Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 53
41MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004
Í gær voru 30 ár liðin frá því aðAbba kom, sá og sigraði Júró-
visjón-keppnina með Waterloo.
Mikil hátíðarhöld voru haldin í
London í gærkveldi af þessu til-
efni og einnig vegna þess að
söngleikurinn Mamma Mia, sem
byggður er á lögum Abba hefur
verið á fjölunum í fimm ár.
Þau Benny, Björn og Anni-
Frid mættu öll og hneigðu sig í
lok hátíðarsýningar en fjórða
meðlim sönghópsins, Agnethu,
vantaði. Þau tóku þó ekki lagið
og hafði Björn staðfest það í
samtali í breska morgunsjón-
varpinu GMTV fyrr um morg-
uninn að ekkert gæti fengið hóp-
inn til að taka saman lagið.
Fyrir fjórum árum var þeim
boðinn milljarður Bandaríkja-
dala ef þau kæmu saman og var
því boði hafnað. Björn sagði í
gær þau myndu enn hafna boð-
inu, jafnvel þó það yrði tvöfald-
að. „Þetta gerist aldrei aftur,“
sagði hann í sjónvarpsþættin-
um. „Það hefur of langur tími
liðið. Við hættum 1981 og fólk
hefur ekki séð okkur sem hóp
síðan. Ef við kæmum aftur sam-
an yrðu það of mikil vonbrigði
fyrir áhorfendur.“
Hann játaði jafnframt að
hann myndi ekki texta í heild
sinni við eitt einasta lag sem
hann hafi samið og hefur sú yf-
irlýsing valdið dyggum aðdá-
endum Abba í gegnum tíðina
miklum vonbrigðum, ef marka
má umræður á Abba spjallþráð-
um. Þeir gætu eflaust verið hon-
um innanhandar við að rifja upp
textann við slagara á borð við
Mamma Mia, Waterloo og Mon-
ey, Money, Money. ■
Slúðurblöðin virðast aldrei fánóg af því að velta sér upp úr
ástalífi Angelinu Jolie, enda er
aðdráttarafl hennar á karlmenn
með ólíkindum. Nú er hún sögð
vera byrjuð að hitta aftur fyrrum
eiginmann sinn Billy Bob Thornt-
on. Eins og allir vita var skilnað-
ur þeirra afar bitur en þau virð-
ast hafa náð að grafa stríðsöxina
og finna ástarblossan að nýju.
Þau eru víst mjög varkár þegar
þau hittast og gæta þess að vera
ekki á stöðum þar sem hið sí-
vökula auga fjölmiðlanna tekur
eftir minnstu hreyfingum.
Penelope Cruz segist veraspennt fyrir því lífi sem bíður
hennar eftir sambandsslitin við
Tom Cruise.
Hún segist
ekki ætla að
velta sér
upp úr for-
tíðinni og
vill helst
sökkva sér í
vinnu, þar
til hún verð-
ur níræð,
eins og hún
orðar það. Hún segist einnig ætla
að nota tækifærið núna í Cruise-
leysinu og krúsa um heiminn.
Örlögin geta verið skondin.Mamma Jennifer Lopez vann
stóra vinning-
inn í spila-
kassa í Atlant-
ic City. Þetta
voru engir
smápeningar
heldur 1,3
milljónir doll-
ara. Vinning-
urinn verður
borgaður í
skömmtum
næstu 20 árin.
Hún þarf því líklega ekki að hafa
peningaáhyggjur það sem eftir er
ævinnar. Frú Lopez segist ætla að
eyða stórum hluta peninganna í það
að tryggja barnabörnum sínum
góða menntun.
ABBA
Í gær voru þrjátíu ár síðan Abba sigraði
Júróvision. Af því tilefni mættu Björn,
Benny og Frida upp á svið í London og
hneigðu sig. Agnetha hélt sig heima við.
Fréttiraf fólki
Almenn inntökuskilyrði - Það sama gildir um allar námsbrautir við LBH að
umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru, sem háskólaráð telur
jafngilt. Námið tekur að lágmarki þrjú ár til B.S. prófs (90 einingar). Síðan er
hægt að bæta við sig 30 eininga sérnámi og rannsóknaþjálfun og brautskrást
með kandidatsgráðu (120 einingar).
Á Hvanneyri er þægileg nánd milli nemenda og starfsfólks og góð aðstaða
fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra í starfi og leik. Þar eru nemendagarðar
fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, grunnskóli og leikskóli. Útivistar- og af-
þreyingarmöguleikar eru fjölbreyttir og stutt í alla þjónustu. Hvanneyri er í um
klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Háskólanám á Hvanneyri
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2004
Fjórar námsbrautir til BS prófs
Búvísindi
Fjölbreytt nám, með áherslu á búfjárrækt, jarðrækt og bú-
tækni auk margra valgreina. Undirstaða fyrir framhaldsnám í
búvísindum, ráðgjafastörf, kennslu og rannsóknir auk bú-
rekstrar.
Landnýting (landgræðsla)
Skipulag, nýting og umhirða lands með áherslu á land-
græðslu og náttúruvernd við íslenskar aðstæður. Hentar vel
til starfa við landgræðslu, náttúruvernd,kortagerð og hvers
kyns umhverfismál.
Skógrækt
Námsbrautin er ný á Hvanneyri og með tilkomu hennar er nú
fyrst hægt að nema þessi fræði á háskólastigi á Íslandi. Fjall-
að er m.a. um umhirðu og ræktun skóga, búskaparskógrækt,
ferskvatnsnýtingu, náttúruvernd og auðlindahagfræði.
Umhverfisskipulag (Landslagsarkítektúr)
Námið er fyrri hluti náms í landslagsarkítektúr og öðrum
skipulagsfræðum. Meðal áfanga er nýting og mótun lands,
hönnun útivistarsvæða, tölvustudd hönnun og vistfræði, mat
á umhverfisáhrifum, jarðvegsfræði og fríhendisteikning.
Framhaldsnám að loknu BS prófi
Kandidatsnám
Boðið er upp á eins árs viðbótarnám og rannsóknaþjálfun til
kandidatsprófs í búvísindum og landnýtingu. Námið hentar
þeim einkar vel sem ætla að verða leiðbeinendur í landbún-
aði t.d hjá: búnaðarsamböndum, landgræðslu og
skógrækt. Inntökuskilyrði er BS-próf frá LBH eða sambæri-
legt BS- nám frá öðrum háskólum.
Meistaranám (MS)
Meistaranám til 60 eininga í búvísindum. MS námið veitir
möguleika á sérhæfingu á sviði búfjárræktar, jarðræktar og
bútækni.
Meistaranám til 60 eininga í landnýtingu. MS námið veitir
möguleika á sérhæfingu á sviði landgræðslu, umhverfis-
stjórnunar, jarðræktar og bútækni.
MS-námið er skipulagt sem einstaklingsbundinn námsferill
með sveigjanlegri námsframvindu. Inntökuskilyrði er BS-
gráða í búvísindum, landnýtingu, líffræði, landafræði eða
annað sambærilegt BS-nám.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - www.hvanneyri.is
M
arg
fald
a›u punktana flína
Punkta›u fla› hjá flér!
Lengd útgáfa á DVD
Ver› mi›a› vi›
1000 punkta:
2.990 kr.
Smásöluver›: 4.990 kr.
Ver›gildi punkta: x2
H
ám
ark
1000
punktar á hvert tilbo›
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
7
2
FÖRUNEYTI
HRINGSINS
■ Tónlist
Búinn að gleyma textunum sínum