Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 8
8 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Áfram Borgó
„Auðvitað má dómari ekki halda
með neinu liði en það má alveg
koma fram að Versló hefur aldrei
verið uppáhaldsskólinn minn.“
Stefán Pálsson, dómari Gettu betur, DV 6. apríl.
Hver er hættan?
„Einu þjóðirnar sem tæknilega
geta ráðist á okkur Íslendinga
úr lofti eru Bretar, Bandaríkja-
menn og Rússar. Aðrar þjóðir
búa ekki yfir herþotum með
langdrægni í aðra eins vitleysu.“
Gunnar Örn Örlygsson þingmaður,
Fréttablaðið 6. apríl.
Er ekki Halldór Blöndal í
Norðausturkjördæmi?
„Það er erfitt að trúa því að
þingmenn Norðvesturkjördæmis
sjái ekki þær hættur sem af
Norðurvegi mundu leiða fyrir
byggðarlögin á Norðvesturlandi.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins 6. apríl.
Orðrétt
Litháíska þingið greiðir atkvæði:
Forsetanum
vikið úr embætti
LITHÁEN, AP Litháíska þingið sam-
þykkti með naumum meirihluta að
víkja forseta landsins, Rolandas
Paksas, úr embætti fyrir að brjóta
gegn stjórnarskrá landsins. Arturas
Paulauskas, forseti þingsins og einn
helsti andstæðingur Paksas, tekur
við forsetaembættinu og gegnir því
fram að kosningum.
Paksas, sem er 47 ára, hefur ver-
ið sakaður um að hafa veitt rúss-
neskum kaupsýslumanni ríkisborg-
ararétt í skiptum fyrir fjárhagsleg-
an stuðning í kosningabaráttu sinni
í fyrra. Paksas hefur neitað öllum
sakargiftum og haldið því fram að
um sé að ræða samsæri gegn sér.
Stjórnarskrárdómstóll í Litháen
komst að þeirri niðurstöðu í síðustu
viku að Paksas hefði gerst brotleg-
ur við stjórnarskrána. Í kjölfarið
var boðað til atkvæðagreiðslu í
þinginu um framtíð hans í embætti
forseta. Um tveir þriðju þingmanna
reyndust á þeirri skoðun að forset-
inn hefði gerst sekur um stjórnar-
skrárbrot og var honum því vikið
umsvifalaust úr embætti. ■
Á reynslulausn þrátt
fyrir ítrekað ofbeldi
Stefán Logi Sívarsson fékk reynslulausn fyrir skömmu. Hún var veitt þrátt fyrir að hann hafi ít-
rekað verið dæmdur. Flestir dómanna voru með skilorði eða ákærufrestun vegna aldurs Stefáns.
Þess vegna var ekki horft til þeirra þegar honum var veitt frelsi.
Dæmdur ofbeldismaður, Stef-án Logi Sívarsson, er grun-
aður um fjórar líkamsárásir á
þremur dögum eftir að hafa ný-
lega verið látinn laus á skilorðs-
bundinni reynslulausn fyrir
stórfellda líkamsárás sem hann
framdi ásamt bróður sínum 2.
ágúst 2002.
Fyrri árásin var á laugardag
er Stefán gekk í skrokk á sextán
ára pilti með þeim afleiðingum
að hann var hætt kominn vegna
innvortis blæðinga. Lögregla fór
fram á gæsluvarðhaldsúrskurð
en dómari taldi ekki ástæðu til
þess og var Stefáni því sleppt úr
haldi. Rétt rúmum sólarhring
síðar, á mánudag, var Stefán
handtekinn að nýju vegna lík-
amsárása.
Að sögn Harðar Jóhannssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns var
um þrjú brot að ræða er Stefán
hafði framið við þriðja mann.
Réðust þeir á karlmann fyrir
utan lögreglustöðina við Hverf-
isgötu, beittu því næst konu of-
beldi sem var með þeim í bíl og
voru að lokum handteknir eftir
að ábendingar bárust um þriðju
slagsmálin. Eitt fórnarlambanna
var flutt á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar en fékk að fara heim
skömmu síðar. Farið var fram á
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir
Stefáni og einum samverka-
manna hans.
