Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 8
8 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Spilafíkn Háskólans „Sjálfur tel ég spilakassa Há- skóla Íslands verstu tegund kassa hér á landi og langt fyrir neðan virðingu Háskólans að hafa fé af fólki með brögðum eins og gert er með þessum kössum.“ Ögmundur Jónasson þingmaður. Fréttablaðið 3. apríl. Frændur vorir Kanar „Bandaríska þjóðin er vinaþjóð okkar Íslendinga og ekki bara í orði.“ Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður. Morgun- blaðið 3. apríl. Ófrísk í skóla „Ég var dálítið í því að eiga börn í skólum, svona rétt til að gera mér þetta aðeins erfiðara.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona. DV 3. apríl. Orðrétt Verslunarráð Íslands: Varar við nýjum ríkisstofnunum STJÓRNMÁL Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands, varar við hugmyndum um að settar verði á laggirnar nýjar sjálfseignarstofnanir að for- göngu ríkisvaldsins. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hef- ur lagt til að sett verði á laggirn- ar sjálfseignarstofnun um inn- flytjendamál. „Á síðustu árum má segja að reynt hafi verið að fegra nýjar ríkisstofnanir með því að nefna þær „stofur“ eða „umboðs- menn“. Nú bætist síðan „sjálfs- eignarstofnun“ í þetta safn,“ segir hann. Hann bendir á að ýmsar sjálfseignastofnanir séu settar á laggirnar í góðgerðaskyni og af hugsjónaástæðum og að ríkið sé ekki að bæta skilyrði slíkra aðila með því að hefja sjálft starfsemi með því rekstrarfyrirkomulagi. Þór ítrekar að málefni inn- flytjenda séu brýn og telur að Alþjóðahús geti sinnt þeim verkefnum eða að verkefni á þessu sviði séu boðin út. „Það þarf ekki alltaf nýjar ríkis- stofnanir til að sinna brýnum verkefnum eða samhæfingu eins og þessi nýja stofnun á að sinna.“ ■ Bráðabirgðaákvæði verður tekið út Bráðabirgðaákvæði um hækkun Laxárstíflu verður tekið út úr frumvarpi um verndun Mývatns og Laxár segir Siv Friðleifsdóttir. Hún fagnar samkomulagi Landsvirkjunar og Landeigendafélagsins um að leita lausna varðandi Laxárvirkjun. Landeigendur ánægðir með að fallist sé á sjónarmið þeirra. LAXÁRVIRKJUN „Ég er mjög ánægð með samkomulag Landsvirkjunar og Landeigendafélagsins. Nú eru þessir aðilar að ræða saman með nákvæmum hætti og ljóst að verið er að ræða saman af alvöru um lausnir og ég fagna því mjög. Fyrst þetta ligg- ur fyrir þá verð- ur bráðabirgða- ákvæðið tekið út úr frumvarpinu, þannig að frum- varpið geti farið í áframhaldandi vinnslu í þinginu,“ segir Siv Frið- leifsdóttir, umhverfisráðherra. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, greindi frá því á samráðsfundi fyrirtækisins að Landsvirkjun og stjórn Landeig- endafélagsins hefðu ákveðið að óska sameiginlega eftir því að sú breyting yrði gerð á frumvarpi umhverfisráðherra, um verndun Mývatns og Laxár, að bráða- birgðaákvæði um heimild til að hækka Laxárstíflu yrði tekið út. Ákveðið hefði verið að skipa við- ræðunefnd til að finna lausn á málinu, en næðist niðurstaða yrði sameiginlega óskað eftir því við Alþingi að heimilað yrði að láta meta umhverfisáhrif þeirra lausna með lagabreytingu. Um- hverfisráðherra óttast ekki að þetta sé skref afturábak í málinu, enda sé samkomulagið í anda stefnu stjórnvalda. „Það er enn óljóst hvort af framkvæmdum verður eða ekki og það hefur alltaf verið stefna stjórnvalda að Landeigendafélag- ið þyrfti að samþykkja fram- kvæmdirnar í kjölfar umhverfis- mats,“ segir Siv og bætir því við að aðalatriðið sé að menn ræði saman og leiti lausna. Atli Vigfússon, formaður Land- eigendafélags Laxár og Mývatns, segir samkomulagið við Lands- virkjun afar jákvætt. „Ég fagna því mjög að Lands- virkjun skuli koma til móts við sjónarmið Landeigendafélagsins og vona að það bréf sem við höf- um nú skrifað sameiginlega til umhverfisráðuneytisins og um- hverfisnefndar Alþingis verði til þess að bráðabirgðaákvæðið verði fellt út,“ segir Atli