Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 39
27SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 og frami skipta ekki nokkru máli.“ Afstaðan til samferðarmann- anna hefur líka breyst: „Ég er hættur að nenna að rífast og reyni ekki lengur að telja um fyrir fólki og fá það yfir á mína skoðun. Ég er orðinn umburðar- lyndari og kannski kominn tími til,“ segir hann og hlær. Oliver ómetanlegur Þau eru fjögur í heimili; Ingólf- ur, Jóhanna konan hans, Jónas Margeir sonur þeirra og hundur- inn Oliver sem er breskur nýbúi og fylgdi fjölskyldunni frá Englandi árið 2000. Þó ferfætling- urinn sé nefndur síðastur er hann alls ekki sístur enda hefur hann reynst húsbóndanum á heimilinu vel síðan hann kom heim úr end- urhæfingu á Grensás. „Ég var svolítið einangraður í fyrstu, konan mín vinnur mikið og strák- urinn okkar er í skóla, þannig að ég sat bara heima og las. Eini fé- lagsskapurinn sem ég hafði allan daginn var Oliver og hann var ómetanlegur.“ Ingólfur segir þá félaga spjalla mikið saman enda skilji og skynji hundurinn hvert orð sem hann segir. „Hann var líka mjög tillitssamur við mig fyrstu vikurnar og sýndi mér mik- inn skilning þegar ég var að staul- ast um íbúðina. Félagsskapur hans var mér ómetanlegur, ekki síst á þessum tíma.“ Vegna þessarar góðu og dýr- mætu reynslu af hundinum renn- ur Ingólfi blóðið til skyldunnar og hvetur fólk til að sýna hundum al- mennt ríkari skilning enda geti þeir auðgað líf fólks sem er ein- angrað einhverra hluta vegna. Hann vitnar til danskrar reynslu, máli sínu stuðnings en þar lætur heilbrigðiskerfið sjúklingum hunda í té og lýsa þeir upp tilveru margra sem annars hefðu það skítt. „Og þetta sparar mörg tonn af þunglyndislyfjum,“ segir hann. Gaman í sagnfræðinni Áfallið er ein ástæða þess að Ingólfur innritaði sig í sagnfræði- nám við Háskóla Íslands fyrir ári og þar unir hann hag sínum vel. „Umhverfið gjörbreyttist eftir áfallið, ég get t.d. ekki lengur fengið vinnu sem sendisveinn eða fimleikakennari og verð að taka mið af því. Skömmu eftir að ég kom af Grensás sótti ég námskeið í vatnslitamálun í Listaháskólan- um og málaði eins og óður maður. Þetta var svakalega gaman og ég er enn málandi lon og don,“ segir Ingólfur en hann hefur alla tíð teiknað talsvert og hafa myndir hans birst í fjölmörgum blöðum og bókum í gegnum árin. Í kjölfar- ið flaug honum í hug að setjast enn frekar á skólabekk og spurði sjálfan sig hvað hann langaði að læra. „Mig hafði alltaf langað í sagnfræði en aldrei gert neitt í því. Ég stóð frammi fyrir að ákveða hvort ég ætlaði að sitja heima í stofu og bíða eftir skipti- myntinni frá Tryggingastofnun eða gera eitthvað annað og meira. Þá ákvað ég að kýla á sagnfræð- ina.“ Ingólfur sér ekki eftir þeirri ákvörðun því hann skemmtir sér konunglega í skólanum og framundan eru vorprófin. „Í fyrstu óttaðist ég að vera of gam- all til að geta kallast nýstúdent en í rauninni skiptir aldur aldrei máli heldur aðeins viðhorfið. Í dag er ég bara einn af krökkunum.“ Hann segist taka námið öðrum tökum en þegar hann sat sem ung- ur maður á námsbekk enda með reynslu af vinnumarkaði í farteskinu og því agaðri og ein- beittari en ella. „Ég sagði líka við konuna mína um daginn að nú horfi ég meira á bækurnar en stelpurnar. Hún trúir því náttúru- lega eins og nýju neti. En það er nú satt engu að síður.“ Vantar umræður um grund- vallarmál Ingólfur hefur alla tíð fylgst vel með þjóðmálaumræðunni og á sínum tíma tók hann virkan þátt í henni sem ritstjóri og blaðamað- ur. Hann segir að umræðan sé ekki mjög hátt uppi í samfélaginu, þrátt fyrir nokkur framboð fjöl- miðla. „Það eru jú þrjú dagblöð gefin út, við höfum tvær sjón- varpsstöðvar sem sinna þessu í einstaka þáttum og svo fáeinar út- varpsstöðvar að auki. Áhuginn virðist hinsvegar meiri á hasar- deruðum dægurmálum eins og barnaníðingum og líkflutningum og það er í takt við fjölmiðlabreyt- ingarnar, menn kjósa frekar hasar en þjóðmál.“ Hann segir umræður um grundvallarmál skorta: „Þannig hefur það reyndar verið alltof lengi. Alvarleg umræða um það sem skiptir máli, eins og t.d. ESB, ríkisfjármál, menntamál, varnarmál og umhverfismál, hef- ur orðið útundan og ég sakna þess.