Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 25
Hagstofa Íslands hefur birt tölur um atvinnutekjur í aðalstarfi sem byggð- ar eru á upplýsingum frá ríkisskatt- stjóra um staðgreiðsluskyld laun. Upplýsingarnar gefa yfirlit yfir meðal- atvinnutekjur í hverjum landshluta eftir atvinnugreinum, kyni og aldri. Meðalatvinnutekjur voru 2,5 milljónir króna árið 2002, höfðu hækkað um 39% frá 1998. Á þessum fimm árum hækkaði vísitala neysluverðs um rösklega 21% og jókst kaupmáttur atvinnutekna því um 14%. Atvinnutekjur eru nokkru hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Árið 2002 voru meðalatvinnutekjur tæpar 2,7 milljónir króna á höfuð- borgarsvæðinu en rúmar 2,3 millj- ónir króna utan höfuðborgarsvæð- isins. Á landsbyggðinni voru með- altekjur hæstar á Suðurnesjum, um eitt prósent undir landsmeðaltali en lægstar á Norðurlandi vestra, 14% lægri en landsmeðaltal. Atvinnutekjur kvenna voru 60% af atvinnutekjum karla. Munurin á at- vinnutekjum kynjanna hefur þó að- eins minnkað. Að meðaltali voru konur með 60% af atvinnutekjum karla árið 2002 en 57% árið 1998. Utan höfuðborgarsvæðisins voru at- vinnutekjur kvenna 55% af atvinnu- tekjum karla árið 2002 samanborið við 63% á höfuðborgarsvæðinu. Sunnudagur 4. apríl 2004 3 Grunnskólakennarar athugið! Súðavík - góður kostur, áhugavert umhverfi Ert þú tilbúin/n að koma og takast á við spennandi verkefni í fámennum en öflugum skóla sem er staðsettur í fallegu sjávarþorpi á Vestfjörðum? Ef svo er þá vantar grunnskólakennara í kennslu við Grunnskólann í Súðavík frá 1.ágúst 2004. Umhverfi skólans Súðavíkurhreppur er sveitarfélag við Ísafjarðardjúp og er kauptúnið Súðvík við Álftafjörð þéttbýlasti hluti sveitarfélagsins. Íbúar Súðavíkurhrepps telja um 230 manns. Sveitarfélagið skartar mjög fallegri og ósnortinni náttúru og mikilli veðursæld. Ísafjarðarflugvöllur er í tíu mínúta fjarlægð og Ísa- fjörður í fimmtán mínútna fjarlægð frá Súðavík. Skólahúsnæðið í Súðavík er glæsilegt, vel búið og samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistar- skóla ásamt íþróttarhúsi og mötuneyti. Skólinn er einsetinn með aldursblönduðum bekkjardeildum, vel búinn tækjum og góðri vinnuaðstöðu. Meðal kennslugreina er almenn bekkjarkennsla á yngsta stigi, danska, valgreinar og tónmennt. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið og skólann má sjá á vefsíðunni www.sudavik.is og á www.sudavik.is/skoli Súðavíkurhreppur greiðir laun eftir kjarasamningi, en auk þess er niðurgreidd húsaleiga og flutnings- styrkur. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til skólasjóra. Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2004. Meðferðarheimili Barnaheilla á Geldingalæk Rekstur - meðferð Barnaverndarstofa leitar eftir sérhæfðu fólki til að taka að sér rekstur meðferðarheimilis Barnaheilla á Geldingalæk. Geldingalækur er staðsettur á Rangár- völlum í c.a. 100 km. fjarlægð frá Reykjavík. Um er að ræða meðferðarheimili fyrir börn á grunnskóla- aldri þar sem fram fer enduruppeldi, meðferð, nám, vinna og fjölskyldustarf. Heimilið er einkarek- ið skv. þjónustusamningi við Barnaverndarstofu. Búseta á staðnum er skilyrði. Leitað er eftir fólki sem m.a. býr yfir eftirfarandi kostum: - reynslu og menntun á sviði meðferðar barna og unglinga - reynslu af fjölskyldumeðferð - áhuga og getu til að skapa börnunum jákvætt fjölskylduumhverfi - góðum samskiptahæfileikum Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf eigi síðar en 1. ágúst 2004. Umsóknarfrestur er til 19. apríl 2004 og skal skila umsóknum til Barnaverndar- stofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nánari upplýs- ingar veitir forstjóri í síma 530 2600. Athugið að upplýsingar um Barnaverndarstofu má finna á heimasíðu www.bvs.is Vopnafjarðarskóli auglýsir Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaárí kennslu á yngsta stigi, í verkgreinum, náttúrufræði og almennri kennslu. Í Vopnafjarðarskóla eru117 nemendur. Góð aðstaða er fyrir nemendur og starfsfólk og heitur matur er í hádeginu. Grunnskólinn, Tónlistarskólinn og bókasafn sveitarfélagsins eru undir sama þaki og leikskólinn er handan götunnar. Nemendur