Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 6
6 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.42 0.00% Sterlingspund 132.82 0.78% Dönsk króna 11.76 -0.13% Evra 87.57 -0.09% Gengisvísitala krónu 122,9 -0,05% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 333 Velta 9.863 milljónir ICEX-15 2.640 0,82% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 543.662 Landsbanki Íslands hf. 526.116 Íslandsbanki hf. 114.983 Mesta hækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. 3,79% Hlutabréfamarkaðurinn hf. 1,81% Marel hf. 1,66% Mesta lækkun Tangi hf. -22,73% Samherji hf. -2,78% AFL fjárfestingarfélag hf. -2,04% Erlendar vísitölur DJ * 10.522,2 -0,3% Nasdaq * 2.054,8 -1,2% FTSE 4.472,8 -0,2% DAX 4.022,8 -0,6% NK50 1.507,7 -0,3% S&P * 1.143,5 -0,6% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Varðskipsmenn á Tý fengu óvæntangest um borð á dögunum. Hver var gesturinn? 2Hve háa fjárhæð dró fyrrverandiaðalgjaldkeri Símans sér? 3Hvað heitir stofnandi IKEA sem eittaugnablik var sagður ríkasti maður heims? Svörin eru á bls. 42 Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður: Siv vill kaupa mál- verk á uppboði RÍKISSTJÓRNIN Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir heimild ríkisstjórnarinnar til þess að kaupa málverk af landkönnuðinum og mannfræð- ingnum Vilhjálmi Stefánssyni. Málverkið er eftir þýska mál- arann Eugen Spiro og verður boðið upp í London á næstunni. Siv segist ekki vita nákvæmlega hvað málverkið sé metið á en telur það ekki vera dýrt. Spiro, sem lést árið 1972, er meðal annars frægur fyrir mál- verk af Albert Einstein. Ef ríkið festir kaup á málverkinu mun það verða í eigu stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri og fara á farandssýninguna Heimskautalöndin unaðslegu. ■ Þrír ræningjar handteknir Þrír menn hafa verið handteknir grunaðir um aðild að vopnuðu ráni í Stafangri á mánudagsmorgun. Yfir tíu milljónir íslenskra króna hafa verið settar til höfuðs ræningjunum sem skutu til bana lögreglumann. NOREGUR Lögreglan í Gautaborg handtók í gærkvöldi þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Stafangri á mánu- dagsmorgun. Norsk Kontant- service hefur heitið sem svarar yfir tíu milljónum íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að lögum verði kom- ið yfir mennina sem rændu pen- ingageymslur fyrirtækisins og skutu lögregluþjón til bana. Lög- reglunni í Stafangri hafa þegar borist yfir 500 vísbendingar í mál- inu. Umfangsmikil leit stendur yfir að ræningjunum og hefur verið lýst eftir fjórum mönnum í tengslum við rannsókn málsins. Tveir einstaklingar voru hand- teknir á mánudagskvöld en þeir voru látnir lausir að loknum yfir- heyrslum. Í gærkvöldi voru þrír menn handteknir í Gautaborg grunaðir um aðild að ráninu. Að sögn lögreglu veittu mennirnir enga mótspyrnu. Lögreglan vinnur að því að fara í gegnum þann aragrúa vís- bendinga sem borist hefur og rannsaka upptökur úr fjölda ör- yggismyndavéla í Stafangri. Yfir sjötíu lögreglumenn taka þátt í rannsókn málsins. Flugvellinum í Stafangri var lokað um tíma í gær eftir að lög- reglunni bárust vísbendingar um að aðili sem tengdist ráninu væri þar staddur. Leitað var í farþega- þotu flugfélagsins KLM sem var á leið frá Stafangri til Amsterdam. Lögreglan segir að maður sem handtekinn var á vellinum sé ekki talinn tengjast ráninu. Einnig var gert skyndiáhlaup á íbúð í miðborg Stafangurs og á yfirgefið sumarhús í Sokndal. Auglýst hefur verið eftir eiganda sumarhússins, sem er þekktur af- brotamaður, en norskir fjölmiðlar halda því fram að lögreglan hafi fundið mikilvægar vísbendingar í húsinu. Ekki hefur fengist staðfest hversu háa fjárhæð ræningjarnir komust undan með en norskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um sé að ræða norskar krónur og erlendan gjaldeyri að verð- mæti hundruð milljóna íslenskra króna. ■ Iceland Express: Nýr fram- kvæmdastjóri FÓLK Nýr framkvæmdastjóri hef- ur verið ráðinn til starfa hjá flug- félaginu Iceland Ex- press en fyrrver- andi framkvæmda- stjóri, Jóhannes- Georgsson, hefur látið af störfum að eigin ósk. Jóhannes verður þó áfram einn af aðaleigendum fyrir- tækisins en eftirmaður hans í stól framkvæmdastjórans er Arnþór Halldórsson, bygginga- og verk- fræðingur. Hann hefur starfað sjálfstætt undanfarið ár en vann áður erlendis. Pitsudóni dæmdur: Kynsveltur pantaði pitsur DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur var dæmdur til greiðslu 140 þúsund króna sektar í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær fyrir að fróa sér fyrir framan fjóra pitsu- sendla í fimm skipti þegar þeir færðu honum heimsendan mat. 28 daga fangelsi kemur í stað sektar- innar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn var nakinn að fróa sér þegar pitsusendlarnir komu með matinn á heimili hans. Hann bauð þremur af sendlunum greiðslu fyrir að bíða meðan hann lyki sér af, meðal annars 500 og 1000 krónur. Í dómnum segir: „Framferði ákærða gagnvart kærendum var ógeðfellt og þykir bera vott um sérkennilegar hvatir. Hefur hann með háttsemi sinni valdið drengj- unum nokkurri vanlíðan að ósekju“. Pitsusendlarnir sem urðu fyrir áreiti mannsins eru fæddir á árunum 1981–1986. ■ Líkfundarmálið: Styttist í lok rannsóknar LÖGREGLAN „Við eigum eftir að fá niðurstöður úr DNA-greiningu frá Noregi og úr sýnagreiningu. Við búumst við þessum tækni- skýrslum innan fárra daga,“ segir Arnar Jensson hjá ríkis- lögreglustjóra um gang rann- sóknar í líkfundarmálinu. Arnar segir að þegar niður- stöður úr sýnatökum berist verði í framhaldinu farið yfir málið og athugað hvort það sé tilbúið til að fara til ríkis- saksóknara. ■ M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 5x20W x 1x40W hátalarar Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG og HDCD Dolby digital Útvarp me› 50 stö›va minni FRÁ ACE ELECTRONICS HEIMABÍÓ Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 14.990 kr. Smásöluver›: 29.900 kr. Ver›gildi punkta: x15 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 Nýtt varðskip: Í vinnslu hjá ráðuneytinu Björn Bjarnason segir að stefn- an sé skýr varðandi nýtt varðskip Íslendinga en smíði nýs skips hefur verið á döfinni í áraraðir. Ráðherra segir að nýlega hafi lokið vinnu vegna tillagna að nýju skipi og nú sé unnið að undirbúningi málsins í tengslum við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár. Málið sé allt í vinnslu. ■ VETTVANGUR GLÆPSINS Svæðið umhverfis peningageymslur Norsk Kontantservice í Stafangri var lokað af á meðan lögreglumenn leituðu vísbendinga sem gætu leitt þá á spor ræningjanna. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON Málverk af Vilhjálmi verður boðið upp í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.