Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 37
25MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 2004 Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is MHC-RG110 Sony hljómtækjasamstæða Magnari 2 x60W RMS Geislaspilari fyrir 3 diska 3 Way hátalarar Fermingartilboð 28.950,- CMT-GP5 Sony hljómtækjasamstæða Magnari 2x30W RMS Segulband með Auto-Reverse 2 Way hátalarar Fermingartilboð kr. 29.950,- CMT-CPX1 Sony hljómtækjasamstæða Magnari 2x70W RMS S-Master Digital magnari 2 Way hátalarar Fermingartilboð kr. 34.950,- Fermingargjöfin frá Sony DAV-SA30 Sony Heimabíó með DVD Magnari 5x44W RMS Bassahátalari 80W RMS Útvarp FM/AM RDS Fermingartilboð kr. 64.950.- Í Fréttablaðið 22. mars sl. skrif-aði ég grein um landskemmda- og landbúnaðarhugsjónir Margrét- ar okkar á Skaganum. Ekki vegna þess að ég telji árangursríkt að tala við hana, held- ur vegna þess að ég hefi í blöðunum lít- ilsháttar orðið var við lofsyrði og hvatningu til henn- ar. Til virðist fólk sem telur málflutn- ing hennar góðan og nefnir djörfung. Margur hefur áhuga á því, sem hann þekkir minnst. „Vorkunn er heimskum manni“ Margrét dregur meiningu sína saman í nokkra punkta í greininni 24. mars. Hún segir mig ekki kunna að „lesa landið“ né nenna að lesa sérfræðirit. Mér þykir hún „lesa landið“ e.t.v. með vitlausum gleraugum og/eða snúa þeim öfugt. „Gam- an að rífast“ vitnaði ég og geri hér með að lögmáli. Margréti þótti „sorglegt“. Sorg olli mér það eitt í grein minni (óvilja- verk í vinnslu), að einar gæsalappir rötuðu á rangan stað og mátti af þeim ætla að mín eigin meining um ákveðna matreiðslu og kryddun lamba- kjöts væru orð Margrétar. Orð hennar voru „namm, namm“, sennilega í háði. Ég hefi ekki lesið allt, sem „Gaman að rífast“ lögmálið hef- ur fært fram í viðræðum Mar- grétar og bænda. Eitt held ég þó að sé ónefnt. Hún fullyrðir að fólk verði „feitt, feitt, feitt“ af kjötáti. Þvættingur! Rógur heimskunnar! Meðan landbúnaðarafurðirn- ar íslensku voru aðalfæða þjóð- arinnar var hún ekki til lýta feit. Það er hún hins vegar óðum að verða nú og það svo sýnist mér, að sjái maður fjórar manneskjur saman þá séu þrjár spikfeitar. Svo er nú það allt niður í hálfvaxna krakka. Fæðuvalið er víst breytt og sitt- hvað fleira. Íslenskt alþýðu- fæði, eins og það var, er hollt. Langlífi alltaf til Langlífi einstaklinga var alltaf til, ekki síður en nú. Hinsvegar hefur meðalaldur hækkað, því veldur að þekking og vísindi ráða nú við margan kvillann sem áður drap fólkið. „Þá var ekki verið að halda lífinu í hverjum smákrakka ein- sog nú er farið að verða,“ sagði áttræður karl í minningu æsku- daga. Sá var fæddur um 1870. Gott er að þetta er breytt, en böggull fylgir skammrifi. Kaldranaleg þversögn kann að vera ef þekkingin og getan til að halda lífi í fólki veldur arfgengri óhreysti og úrkynj- un. Ég efa að Íslensk erfða- greining sporni við því. Til að skera úr um hvað rétt er eða rangt er svo gjarna notaður dómstóllinn: „Gaman að rífast“. Um það mun ég fjalla í annarri grein.■ Trúmál og kvalalosti Undirritaður asnaðist til að fara í bíó um helgina og sjá nýjustu mynd Mel Gibson; The Passion of the Christ. Og þótt maður héldi að maður þyldi ýmislegt þá verður að viðurkennast að eftir hundruðustu húðstrýking- una þótti manni vera komið nóg. Greinilegt er að kvik- myndamógúlar Hollywood hafa fundið í Biblíusögunum eitthvað sem getur dregið fólk í bíó; lægstu hvata mannskepnunnar, pyntingar og písl. Með þessu ná þeir bæði til þeirra sem hafa áhuga á trúmálum og þeirra sem eru haldnir kvalalosta. JÓN EINARSSON Á MADDAMAN.IS Vegið að rótum jafnréttis Það er mat Samfylkingarinnar að skólagjöld á grunnnám til að fjármagna rekstur opinberra háskóla vegi illilega að rótum jafnréttis til náms og þau verði til þess að hið opinbera dragi enn frekar úr framlögum til menntamála. Stjórnvöld muni vísa í heimild til álagningar skólagjalda skorti skólana fé. Allt verði þetta til þess að veikja verulega íslenskt há- skólanám og leggja af jafnrétti til náms. Háskólinn mundi standa veikari á eftir og sam- keppnisstaða hans yrði ennþá verri. Skólagjöld á grunnnám draga úr sókn í háskólanám og mismuna eftir efnalegri stöðu námsmanna og aðstandenda þeirra. Starf alhliða fræða- og rannsóknarháskóla þjóðarinnar væri í uppnámi. BJÖRGVIN SIGURÐSSON Á BJORGVIN.IS Fáfræðirökleiðslan Fáfræðirökleiðslan (argument- um ad ignorantiam) er rökvilla sem kemur upp þegar því er haldið fram að fullyrðing sé sönn vegna þess að það hefur ekki verið sannað að hún sé ósönn eða að eitthvað sé ósatt vegna þess að það hefur ekki verið sannað að það sé satt. MATTI Á. Á VANTRU.IS Auka þarf vald forsetans Auka völd þarf aðila sem kosnir eru beinni kosningu. Í stjórnar- skránni eru forseta Íslands t.d. tryggð ákveðin formleg völd sem eiga að stemma stigu við ofríki ráðherra. Kór þeirra sem amast við valddreifingu í sam- félaginu hefur sett sig mjög upp á móti þessu og kallar „aðför að þingræðinu“. Í þeim ummælum birtist þó ekki annað en mið- stýringarárátta og valdasýki ráðherra sem vilja hafa alla þræði valds í eigin hendi. Til að efla lýðræðið í landi væri þvert á móti ráð að auka völd forseta Íslands sem hefur fengið skýrt umboð frá þjóðinni til að beita þeim völdum í samræmi við stjórnarskrá Íslands. Með öðr- um orðum þarf að standa vörð um stjórnarskrána og tryggja að forsetavaldi sé beitt í samræmi við hana, en ekki draga tenn- urnar úr embættinu. Slíkt væri beinlínis óvirðing við lýðræði. SVERRIR JAKOBSSON Á MURINN.IS Andsvar JÓHANNES GEIR GÍSLASON ■ svarar Margréti Jónsdóttur. ■ „Þá var ekki verið að halda lífinu í hverjum smákrakka einsog nú er farið að verða,“ sagði áttræður karl í minningu æskudaga. Sá var fæddur um 1870. ■ Af netinu Að „lesa landið“ með vitlausum gleraugum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.