lært að þegja láti mig heyra það en í ótrúlega umburðarlyndum tóni þó. Ég dáist að manninum mínum, Tómasi Jónssyni, sem stöðugt hvetur mig til dáða og sýnir ótrúlega þolinmæði þegar ég kemst á flug í rausi mínu og er fjarverandi frá heimilinu langtímum saman í viðleitni minni til þess að breyta heimin- um. ■ JÓHANNES GUNNARSSON Tilviljun réði því að hann leiddist út í neytendamálin. RÚNA JÓNSDÓTTIR Það þyrmdi yfir hana þegar hún sá hversu falið, útbreitt og alvarlegt kynbundið ofbeldi er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.