Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 42
30 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Rekstur dagblaðanna, sem voruá vegum stjórnmálaflokk- anna, flokksblaðanna svokölluðu, var alla tíð erfiður. Þau reiddu sig á fjárhagsstuðning frá Alþingi, fyrirgreiðslu í ríkisbönkum og stuðning félagsmanna í stjórn- málaflokkunum. Með breyttum viðhorfum til fjölmiðla og breyttu efnahagsumhverfi fór smám sam- an að halla undan fæti í útgáfu þeirra. Hin breyttu viðhorf lýstu sér í vantrú á því að stjórnmála- flokkar eða félög á þeirra vegum væru réttir aðilar til að standa að útgáfu fréttablaða. Krafan um arðsemi og gegnsæi í fjármálalíf- inu leiddi til þess að hætta varð ívilnunum og fyrirgreiðslu í þágu blaðaútgáfu stjórnmálaflokkanna. Árið 1984 gerði Framsóknar- flokkurinn tilraun til að gefa Tímann út sem óháð fréttablað undir nafninu NT, en tilrauninni var hætt 1986 eftir stórfelldan taprekstur; hóf Tíminn þá að koma út að nýju. Árið 1994 tók útgáfufélag DV, Frjáls fjölmiðl- un hf. (FF), yfir rekstur Tímans með samkomulagi við Fram- sóknarflokkinn. Tveimur árum síðar sameinaði FF Tímann blaði Framsóknarflokksins á Akur- eyri, Degi, sem FF hafði einnig tekið yfir nokkru áður og gaf út undir nafninu Dagur-Tíminn (síðar aðeins Dagur) en blaðið hætti að koma út árið 2001 og var þá sameinað DV. Þjóðviljinn hætti göngu sinni árið 1992. Varð útgáfufélag blaðsins, Bjarki hf., gjaldþrota. Alþýðubandalagið hóf sama ár að gefa út Vikublaðið. Árið 1996 eignuðust flokkurinn og starfs- menn Vikublaðsins vikuritið Helgarpóstinn. Reksturinn gekk illa og árið eftir var Helgarpóst- urinn seldur og Vikublaðið lagði upp laupana. Varð samkomulag um það milli Alþýðubandalags- ins og Frjálsrar fjölmiðlunar hf. að Vikublaðið sameinaðist Degi- Tímanum. Fimm dagblöð innan DV Alþýðublaðið hætti að koma út 1997 og rann inn í Dag-Tím- ann eins og hin flokksblöðin með samkomulagi Alþýðuflokksins og Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Út- gáfa blaðsins hafði raunar í mörg ár aðeins verið að nafninu til; var blaðið aðeins fjórar síður og útbreiðsla mjög takmörkuð. Um tíma stóð Alþýðuflokkurinn að baki útgáfu óháðra vikublaða, fyrst Helgarpóstsins og síðan Pressunnar, en gafst upp á hvoru tveggja. Segja má því að innan vé- banda DV hafi frá árinu 2001 verið leifar fimm dagblaða, auk Vísis flokksblaðanna þriggja, Al- þýðublaðsins, Tímans og Þjóð- viljans og Dags á Akureyri, sem breytt hafði verið úr vikublaði í svæðisbundið dagblað um miðj- an níunda áratuginn. Innan þess voru einnig leifar Vikublaðsins og ennfremur Víkurblaðsins á Húsavík og Skagablaðsins á Akranesi, sem 1997 höfðu runnið inn í Dag-Tímann. ■ Morgunblaðið og DV voru risarnir á markaðnum Morgunblaðið og DV vorurisarnir á dagblaða- markaðnum eftir 1981. Var samkeppni á milli þeirra tak- mörkuð þar sem þau voru á ólíkum auglýsingamörkuðum og DV lagði meira upp úr lausasölu en Morgunblaðið. Til dæmis um skiptingu markaða, sem við lýði var til skamms tíma, má nefna að DV réð lögum og lofum á smáauglýsingamarkaði, þar sem auglýsingar á notuðum bílum gáfu mest í aðra hönd. Morgunblaðið sat aftur á móti eitt að fasteignaauglýs- ingum. DV var prentað hjá Árvakri, útgáfufélagi Morg- unblaðsins, sem hafði því augljósa hagsmuni af því að blaðið kæmi út. Fjárhagsvandræði DV Morgunblaðið var jafnan rekið með nokkrum hagnaði en sviptingar í efnahagslíf- inu og verkföll á vinnumark- aði settu þó stundum strik í ársreikninginn, sem var við- kvæmur fyrir öllum slíkum sveiflum. DV var einnig um árabil rekið með tekjuaf- gangi en yfirtakan á flokks- blöðunum og rekstur Dags- Tímans reyndist Frjálsri fjölmiðlun ofviða. Ýmsar til- raunir, sem félagið gerði á sama tíma á sviði annarrar útgáfu og nýmiðlunar, urðu einnig þungur baggi á rekstr- inum. Leiddi þetta til