grunnskólans geta sótt Tónlistarskólann úr kennslustundum og æskulýðs- og íþróttastarf er í beinum tengslum við grunnskólastarfið. Vopnafjörður er fallegt og vinalegt byggðarlag sem býður upp á fjölbreytta náttúru, fagra sveit og snyrtilega byggð, Góð almenn þjónustu er í boði og staðurinn hefur verið lofaður fyrir gott veðurfar. Frekari upplýsingar eru veittar af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri, sími 470-3251, 861-4256 netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is Aðst.skólastjóri, sími 470-3252 netfang: harpah@vopnaskoli.is Hugrún Jóhannesdóttir hjá Vinnumiðlun höfuðborgarinnar: Umönnun og fisk- vinnsla óvinsæl störf Mikill fjöldi ungs fólks hefur sótt um sumarvinnu hjá Vinnumiðlun ungs fólks að sögn Andra Ólafssonar sem þar starfar. Miðlunin býður einungis upp á störf á vegum Reykjavíkurborgar og umsækjendur þurfa að vera 17 ára eða eldri og eiga lögheimili í Reykjavík. Umsóknir eru að nálgast að verða 2.000 og á sjálfsagt eftir að fjölga því umsóknarfrestur rennur ekki út fyrr en 21. apríl. Í fyrra enduðu þær á því að verða um 3.000. Störfin sem nú standa til boða eru um eitt þús- und. „Þetta eru fjölbreytt störf,“ segir Andri spurð- ur um verkefnin og telur upp: „Þetta eru garð- yrkjustörf, aðhlynning, störf með fötluðum, skap- andi hópastarf og jafningja- fræðsla svo nokkuð sé nefnt.“ Nánari upplýsingar fást á vefn- um www.vuf.is. ■ Sumarstörfin: Margir sækja um hjá borginni Andri Ólafsson segir störfin fjölbreytt sem bjóðist hjá borg- inni. Offramboð er á fólki í skrifstofustörf en fremur vöntun á vinnuafli í um- önnun og fiskvinnslu, að sögn Hugrúnar Jóhannes- dóttur hjá Vinnumiðlun höfðuborgarinnar. Þetta segir hún eðlilegt þar sem konum á miðjum aldri þyki skrifstofuvinna eftir- sóknarverð og margar hafi sótt nám í tölvunotkun og skrifstofutækni. Störf í ummönnun og fiskvinnslu séu hins vegar erfiðari og verr launuð og það séu dæmigerð störf sem Ís- lendingar sækist síður eft- ir. Þróunin sé því sú að út- lendingar sinni þeim í auknum mæli. Hugrún segir atvinnuá- stand á höfuðborgarsvæð- inu betra nú en á sama tíma í fyrra – en þá hafi það líka verið mjög dap- urt. „Ekki má gleyma því að langflestir sem missa vinnuna eru komnir í aðra vinnu eftir skamman tíma, þótt það sé ekki endilega draumastarfið,“ segir hún. Spurð hvort brögð séu að því að fólk festist á at- vinnuleysisskránni hugsar hún sig um og segir svo: „Það má kannski orða það þannig: Tíminn vinnur ekki með þeim sem eru at- vinnulausir.“ Hugrún telur fréttir af auknu atvinnu- leysi háskólamenntaðs fólks orðum auknar. „Há- skólamenntaðir eru um 10–12% af heildarfjölda at- vinnulausra og það hlutfall hefur ekki breyst lengi. Þar eru engar dramatískar breytingar.“ segir hún. Að lokum er hún spurð hvort stórframkvæmdirn- ar fyrir austan hafi haft áhrif á atvinnuástand á höfuðborgarsvæðinu. „Nei,“ svarar hún. „Ekki bein áhrif. Byggingar- og jarðvegsvinna glæðist alltaf á þessum árstíma alls staðar. Mér finnst at- vinnuástandið vera í nokkru jafnvægi hér um þessar mundir. Ekki mikl- ar uppsagnir en engar uppsveiflur heldur.“ ■ Hugrún Jóhannesdóttir Segir flesta sem lendi í atvinnumissi komna í vinnu innan skamms tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Atvinnutekjur 1998–2002: Hækka um 39% á 5 árum ATVINNA ATVINNA Bessastaðahreppur Sumarstörf Bessastaðahreppur auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar árið 2004. Flokkstjórar, umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Vélamenn, æskilegt er að umsækjendur séu með réttindi til að aka dráttarvél. Verkstjóri, umsjónarmaður Vinnuskóla, umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Umsóknareyðublöð liggja frammi í íþróttamiðstöð Bessastaðahrepps og á skrifstofu Bessastaðahrepps að Bjarnastöðum. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Bessastaðahrepps, slóðin er: bessastadahreppur.is Umsóknarfrestur er til 3. maí, 2004. Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og tómstundafulltrúi Bessastaðahrepps í síma 565-2428 og 821-5005, netfang: stefan@bessastadahreppur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.