“ Hann bendir þó réttilega á að hluti umræðunnar hafi færst á vefinn. „Þar eru menn svolítið að sperra sig með alvarlegri mál. Gallinn á þeim bænum er hins- vegar sá að vefirnir eru flestir hópa- eða málefnaskiptir. Eins konar hóphyggjuvefir. Þar eru femínistar og afsprengi stjórn- málaflokkanna með sínar síður og svo einstaka menn á borð við Björn Bjarnason og fleiri sem skrifa sitt. Meinið er bara að þú veist alltaf að hverju þú gengur, öll eru þessi skrif nokkuð fyrir- sjáanlegt. Og vegna þessa hefur almenningur, sem tengist ekki til- teknum hópum sérstaklega, ekki haft aðgang að síðum til að koma sínu efni á framfæri.“ Ingólfi hugnast þetta illa, hann vill breytingar og situr ekki við orðin tóm. „Ég var með svona hefðbundna egóflippsíðu, ingo.is, þar sem ég skrifaði greinar um menn og málefni, auk þess sem sagt var frá mér og mínu. Ég hef hinsvegar ákveðið að breyta síð- unni í opinn þjóðmálavettvang og þar getur fólk skipst á skoðunum og skrifað greinar án þess að til- heyra einhverjum sérstökum hópi. Það er bara að senda greinar á ingomar@simnet.is. Ef enginn sendir grein, þá það. Ég hef allavega lagt mitt að mörkum.“ Skortir eldra fólk á þing „Alþingi þyrfti að vera betur mannað,“ segir Ingólfur aðspurð- ur um álit sitt á þingheimi. „Það virðist verða æ auðveldara að komast á þing enda leitar hæfasta fólkið í störf í einkageiranum þar sem von er um betra kaup og ör- uggara umhverfi. Þingmenn eiga ávallt yfir höfði sér árásir frá pólitískum andstæðingum, fjöl- miðlum og fleirum og eru á milli tannanna á almenningi. Það er því eðlilegt og skiljanlegt að hæft og gott fólk velji sér annan starfs- vettvang þrátt fyrir áhuga stjórn- málaflokkanna á að njóta krafta þess.“ Hann telur líka aldurssamsetn- ingu þingheims óheppilega. „Það er of mikið af miðaldra, háskóla- menntuðu fólki á þingi og ég er ekki viss um að yngingin frá síð- ustu kosningum hafi verið af hinu góða. Ég veit ekki hvaða erindi ungt fólk á á þing, bara af því það telur sig ungt? Það vantar eldra fólk, fólk með reynslu og þekk- ingu á samfélaginu. Já og úr fjöl- breyttara umhverfi, t.d. lista- menn,“ segir Ingólfur og játar að hann sé ekki endilega sanngjarn í samanburðinum því hann hann sakni litríkra manna á borð við Jón Baldvin og Svavar Gestsson og beri þá og fleiri oft saman við nýja þingmenn. Esrabókin best Eftir Ingólf liggja fjórtán bæk- ur og þar af fjölmargar ævisögur þekktra Íslendinga. Langt er um liðið síðan síðast kom bók frá hon- um en það er stutt í þá næstu; Sporgöngumenn, sem er síðara bindi Sögu AA-hreyfingarinnar kemur út föstudaginn langa. Það er reyndar merkilegt út af fyrir sig að hann sat við að skrifa loka- orðin í þá sögu í Hrísey í ágústmánuði 2001. Þegar hann hafði lokið við að slá inn síðasta punktinn fékk hann heilablóðfall- ið. En býst hann við að sinna áfram ritstörfum? „Ég er ekki hættur. Hinsvegar hef ég engin fastmótuð áform og læt hverjum degi nægja sína ánægju. Það er hinsvegar rétt að það er langt síð- an síðasta ævisagan mín kom út. Hún var um hinn merkilega geð- lækni Esra Pétursson og mér finnst hún vera besta bók sem ég hef skrifað.“ Eins og margir muna urðu tals- verð læti í samfélaginu vegna út- komu bókarinnar um Esra. Fjöl- skylda konu sem getið var í bók- inni taldi að sér vegið og höfðaði mál gegn þeim Esra og Ingólfi. „Látunum linnti ekki fyrr en við stóðum í réttarsal og vorum dæmdir í undirrétti. Ég vildi ekki una þeim dómi og áfrýjaði til Hæstaréttar og vann þar að hluta en öðru var haldið til streitu.“ Með því lauk málinu af hálfu Ing- ólfs en hann man vel þá stund þegar hann stóð í réttinum. „Rétt- urinn var fullskipaður og þegar ég sá sjö dómara standa í þessum glæsilegu bláu skikkjum sínum, hver og einn með bókina í höndum sér þá sagði ég: Jæja, nú kemst ég ekki lengra sem rithöfundur. Þetta er toppurinn.