gjald- þrots og eigendaskipta á DV árið 2001 en hinir nýju eig- endur rötuðu einnig í fjár- hagslegar ógöngur og síðan gjaldþrot þegar sala blaðsins dróst saman og auglýsingar minnkuðu. Núverandi eig- endur tóku við blaðinu haust- ið 2003. Frjáls fjölmiðlun hleypti Fréttablaðinu af stokkunum árið 2001. Þótt viðskiptahug- myndin, ókeypis dagblað sem borið var til þorra lands- manna, væri snjöll stöðvaðist útgáfan 2002 vegna fjárhags- vandræða útgefandans. Með eigendaskiptum sama ár var traustari stoðum skotið undir útgáfuna. Vikublöðin í mótbyr Á síðustu árum og áratug- um hafa margar tilraunir einnig verið gerðar til að halda úti sjálfstæðum viku- blöðum (óbundnum einstök- um landshlutum). Má í því sambandi nefna Helgarpóst- inn, Pressuna, Eintak og Morgunpóstinn en öll lögðu þau upp laupana eftir að hafa lent í rekstrarerfiðleikum og tíðum eigendaskiptum. Við- skiptablaðið, stofnað 1994, kemur þó enn út og nýtur lík- lega sérhæfingar sinnar og áhuga fjársterkra kaupenda. ■ Flokksblöðin lögðu upp laupana Rekstur fjölmiðla hér á landi,jafnt dagblaða og vikublaða sem útvarps og sjónvarps, hefur löngum gengið erfiðlega. Stafar þetta annars vegar af því að markaðurinn er smár og tækifæri því fá en sögulegar ástæður, sem hér verða rifjaðar eru upp, skýra þetta einnig: Greina má viðleitni markaðar- ins til að bregðast við þessu ástandi með hagræðingu í formi samstarfs og samruna fyrirtækja. Gætir að því leyti sömu tilhneig- ingar á fjölmiðlamarkaði og ann- ars staðar í viðskipta- og atvinnu- lífinu. Bjartsýni eini höfuðstóllinn Af því lauslega yfirliti rekstr- arsögu íslenskra fjölmiðla undan- farna tvo áratugi, sem birt er hér á opnunni, virðist mega draga eft- irfarandi ályktanir: Í fyrsta lagi hefur það háð fjöl- miðlunum, jafnt dagblöðunum sem útvarpi og sjónvarpi, að þeir hafa flestir búið við mjög ótraust- an fjárhag. Virðist stundum hafa verið ráðist í útgáfu blaða og starfrækslu útvarps- og sjón- varpsstöðva með bjartsýnina eina sem höfuðstól en það sem á vant- aði verið tekið að láni og treyst á að góðar undirtektir mundu fleyta fyrirtækjunum áfram. Hefur af þessu hlotist mikill fjárhagslegur skaði fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki. Segir nokkra sögu að aðeins tveir fjölmiðlar hafa á því tímabili sem hér er til umfjöll- unar haft sömu eigendur, Ríkisút- varpið og Morgunblaðið. Í öðru lagi er ljóst að í fjárfrek- ustu grein fjölmiðlunar, sjón- varpsrekstri, er ekki nægilegt að öflugir og fjársterkir aðilar taki sig saman. Auk umtalsverðs stofnfjár og tæknibúnaðar er nauðsynlegt að fyrir hendi sé skýr hugmynd um dagskrárstefnu og þekking á miðlinum. Má í þessu sambandi vísa til skipbrots Ísfilm 1988, Sýnar 1990, Stöðvar 3 1995- 1997 og Skjás 1 (eldri) 1999. Erfið samkeppnisskilyrði Í þriðja lagi blasir við að hin lögbundnu sérréttindi Ríkisút- varpsins gera útvarps- og sjón- varpsstöðvum í einkaeign ókleift að halda uppi eðlilegri samkeppni við stofnunina á jafn- réttisgrundvelli. Loks er í fjórða lagi ljóst að markaðurinn hefur á undan- förnum árum brugðist við þess- um aðstæðum með viðleitni til hagræðingar í formi samstarfs og samruna. Sést þetta á því hvernig útvarpsstöðvar hafa sameinast allt frá 1987, sjón- varpstöðvar frá 1990 og hvern- ig fimm dagblöð og þrjú viku- blöð hafa sameinast í DV. Einnig birtist þetta í áhuga út- gefenda dagblaða á rekstri sjónvarps (svo sem Árvakurs 1988 og 1995–1997) og eigenda sjónvarpsstöðva á dagblaðaút- gáfu (Íslenska útvarpsfélagið og DV 1995). Minnir þetta á að frá viðskipta- og fjárhagssjón- armiði er fjölmiðlamarkaður- inn í engu frábrugðinn öðrum mörkuðum. ■ Viðleitni á markaðnum til hagræðingar með samstarfi og samruna fyrirtækja: Ótraustur fjárhagur helsta vandamál íslenskra fjölmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.