Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 36
Veðurspáin fyrir páskana erágæt. Hæg vestlæg átt á
morgun, snýst síðan í norðaustan
en síðan verður hann suðlægur á
laugardag og fram yfir páska. Við
getum búist við að hitinn verði um
og yfir 5 gráður hér í Reykjavík;
eitthvað lægri á föstudaginn
langa en jafnvel hærri um helg-
ina. Eitthvað mun rigna á okkur –
en hver getur kvartað yfir því?
Það er rétt byrjaður apríl og brum
komið á runnana. Þegar sólin nær
að skína er vor – ef hitamælirinn
er efins þá finnum við það á fiðr-
ingnum í okkur sjálfum að við
erum sloppin frá vetrinum (sem
var varla nokkur vetur fremur en
undanfarin ár). Ef vetur ætlar að
minna á sig aftur verður það veikt
og stutt; varla svo það taki því að
fussa yfir því. Sólin kom upp fyrir
klukkan hálf sjö í morgun.
Ég heyrði það frá veðurfræð-
ingi um daginn að allir undan-
farnir sautján mánuðir hafi verið
yfir meðaltali. Þótt það þyki góð-
ur siður að hafa varann á og ekki
fagna of snemma held ég að það
sé svo komið að við getum fullyrt
að það hefur hlýnað á ný eftir
rúmlega þrjátíu ára kuldatíð. Við
erum að sigla inn í hlýrri tíð –
veðurfar sem er líkara því sem
elstu menn muna frá 1930 og
fram yfir 1960. Ég man ekki
þessa tíð. En mig grunar að veðr-
ið hafi verið betra þegar ég var í
frumbernsku. Ég er ber að ofan á
flestum myndum sem eru til af
mér sem barni og ég trúi ekki að
mamma hafi sent mig þannig út í
garð í einhverjum kalsa. Sigurð-
ur Þór Guðjónsson hefur skrifað
langar greinar og lærðar um
hvað veðrið var betra hér áður
fyrr svo við þurfum ekki að deila
um það. Og veðrið þarf ekki að
batna mikið til að verða miklu
betra. Ein gráða hljómar ekki
sem mikið stökk en ef við smyrj-
um henni á hvern dag erum við
komin í annan heim; blíðari daga,
lengri setur úti í garði á kvöldin,
myndarlegri tré og kátari blóm –
tilefni til að setjast á bekk eða
labba niður í fjöru. Auðvitað eru
öll veður góð ef við klæðum okk-
ur rétt. En sum veður eru betri
en önnur og stundum kalla þau á
okkur – einkum á vorin. Hvað það
vilja okkur er önnur saga. Einu
sinni héldu menn að sólskinið
vildi að við sveifluðum haka og
ræktuðum nýjan skóg. Nú taka
flestir því þannig að sólin vilji að
við grillum úti. Eftir því sem við
venjumst skárri tíð lesum við
hugsanlega fleira úr þessum skil-
boðum.
Það hefur legið vor í lofti und-
anfarna daga og vorsiðir pásk-
anna eru skiljanlegri nú en þegar
páskaliljurnar náðu ekki upp úr
moldinni fyrr en eftir sumardag-
inn fyrsta. Kannski hlýnar enn hjá
okkur og páskarnir verða aftur
vorhátíð og það hættir að snjóa á
sumardaginn fyrsta. Hver veit? ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um hlýnandi veður.
24 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir
og Jón Kaldal
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Vor um páska
Það er oft skrítið hvernig er talaðum mat og matarvenjur Íslend-
inga í dag. Allir eru of feitir, latir,
þunglyndir, stressaðir; við fáum
alla sjúkdóma sem hægt er að
hugsa sér og tökum mest allra af
geð-, svefn- og gleðilyfjum eða hvað
þetta heitir nú allt saman.
Hvernig er þetta eiginlega með
hamingjusömustu þjóð heims?
Elstir og hraustastir
Ég veit ekki betur en Íslending-
ar séu elstir og
hraustastir allra í
heiminum og vitið
þið af hverju?
Það eru ekki
margir sem setja
samansemmerki
þarna á milli nema
að hér er góður fisk-
ur, hreint loft og
gott vatn.
