Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 34

Fréttablaðið - 04.04.2004, Page 34
4. apríl 2004 Sunnudagur12 Vor í lofti yfir Bessastöðum og Keili. Sjónarhorn Það besta: Ætli það sé ekki maturinn, við erum yfirleitt með góð- an mat á sunnudags- kvöldum. Oft erum við með einhverjar steikur eða annað fínmeti og gerum okkur glaðan dag. Konan á nú yfir- leitt heiðurinn af elda- mennskunni, hún er ekki mín sterkasta hlið. Ég er betri í að þrífa. Svo er það bara afslöppunin og róleg- heitin sem fylgja sunnudögum. Við erum frekar á fartinni á laugardögum en viljum helst eiga sunnudagana fyrir okkur sjálf. Það er alltaf nóg að gera, ég er til dæmis að byrja í nýju starfi hjá símanum og að fara að taka upp plötu. Þess vegna er alveg nauð- synlegt að taka sér gott sunnudagsfrí. Það versta: Sjónvarps- dagskráin á sunnudög- um er algjör hörmung, allt frá því hún byrjar og til 21:40 þegar 24 byrjar. Fyrir sjón- varpsfíkla eins og mig og dóttur mína er þetta alveg ferlegt. Enski boltinn hefur bjargað manni stökum sinnum en svo reyni ég bara að beina athyglinni að fjölskyldunni og horfa bara á sjónvarpið hina dagana. Það má ekki láta fíknina ná algjör- um tökum á sér! Jón Sigurðsson: Það besta og versta við sunnudaga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.