Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 24
Öryggishjálmar teljast til persónuhlífa. Reglur um notkun persónuhlífa voru gefnar út af félagsmálaráðuneytinu 1994. Þær er meðal annars að finna á vef Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is. ÍSAFJARÐARBÆR Skólar Ísafjarðarbæjar Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru fjórir, á Ísafirði, Suðureyri, Flat- eyri og Þingeyri með nemendafjölda frá 40-540. Í skólum bæj- arins er lögð áhersla á ánægju nemenda og þroska þeirra og um leið að mæta mismunandi þörfum nemenda, m.a. með sveigjanlegu skólastarfi og einstaklingsmiðaðra námi en áður. Áhersla er á samstarf milli skóla, en þó sjálfstæða skóla og fjöl- breytni í skólastarfi. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar vinna saman gegn einelti eftir áætlun Olweusar. Leikskólar Ísafjarðarbæjar eru sex, staðsettir í öllum íbúakjörnum sveitarfélagsins. Tveir skólar vinna eftir Hjallastefnu, þ.e. á Flateyri og Ísafirði, en aðrir kenna á hefðbundnari hátt eftir aðalanámskrá leikskóla. Ísafjarðarbær er bær í sókn sem hefur margt að bjóða, m.a. góða þjónustu, öflugt íþróttastarf (Heilsubær), ótakmarkaða landslagsfegurð, tónlistarskóla, leikskóla og menntaskóla. Staða skólastjóra við Grunnskólann á Flateyri Laus er staða skólastjóra frá og með 1. ágúst 2004. Skólinn hefur skapað sér sérstöðu með lífsleikni- stefnu í öllu skólastarfi og eru nánari upplýsingar um skólann á heimsíðu hans á skolatorg.is Leitað er eftir faglegum, kraftmiklum stjórnanda með leið- togahæfileika til að leiða áframhaldandi uppbygg- ingu skólans. Umsóknir um stöðu skólastjóra skulu berast Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, Ísafirði Forstöðumaður skrifstofunnar veitir nán- ari upplýsingar. Staða skólastjóra við leikskólann Grænagarð á Flateyri Staða leikskólastjóra er laus frá og með 1. ágúst 2004. Skólinn vinnur eftir Hjallastefnunni og er með börn á aldrinum 1-6 ára. Leitað er eftir fagleg- um stjórnanda með þekkingu á Hjallastefnu til að leiða áframhaldandi starf skólans. Umsóknir um stöðu skólastjóra skulu berast Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, Ísafirði Leikskólafulltrúi skrifstofunnar veitir nán- ari upplýsingar. Staða aðstoðarleikskólastjóra á Sólborg Ísafirði Staða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Sól- borg er laus frá og með 1. júní n.k. Einnig eru laus- ar stöður deildarstjóra á yngstu deildunum. Leik- skólinn er fjögurra deilda skóli fyrir börn á aldrin- um 1-6 ára. Allar nánari upplýsingar veitir leikskóla- stjóri Sonja E. Thomson, s. 456-3185, netfang: solborg@isafjordur.is Við bjóðum flutningsstyrk og niðurgreidda húsaleigu Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2004. Starfsferilskrá á að vera þannig úr garði gerð að vinnuveitandi geti á einfaldan og fljótlegan hátt séð hvað umsækjandi hefur lært og gert. „Góð starfsferilskrá er algjört lykilatriði og oft forsenda þess að fólk komist í atvinnuviðtöl,“ segir Gunnar Rich- ardsson, deildarstjóri fag- og fyrir- tækjasviðs Vinnumálastofnunar. Hann segir flesta gera sér grein fyrir mikilvægi slíkra yfirlita. „Þarna þurfa að koma fram skýrar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Við hvetjum fólk til að hafa þetta ekki mjög langt og ég ráðlegg fólki að hafa ferilskrána ekki lengri en eina blaðsíðu. Þá er atvinnurek- andinn fljótur að sjá menntun og starfsferil umsækjandans og átta sig á því hvort hann hentar í starf- ið. Þarna er ég þó að tala um ein- föld störf. Ef sótt er um flókin störf þarf oft að setja fram meiri upplýs- ingar. Best er líka að setja fram meðmælendur og símanúmer þeirra svo vinnuveitandinn þurfi ekki að hafa fyrir að finna þau. Ég tel líka mikilvægt að láta mynd fylgja með umsókninni, þá man vinnuveitandinn frekar eftir mann- eskjunni.