Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 18
18 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Yamamoto Isoroku fæddist áþessum degi árið 1884. Hann er sjálfsagt einn herkænasti Japani sem sögur fara af og er þekktastur fyrir að skipuleggja skyndiárás Japana á Pearl Harbor þann 7. des- ember árið 1941. Jamamoto útskrifaðist frá jap- anska flotaskólanum árið 1904 og starfaði hjá japanska sendiráðinu í Washington á árunum 1926 til 1927 en næstu 15 árin kleif hann met- orðastigann hratt innan flotans. Hann var upphaflega á móti því að Japanir færu í stríð við Banda- ríkjamenn ekki síst þar sem hann óttaðist að átökin myndu dragast á langinn og hafa slæmar afleiðingar fyrir Japani. Þegar ákvörðunin hafði verið tekin lagði Yamamoto til að gerð yrði skyndiárás á bækistöðvar bandaríska flotans á Hawaii þar sem eina von Japana á sigri fælist í því að lama flota Bandaríkjamanna á Miðjarðarhafinu. Hann spáði því einnig að ef Bandaríkjamenn myndu endast í ár þá myndu Japan- ir tapa fyrir þeim. Árás Japana á Pearl Harbor þótti vel heppnuð en Bandaríkjamenn misstu 180 flugvélar og um 3.400 Bandaríkjamenn týndu lífi. Banda- ríkjamenn náðu þó síðar í skottið á Yamamoto en flugvél hans var skot- in niður þar sem setið var fyrir henni yfir Bougainville-eyju árið 1943. ■ ■ Afmæli Magnús Oddsson ferðamálastjóri er 57 ára. Gyrðir Elíasson skáld er 43 ára. Jakob Bjarnar Grétars- son blaðamaður og eð- alhúmoristi er 42 ára. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir blaðamaður er 35 ára. Ég er að undirbúa opnunina áHamborgarabúllunni,“ segir Tómas Andri Tómasson veitinga- maður um afmælisdaginn sinn en Tommi, eins og hann er yfirleitt kallaður, er 55 ára í dag. „Það verður mikil hátíð fyrir mig þegar ég loksins opna. Við erum þegar komnir þrjár vikur á eftir áætlun og opnum eflaust ekki fyrr en eftir páska. Það er margs að gæta fyrst það hafðist bara ekki að opna 14. mars.“ Hann segir að það sé enskt máltæki sem segi að þú fáir aldrei annað tæki- færi til að ná fram fyrstu áhrifum og því er það mikilvægt að allt sé tilbúið á opnunardegi. „Ég brenndi mig á því þegar ég opnaði Sprengisand. Ég var að flýta mér svo mikið að ég opnaði staðinn áður en hann var tilbúinn. Það tók ár af blóði, svita og tárum að bæta upp fyrir það.“ Tommi og hamborgarar eru tengdir órjúfanlegum böndum í hugum margra og þá sérstaklega þeirra sem minnast Tommaborg- ara með mikilli hlýju. Hann hefur staðið í veitingarekstri í tugi ára og hefur opnað að minnsta kosti 15 veitingastaði. „Reyndar hef ég opnað þá suma tvisvar og þrisvar þannig að það er erfitt að segja til um nákvæma tölu á opnunum.“ Áhuginn á hamborgurum kom til þegar hann var að læra að verða kokkur. „Það var krafta- verki næst að ég skyldi ná prófi því ég kunni ekki að kokka. Þá var ég svo heppinn að vinna á kaffi- teríunni á Keflavíkurflugvelli þar sem mikið var um hamborgara. Þegar ég fór svo síðar til Banda- ríkjanna að læra hótelrekstur voru hamborgarar uppáhaldsmat- ur sona minna, sem rifust um hvort ætti að borða á McDonalds eða Burger King. Þegar ég kom til baka úr námi var ég með háar hugmyndir um að opna fínan veit- ingastað með salatbar en það eina sem mér bauðst var að opna ham- borgarastað.“ Tomma þykir vænt um ham- borgarana eins og kemur fram á veitingastöðum hans. „Hamborg- arar eru eins og góð spennubíó- mynd. Þær eru innihaldslausar og hafa engan boðskap en ef vel er leikið og myndin er spennandi ertu alltaf tilbúinn að horfa á góða spennumynd. Eins er með góða hamborgara.