En gleymum því ekki að þeir
sem eru nú áttatíu ára og eldri voru
ekki að hugsa um mataræðið á sín-
um tíma heldur var bara borðaður
hollur matur alla daga án þess að
nokkur vissi af því, en því miður er
búið að setja allt þetta á bannlista í
dag sem þótti venjulegur heimilis-
matur í þá daga og nú oftast kallað-
ur „mömmumatur“.
Á bannlista
Hvaða matur var þetta? Þetta
var vel saltur fiskur með hömsum
og kartöflum, rúgbrauð með smjöri
og feitum osti, spikfeitt kjöt með
rjómasósu, kartöflum og grófu
brauði. Þetta var heimareykt hangi-
kjöt með uppstú og tilheyrandi. Vel
saltað saltkjöt og baunir. Í kaffinu
var ekki boðið upp á annað en
heimabakstur, brauð og flatbrauð
með smjöri og osti, kleinur og
feitasta mjólkin drukkin með.
Súrmatur með öllu því sem til-
heyrir og margt fleira og ekki að
þetta hafi aðeins verið borðað á
tyllidögum, nei nei þetta var í öll
mál.
Ég hef ekki geð í mér að telja
meira upp því ég og flestir eru
komnir með hálfgerða velgju að
lesa þetta, nema gamla fólkið, það
slefar yfir þessu öllu saman.
Já, svona verðum við gömul og
hraust, en þegar farið er yfir nær-
ingatöflur í dag er nánast allt þetta
sem upp var talið komið á bannlista
eða svo lélegt að við verðum komin
undir græna torfu um fimmtugt.
„Maturinn“ ekki vandamálið.
Ég er ekki að segja að ég lifi á
þessu fæði en það gerir pabbi minn
og ég veit að ég mun sitja uppi með
hann langt fram á tíræðisaldur,
étandi brauðið ofan á smjörið og
hálf drekka feitina með fiskinum og
hann er enn að spyrja hvað þetta
„græna“ er sem borið er fram með
matnum. Ástæðan fyrir því hvernig
er komið fyrir fólki í dag er ekki
„maturinn“ sem við borðum, heldur
allur skyndibitamaturinn og
sjoppufæðið.
Það voru ekki til skyndibitastað-
ir hér áður fyrr, sjoppur og pizza-
staðir voru ekki á hverju horni, og
svo er það skrítið að alltaf er tilboð
á því sem óhollast er. Þetta og svo
miklu meira gerir það að verkum að
flestir í dag eru of feitir eða illa á
sig komnir, síðan setjast allir fyrir
framan sjónvarpið og éta meira,
svo fara allir á Atkinskúrinn og
halda að hann geri eitthvað gagn í
einn mánuð. Þvílík heimska.
Meðalhófið er best
Það er eitthvað að þegar fólki er
ráðlagt að borða ekki brauð, mjólk-
urmat, hvít hrísgrjón og sagt að allt
grænmeti þurfi að vera lífrænt
ræktað og meira segja eru kartöfl-
urnar komnar í lægsta flokk hvað
varðar næringu. Síðan á helst ekki
að borða kjöt því það gæti verið
einhver sjúkdómur sem fylgir því
og svo framvegis. Finnst mér við
komin aðeins út fyrir mörkin þar
sem við viljum vera í okkar dag-
lega lífi og gleymum því að meðal-
hófið er alltaf best og það að setja
sér langtíma markmið til að ná ár-
angri; það skilar bestum árangri. ■
Í könnun á launum karla ogkvenna hjá Kópavogsbæ kom í
ljós að konur í fullu starfi voru að
jafnaði með 76% af heildarlaun-
um karla og þær voru að jafnaði
með tæplega 90% af dagvinnu-
launum karlanna. Konur sem star-
fa hjá Kópavogsbæ þurfa að
hækka um rúman þriðjung í heild-
arlaunum til að ná körlunum.
Fram kemur að karlar fá mun
hærri greiðslur að meðaltali fyrir
yfirvinnu hjá bænum.