“ Ákveðnir þættir þurfa að koma fram í öllum feril- skrám. Það eru persónulegar upp- lýsingar eins og nafn, heimilisfang, símanúmer, kenni- tala, hjúskapar- staða og fjöl- skylduaðstæður. Geta skal mennt- unar, til dæmis í framhaldsskóla, háskóla eða sér- skóla. Teljið gráð- urnar upp í öfugri tímaröð, þannig að sú síðasta sé nefnd fyrst. Einnig skal tilgreina lengri námskeið sem sótt hafa verið og geta haft þýðingu fyrir starfið sem sótt er um. Mikilvægt er að gefa nokkuð ná- kvæmt yfirlit yfir fyrri störf. Gott er að byrja á síðasta starfi og telja rest- ina upp í öfugri tímaröð. Fram þarf að koma nafn fyrirtækis, starfsheitið innan þess og hversu lengi var unnið á hverjum stað. Með því að greina frá áhugamál- um og tómstundum fær vinnuveit- andi betri mynd af umsækjanda sem persónu. Það ýtir einnig undir að hann muni eftir honum þegar ákvörð- un er tekin. Meðmælandi eða umsagnaraðili gefur upplýsingar um hvernig um- sækjandi hefur staðið sig við fyrri störf og hvernig hann er sem einstak- lingur. Meðmælandi er oftast fyrr- verandi vinnuveitandi en getur þó verið kennari eða vinnufélagi. Mikil- vægt er að hafa alltaf samband við þá sem tilgreindir eru sem meðmælend- ur áður en ferilskrá er send til at- vinnurekanda. Fylgiskjöl geta verið prófskírteini, ýmis vottorð um menntun og störf eða einkunnir úr skóla. Góð með- mælabréf frá fyrrverandi vinnuveit- anda eru alltaf til bóta. Mikilvægt er að skrifa góða ís- lensku. Helst ber að varast of mikinn orðaflaum, illa skipulagða og illa upp- setta ferilskrá. Dæmi um uppsetningu ferilskrár er að finna á vefsíðum flestra ráðn- ingarþjónusta. ■ Best er að hafa ferilskrána einfalda Ekki leggja meira upp úr útiliti en innihaldi. Ekki er heldur sniðugt að ýkja kosti sína og gera meira úr menntun eða starfsferli en efni standa til. Starfsferilskrá er líka kölluð CV, sem stendur fyrir Curriculum Vitae. Það sem þarf að koma fram á starfsferilskrá er meðal annars: Persónulegar upplýsingar Menntun Starfsreynsla Áhugamál Meðmælendur Hvernig verður maður flugumferðarstjóri? Viðbragðsflýtir og einbeiting mikilvæg Starfið Á Íslandi starfa rúmlega hundrað flugumferðar- stjórar. Þeir vinna við flug- turnsþjónustu, aðflug og svæðisflugstjórn í flug- stjórnarmiðstöð. Fyrir utan beina stjórnun flugumferð- ar byggist flugumferðar- stjórn mjög á samvinnu. Flugumferðarstjórinn verður að vera mjög fljótur að átta sig á aðstæðum og taka réttar ákvarðanir í samræmi við þær. Inntökuskilyrði Umsækjendur þurfa að vera íslenskir ríkisborgar- ar eða eiga lögheimili á Ís- landi. Gerðar eru ýmsar kröfur um heilbrigði, til dæmis um sjón og heyrn. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Inntökupróf Auglýst er eftir nemum í helstu fjölmiðlum þegar halda skal námskeið. Námið fer ýmist fram hér á landi eða erlendis. Fjöldi nem- enda fer eftir þörf á nýjum flugumferðarstjórum. Valferlið samanstendur af prófum, kynnisferð og viðtölum. Prófað er í ýms- um þáttum er varða per- sónuleika, minni, viðbragðs- flýti og fleira. Einnig ensku- kunnáttu, einbeitingu, skipulagningu og vinnu undir álagi og samstarfs- hæfni. Námið Námið í heild tekur allt að fimm ár með vinnu. Fyrstu réttindum er þó yfirleitt náð eftir 18 til 21 mánuð. Laun eru ekki greidd á námstíma fyrr en fyrstu réttindum er náð. Hins vegar er greitt uppihald á námskeiðum er- lendis, ferðakostnaður og námskeiðagjöld. Grunnnám tekur 6 til 9 mánuði. Að því loknu hefst réttindanám, ýmist flug- turnsnám í Reykjavík eða Keflavík eða í flugstjórnar- miðstöð. Bóklegt réttinda- nám tekur þrjár til fjórar vikur. Verklegt réttinda- nám tekur 8 til 12 mánuði fyrir hver réttindi. Til að öðlast réttindi þarf að fá 75% lágmarkseinkunn á skriflegu prófi og ganga vel í verklegum æfingum. Þjálfari á vinnustað þarf að samþykkja að nemi sé hæf- ur til að fara í próf og nem- inn þarf að standast verk- legt lokapróf. ■ Flugumferð Flugumferð- arstjórar verða að vera fljótir að átta sig á aðstæðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Atvinnuleitin: Góð starfsferilskrá lykilatriði ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.