Vigfússon, for- maður Landeigendafélags Laxár og Mývatns. Atli segir að verði ákvæðið fellt út og verði frumvarpið að lögum í vor þá sé kominn góður grundvöllur til viðræðna um rekstrarvanda Laxárvirkjunar. „En tíminn einn mun leiða í ljós hverju þær viðræður muni skila,“ segir Atli. bryndis@frettabladid.is AUKIÐ ÖRYGGI Bandarísk stjórnvöld munu einnig taka fingraför og myndir af gestum helstu bandalagsríkja sinna. Gestir til Bandaríkjanna: Fingraför af öllum WASHINGTON, AP Áætlun banda- rískra stjórnvalda um að taka fingraför og myndir af erlendum ríkisborgurum sem koma inn í land- ið mun frá og með 30. september einnig ná yfir gesti frá helstu bandalagsríkjum landsins. Breytingin hefur áhrif á ríkis- borgara þeirra 27 landa, þar á með- al Íslands, sem hingað til hafa ekki þurft vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn tók þessa ákvörðun eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi lönd myndu ekki ná að taka upp nýja gerð af vegabréfum með líf- fræðilegum upplýsingum á borð við fingraför fyrir lok október. ■ Iceland Express: Ferðafjöldi tvöfaldaður FLUGSAMGÖNGUR Iceland Express hefur tvöfaldað framboð á ferð- um bæði til Kaupmannahafnar og Lundúna. Nú er flogið til beggja áfangastaða bæði að morgni til og síðdegis. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir meðal annars að með morg- unflugi til Lundúna gefist farþeg- um færi á að taka tengiflug sam- dægurs frá Stanstead-flugvelli til yfir hundrað áfangastaða með öðrum lággjaldaflugfélögum. Félagið tók einnig í notkun nýja Boeing 737 þotu á miðviku- daginn og tilkynnti um niður- stöðu í samkeppni um nöfn á þotur félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að yfir tutt- ugu og fimm þúsund tillögur hafi borist. Fyrir valinu urðu nöfninn Ásinn og Tvisturinn en átta tillögur bárust þess efnis og var nafn vinningshafans dregið úr hópi þeirra. Vinninginn hlaut Þorbjörg Lilja Þórsdóttir. Alls hafa yfir þrjú hundruð þúsund farþegar ferðast með Iceland Express á fyrsta starfs- árinu og segir í fréttatilkynn- ingu að sérstök áhersla verði nú lögð á markaðssetningu flugfé- lagsins erlendis. Í fyrradag flutti Iceland Ex- press 1.034 farþega og er það í fyrsta skiptið sem farþegafjöld- inn fer yfir þúsund á einum degi. ■ Verkalýðsfélagið Hlíf: Áminning til stjórnar- flokka KJARAMÁL Stjórn verkalýðsfélagins Hlífar í Hafnarfirði vill minna nú- verandi stjórnarflokka á að enn hafa engar efndir verið á kosninga- loforðum þeim er þeir gáfu þjóðinni fyrir síðustu alþingiskosningar. Ályktar stjórnin að mikilvægt sé að létta sem fyrst skattbyrði af þeim lægst launuðustu og skorað er á stjórnmálamenn að hækka skatt- leysismörk verulega. Helst þurfi hækkunin að vera það mikil að lág- markslaun í landinu verði undir þeim mörkum. ■ ÞÓR SIGFÚSSON Segir ríkið dulbúa nýjar stofnanir með því að kalla þær öðrum nöfnum. Leðurblökur ráðast á fólk í Brasilíu: 13 manns látnir BRASILÍA, AP Leðurblökur hafa orðið 13 manns að bana í Norðausturhluta Brasilíu. Brasilíska heilbrigðisráðuneytið segir að leðurblökurnar, sem eru af tegund sem er á stærð við þumal- fingur manns, hafi verið smitaðar af hundaæði. Ráðuneytið segir að óvenju mikið hafi verið um að leð- urblökur hafi ráðist á fólk að undan- farið. Venjulega ráðist þær á önnur dýr en undanfarnar vikur hafi um 300 manns orðið fyrir barðinu á þeim í fylkinu Para sem er við Amazon-fljótið. ■ OFTAR FLOGIÐ ÚT Nú flýgur Iceland Express tvisvar á dag bæði til Kaupmannahafnar og Lundúna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra fagnar samkomulagi Landsvirkjunar og Landeigendafélags Laxár og Mývatns um að ræða saman og leita lausna við rekstrarvanda Laxárvirkjunar. LAXÁRVIRKJUN Formaður Landeigendafélagsins er ánægður með að fallist sé á sjónarmið félagsins í málinu. „Fyrst þetta liggur fyrir þá verður bráða- birgðaákvæð- ið tekið út úr frumvarpinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.