Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 14
14 4. apríl 2004 SUNNUDAGUR Hverra hagsmuna gætir Samfylkingin? Það hefur varla farið framhjáneinum að nokkuð hefur heyrst í Jóni Gunnarssyni þingmanni Sam- fylkingar í Suðurkjördæmi undan- farið vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nú hefur Jóhann Geir- dal, bæjarfulltrúi þess sama stjórn- málaflokks í Reykjanesbæ, bæst í hópinn. Ágætt er að heyra og lesa skoðanir bæjarfulltrúa og þing- manna um jafnmikilvæg mál og heilbrigðismál. Það er hinsvegar afar dapurlegt að lesa svo óábyrgan málflutning sem þennan. Vanþekking á málum HSS Því miður er það svo að van- þekking þessara einstaklinga á málefnum HSS skín í gegn í þeirra málflutningi. Þeir kunna sitthvað fyrir sér í forsögu þess að D-álman var byggð. Þeir kunna líka að vekja athygli á sjálfum sér með því að blása upp tilfelli gam- allar, veikrar konu. Engin fagleg sjónarmið koma fram í þeirra málflutningi né heldur lausnir á vandamálum. Málflutningur Jóns Gunnars- sonar hlýtur óneitanlega að fá mann til að hugsa hverra hags- muna hann er að gæta. Hann fer hamförum í árásum á stofnunina á þessum umrótstímum þegar raddir eru uppi um að flytja starf- semina til Reykjavíkur. Hefði maður ætlað að þingmaðurinn okkar myndi beita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu stofnunarinnar og kynna sér fag- leg rök í málefnum aldraðra og HSS. Hann ræðst þess í stað á stofnunina með yfirlýsingum sem eiga sér litla stoð í raunveruleik- anum. Þetta er afar sorglegt. Hvar eru lausnirnar? Bæjarfulltrúinn Jóhann Geirdal fellur svo í sömu gryfju þegar hann leggur til að D-álmu HSS verði breytt í elliheimili. Hann virðist ekki átta sig á þeirri einföldu stað- reynd að 80% þeirra sem nú nota þar sjúkrahússþjónustu eru yfir 67 ára og þyrftu þá að fara til Reykja- víkur eftir þeirri þjónustu. Þess til viðbótar mundi HSS að öllum líkind- um missa stærstan hluta af sínum sérfræðingum til starfa annars staðar ef þessi tillaga Jóhanns næði fram að ganga. Það er því afar óá- byrgt af honum að fara fram á þetta án þess að gera sér grein fyrir af- leiðingunum og enn ótrúlegra að hann skuli ekki frekar sem bæjar- fulltrúi beita sér fyrir byggingu al- vöru langlegurýmis fyrir aldraða í Reykjanesbæ. Ekki veit ég hvað HSS hefur gert kjörnum fulltrúum Samfylkingar- innar en alveg er ljóst að þeim finnst fagleg rök ekki skipta neinu máli og leggja meira upp úr árásum á stjórnendur HSS en samstarf við þá í þágu okkar allra. ■ Frá hugmynd að fullunnu verki H ön nu n: G ís li B . B+V Simplex á s þ é t t i Sleppum þakinu Ásíðasta kjörtímabili gengu ígildi lög sem gerðu feðrum kleift að taka fæðingarorlof á launum líkt og lengi hafði tíðkast um konur. Margir höfðu horn í síðu frumvarpsins á sín- um tíma. Sérstaklega börðust ungir sjálfstæðismenn gegn því með Sigurð Kára Kristjánsson, nú alþingismann, í broddi fylk- ingar. Kom hann meðal annars fram í Kastljósþætti og mælti gegn lögfestingu laganna. Í dag efast enginn um að gildistaka laganna var stórt stökk fram á við í jafnréttisbaráttunni; bæði öðluðust karlar rétt til að vera heima með börnum sínum á launum auk þess sem aðstöðu- munur karla og kvenna á vinnu- markaði jafnaðist. Hnökrarnir sniðnir af Komin er nokkur reynsla á lögin. Hafa þau reynst vonum framar. Fleiri nýta sér valkost- inn en búist var við. Konur eru ekki lengur lakari kostur fyrir vinnuveitendur vegna töku fæð- ingarorlofs þar sem búast má við því að karlmenn taki einnig orlof. Smávægilegir hnökrar hafa komið upp við framkvæmd lag- anna sem félagsmálaráðherra hefur lagt til að sniðnir verði af að nokkru. Kostnaður við lögin hefur farið