Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 23
Páskatilboð! Toyota Land Cruiser 80 GX árg. ‘95 ek- inn 236 þ. Turbo intercooler 38”, læst- ur, sjálfsk., 3” púst og m.fl. Verð 2.590. Uppl. í s. 862 5175 & 421 5175. Kjósahreppur - Til sölu fallegt sumar- hús (bjálkahús) á tveimur hæðum með verönd og svölum. Tvö góð svefn- herbegi, stofa, eldhús og baðherbergi. S. 847 7510. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 119 stk. Keypt & selt 40 stk. Þjónusta 47 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 18 stk. Tómstundir & ferðir 15 stk. Húsnæði 37 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 3 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 7. apríl, 98. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.23 13.30 20.38 Akureyri 6.03 13.14 20.28 Heimild: Almanak Háskólans sólarupprás hádegi sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Suðuramerísk tónlist berst fram á stiga- pallinn á fjórðu hæð í Brautarholti 4 og þegar hurðinni er lokið upp blasa við börn sem svífa um sal í léttum dansi. Ótrúlega fallegt. Við erum stödd í Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar sem hefur eflt fóta- mennt Íslendinga í áratugi. Nokkrar mömmur sitja til hliðar í salnum og ein þeirra upplýsir að dansinn heiti cha cha. Börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Hreyfingar þeirra allra eru fjaðurmagnað- ar og liðamót líkamans ósapart notuð. Marta María Arnarsdóttir sjö ára og Guð- mundur Gauti Sigurðarson á níunda ári eru yngsta dansparið í salnum. Þau sýna þó bæði fimi og öryggi á gólfinu. Bæði eru búin að vera í dansnámi frá fjögurra ára aldri og cha cha reynist vera uppáhalds- dansinn. Skórnir vekja athygli, ekta dans- skór enda fengnir að láni hjá skólanum. Mörtu Maríu skór meira að segja með hæl- um. „Ég er nýbyrjuð að nota þá og þeir eru svolítið sleipir en maður venst því,“ segir hún. Dansinn er aðaláhugamál beggja. Guðmundur Gauti æfði þó fótbolta um tíma. „Mér fannst það ekki gaman lengur svo ég hætti,“ segir hann en Marta María kveðst læra á fiðlu. Þau hafa tekið þátt bæði í danssýningum og keppnum og geng- ið vel. Marta María býst ekki við að leggja dansinn fyrir sig þegar hún verður stór en Guðmundur Gauti er volgur. „Mig langar að verða dansari,“ viðurkennir hann. Sjá síðu 2. Heimsókn í dansskóla: Cha cha með tilbrigðum matur@frettabladid.is Súkkulaði flæðir út um allt á flestum heimilum um páskana. Fæstir þurfa að hafa áhyggjur af geymslunni á súkkulaði, það klárast yfirleitt svo fljótt en þeir sem þurfa að geyma súkkulaði um sinn ættu að geyma það vel innpakkað á dimmum og þurrum stað. Æskilegt hitastig er í kring- um 18 gráður. Súkkulaði tekur auðveldlega í sig bragð af öðrum mat þannig að best er að geyma það sem fjærst mat sem lyktar mikið. Matvöruverslanir eru opnar á morgun, skírdag, eins og á hverjum öðrum sunnudegi en á föstudaginn langa eru flestar verslanir lokaðar og því um að gera að ljúka innkaupunum af á morgun. Óperulínan heitir ný lína af sósu í glerkrukkum frá Vogabæ und- ir vörumerkinu E. Finnsson. Heiti lín- unnar er dregið af því að fimm krónur af hverri seldri krukku renna til Íslensku óperunnar. Þarna eru meðal annars á ferðinni grillsósa (barbeque), pasta- og spagettísósa, pizzu- og pastasósa og samloku- og kjúklinga- sósa. Upp- skriftabæk- lingur þar sem sósurn- ar koma við sögu liggur víða frammi í búðum og fleiri upp- skriftir eru á vogabaer.is Létt kota- sæla er enn fituminni teg- und hins sérstaka osts, Kotasælu, sem þó er fitulítil afurð. Létt kota- sæla inniheldur einungis 1,5% fitu en hún er framleidd úr undan- rennu og mjólk. Kotasæla er að ýmsu leyti frábrugðin öðrum ost- um, bæði hvað varðar áferð og notkun og minnir bragðið á rjóma, til dæmis þegar hún er sett út í súpur Léttvín og bjór vilja margir sjá í hillum matvöruverslana. Sam- tök verslunar og þjónustu hafa nú í annað sinn látið dreifa bæklingi sem heitir „Má bjóða þér eitthvað fleira?“ og fjallar um sölu á léttvíni og bjór. Í bæklingnum er þess kraf- ist að smásöluverslunum verði heimilað að mæta kröfum neyt- enda um sölu á þessum vörum. Samtök verslunar og þjónustu gáfu bæklinginn fyrst út árið 2002. Ástæða útgáfunnar er vilji smásölu- verslana til að bæta þjónustuna með því að koma til móts við sífellt vaxandi kröfur neytenda um að geta keypt léttvín og bjór um leið og matvöru og aðrar nauðsynjar. Í bæklingnum er þess krafist að af- numin verði einkaréttur ríkisins á sölu léttvíns og bjórs. Þar eru ein- nig færð rök fyrir því að aukið frelsi í sölu á léttvíni og bjór myndi styrkja stöðu lít- illa versl- ana á landsbyggð- inni og í þéttbýli. Þess- ar verslanir gætu boðið viðskiptavinum sínum meiri og betri þjónustu. Guðmundur Gauti og Marta María Suðuramerísk sveifla, Cha, cha. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ELDHÚSINU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA O.FL. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R AFS á Íslandi býður nú í fyrsta skipti fjögurra vikna sumar- dvöl í Danmörku fyrir ung- menni á aldrinum 15–18 ára. Tilgangurinn er að veita þátt- takendum tækifæri til þjálfa dönskukunnáttuna og að kynnast danskri menningu. Þeir munu búa hjá dönskum fósturfjölskyldum í Kaupmannahöfn eða Hróarskeldu, fara í menningartengdar vettvangsheimsóknir og fá fræðslu um norræna sögu og danskt samfélag nútímans. Nemendurnir munu sækja danskan skóla í eina til tvær vikur til að kynnast dönskum nemendum og dönsku skóla- kerfi. Síðast en ekki síst gefst þeim tækifæri til að skoða markverða ferðamannastaði í Kaupmannahöfn og ná- grenni undir leiðsögn reyndra leiðbeinenda frá AFS. Dvölin er ætluð ungmennum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi og stendur frá 17. júlí til 14. ágúst. Umsóknar- frestur er til 15. maí. Nánari upplýsingar fást hjá AFS á Íslandi, s. 552 5450, info-isl@afs.org og á heimasíðunni afs.is Kaupmannahöfn Íslenskum ungmennum gefst kostur á sumardvöl þar á vegum AFS. Sumardvöl í Danmörku: Dönskukunnáttan þjálfuð Hvorki gnegur né rekur á umhverfisverndarþingi í Damaskus! Bandaríkjamenn neita að skrifa undir sáttmála um losun kolvísýrins í andrúmsloftið og Guðfinna Olgeirsdóttir á Hvammstanga neitar að draga úr notkun hárúða Öðruvísi páskaegg BLS. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.