Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 40
Sýningin hefur vakið mikla at-hygli, ekki síst íslenska hönn- unin,“ segir Dorrit Moussaieff forsetafrú en á milli 500 og 700 manns voru viðstaddir þegar hún opnaði síðastliðinn fimmtudag sýninguna Norræn hönnun – Handan goðsagnarinnar í La Triennale di Milano í Mílanó á Ítalíu. Íslensk verk á sýningunni eru fjörutíu talsins eftir tuttugu og tvo hönnuði og Dorrit segist hafa orðið þörf við mikinn áhuga á þeim. Að minnsta kosti eitt banda- rískt gallerí hefur þegar ákveðið að kaupa verk á sýningunni. „Sýningin er afar mikilvæg fyrir íslenska hönnun en einnig fyrir Ísland sem heild. Því meira sem menn vita um Ísland því fleiri tækifæri fá íslenskir hönn- uðir til að sýna verk sín og selja þau í verslunum og galleríum er- lendis. Allir Íslendingar munu njóta góðs af því,“ segir Dorrit. Hún hefur mikinn áhuga á hönn- un, enda hefur hún sjálf unnið við að hanna skartgripi. „Ef ég get orðið að liði við að koma íslenskum hönnuðum á fram- færi erlendis þá geri ég það af mik- illi gleði. Þessi sýning er haldin í Mílanó sem er höfuðborg tískunnar og íslenska hönnunin sker sig úr, þykir sérstök og vekur athygli. Ís- lensk hönnun er í háum gæðaflokki. Það er ekkert annað en jákvætt við hana og það ánægjulega er að heim- urinn virðist vera að uppgötva hana,“ segir Dorrit. Þegar sýningunni í Mílanó lýk- ur er fyrirhugað að hún fari víðar um Evrópulönd og einnig til Bandaríkjanna og Kanada. Dorrit segist gera sér góðar vonir um að sýningin komi til Íslands og hefur þegar rætt þá hugmynd sína við sýningarstjórann. Verði af því mun mörgum áberandi aðilum úr hinum alþjóðlega tískuheimi verða boðið hingað til lands á opnunina. Víst er að slíkt myndi enn efla áhuga á íslenskri hönnun. Þeir íslensku fatahönnuðir sem eiga verk á sýningunni í Mílanó eru: Hrafnhildur og Bára Hólm- geirsdætur, Ásta Guðmundsdóttir, Björg Pjetursdóttir, Hanna Péturs- dóttir, Ragna Fróðadóttir og Stein- unn Sigurðardóttir. Skartgripir, töskur og aðrir fylgihlutir eru eft- ir Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur, Ásu Gunnlaugsdóttur, Guðlaugu Halldórsdóttur og Sigrúnu Úlfars- dóttur. Hér á opnunni má sjá nokkra af gripum sýningarinnar. kolla@frettabladid.is 28 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn?               ! #    $ %    &    "        '()**+'(+,**+"   - .  Traust og trygg Við spyrjum um konu aðþessu sinni. „Það er gáski í henni og gott að hlæja með henni,“ segir Þórunn Gestsdótt- ir starfsmaður Ríkisútvarpsins. Hún segir hana líka góðan fé- laga, heiðarlega og vandvirka. „Hún er fljót að greina smáat- riðin frá aðalatriðunum, greina hismið frá kjarnanum og er fylgin sér þegar málefni henni hugleikin eru annarsvegar,“ segir Þórunn. Dagný Jónsdóttir alþingis- maður hefur átt nokkur sam- skipti við konuna að undanförnu og segir hana afar skipulagða og vandvirka. „Hún tekur líka tillit til ólíkra sjónarmiða,“ seg- ir Dagný og metur það sem mik- inn kost. „Hún er óþreytandi að gefa góð ráð og reynir að koma reynslu sinni áleiðis til þeirra sem minni reynslu hafa,“ segir Dagný Jónsdóttir. „Hún er afar traust og trygg manneskja,“ segir Kristján Guð- mundsson starfsmaður útgerðar- félagsins Guðmundar Runólfs- sonar en þau störfuðu saman um skeið. „Það var mjög gott að vinna með henni, hún var örugg og frekar hugmyndarík í sínum störfum,“ segir hann og bætir við að hún sé ágætlega klár og komi að auki afskaplega vel fyr- ir. Sú er við spyrjum um hefur verið nokkuð áberandi á sínu sviði þótt ekki sé hún í hópi þeirra sem láta mest að sér kveða. Líklegt er að það breytist í bráð. Og nú spyrjum við; Hver er maðurinn? Svarið er að finna á bls. 52. ■ Dorrit Moussaieff forsetafrú segir hönnunarsýningu í Mílanó mikilvæga fyrir Ísland: Íslensk hönnun sker sig úr 5 x 40 Norræn hönnun – Handan goðsagnarinnar er farandasýning sem stendur saman af 200 munum, 40 frá hverju Norðurlandanna fimm. Palazzo Triennale-safnið í Mílanó er annar áfangastaður sýningarinnar en hún opnaði í Hönnunar- og skreytilistasafni Berlínar síðastliðinn nóvember. Ekki hefur verið ákveðið hvort og þá hvenær hún komi til Íslands en það yrði þó aldrei fyrr en eftir maí 2006 því hún er bókuð á söfn víða um Evrópu fram að þeim tíma. Þangað til geta áhugasamir séð sýninguna á eft- irtöldum stöðum: Hönnunarsafni Gent 2. júlí til 19. september. Skreytilistasafni Prag 7. október til 3. janúar, 2005. Skreytilistasafni Búdapest 16. janúar til 3. apríl, 2005. Lighthouse í Glasgow 17. apríl til 19. júní, 2005. Skreytilistasafni Riga 3. júlí til 4. september, 2005. Hönnunar- og skreytilistasafni Kaupmannahafnar 15. september til 20 nóvember, 2005. Hönnunar- og skreytilistasafni Rhöss í Gautaborg 3. desember til 26. febrúar, 2006. Hönnunar- og skreytilistasafni Oslóar mars til maí, 2006. DORRIT MOUSSAIEFF Ásamt forstjóra sýningarhallarinnar og Widar Halen skipulagsstjóra sýningarinnar. APINN Hvað? Leikfang Hönnuður: Kay Bojesen (Danmörku) Varð til: 1951 TRÉ Hvað? Fatahengi Hönnuðir: Michael Young og Katrín Pét- ursdóttir (Englandi og Íslandi) Varð til: 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.