fram úr áætlunum og því reynst nauðsynlegt að treysta tekjustofn sjóðsins. Jafnframt er lagt til að gripið verði til aðgerða til að sporna við tilraunum manna til að fá meira greitt en þeir eigi rétt á miðað við greidda skatta. Að lokum er lagt til að þak verði sett á greiðslur úr sjóðnum þar sem tæplega er talin þörf á að greiða mönnum meira en 480 þúsund kr. fyrir að vera heima. Af hverju þak? Fyrir utan eitt atriði eru þetta eðlilegar breytingar byggðar á traustum rökum. Rökin á bak við þakið eru hæpin. Ráðherra hefur nefnt að einungis um 200 einstaklingar hafi fengið greiðslur yfir þessu þaki á síð- asta ári. Þar af hljóta hlutfalls- lega flestir að vera rétt yfir mörkunum og því sparnaðurinn við breytinguna hverfandi. Ein- hverjir tugir milljóna í mesta lagi. Þegar litið er á rökin að baki lögunum sést það sem verra er. Smávægileg sparnaðartilraun brýtur gegn einu af meginmark- miðum laganna. Það eiga allir að hafa sama rétt til töku fæðingar- orlofs án tillits til tekna. Um leið og réttindi hóps eru skert, minnkar virkni laganna gagn- vart viðkomandi. Sá hópur sem hér um ræðir er einmitt eitt af síðustu karlavígjunum, forstjór- ar og yfirstjórnendur. Það að skerða réttindi þessa hóps er ávísun á að lögin nái ekki mark- miðum sínum gangnvart þeim. Peninga eða fleiri bleyjur ? Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvort mönnum sé ekki fullgott að fá tæpa hálfa milljón fyrir að vera heima með barninu á mánuði. Snúa má dæminu við og þannig hugsa eflaust margir. Einstaklingur er með milljón á mánuði í laun. Hann tapar því einni og hálfri milljón fyrir það eitt að hanga heima og skipta um bleyjur í þrjá mánuði. Er sú fjárhæð ekki næg freisting til að sleppa töku orlofs ? Það er alveg ljóst að þak á greiðslur úr fæð- ingarorlofssjóði vinna gegn markmiðum laganna og gætu með tíð og tíma gert þann árang- ur sem náðst hefur með setn- ingu laganna mun takmarkaðri en ella yrði. Eða hvað ætli þurfi að bíða lengi eftir því að þakið sígi niður í meðallaun iðnaðar- mannsins? ■ Aldraðir fá góða þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Íkreppunni sem varð í nóvember2002 í kjölfar þess að tíu heilsu- gæslulæknar hættu störfum á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) var ákveðið að halda sjó með því að leggja áherslu á bráðaþjónustu við íbúa, þjónustu við börn og þjónustu við aldraða. Þar eð nokkurs mis- skilnings virðist gæta meðal al- mennings varðandi þá öldrunar- þjónustu sem veitt er langar mig til þess að benda á eftirfarandi atriði: Öflugri heimaþjónusta Nokkrar staðreyndir um þjón- ustu við aldraða á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja: ■ Um 80% af sjúklingum sem liggja á legudeildum HSS eru eldri en 67 ára. ■ Meira en helmingur þeirra (50%) myndi liggja á hinum ýmsu deildum Landspítalans ef ekki væri þjónusta lyf- og skurðlækninga á HSS. ■ Aldraðir þurfa nú ekki lengur unnvörpum að þvælast til Reykja- víkur til meðferðar vegna t.d hjartabilunar, lungnabólgu, nýrna- veiki, slappleika og annarra al- gengra vandamála. Þessum sjúk- lingahópum er nú nær eingöngu þjónað á legudeildum HSS. ■ Dagdeild HSS tók til starfa 1. október og fimm daga deild 1. febr- úar sl. Þar eru nær allir sjúklingar 67 ára og eldri og fá þar endurhæf- ingu og aðra meðferð virka dag vik- unnar en fara heim til sín um helg- ar. ■ Heimaþjónusta/heimahjúkrun hefur verið styrkt verulega og nú eru vaktir þar allan sólarhringinn. Fastur læknir tengist nú þessu starfi með það fyrir augum að fara kerfisbundið í vitjanir og koma þannig í veg fyrir óþægindi sjúk- linga, andleg og líkamleg, sem fylgja óþarfainnlögnum eða ferð á