Karlar fá 5–9% hærri laun en
konur þegar tekið er tillit til
vinnutíma, aldurs, starfsaldurs og
starfsgreinar, þ.e. launamunur
sem ekki verður skýrður með
neinu öðru en kynferði. Þegar að-
eins er miðað við dagvinnulaun er
óskýrði munurinn 5,5% hjá öllum
en án grunnskólakennara eru dag-
vinnulaun kvenna 11% lægri en
hjá körlum.
Kópavogur betri en Reykja-
vík
Þegar Gunnar Birgisson, bæjar-
fulltrúi sjálfstæðismanna, var
spurður álits á niðurstöðum könn-
unarinnar í Fréttablaðinu voru við-
brögð hans að státa sig af því að út-
koman hjá Kópavogsbæ væri betri
en hjá öðrum sveitarfélögum.
Hann nýtti tækifærið til að hnýta
sérstaklega í Reykvíkinga og sagði
að „Reykjavík væri ekki höfuðborg
jafnréttis“. Jafnréttisráðgjafi
Reykjavíkur hefur gert athuga-
semdir við samanburðinn í skýrsl-
unni sem Gunnar vitnaði til og dró
í efa sambærileika talnanna. Þær
eru t.d. ekki allar frá sama ári og
ólíkar forsendur liggi að baki þeim.
Lægstu launin
Samanburður tölfræðilegra
upplýsinga getur vissulega verið
fróðlegur og oft gagnlegur, en
gæta þarf að upplýsingar sem ligg-
ja til grundvallar séu sambærileg-
ar. Haft var eftir Sigurði Geirdal
bæjarstjóra að hann væri ánægður
með stöðu jafnréttismála í Kópa-
vogi eins og þau birtist í umræddri
launakönnun. Í þessu sambandi er
rétt að benda á að á sama bæjar-
stjórnarfundi og við ræddum
launakönnunina ítarlega komu
fram svör við fyrirspurn Samfylk-
ingarinnar um laun leiðbeinenda í
leikskólum í Kópavogi og ná-
grannasveitarfélögunum (frá leik-
skólafulltrúa bæjarins).
Sambærilegar tölur
Þessar launatölur eru frá byrj-
un ársins og eru sambærilegar.
Þar kom fram að í öllum tilfellum
eru leiðbeinendur í leikskólum í
Kópavogi með lægri mánaðarlaun
en leiðbeinendur sem starfa hjá
nágrannasveitarfélögunum. Dæmi
um launamuninn er að 25 ára leið-
beinandi hjá Kópavogsbæ með
stúdentspróf fær rúmar 105.000
kr. í byrjunarlaun, en um 118.000
kr. hjá Reykjavík. 45 ára stúdent
fær rúmar 122.000 kr. hjá Kópa-
vogi en rúmar 134.000 kr. í Garða-
bæ. Laun hjá Kópavogsbæ eru
8–35.000 kr. lægri á mánuði en hjá
því sveitarfélagi sem borgar
hæstu launin, en munurinn er mis-
munandi eftir aldri og menntun
starfsfólks. Á ári getur því munað
60–420.000 kr. eftir því hjá hvaða
sveitarfélagi unnið er í fullu starfi.
Hjá Kópavogsbæ eru rúmlega
55% starfsfólks í leikskólum leið-
beinendur og örar mannabreyt-
ingar hafa verið meðal þessa
hóps. Nú er unnið að undirbúningi
viðhorfskönnunar meðal leiðbein-
enda til starfsumhverfis og fleiri
atriða er snerta störf þeirra, sem
Samfylkingin lagði til að yrði
gerð. Það hefur verið okkur mikið
áhyggjuefni hve tíðar manna-
breytingar hafa verið í leikskól-
um bæjarins og launamálin hafa
efalaust átt sinn þátt í því.