“ ■ Afmæli TÓMAS ANDRI TÓMASSON ■ er 55 ára. Hefur opnað að minnsta kosti 15 veitingastaði um ævina. ROBERT DOWNEY Leikarinn, vandræðagemlingurinn og eitur- lyfjafíkillinn er 39 ára í dag. 28. mars ■ Þetta gerðist 1581 Elísabet I, Englandsdrottning, slær landkönnuðinn Sir Francis Drake til riddara. 1841 William Henry Harrison deyr af völdum lungnabólgu. Hann var fyrsti forseti Bandaríkjanna til að deyja á meðan hann gegndi embætti. 1850 Los Angeles fær kaupstaðar- réttindi. 1887 Susanna Salter verður fyrsta kon- an til að gegna embætti borgar- stjóra í Bandaríkjunum. 1968 Mannréttindafrömuðurinn Mart- in Luther King er myrtur í Memphis. 1983 Geimskutlan Challenger fer í jómfrú- arferð sína á sporbaug umhverfis jörðu. YAMAMOTO ISOROKU Var tregur til að fara í stríð við Bandaríkja- menn og vildi síður vekja risann af blundi sínum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Japani. YAMAMOTO ■ Japanski flotaforinginn sem skipulagði árásina á Pearl Harbor fæddist á þessum degi. 4. apríl 1884 Hamborgarar eru eins og góð spennumynd Heljarinnar blúshátíð, sem haldinverður á Borginni, hefst á þriðju- dagskvöld og lýkur á fimmtudags- kvöld. Meðal flytjenda verða Blús- menn Andreu, sem koma fram á mið- vikudagskvöldinu, en það er eitt af lífseigari og betri blúsböndum Ís- landssögunnar, búið að vera til í um það bil 15 ár og er forsprakkinn, Andr- ea Gylfadóttir, á því að það sé alltaf að verða betra og betra: „Við höfum spil- að á mörgum blúshátíðum úti í heimi og þótt ég segi sjálf frá þá höfum við hvað eftir annað slegið í gegn. En þetta er í fyrsta sinn sem svona páska- blús er haldinn hér á landi og ég trúi ekki öðru en að það sé hörkustemning fyrir þessu og spennandi að sjá hvort þetta gerir sig ekki. Það er svo losandi fyrir líkama og sál að spila blús öðru hvoru.“ Er ekki einmitt til fullt af tryggum blúsunnendum á Íslandi? „Jú, það er yfirleitt mjög góð mæting ef það næst að auglýsa vel þessa fáu blústónleika sem haldnir eru hér á landi og þeir mættu gjarnan vera fleiri. Við erum nýbúin að vera með tónleika á Akur- eyri sem gengu mjög vel og bandið er í hörkuformi en reyndar erum við núna að æfa nýjan bassaleikara, Har- aldur Þorsteinsson er í Bandaríkjun- um um þessar mundir, en í hans stað kemur Jóhann Ásmundsson, og hann kann nú ýmislegt fyrir sér. Þetta verða hörkutónleikar og bara hörku- blúshátíð og ég hvet alla sanna blús- ara til að mæta á svæðið.“ Annað sem er síðan á dagskrá Andreu eftir þetta er að fylgja eftir rómuðum tónleikum Todmobile og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þeir tónleikar eru einmitt væntanlegir á DVD innan skamms. ■ Vikan sem verður ANDREA GYLFADÓTTIR ■ Blúsmenn Andreu fara á stjá í vikunni og troða upp á blúshátíð á Borginni. ANDREA GYLFADÓTTIR Fjörug blúshátíð er framundan á Borginni og allir sannir blúsaðdáendur eru hvattir til að mæta. Blúsinn losandi fyrir líkama og sál BJÖRN LOGI SIGURBERGSSON Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann byrjaði að bera blaðið út í janúar og reynir ávallt að vera glaður. Hvað heitir blaðberinn? Björn Logi Sigurbergsson. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Síðan í janúar. Hvað ertu með í vasanum? Símann minn og lykla. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Spila handbolta. Hvert er þitt mottó? Að vera ávallt glaður. ■ Blaðberinn ■ Andlát Júlía Guðrún Jónsdóttir, Vestri-Tungu, lést 31. mars. Ragnar Björnsson húsgagnabólstrari lést 1. apríl. TÓMAS ANDRI TÓMASSON Tommi hefur lengi verið kenndur við hamborgara. Nú vinnur hann hörðum höndum að því að opna Hamborgarabúlluna. Yamamoto kemur í heiminn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.