“ Þetta mál allt og dómurinn hafa þó ekki dregið úr áhuga Ing- ólfs á að skrifa ævisögur. „Alls ekki. Mér hefur fundist það fólk sem ég hef skrifað um vera áhugavert og skemmtilegt og það hefur haft frá einhverju að segja. Svona fólk er hinsvegar ekki á hverju strái og í gegnum tíðina hef ég neitað mörgum ævisögum, meira að segja mjög frægra manna, því mér hefur ekki fundist vera neitt blóð í kúnni og talið margt alþýðufólk hafa frá meiru að segja. En ég á örugglega eftir að skrifa fleiri ævisögur.“ En heldur Ingólfur að Esra- málið hafi skaðað hann og hans orðspor? „Ég hef nú ekki orðið var við það sjálfur en hvað veit maður hvað fólk hugsar. Það getur vel verið að fólk bölvi mér í hljóði eftir þessa bók.“ Ýmsir tóku til máls, nú eða þögðu, á meðan mál- ið var til umfjöllunar og vert að spyrja hvort Ingólfur sé sár út í einhvern vegna þess. „Ég er kannski ekki sár út í fólk en það er ákveðið lið sem fer meira í taug- arnar á mér eftir þetta. Ég reyni þó að sýna því kristilega fyrir- gefningu en á erfitt með það, ég verð að viðurkenna það.“ Ráðherrabókin spennandi Ingólfur situr í ritnefnd for- sætisráðherrabókarinnar svoköll- uðu en hún er væntanleg með haustinu og geymir kafla um þá menn sem gegnt hafa embættum ráðherra Íslands og forsætisráð- herra frá heimastjórninni 1904. Bókin hefur hlotið nokkra gagn- rýni og það löngu áður en hún kemur út. Ingólfi finnst nú rétt að bækur fái að koma út áður en þær eru dæmdar. „Ég held að þetta verði góð bók, hún verður skrifuð af góðu fólki, rithöfundum, blaða- mönnum, sagnfræðingum og öðr- um fræðimönnum og efnið er áhugavert. Þetta er spegill á 20. öldina þar sem dregin er upp mynd af stjórnmálum og samfé- lagsbreytingum þess tíma. Hún verður gott uppflettirit fyrir sagnfræðinga og aðra áhugamenn um félags- og sagnfræðileg efni.“ Gagnrýni á bókina hefur ekki síst beinst að því að hið opinbera skuli gefa hana út. Ingólfur er ekki gefinn fyrir mikinn ríkis- rekstur en telur þó rétt að ríkið standi að þessari útgáfu. „Ég skil þessa gagnrýni en tilefnið er sér- stakt. Ramminn er heimastjórn- arafmælið og ríkið heldur það. Af- mælisnefndinni var falið að koma fram með hugmyndir af þessu til- efni. Bókin var ein hugmyndin. Sumir fjölmiðlar og meira að segja þingmenn hafa kosið að túlka þessa útgáfu sem einkabók um Davíð Oddsson. Það vantar ekki hugmyndaflugið í suma Ís- lendinga. En varðandi afskipti ríkisins að þessari þá bók þá get- um við getum eins spurt okkur hvort við viljum ekki bara láta Baug sjá um heimastjórnaraf- mælið og hvort ríkið eigi nokkuð að vasast í því. En ríkið gerir það og þess vegna á það að gefa þessa bók út.“ Og í kjölfar þessa verður Ingólfi hugsað til hlutverks ríkis- ins yfirleitt. „Viljum við hafa menningu í landinu? Viljum við hafa fræðimennsku, spítala, skóla, vegi? Ég svara þessum spurning- um játandi og veit að til að þessum þáttum sé almennilega sinnt þá þarf ríkið að koma að þeim. Þess vegna borgum við skatta svo ríkið geti sinnt sameiginlegri menning- ar- og félagsþjónustu.“ Bítlarnir alltaf á fóninum Bítlaáhugi Ingólfs Margeirs- sonar er mörgum kunnur enda hefur hann bæði ritað bók um fjór- menningana frá Liverpool og gert vandaða útvarpsþáttaröð sem flutt var á Rás 2 fyrir tæpum ára- tug. Eru þeir alltaf á fóninum? „Já, ég set þá alltaf á með jöfnu milli- bili og upp á síðkastið hef ég mest hlustað á fyrstu plöturnar þeirra. Fyrir mér er að hlusta á Bítlana eins og fyrir kristinn mann að fara í kirkju. Þetta hljómar kannski fanatískt en þannig er það bara. Þetta er svo fín og skemmtileg músík,“ segir hann. Bítlarnir eru þó ekki þeir einu sem Ingólfur hlýðir á og þessa dagana nýtur hann í ofanálag tón- listarsnillinga á borð við Simon og Garfunkel og Leonard Cohen. Bítl- arnir eru þó aldrei langt undan og ekki ólíklegt að A Hard Day’s Night hljómi í eyrum hans um helgina. bjorn@frettabladid.is INGÓLFUR MARGEIRSSON Ég er í raun annar maður; get ekki hlaupið, hjólað eða leikið á hljóðfæri. Rétturinn var fullskipaður og þeg- ar ég sá sjö dómara standa í þessum glæsilegu bláu skikkjum sínum, hver og einn með bókina í höndum sér þá sagði ég: Jæja, nú kemst ég ekki lengra sem rithöfundur. Þetta er toppur- inn.“ ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.