Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 39
Ég vil byrja á því að fagna til-komu Fréttablaðsins í hinn ís- lenska fjölmiðlaheim. Blaðið hef- ur augljóslega á stuttum tíma náð mikilli festu í íslensku þjóðfélagi, enda er því dreift frítt til stærsta hluta Íslendinga, og allir geta séð blaðið í heilu lagi á internetinu. Ís- lendingar sem búa erlendis geta því einnig á augabragði fylgst með þjóðmálaumræðunni heima. Þetta er hin besta þjónusta sem blaðið veitir og hef ég nýtt mér þetta töluvert hér í Finnlandi þar sem ég er búsettur. Og þó svo að maður búi erlendis, þá finnst manni að öll landamæri séu liðin tíð í upplýsingaflæðinu á milli landa, þökk sé internetinu og þeim fjölmiðlum sem nýta sér netheima í þjónustu sinni. Nú þykir mér rétt að blanda mér örlítið í íslenska þjóð- máluræðu á síðum Fréttablaðsins, sérstaklega þegar forsetakosning- ar eru framundan á Fróni. En flestir Íslendingar sem búa er- lendis hafa fullan kosningarétt, svo það er eðlilegt að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Eftirlit með forsetakosningum Ég tók eftir því í Fréttablaðinu 18. mars að Ástþór Magnússon for- setaframbjóðandi hefur sent Öryggis- og eftirlitsstofnun Evr- ópu, OSCE, formlega beiðni um að þeir fylgist með gangi og fram- vindu kosninganna sem framundan eru. Finnst Ástþóri að íslenskir fjöl- miðlar og sérstaklega Morgunblað- ið mismuni forsetaframbjóðendun- um, og kynni framboð Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta mun ítar- legar en hans. Fjölmiðlar hafa mikla ábyrgð í lýðræðislegum kosningum, og það er alvarlegt mál ef frambjóðend- um er mismunað og sumum þeir- ra ýtt út í kuldann í kosningabar- áttunni. Rússnesku kosningarnar eru gott dæmi um þetta. En hjá rússneska birninum hér hinum megin við landamæri Finnlands hlaut Pútín meira en 70% atkvæða í forsetakosningunum, enda er talið að flestir rússnesku fjölmiðl- arnir hafi stutt hann. Jafnvel þó ég sé sáttur við kjör Pútíns og telji að hann tryggi stöðugleika í Rússlandi, þá er samt sem áður varla hægt að taka kosningaúrslit- in mjög alvarlega, eða líta á þau sem mjög lýðræðisleg. Sáttur við kjör Ólafs og Ástþórs Ég yrði sáttur við endurkjör Ólafs Ragnars í íslensku forseta- kosningunum, en sérstaklega þó ef allt fer fram með lýðræðisleg- um hætti. Reyndar held ég líka að Ástþór Magnússon geti orðið ágætur forseti Íslands nái hann kjöri. Snorri Ásmundsson er einnig í framboði, en ég veit frek- ar lítið um hann enn sem komið er. Hið íslenska og fámenna þjóð- félag hefur haft þá sérstöðu að flestir eiga möguleika til áhrifa, og þá skiptir ekki máli hvaðan þeir koma, hvort þeir séu verka- menn eða háskólamenn. Og þannig á það að vera, og ekki síst í forsetakosningunum eiga allir sitja við sama borð og eiga sömu möguleika á kynningu í kosninga- baráttunni. Frambjóðendum áður mis- munað Því miður hefur það gerst áður að forsetaframbjóðendum sé mis- munað á Íslandi. Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrum forseti og þekktasti Íslendingurinn hér í Finnlandi, fékk mun sterkari kynningu held- ur en mótframbjóðandi hennar á sínum tíma. Ég skil vel að Ástþór Magnússon hafi áhyggjur og vilji eftirlit með kosningunum, og um leið tryggja lýðræðið í landinu. En af persónulegum ástæðum hafa sumir íslenskir stjórnmála- menn ekki miklar áhyggur af þessu íslenska forsetaembætti, og ef þeir félagar Davíð Oddsson og Björn Bjarnasson fengju að ráða myndu forsetkosningarnar heyra sögunni til í framtíðinni. Enda hefur sá fyrrnefndi verið þekktur fyrir að leggja niður þær stofnan- ir sem ekki láta að hans stjórn. ■ ■ Af netinu 27MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004 Æskileg stefna Það væri því æskilegt að stjórn- völd stefndu að því að skapa skil- yrði þekkingarsamfélags, í stað þess að standa í risarækjueldi eða stóriðju á Austurlandi. Það skýtur líka skökku við að halda frammi hugsjónum lágmarks- ríkisins í menntamálum á sama tíma og samyrkjubúskapur og styrkjakerfi grassera í landbúnaði. SIGURÐUR ÖRN HILMARSSON Á DEIGLAN.COM Nóg komið af gjafmildi Nú telja stjórnvöld í Angóla hins vegar nóg komið af gjafmildi [bandarískra stjórnvalda] og hafa ákveðið að taka ekki við korn- meti frá Bandaríkjunum, að því er fram kemur í The Wall Street Journal. Stjórnvöld í Angóla hafa reyndar ekkert á móti því að þiggja aðstoð frá Bandaríkjunum, en svo illa vill til að í Bandaríkj- unum notast bændur við það sem kallað er erfðabreytt korn, sem hefur nú verið bannað í Angóla. Miðað við ástandið í landinu – 1,9 milljónir manna lifa á matargjöf- um erlendis frá – er auðvitað með ólíkindum að stjórnvöld skuli taka slíka ákvörðun. Þeim er þó nokkur vorkunn, því að ef þau taka við erfðabreyttu korni Bandaríkjanna – korni sem rík- asta þjóð heims borðar með góðri lyst – þá eiga þeir á hættu að fá ekki að flytja kornmeti inn til Evrópusambandsríkjanna. VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Á móti öllu? Það hefur oft verið sagt um Vinstri-Græna að þeir séu á móti öllu. Sem betur fer hefur tekist að festa slagorð við flokkinn og valda honum þannig heppilegu fylgistapi. En, auðvitað er ekki til neitt sem heitir að vera „á móti öllu“. Til dæmis eru Vinstri-Grænir fylgjandi því að Landssíminn verði ekki seldur, þeir eru fylgj- andi því að menntun sé kostuð af ríkinu og menning sömuleiðis. Má því segja að sú fullyrðing að VG sé „á móti öllu“ sé stytting á því VG sé á móti öllu sem Heimdallur sé fylgjandi? PAWEL BARTOZEK Á FRELSI.IS Umræðan BJÖRGVIN BJÖRGVINS- SON ■ veltir því fyrir sér hvort forseta- frambjóðendum á Íslandi sé mis- munað í fjölmiðl- um. Lýðræðið og fjölmiðlarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.