Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 51
SUNNUDAGUR 4. apríl 2004 BEÐIÐ EFTIR LEYFI Bjórkraninn hefur þegar verið settur upp í Egilshöll. Borgaryfirvöld hafa nú til meðferðar ósk veitingasalans í Egilshöll um að fá að selja gest- um léttvín og bjór. Óskin var samþykkt í borgarráði í vikunni en borgarstjórn vísaði mál- inu aftur til meðferðar ráðsins. Íþrótta- og Ólympíusambandið leggst öndvert gegn hug- myndinni enda stefna þess að áfengi og íþróttir fari ekki saman. Bolti og bjór Egilshallarmálið virðist snúastum skilgreiningu. Það snýst um hvort Egilshöll sé íþróttamiðstöð eða alhliða þjónustumiðstöð. Stefnt er að starfrækslu ýmissa þjónustu- fyrirtækja í húsinu og má þar nefna gistiheimili, banka, apótek og hár- greiðslustofu og í því ljósi telja að- standendur veitingasölunnar í hús- inu að eðlilegt sé að vín og bjór fáist keypt með þeim mat sem seldur er. Þeir benda og á að áfengir drykkir séu á boðstólum í ýmsum húsum sem hýsa íþróttastarfsemi og nefna golfskála, keilusali og heilsurækt- ina í Laugum máli sínu til stuðnings. Golf og bjór Óumdeilt er að vínið er víða þar sem íþróttir eru stundaðar og raun- ar tengjast þessir tveir þættir nokk- uð traustum böndum í sumum til- vikum. Þannig eru haldin golfmót víða um land í nafni áfengistegunda og bjórauglýsingar eru áberandi á mörgum golfvöllum. Áfengi er auk- inheldur gjarnan vinningur á golf- mótum. Flestir golfskálar landsins státa af vínveitingaleyfi og sama gildir um keilusalina tvo í Reykja- vík, líkt og bent var á að ofan. Handbolti og bjór Tæp 10 ár eru liðin síðan heimsmeistaramótið í handbolta var haldið á Íslandi. Mótshaldarar sóttu stíft að fá að selja bjór á keppnisstöðunum og fengu, eftir snarpar deilur þar um. Þýski bjór- framleiðandinn Warsteiner var einn af helstu styrktaraðilum mótsins og voru auglýsingar fyr- irtækisins áberandi við keppnis- vellina. Áfengisframleiðendur eru raun- ar dyggir bakhjarlar íþróttanna í heiminum og virðast fáar greinar undanskildar. Áfengisauglýsingar sjást t.d. í ensku og raunar allri evr- ópsku knattspyrnunni, handbolta víða um álfuna, formúlukappakstr- inum, snóker, pílu og golfinu eins og áður kom fram. Kappakstur og bjór Áfengi er víða notað til að fagna sigri eða öðrum góðum árangri og sést eitt gleggsta dæmið á tveggja vikna fresti í Sjónvarpinu þegar formúluökuþórar sprauta freyði- víni hver yfir annan og helst fleiri. Þeir drekka reyndar ekki mikið af því sjálfir en vínið þykir engu að síður nauðsynlegur þáttur í fagn- aðarlátunum. Lengi tíðkaðist hið sama hjá sig- urvegurum á handbolta- og fótbolta- mótum á Íslandi en þeim sið (eða ósið) var hætt fyrir nokkrum árum eftir athugasemdir forsvarsmanna æskulýðs- og forvarnarmála. Knattspyrna og bjór Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er áfengi, og þá sér í lagi bjór, snar þáttur í umgjörð margra íþróttaáhugamanna í kringum leiki. Krár eru vinsælar til áhorfs á er- lenda knattspyrnuleiki og þegar mikið liggur við á innlendum vett- vangi safnast áhangendur liða sam- an á öldurhúsum og kneyfa öl og berja í sig stemningu í leiðinni. Á erlendum knattspyrnuvöll- um er seldur bjór en áhorfendum jafnan meinað að hafa hann með sér á sjálfa áhorfendapallana. Í afmörkuðum stúkum fyrirtækja og helstu stuðningsmanna er vín hins vegar veitt. Víða um lönd er líka sá háttur hafður á að menn safnast saman á krám fyrir leiki og ræða möguleika sinna manna yfir ölkrús. Rokk og bjór Víst er að áfengisneylsa verður ekki skilin svo glatt frá íþróttum og breytir þar engu um hvort hægt verði að kaupa hvítvín og bjór í Egilshöllinni eða ekki. Í því máli munu hins vegar vilji og afstaða reykvískra borgaryfirvalda birtast og líklegt að litið verði til niðurstöð- unnar þegar fleiri sambærilegar óskir berast inn á borð. Hitt er svo annað mál að hvernig sem málið æxlast er ólíklegt annað en að áhugasamir geti sötrað bjór í Egilshöllinni í sumar. Næsta víst er að slíkar veigar verði á boðstólum á hljómleikum Metallica í júlíbyrjun enda þykir mörgum gott að kæla sig niður á rokkhljómleikum með ein- um köldum. ■ KNATTSPYRNA OG CARSLBERG Carlsberg-bjórframleiðandinn er einn helsti stuðningsaðili Liverpool. Krár eru vinsælar til áhorfs á erlenda knattspyrnuleiki og þegar mikið liggur við á innlendum vettvangi safnast áhangend- ur liða saman á öldurhúsum og kneyfa öl og berja í sig stemningu í leiðinni.“ ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.