Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 1
▲
Lið Verslunarskólans bar sigur
úr bítum í Gettu betur á föstu-
dagskvöld eftir að hafa lagt lið
Borgarholtsskóla að velli. Eins
og gengur brostu sumir hringinn
- en aðrir felldu tár.
i l l i
í í
l i l li
l l lli. i
i i i
– i ll .
Versló vann
SÍÐA 34SÍÐUR 36 og 37
▲
„Ég er í raun orðinn annar maður“
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Kvikmyndir 46
Tónlist 46
Leikhús 46
Myndlist 46
Íþróttir 42
Sjónvarp 48
SUNNUDAGUR
TVEIR LEIKIR Í ÚRSLITA-
KEPPNINNI Tveir leikir verða í úrslita-
keppni kvenna í handbolta. Klukkan 12
tekur KA/Þór á móti ÍBV og klukkan
19.15 tekur FH á móti Haukum. Fjórir
leikir verða í RE/MAX-deild karla, klukkan
16.15: Stjarnan - ÍR, Haukar - KA, Grótta
KR - Fram og Valur - HK.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
4. apríl 2004 – 94. tölublað – 4. árgangur
KJARAMÁL Aukin harka hefur færst
í kjaraviðræður Rafiðnaðarsam-
bandsins við Samtök atvinnulífs-
ins eftir ummæli Jóhannesar
Geirs Sigurgeirssonar, stjórnar-
formanns Landsvirkjunar, um að
Impregilo sitji undir ósanngjörn-
um ásökunum.
„Við höfum sýnt þessu fyrir-
tæki fulla kurteisi og veitt því
svigrúm til að koma sér fyrir hér
á landi,“ segir Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðarsam-
bands Íslands. „Það þverbrýtur ís-
lenskt starfsréttindakerfi og nán-
ast allt sem á vegi þess verður.
Það stendur í vegi fyrir að menn
nái kjarasamningum. Og svo tók
steininn úr þegar formaður
Landsvirkjunar ataði okkur auri
fyrir að vera ósanngjarnir við
fyrirtækið. Nú er þetta búið. Ef
við náum ekki samningum strax
eftir helgi þá verður málinu vísað
til sáttasemjara og svo gildir bara
harkan sex.“
Almenni kjarasamningurinn
og virkjanasamningurinn hanga
saman.
„Við höfum sagt að við munum
ekki loka almenna samningnum
fyrr en við höfum náð því fram
sem við viljum í virkjanasamn-
ingnum. Það hefur ekkert gengið í
þessum samningaviðræðum hing-
að til.“
Guðmundur útilokar ekki að ef
ekkert gangi hjá sáttasemjara
verði leitað eftir verkfallsheim-
ildum.
„Það getur vel endað með því
en það verður þá aldrei fyrr en
eftir páska. Þessar yfirlýsingar
Jóhannesar hleyptu mjög illu
blóði í menn.“
Ef verkfall skylli á myndi það
meðal annars þýða að vinna
stöðvaðist að Kárahnjúkum. ■
Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og blaðamaður, hefur unnið sleitulaust að endurhæfingu síðan
hann fékk heilablóðfall fyrir tveimur og hálfu ári. Afstaða hans til lífsins hefur breyst og forgangsröð-
in er orðin önnur. Rætt er við Ingólf á síðum 26 og 27 í blaðinu í dag. SÍÐA 26–27
▲
Aukin harka hefur
færst í kjaraviðræður
Ummæli stjórnarformanns Landsvirkjunar fara illa í formann Rafiðnaðarsambandsins.
Útilokar ekki verkfall eftir páska.
Námsmaður í
Bandaríkjunum:
Sviðsetti sitt
eigið hvarf
BANDARÍKIN, AP Lögreglan í
Wisconsin í Bandaríkjunum hefur
sakað tvítuga konu um að setja á
svið eigið hvarf. Þegar konan
hvarf fjölluðu fjölmiðlar um
gjörvöll Bandaríkin um málið.
Audrey Seiler, sem er háskóla-
stúdent, fannst vannærð og köld
úti í mýri skammt frá heimili sínu
í Madison á miðvikudaginn. Þá
hafði hennar verið saknað síðan á
laugardaginn fyrir rúmri viku.
Seiler heldur því fram að henni
hafi verið rænt en lögreglan er á
öðru máli og segir hana bara vera
einmana litla sál.
Í mýrinni fannst hnífur, lím-
band og reipi, sem Seiler segir að
mannræninginn hafi notað. Lög-
reglan segist hins vegar hafa und-
ir höndum myndband úr verslun
sem sýni Seiler vera að kaupa
þessa hluti.
Kostnaðurinn við rannsókn lög-
reglu í tengslum við hvarf Seilers
nemur um fimm milljónum króna.
Lögreglan hefur ekki enn ákveðið
hvort Seiler verði ákærð. ■
HÆGVIÐRI FRAM EFTIR DEGI Enn
heldur vaxandi vindur síðdegis. Stöku skúr
í borginni en rofar þar heldur til
síðdegis. Kólnandi veður. Sjá síðu 6.
MÓTMÆLI Í RÓM Hálf milljón manna gekk um götur Rómar á Ítalíu í gær og mótmælti áformum stjórnvalda um endurskoðun lífeyris-
réttindakerfisins. Um sextán milljónir Ítala eru á eftirlaunum og segja talsmenn ellilífeyrisþega að ástand lífeyrismála sé óásættanlegt.
Kaupmáttur hafi minnkað gríðarlega undanfarin ár.
DREGUR Í LAND Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt
að sönnunargögnin sem Bandaríkjastjórn
hafi lagt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna til þess að réttlæta innrásina í Írak hafi
ef til vill ekki verið mjög traust. Sjá síðu 2
STÍFT FUNDAÐ Mörg sérmál eru enn
óleyst hjá einstökum aðildarfélögum Starfs-
greinasambandsins í samningaviðræðum
við ríkið. Verslunarmannafélag Reykjavíkur
hefur ákveðið að fallast á lífeyristilboð. Sjá
síðu 2
GAGNRÝNIR VIRKJANAAND-
STÆÐINGA Stjórnarformaður Landsvirkj-
unar gagnrýnir virkjanaandstæðinga fyrir
áróður. Hann gerir greinarmun á þeim og
náttúruverndarsinnum. Sjá síðu 4
VOPN Í ATKVÆÐAVEIÐUM Sérfræði-
læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seg-
ir einstaka stjórnmálamenn í héraði espa
upp deilur um D-álmu sjúkrahússins og
nota sem vopn í viðvarandi atkvæðaveið-
um sínum. Sjá síðu 6
Árni Samúelsson í Sambíó-
unum hefur kynnst ýmsu í
bransanum en hefur aldrei
upplifað annað eins stór-
myndasumar og hefst hjá
honum í maí. Hann ræðir
upphafið og góðærið í við-
tali í blaðinu í dag.
Stórt ár hjá Árna
Samúelssyni
M
YN
D
/A
P