Hrottaleg líkamsárás 2002
Stefán hlaut tveggja ára fang-
elsisdóm fyrir árásina 2002, svo-
kallaða Skeljagrandaárás, auk
annarrar líkamsárásar sem hann
framdi sama dag. Í dómskjölum
kemur fram að bræðurnir hafi
„margsinnis slegið fórnarlambið
í andlit og líkama með krepptum
hnefum og bareflum, stungið
hann og skorið með eggvopnum
og misþyrmt honum með öðrum
hætti, með þeim afleiðingum að
fórnarlambið hlaut, auk annarra
áverka, tólf stungu- og skurðsár
í andlit og líkama, gat á vinstra
eyra, sem ákærði Stefán Logi
veitti honum með beltisgatara,
brot í ennisbeini og nefrót, fjóra
skurði á höfði, blóðsöfnun undir
höfuðleðri og lífshættulega
blæðingu milli heilahimna.“
Tíð afbrot frá 16 ára aldri
Skeljagrandaárásin var langt
frá því fyrsta brot Stefáns. Hann
var sextán ára þegar hann var
dæmdur í sex mánaða fangelsi í
undirrétti í júní 1998. Þrír mánuð-
ir af dómnum voru óskilorðs-
bundnir. Til frádráttar kom 42
daga gæsluvarðhald sem pilturinn
hafði sætt fram að dómsupp-
kvaðningunni. Dómnum var ekki
áfrýjað.
Bræðurnir gengu saman í
skrokk á 49 ára gömlum manni
við áramótabrennu við Ægisíðu
á gamlárskvöld 1997. Maðurinn
var sleginn og margsinnis var
sparkað í andlit hans og líkama.
Rétta þurfti nef mannsins með
aðgerð.
Enn fremur var Stefán
dæmdur fyrir líkamsárás á
mann á fimmtugsaldri þar sem
þeir voru við sjúkrastöðina Vog.
Þá vantar í ofangreinda upp-
talningu fjölda innbrota í hús og
bíla í næsta nágrenni við heimili
bræðranna á Skeljagranda. Með-
al annars stálu þeir ýmsum skot-
vopnum.
Dómur þótti mildur
Þrátt fyrir það hve hrottaleg
Skeljagrandaárásin var og hve
mörg brot Stefán átti þegar að
baki, þar á meðal fjölda ofbeldis-
brota, var hann einungis dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi. Fram
kom í dómnum að brot Stefáns
fyrir líkamsárásir sem hann
framdi áður en hann varð 18 ára
hafa ekki ítrekunaráhrif á refs-
ingu samkvæmt almennum
hegningarlögum. Einnig var tek-
ið tillit til ungs aldurs hans þeg-
ar brotið átti sér stað.
Þá fékk Stefán reynslulausn
eftir að hafa afplánað tvo þriðju
hluta dómsins. Að sögn Erlendar
Baldurssonar hjá Fangelsis-
málastofnun eru skýrar reglur
um það hvenær veita skuli föng-
um reynslulausn. Almennt fái
fangar reynslulausn eftir að
hafa afplánað helming eða tvo
þriðju hluta refsingar en það
fari eftir eðli brotsins. Einnig sé
litið til þess hve marga dóma
viðkomandi hafi afplánað í fang-
elsi.
Ekki sé litið til skilorðsbund-
inna dóma eða dóma með ákæru-
frestun þegar ákvörðun er tekin
um reynslulausn.
Ef afbrotamenn á reynslu-
lausn brjóta af sér er ekki hægt
að koma þeim aftur í fangelsi
nema með nýjum dómi. Fyrir
lagabreytingar 1999 gátu Fang-
elsismálastofnun og dómsmála-
ráðuneytið afturkallað reynslu-
lausnir en því var breytt í kjöl-
far úrskurðar umboðsmanns Al-
þingis því það samræmdist ekki
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Breytingar á lögum
Mikil umræða hefur spunnist
um ákvæði reynslulausna í kjöl-
far síðustu líkamsárása Stefáns
og kynnti Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra fyrirhugaðar
breytingar á lögum um reynslu-
lausn á ríkisstjórnarfundi í gær.
