Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 07.04.2004, Síða 40
28 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Blóðug átök brutust út á milliuppreisnarmanna af ættbálki Tútsa og stjórnarhermanna Hútúa í Rúanda daginn eftir að forseti landsins, Juvenal Habyarimana, fórst þegar flugvél hans var skot- inn niður með flugskeyti. Með Habyarimana í för var Cyprien Ntaryamira, forseti Búrúndí, en þeir voru á heimleið frá friðarráð- stefnu í Tansaníu. Ættbálkarnir höfðu oft tekist á áður. Rúanda fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1962 en þremur árum áður höfðu 100.000 manns fallið í uppreisn Hútúa gegn Tútsum. Þeir síðarnefndu voru í miklum minnihluta í landinu en höfðu und- irokað Hútúa í aldaraðir. Habya- rimana komst til valda árið 1973 og þótti hinn mesti harðstjóri. Hann virti réttindi minnihlutans að vettugi og bannaði alla stjórn- arandstöðu í landinu. Eftir fráfall hans blossuðu átökin upp í höfuð- borginni Kigali og sólarhring síð- ar lágu hundruð manns í valnum, þar á meðal Agathe Uwilingiyim- ana, forsætisráðherra landsins, og Joseph Kavaruganda, forseti hæstaréttar. Átökin breyddust síðan út um allt land og mögnuðust upp í þjóð- armorð. Stjórnarhermenn Hútú manna þurftu að lokum að hörfa yfir til nágrannaríkjanna en á undanhaldinu myrtu þeir um hálfa milljón óbreyttra borgara úr röðum Tútsa. Þessi fjöldamorð voru átakanlega ruddaleg en mik- ill fjöldi var barinn í hel með kylf- um og sveðjum. ■ Jón Halldór Helgason, 107 Egret Drive, Jupiter, Flórida, lést sunnudaginn 4. apríl. Margrét A. Kristófersdóttir frá Kúlu- dalsá, Höfðagrund 8, Akranesi, lést föstudaginn 2. apríl. Oddur Ágúst Benediktsson, frá Hvalsá í Steingrímsfirði, lést föstudaginn 2. apríl. Róbert Tómasson frá Færeyjum, Hring- braut 57, Keflavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigrún Júlíusdóttir lést sunnudaginn 28. mars. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Sigurður Kristinsson frá Hafranesi, Eyja- bakka 2, Reykjavík, lést mánudaginn 5. apríl. Skarphéðinn Össurarson, Kleppsvegi 2, Reykjavík, lést mánudaginn 5. apríl. 11.00 Margrét Guðbrandsdóttir og Guðmundur Einar Sveinsson, Furugrund 42, Akranesi, verða jarðsungin frá Akraneskirkju. 13.30 Björn Hallgrímur Gíslason verð- ur jarðsunginn frá Langholtskirkju. 13.30 Ragnar Björnsson húsgagna- bólstrari, Ölduslóð 26, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju. 13.30 Sigmundur Viggósson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Eggert Thorberg Björnsson skip- stjóri, frá Arney, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju. 14.00 Einar Gunnar Þórhallsson, Vog- um I, Mývatnssveit, verður jarð- sunginn frá Reykjahlíðarkirkju. 14.00 Helga Elísdóttir frá Gilsbakka, Hellissandi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju. 14.00 Helga Jónsdóttir, Kjalardal, verð- ur jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Sigríður Guðjónsdóttir, Lindar- götu 18, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju. 15.00 Ólafur Halldórsson, Breiðvangi 63, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Víðistaðakirkju. Einar Bragi skáld er 83 ára. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri er 64 ára. Magnús Þór Jónsson, sem ber listamannsnafnið Megas, er 59 ára. Ég byrja morguninn á skipu-lagsnefndarfundi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar, sem er 39 ára í dag. „Ég þarf svo að fara í kistulagningu. Það er nú bara lífsins gangur að sumir eiga afmæli þegar aðrir falla frá. Ann- ars á ég von á að dagurinn verði bara rólegur og að maðurinn minn eldi eitthvað huggulegt. Hann er vanur því.“ Líkt og hjá fjölmörgum öðrum er páskafríið að hefjast hjá Stein- unni í dag og segist hún ætla að reyna að vera heima og gera ekki neitt. „Það hafa verið mörg stór verkefni í skipulagsmálum sem ég hef þurft að sinna og það verð- ur því ágætt að komast í örlítið frí. Stundum hef ég farið norður á skíði í páskafríinu en nú vil ég helst bara vera heima. Kannski þvæ ég gluggana.