Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 41
29MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004 Þrjátíu manns hafa nú þegarskráð sig í undankeppni frönsku spurningakeppninnar Questions pour un Champion, sem haldin verður í húsakynnum Alliance française í kvöld. Þar verða valdir fjórir sigurvegarar sem taka þátt í keppninni úti í Frakklandi vikuna 1. til 8. maí næstkomandi. „Þetta er einn vinsælasti sjón- varpsþátturinn í Frakklandi, og hef- ur verið í gangi síðan 1988,“ segir Olivier Dintinger, framkvæmda- stjóri Alliance française í Reykja- vík. Íslendingarnir fjórir taka þátt í sérstakri alþjóðlegri útgáfu af þess- um vinsæla spurningaþætti, þar sem att er kappi við keppendur frá níu öðrum löndum: Kamerún, Kína, Stóra-Bretlandi, Gvatemala, Ung- verjalandi, Ítalíu, Nýja-Sjálandi, Óman og Túnis. Íslendingarnir fjórir taka fyrst þátt í forkeppni úti, þar sem þeir keppa sín á milli. Sigurvegarinn úr þeirri keppni tekur síðan þátt í þætti þar sem hann mætir keppend- um frá hinum löndunum. „Við vonumst til þess að mun fleiri mæti í kvöld en þeir þrjátíu sem eru búnir að skrá sig. Þetta er opið öllum íslenskum ríkisborgur- um sem eru orðnir átján ára.“ Eina skilyrðið er góð frönsku- kunnátta enda fer keppnin fram á frönsku. Þetta er í annað sinn sem Íslendingum er boðið að taka þátt í keppninni. „Þetta var rosalega gaman,“ seg- ir Guðrún Norðfjörð, sem var einn keppendanna síðast. „Maður verður að vera ansi sleipur í frönskunni, en þetta var skemmtileg reynsla og vel að öllu staðið. Það er allt borgað undir mann og við fórum í skoðun- arferðir bæði í París og aðeins fyrir utan París.“ ■ Spurt og svarað í París HAFSTEINN VIÐAR HAFSTEINSSON Var í sigurliði Verslunarskólans í Gettu betur. Urgur var í stuðningsmönnum Borg- hyltinga en Stefán Pálsson, dómari og spurningahöfundur, segir Versló hafa unnið verðskuldað. Hver? 18 ára nemandi í Verslunarskóla Íslands, í 5. bekk á hagfræðibraut. Hvar? Heima hjá mér, kominn í páskafrí. Hvaðan? Héðan úr Kópavogi en eflaust ættaður einhvers staðar annars staðar að, kannski eitthvað að vestan. Hvað? Ég hef gaman af fótbolta, að lesa góðar bækur og vera með vinum mínum, bara svona venjulegur unglingur. Sérsvið mitt í Gettu betur var landafræði, Íslandssaga og ýmis minni svið. Annars vorum við ekkert að skipta þessu mikið þannig. Af minni sviðum hafði ég mjög gaman af goðafræðinni og las mjög mikið um fiska og fugla. Hvernig? Þetta er bara lestur, lestur og meiri lestur og svo þjappa sér saman við fé- lagana. Ég hefði ekki getað gert þetta án þeirra. Hvers vegna? Þetta er bara gaman. Það er eina rétta svarið við því. Ég var í fyrra og þurfti ekki að fara í gegnum neina forkeppni, fór í gegnum það á fyrsta ári. Hvenær? Á næsta ári. Að minnsta kosti mun ég gera tilraun til að verja titilinn. ■ Persónan VONAST EFTIR SEM FLESTUM ÞÁTTTAKENDUM Olivier Dintinger, framkvæmda- stjóri Alliance française, ásamt tveimur dómurum keppninnar. FRANCIS FORD COPPOLA Kvikmyndaleikstjórinn góðkunni er 65 ára í dag. Hann snæddi afmæliskvöldverð á Humarhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Spurningakeppni ■ QUESTIONS POUR UN CHAMPION Í kvöld klukkan átta verður undankeppni í húsnæði Alliance française fyrir spurn- ingakeppni frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3. Fjórir keppendur verða valdir frá Íslandi til þess að taka þátt í keppninni vikuna 1. – 8. maí næstkomandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.