Launamun verður að eyða
Launamunur kynjanna er óþol-
andi. Launamunur upp á 5–11%
sem skýrist eingöngu með kyni
segir okkur að konur og karlar sem
vinna hjá Kópavogsbæ búa ekki við
sömu launakjör. Launatölur um
laun leiðbeinenda sýna þar að auki
að starfsfólk hjá okkur er lægra
launað en hjá nágrannasveitarfé-
lögunum. Það er mikilvægt að
fylgjast vel með þróun launamála
hjá bænum og kanna stöðuna
reglulega eins og jafnréttisáætlun-
in segir til um. Grípa verður til
markvissra aðgerða nú þegar til að
vinna bug á launamun kynjanna
hjá Kópavogsbæ. ■
Einkarekinn her
Eitt helsta vandamálið við einka-
rekin her og öryggisfyrirtæki er
hugmyndafræðin sem býr að baki
þeim. Þetta sést greinilega þegar
reynir á ábyrgð á störfum þeirra
og hvernig megi koma lögum yfir
þau eða starfsmenn þeirra. Í eðli
sínu er það nefnilega ekki hlut-
verk þeirra að vinna að stefnu
Sameinuðu þjóðanna, Evrópu-
sambandsins eða vestrænna ríkja
heldur vinna þau fyrir pening.
Fyrirtækin setja sér sjálf starfs-
og siðareglur sem þau auglýsa
svo að þau vinni eftir.
KATRÍN HELGA HALLGRÍMSDÓTTIR Á DEIGLAN. COM
Gætið ykkar
Ástæða er til að gjalda varhug
við ýmsum atriðum sem fram
koma í frumvarpi dómsmálaráð-
herra til breytinga á lögum um
meðferð opinberra mála. Sem lög-
manni, verjanda og varaþing-
manni ber mér siðferðisleg og
samfélagsleg skylda til að vara
Alþingi við áhrifum þeirra breyt-
inga sem hér eru lagðar til. Þær
fela í sér enn frekari heimildir til
handa lögreglu á kostnað sak-
borninga og almennings og eru
þvert á þá mannréttindaþróun
sem hér hefur átt sér stað á und-
anförnum árum og m.a. má sjá
merki í lögum um meðferð opin-
berra mála. Gætið ykkar.
GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Á HRIFLA.IS
Glórulaus rekstur
Það hefur verið vitað til fjölda
ára að rekstur Ríkisútvarpsins er
glórulaus með öllu og að rekstrar-
form fyrirtækisins getur ekki
gengið til lengdar. Þetta var end-
anlega staðfest í vikunni í til-
kynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar
kom fram að rekstrarhalli RÚV á
síðasta ári hefðu numið um 314
milljónum króna. Auglýsinga- og
kostunartekjur náðu ekki áætlun
á árinu 2003 og fram kom að
rekstur flestra deilda hafi verið í
allgóðu samræmi við þá ramma
sem settir voru. Með þessu orða-
lagi er ljóst að reksturinn stendur
ekki undir væntingum og er að
flestu leyti á algjörum villigötum.
Fram kemur í fyrrnefndri yfirlýs-
ingu að vaxandi byrðar stofnunar-
innar megi rekja að mestu leyti
til lífeyrisskuldbindinga og kostn-
aðar vegna rekstrar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Það blasir
við þegar tölur úr rekstrinum eru
skoðaðar að rekstrarhallinn er
ekki viðunandi og breytinga þörf
á rekstrarfyrirkomulaginu.
STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Á STEBBIFR.COM
Launamunur hjá
Kópavogsbæ
■ Af netinu
■
Ástæðan fyrir
því hvernig er
komið fyrir
fólki í dag er
ekki „maturinn“
sem við borð-
um, heldur allur
skyndibita-
maturinn og
sjoppufæðið
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
NÝ SENDING
TVÍSKIPTIR KJÓLAR
Umræðan
JÓI FEL
■ skrifar um
matarvenjur
Íslendinga.
Óhollt hvað?
SKYNDIBITINN
Of mikið af sjoppu-
fæði er ekki hollt.
GUNNAR BIRGISSON BÆJARFULLTRÚI
Sigrún Jónsdóttir er ósátt við túlkun hans á niðurstöðum könnunar um launamun
kynjanna hjá Kópavogsbæ.
Umræðan
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
■ bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir
að grípa verði til markvissra aðgerða til
að vinna bug á launamun kynjanna hjá
Kópavogsbæ.