“ Hún er vön því að eiga afmæli í kringum páska og segir suma páskadaga betri til afmælishalda en aðra. „Ég man eftir að hafa átt afmæli sem barn á föstudaginn langa. Það var haldin afmælis- veisla en þetta var dimmur og drungalegur dagur og helst minn- isstæður fyrir þær sakir.“ Pólitíkin hefur einnig blandast skemmtilega við afmælisdaga Steinunnar, því daginn eftir þrí- tugsafmælið hennar árið 1995 var kosið til Alþingis. „Ég hélt upp á afmælið á föstudagskvöldið fyrir kosningar en veislan leystist upp í einhverju pólitísku karpi. Það endaði með því ég þurfti að henda einhverjum gestum út þar sem þeir voru orðnir nokkuð grófir gagnvart vinum mínum sem höfðu aðrar skoðanir en þeir. Í þessum sömu kosningum var Kvennalistinn einnig að bjóða fram með lágmarksfylgi og það sat svolítið í veislugestum í hvað stefndi.“ Á næsta ári verður hún svo fertug og er þegar farin að leggja drög að því að gera eitt- hvað skemmtilegt. Miðað við stöð- una í dag er ekki útlit fyrir að kosningatitringur muni skipta þar sköpum. „Í afmælum á ég ennþá toppana eftir, bæði fertugs- og fimmtugsafmælið,“ segir hún og brosir blítt. ■ Afmæli STEINUNN VALDÍS ÓSKARS- DÓTTIR ER 39 ÁRA Í DAG ■ Farin að skipuleggja fertugsafmælið. VICTORIA ADAMS BECKHAM Snobbkryddið fyrrverandi er 29 ára í dag. 7. apríl ■ Þetta gerðist 30 Jesús Kristur er krossfestur. 1614 Listamaðurinn El Greco deyr. 1827 Fyrstu eldspýt- urnar eru seld- ar á Englandi. 1933 Bjór og vín verða aftur lögleg drykkjarföng í Bandaríkjunum og þar með lýkur 13 ára áfengis- banni. 1947 Bílaframleiðandinn Henry Ford deyr, 83 að aldri. 1959 Raforka er framleidd í fyrsta sinn með því að kljúfa atóm. 1963 Kylfingurinn Jack Nicklaus verður yngsti maðurinn til að vinna Masters-golfmótið, 23 ára gam- all. JUVENAL HABYARIMANA Blóðug borgarastyrjöld blossaði upp í Rú- anda eftir að forsetinn fórst í flugskeyta- árás á flugvél sem hann ferðaðist með. RÚANDA ■ Blóðug átök brutust út í Afríkuríkinu Rúanda á þessum degi árið 1994 en for- seti landsins fórst í flugslysi daginn áður. 5. apríl 1994 Rólegt og huggulegt heima um páska STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Þrítugsafmælið leystist upp í pólitísku þrasi en hún hélt upp á það daginn fyrir alþingiskosningarnar 1995. Blóðbað í Rúanda FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Það er langur aðdragandi aðþessu,“ segir Jón Sölvi Ólafs- son matreiðslumaður, sem er að skipuleggja veislu í Nesjaskóla á Höfn í Hornafirði á laugardag- inn 10. apríl til styrktar fötluð- um. „Allir sem koma að þessu eru að gefa vinnuna sína, þannig að allur ágóði rennur til málefna fatlaðra á Höfn og nágrenni að þessu sinni. Það er ráðgert að kaupa lyftustól í sundlaugina á Höfn fyrir söfnunarféð til að auðvelda mjög aðgengi fatlaðra að lauginni.“ Forsaga málsins er að Jón á þrjá bræður sem eru hreyfi- hamlaðir og því eru málefni fatlaðra honum mjög ofarlega í huga. „Ég tók þessa hugmynd sem er búin að vera lengi í koll- inum og setti hana á blað og hún varð bara svona gríðarlega stór. Við stefnum að því að halda aðra styrktarveislu að ári og þá ein- hvers staðar annars staðar. Ágóðinn af þeirri veislu mun þá renna til málefna fatlaðra í því sveitarfélagi sem veislan verð- ur. Þetta er í fyrsta skipti sem styrktarveisla sem þessi er haldin hér á landi.“ Veislan verður sex rétta kvöldverður sem er matreiddur og framreiddur af fagfólki og verður snæddur undir ljúfri píanótónlist. Fyrir þá sem vilja styrkja framtakið en komast ekki til Hafnar í Hornafirði um páskana er hægt að leggja inn á reikning 1147-26-100404 í Spari- sjóði Hornafjarðar og nágrenn- is, kennitala: 640491-1249. ■ JÓN SÖLVI ÓLAFSSON Heldur fyrstu styrktarveisluna sína til styrktar málefna fatlaðra á Höfn í Hornafirði laugardaginn 10. apríl. Allar upplýsingar um veisluna má finna á www.kokkur.is Styrktarveisla JÓN SÖLVI ÓLAFSSON ■ Heldur veislu til styrktar fötluðum. Fyrsta styrktarveislan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.