Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 48
Ég er nú búinn að vera dálítiðlengi í þessu og er búinn að sýna nokkuð margar myndir en það vill samt þannig til að þetta verður sennilega stærsta árið í sögu fyrir- tækisins,“ segir Árni Samúelsson í Sambíóunum en hann verður með ótrúlegan fjölda stjörnumprýddra stórmynda á boðstólnum næstu mánuði. „Þetta byrjar þann 7. maí með Van Helsing frá Stephen Sommers, leikstjóra The Mummy, og svo verð- ur bara mynd eftir mynd eftir mynd, í því sem við köllum A+ flokki, fram yfir næstu áramót þannig að við erum að sigla inn í sannkallað stórmyndasumar hjá Sambíóunum.“ Árni veit hvað hann syngur þeg- ar hann er kominn út í þessa sálma en hann gerbreytti íslensku kvik- myndahúsalandslagi þegar hann opnaði Bíóhöllina í Álfabakkanum þann 2. mars árið 1982. „Ég hef ver- ið í þessum bransa öll þessi ár og á þeim tíma hefur ekkert fyrirtæki verið með svona rosalega uppstill- ingu frá maí til áramóta og við erum voðalega spenntir fyrir því að takast á við þessar myndir. Þegar Árni kom í bæinn Íslenskir bíógestir sem eru komnir yfir þrítugt muna sjálfsagt enn hvernig ástandið var á mark- aðnum áður en Árni kom í bæinn frá Keflavík með fjölskyldu sinni og opnaði Bíóhöllina í Breiðholtinu en þær nýjungar sem fylgdu í kjölfar- ið gerbreyttu lífi kvikmyndaunn- enda til hins betra. „Þegar ég kom inn á markaðinn var þetta allt í föstum skorðum og var búið að vera í mörg ár.“ Hvert kvikmyndahús var með myndir frá sínum dreifingaraðila. Fyrirkomu- lagið var þægilegt fyrir kvikmynda- húsin en því fylgdi ákveðinn doði sem bitnaði fyrst og fremst á áhorf- endum. „Fox var í Nýja bíói, Warn- er Brothers í Austurbæjarbíói, Uni- versal var í Laugarásbíói, Para- mount í Háskólabíói, Columbia var í Stjörnubíói og United Artists í Tónabíói. Svona var þessu skipt þegar við komum frá Keflavík þar sem fjölskyldan rak bíóið í bænum. Hugur okkar stefndi alltaf til kvik- myndahúss í Reykjavík en manni var nú ekkert vel tekið á þessum tíma. Við vorum ekki með nein sam- bönd við þessi stóru stúdíó þá en við vorum aftur á móti með góð tengsl við óháða framleiðendur. Það voru þó líka ljón á þeim vegi þar sem Danir réðu mjög mikið yfir Íslend- ingum þegar það kom að óháðu myndunum. Það var ekkert og er ekkert hlaupið inn í þennan bransa.“ Sá síðasti varð fyrstur „Daninn fékk alltaf Ísland inni- falið í pakkanum, fengu sýningar- réttinn fyrir lítið og seldu hann hingað með álagningu. Þeir stund- uðu þetta í fleiri greinum en bíóinu, til dæmis í kaffinu. Þeir voru ó- óprúttnir á þessum tíma, Danirnir, en mér tókst að taka þetta frá þeim og það var nú aldeilis ekki litið vel á mig hjá norrænu samsteypunni en okkur tókst þetta með mörgum ferðum til útlanda og þannig byrj- uðu okkar viðskiptasambönd er- lendis. Við vorum því komin með tölu- vert af myndum áður en við byggð- um þetta hús 1982 en þeir vildu ekki taka þær til sýninga hérna, gömlu bíóstjórarnir, eins og maður kallar þá. Þeir vildu mig ekkert inn á markaðinn og voru bara rólegir í sínum stólum og þurftu lítið að hafa fyrir því að afla mynda. Þessu var bara raðað niður í þegjandi sam- komulagi. Það var í sjálfu sér ekk- ert slæmt en þeir föttuðu það bara ekki að hugur okkar stefndi inn á þennan markað og það þýddi ekkert að útiloka okkur. Eftir þetta fórum við náttúrlega að kynna okkur er- lendis og það endaði fljótlega með því að við fórum að fá myndir frá stóru stúdíóunum. Það var rosalega erfitt að komast inn á markaðinn, ekki síst vegna þess að Danirnir einokuðu óháða markaðinn. Annað var svo náttúr- lega í föstum skorðum hjá gömlu bíóunum. Það segir svo aftur sitt að nú 20 árum seinna er í raun ekkert af þessum bíóum eftir og enginn af þessum gömlu bíóforstjórum eru eftir í bransanum í dag.