Talin er þörf á að brot á reynslu-
lausn fái flýtimeðferð fyrir dómi
svo úrskurður fáist eins fljótt og
mögulegt er.
Auk þess sem Björn benti á
mætti þó einnig kanna hvort
ástæða sé til þess að breyta
ákvæðum um veitingu reynslu-
lausna og horfa eigi á allan
brotaferil viðkomandi í stað ein-
ungis afplánana eins og nú er.
Athygli vekur að ekki þótti
ástæða til þess að telja ítrekuð
ofbeldis- og auðgunarbrot Stef-
áns gegn honum við veitingu
reynslulausnar. Stóran hluta
brotanna framdi hann áður en
hann varð átján ára en reynt er
að veita afbrotamönnum yngri
en átján ára ákærufrestun eða
skilorðsbundna dóma í stað
fangelsisvistar. ■
STUÐNINGSMENN FORSETANS
Stuðningsmenn Rolandas Paksas söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í Vilníus, höfuð-
borg Litháens, á meðan þingmenn greiddu atkvæði um framtíð hans í embætti forseta.
IGOR SUTYAGIN
Dæmdur njósnari.
Njósnari fyrir dóm:
Sautján ára
fangelsis
krafist
MOSKVA, AP Saksóknari í Rússlandi
krefst sautján ára fangelsis yfir
vopnasérfræðingi sem hefur verið
dæmdur fyrir njósnir. Maðurinn
var handsamaður árið 1999 fyrir
að hafa selt upplýsingar um rúss-
neska kjarnorkukafbáta til bresks
fyrirtækis sem rússneska leyni-
þjónustan telur að hafi verið útibú
frá bandarísku leyniþjónustunni.
Ef maðurinn fær þennan dóm
er það talið reiðarslag fyrir rúss-
neska vísindamenn. Síðan
Vladimír Pútín tók við embætti
forseta Rússlands hefur FSB, sem
hefur að mestu leyti tekið yfir
störf KGB, fengið meiri völd.
Pútín var sjálfur útsendari KGB
og yfirmaður FSB. ■
www.plusferdir.is
Benidorm
29.900 kr.
N E T
á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur á Gemelos XXII,
Gemelos XX og Levante Club, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn. Enginn barnaafsláttur.
NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is
15. -22. apríl
VIII. kafli. Atriði, er áhrif hafa á refsihæðina.
70. gr. Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eft-
irtalin atriði:
[...]
4. Aldur þess, sem að verkinu er valdur.
71. gr. Þegar lög ákveða eða heimila aukna hegningu eða önn-
ur viðurlög við ítrekun brots, skal ekki beita þeim ákvæðum,
nema sökunautur hafi, áður en hann framdi síðara brotið, verið
dæmdur sekur um brot eða gengist undir refsingu hér á landi
fyrir brot, sem ítrekunaráhrif hefur á síðara brotið, eða tilraun til
eða hlutdeild í slíku broti, og að hann hafi þar að auki verið
fullra 18 ára, þegar hann framdi fyrra brotið.
74. gr. Refsingu þá, sem í lögum er lögð við broti, má færa nið-
ur úr lágmarki því, sem þar er ákveðið, þegar svo stendur á,
sem hér á eftir segir:
[...]
2. Þegar brot er drýgt af manni, sem þá er ekki fullra 18 ára að
aldri, og álíta má vegna æsku hans, að full refsing sé ónauðsyn-
leg eða skaðleg. Aldrei má dæma í þyngri hegningu fyrir brot,
sem menn hafa framið á þessum aldri, en 8 ára fangelsi.
Til þyngingar dóms var tekið tillit til eftirfarandi lagaákvæða:
VIII. kafli. Atriði, er áhrif hafa á refsihæðina.
70. gr. Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eft-
irtalin atriði:
[...]
5. Hegðun hans að undanförnu.
2. mgr. Hafi fleiri menn en einn unnið verkið í sameiningu, skal
að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni.
TIL STYTTINGAR REFSINGAR STEFÁNS Í SKELJAGRANDAÁRÁSINNI
VAR TEKIÐ TILLIT TIL EFTIRFARANDI LAGAÁKVÆÐA:
Fréttaskýring
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
■ skrifar um ofbeldisbrot í reynslulausn.