heilsugæslu. Einnig eiga mun fleiri kost á því, með tilkomu þess- arar þjónustu, að dvelja mun leng- ur veikir heima og jafnvel eiga síð- ustu stundir lífs síns í faðmi fjöl- skyldunnar. Þessi starfsemi mun halda áfram að vaxa. Meira en 90% þeirra sem þessarar þjónustu njóta eru 67 ára og eldri. ■ Eina hjúkrunardeild HSS er staðsett í Víðihlíð í Grindavík. Þetta er því miður eina hjúkrunar- deildin sem er undir stjórna HSS. Þarna hlýtur að vera um millibils- ástand að ræða sem alvörustjórn- málamenn á Suðurnesjum hljóta að finna skjótlega lausn á. En þangað til að í Keflavík er risin að- staða til hjúkrunardeildar, þar sem unnt er að sinna langveikum við heimilislegar aðstæður, þá ber okkur skylda til þess að nýta að- stöðuna í Víðihlíð. Umpólun Krists Ekki ólíkt kvikmynd Mels Gibsonum píslargöngu Krists, sem leiðir á harla áhrifaríkan hátt huga okkar að þjáningum Jesú sem dó fyrir syndir okkar, bregður nýút- komin bók Gunnars Dal Frelsarinn hinn lifandi Jesú Kristur sömuleiðis nýju ljósi á fagnaðarerindi manns- sonarins og þær sögulegu aðstæður sem það er sprottið upp úr en að vísu með mun mildari hætti. Bein leið að kristilegu inn- taki Í báðum verkunum er komið beinustu leið að hinu kristilega inn- taki. Tilgangur Guðs er skýr: Hann sendir son sinn – hinn fullkomna mann – í heiminn til að boða lögmál sem reynslan sýnir okkur að ekki er hægt að draga í efa: Einungis óskil- yrtur kærleikur kann að leysa okk- ur úr hlekkjum illsku og fáfræði. Að elska náungann eins og sjálfan sig kannast allir við úr Nýja testament- inu en gleyma gjarna því að Jesú gengur einu skrefi lengra þegar hann bætir við: Að við eigum jafn- framt að elska óvin okkar. Okkur ber með öðrum orðum að fyrirgefa þeim sem vinna okkur mein því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Aðeins þetta torsótta boð Krists getur leyst okkur undan fjötrum hefndarinnar og veitt okkur náð frá vítahring illsku og þjáningar. Krafan kann í fyrstu að sýnast ómöguleg í framkvæmd. Þó hefur sumum tekist að fylgja henni út í ystu æsar við jafnvel öfgafyllstu aðstæður. Og höfum við ekki flest kynnst lausn fyrirgefningarinnar í einni eða annarri mynd og þeirri hamingju sem henni fylgir? Það sem áður var í hnút leysist allt í einu og verður léttbært. Með fyrir- gefningunni er tekið fyrsta skrefið til einlægrar iðrunar og um leið þeirrar orkuumpólunar sem á sér stað þegar við umbreytum nei- kvæðri orku í jákvæða. Í stað þess að stífla orkustöðvar líkamans með neikvæðum hugsunum opnum við okkur fyrir hinu guðlega flæði innra með okkur og tengjumst um- hverfinu með afslappaðri hætti en áður. Allt verður skyndilega skýrt og einfalt. Ýmis vandamál sem við glímdum við áður leysast og við vöxum í andlegum skilningi. Fyrirgefningin Með fyrirgefningunni – á hvaða stigi sem hún er – hefur verið brot- ið blað og fyrsta skrefið tekið til að koma á ákveðnu jafnvægi fortíðar og framtíðar – vinstra og hægra heilahvels – tungls og sólar – hinnar kvenlegu hliðar í okkur og hins karlmannlega. Með fyrirgefning- unni er Núinu gefið nýtt tækifæri. Allt verður nýtt eins og hjá barninu sem brosir af kæti yfir því sem það skynjar þá stundina. Við getum lært Umræðan HAUKUR LOGI KARLSSON ■ formaður SUF, er and- vígur þaki á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði Umræðan SIGURÐUR ÁRNASON ■ læknir segir misskilnings gæta varðandi öldrunarþjónustu á Suðurnesjum Umræðan JÓHANN FRIÐRIK FRIÐRIKSSON ■ formaður Heimis, skrifar um Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja UMRÆÐAN KROSSFESTING KRISTS Kvikmynd Mels Gibson um Krist hefur vak- ið miklar umræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.