“ Heimsfrumsýningar í Reykjavík Heimsfrumsýningar á Íslandi voru óþekkt fyrirbæri áður en Árni kom til sögunnar. „Þær eru eitt af því sem við komum á hérna,“ segir Árni rólegur en stoltið leynir sér þó ekki. „Þegar ég náði tökum á óháða markaðnum var hann oft með sterk- ar myndir og þá náðum við að semja við framleiðendurna um að við fengjum stundum að sýna þessar myndir fljótlega á eftir Ameríku. Þetta var strax 1982 en áður fyrr þurfti fólk að bíða eftir þessum myndum í tvö til þrjú ár. Við feng- um líka heimsfrumsýningar og Evr- ópufrumsýningar í gegn strax í ár- daga Bíóhallarinnar. Ég gætti þess að vera mjög sýni- legur í Los Angeles á þessum tíma en þessi bransi byggir allur á teng- ingum við rétta fólkið. Konan mín Guðný Björnsdóttir stóð í því með mér að fara og hitta þessa kalla og borða með þeim. Við fengum svo alltaf meira og meira út úr þessu eftir því sem persónulegu tenging- arnar styrktust. Nú fer ég þarna út fimm sinnum ári. Við erum með að- setur í LA og eigum marga kunn- ingja í bransanum þar. Okkur finnst mjög gott að geta skroppið þarna út eftir og fengið að vita hvað er að gerast. Það er nú einu sinni þar sem hjartað slær í þessum bransa.“ Heimsmeistarar í bíóglápi En sjá þessir amerísku stórlaxar sér einhvern hag í að gera vel við þessa fámennu bíóþjóð á litlum markaði? „Við erum búin að vera mesta bíóþjóð í heimi öll þessi ár og miðað við höfðatöluna margfrægu erum við með langmestu aðsóknina hérna á Íslandi. Þeim finnst þetta merkilegt og svo eru þeir einfald- lega að fá mikla peninga frá Íslandi. Ég þekki til dæmis mann hjá dreif- ingarfyrirtæki í London sem kallar landið alltaf Niceland bara vegna þess að þeir fá alltaf svo mikla pen- inga héðan út á það hvað þetta er lít- il þjóð. Við erum alltaf hæstir í heimi á hverju einasta ári og erum með 6 til 7 sýningar á haus á meðan Bandaríkjamenn eru með á milli 4 og 5. Svíar eru síðan með 2 og Finn- ar aðeins eina. Bretarnir eru, held ég, með þrjár bíósýningar á mann á ári þannig að við erum alltaf á toppnum.“ Nýtti sóknarfærið Árni segir að velgengni Bíóhall- arinnar hafi ekki komið sér sérstak- lega á óvart á sínum tíma. „Ég var nú búinn að stúdera markaðinn svo- lítið vel og sá að þeir voru dálítið svifaseinir þessir kallar og sóknar- færið var gott þegar ég kom. Hugs- aðu þér bara að sumir þeirra höfðu aldrei komið til Los Angeles að heimsækja viðskiptavini sína. Það segir nú ýmislegt. Þegar ég ákvað að láta slag standa í kringum 1980 var markaðurinn bara þarna og menn voru í sjálfu sér ekki að gera neitt meira. Jú, jú, þeir fengu mynd- irnar og svo voru þær stundum uppi í hillu í fleiri mánuði áður en þeir sýndu þær. Ég vissi alveg af því vegna þess að við fengum myndir lánaðar hjá þeim til Keflavíkur og þeir voru kannski að spara góðar myndir í þrjá mánuði. Síðan var alltaf endursýnt yfir allt sumarið því þeir héldu að það kæmi enginn í bíó á sumrin. Svona var nú þanka- gangurinn.“ Réttur maður á réttum stað Það má segja að bíórekstur Árna hafi verið samfelld sigurganga og Bíóhöllin hefur verið á hvínandi siglingu frá upphafi. „Þetta bíó var og hefur alltaf verið á réttri leið og þannig náði hún, ein og sér, 430 þús- und manns á einu af fyrstu árunum. Þetta hús er auðvitað alveg sérstak- lega vel staðsett enda var lóðin eft- irsótt og ekki auðhlaupið að fá hana. Ég náði henni eftir að kunningi minn, Albert Guðmundsson, tók að sér að tala fyrir því að við fengjum hana. Hann var þá í borgarstjórn og með hans hjálp fengum við hana fyrir rest en það sóttust fleiri eftir henni.“ Bíóhöllin hefur tútnað út frá þessum tíma og gleypti meðal ann- ars skemmtistaðinn Broadway sem 36 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Árni Samúelsson umbylti íslenskum bíómarkaði þegar hann opnaði Bíóhöllina árið 1982. Hann lagði mikið upp úr því að koma dýrum stórmyndum sem fyrst fyrir augu Íslendinga. Þrátt fyrir það hefur hann aldrei haft jafn mikið augnakonfekt á boðstólnum á einu og sama árinu en nú. Góðæri hjá bíókónginum BÍÓKÓNGURINN Árni Samúelsson kom með látum inn á íslenskan kvikmyndahúsamarkað fyrir rúmlega tuttugu árum og hefur gert margar breytingar bíóunnendum til góða. Hann þurfti meðal annars að berjast gegn einokunartilburðum Dana og það má segja að hann sé frelsishetja íslenskra bíógesta. Hann tók fyrsta risaskrefið úr Keflavík í Álfabakkann í Reykjavík og hann ber sterk- ar tilfinningar til Bíóhallarinnar sem hann reisti í Breiðholtinu 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.