Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 18
STOFNMÆLINGAR Stofnmælingum botnfiska á Íslandsmiðum, svokölluðu togararralli Hafrann- sóknastofnunarinnar, er nýlokið og eru fiskifræðingar ánægðir með fyrstu niðurstöður. Hitastig sjávar umhverfis landið var með því hæsta sem hefur mælst frá upphafi stofnmælingarinnar árið 1985 og hefur aðeins mælst hærra árin 1996 og 2003. Þorskur virðist enn á uppleið en stofnvísitala þorsks hækkaði um fjórðung frá mælingunni í fyrra, sem er ekki fjarri því sem gert var ráð fyrir. Óvissan í mæl- ingunni er hins vegar mun meiri en í fyrra. Líkt og í togararallinu í fyrra bendir lengdardreifing þorsksins til að árgangur 2002 sé meðalárgangur en árgangur 2001 hins vegar mjög lélegur. Árgang- ur 2003 virðist vera nokkuð undir meðalstærð. Mest fékkst af þorski djúpt út af Norðaustur- landi og inn á Húnaflóa. Holdafar þorsksins var svipað og í fyrra, þegar það var það lélegasta frá 1993, en þá hófust reglulegar vigt- anir á þorski. Loðnumagn í þorsk- mögum var mikið fyrir norðan land en engin loðna fannst í þorsk- mögum á svæðinu frá Vík vestur að Ísafjarðardjúpi. Stofnvísitala ýsu lækkaði um 5% frá árinu 2003 þegar hún var sú hæsta frá upphafi mælinga. Mæliskekkjan í stofnvísitölunni er hins vegar mun minni en í fyrra, sem skýrist af mjög jafnri útbreiðslu ýsunnar. Lengdardreif- ing ýsunnar bendir til að árgang- ur 2001 sé lélegur en árgangar 2002 og 2003 mjög stórir, einkum árgangur 2003 sem er talsvert stærri en áður hefur mælst. Ýsan veiddist allt í kringum land en mest fyrir norðan og suð- vestan land. Stofnvísitala gullkarfa var hærri en í fyrra, en þá hækkaði hún um helming frá árinu 2002 og var ein sú hæsta frá upphafi tog- araralls. Mæliskekkjan í vísitöl- unni er hins vegar mjög mikil nú. Hafró segir engar vísbendingar nú um sterka nýliðun í gullkarfa- stofninum en síðasti sterki ár- gangur karfa er frá 1990. Af öðrum tegundum er það að segja að vísitala steinbíts lækkaði verulega frá fyrra ári og er nú með því lægsta sem hefur sést frá upphafi rallsins. Vísitölur ufsa hækkuðu frá fyrra ári og benda eins og fyrri mælingar til að ár- gangur 2000 sé nokkuð sterkur. Vísitala skarkola jókst frá fyrra ári og hefur vaxið frá árinu 2001, mest vegna aukningar fyrir norð- an land. Af lýsu fékkst meira magn en áður hefur sést en magn lýsu hefur verið að aukast undan- farin ár, væntanlega vegna hækk- andi sjávarhita. Togararallið fór fram í 20. sinn dagana 1. til 21. mars. Fjórir tog- arar tóku þátt í rallinu og var tog- að á 541 rallstöð allt í kringum landið. Þessa dagana stendur yfir frekari úrvinnsla gagna svo sem aldursgreining helstu tegunda. Lokaúttekt á niðurstöðum og til- lögur Hafrannsóknastofnunarinn- ar um aflamark fyrir næsta fisk- veiðiár verða kynntar í byrjun júní. the@frettabladid.is 18 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR DROTTNINGIN HEIMSÆKIR LOUVRE Elísabet II Englandsdrottning heimsótti Louvre-safnið í París í gær. Þriggja daga opinberri heimsókn drottningarinnar til Frakklands lýkur í dag. Landhelgisgæslan: Varar við sprengjum á Vogaheiði SPRENGJUR Landhelgisgæslan varar almenning við þeirri hættu sem getur stafað af gömlum sprengjum á Vogaheiði. Viðvörunarskilti við gamalt skotæfingasvæði banda- ríska hersins á Vogaheiði hafa ver- ið endurnýjuð og einnig sett upp ný skilti. Enn á eftir að bæta nokkrum við. Landhelgsigæslan segir að gamlar sprengjur hafi fundist í miklu magni á Vogaheiði, sem er vinsælt útivistarsvæði. Bandaríski herinn stóð fyrir mikilli leit á svæðinu árið 1986 í samráði við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Aftur var hafist handa við að leita að sprengjum á svæðinu árið 1996 og í fyrra stóð Landhelgisgæslan fyrir nokkuð ítarlegri leit. Alls hafa fundist u.þ.b. 800 ósprungnar sprengjur á svæðinu síðan 1986 og telja sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar víst að þar sé enn mikið magn af sprengjum. Sprengjurnar eru yfirleitt undir jarðveginum en geta komið upp á yfirborðið þegar rignt hefur um tíma eða vegna annarra jarðvegs- breytinga. Landhelgisgæslan brýnir fyrir fólki ef það finnur torkennilega hluti á svæðinu, að snerta þá ekki, heldur merkja staðinn og láta lög- reglu eða sprengjudeild Landhelg- isgæslunnar vita. ■ Hlýnandi sjór og þorskurinn vex Fyrstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska á Íslandsmiðum eru að mörgu leyti jákvæðar. Hita- stig sjávar var með því hæsta sem mælst hefur. Stofnvísitala þorsks er fjórðungi hærri en í fyrra og ýsa virðist á uppleið. Loðna fannst hins vegar í mjög litlum mæli fyrir sunnan land. Orkan hunsar tilmæli Samkeppnisyfirvalda: Ekki alltaf ódýrastir NEYTENDUR Bensínorkan hefur enn ekki breytt slagorði sínu „alltaf ódýrast“ þrátt fyrir tilmæli Sam- keppnisstofnunar þar um í síðasta mánuði. Nýlega hækkaði Orkan verð á sjálfsafgreiðslustöðvum sínum en býður enn lægst á einni stöð sinni í Kópavogi. Samkeppn- isstofnun gerði kröfur um að allar stöðvar félagsins byðu ódýrasta verðið á landinu til að hægt væri auglýsa fyrirtækið með þessum hætti. ■ Endurvinnslan: Umsýslu- gjald hækkar UMHVERFISMENGUN Til stendur að hækka fjárhæð umsýslu- þóknunar fyrir ólitað plastefni í júní á þessu ári samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt hefur verið á Alþingi. Umsýsluþókn- un er það gjald sem lagt er á einnota drykkjarumbúðir eins og til dæmis gler og plast til að mæta kostnaði Endurvinnsl- unnar hf. en henni er gert að skila arði til eigenda sinna á ári hverju. Hækkun þessi, úr 0,36 krónum í 0,76 krónur, mun skila þeim 12 milljónum til Endurvinnslunnar sem á vant- ar á þessu ári. ■ FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s ORKAN Hafa ekki breytt slagorði sínu þrátt fyrir tilmæli Samkeppnisstofnunar. TROLLIÐ TEKIÐ Stofnmælingar á gullkarfa gefa til kynna að stofninn sé enn á uppleið. Síðasti sterki stofn gullkarfa er frá 1990. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A Ð AL ST EI N N E IN AR SS O N SPRENGJUR Á VOGAHEIÐI Alls hafa fundist 800 ósprungnar sprengjur á Vogaheiði frá árinu 1986. Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar telja víst að þar sé enn að finna mikið af sprengjum. M YN D /L H G - D AG M AR S IG U RÐ AR D Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.