Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 42
30 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ÆFT FYRIR MASTERS Kylfingurinn Tiger Woods var mættur á Augusta-völlinn í gær til að æfa sig fyrir bandaríska Masters-mótið sem hefst á morgun. Tiger er afar sigurstranglegur á mótinu enda efstur á heimslistanum. Golf hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 APRÍL Miðvikudagur FÓTBOLTI Alþjóðaknatt- s p y r n u s a m b a n d i ð , FIFA, reiknar með hagnaði upp á rúma 10 milljarða króna á árunum 2003 til 2006. Þetta er rúmlega sextíu pró- senta aukning frá árunum fjórum á undan. Sepp Blatter, forseti FIFA, sagði í gær að niðurstöðurnar væru mjög jákvæðar og samband- ið væri stolt af þeim á hundrað ára afmælisári sínu. Ástæðan fyrir því að samband- ið reiknar tekjurnar út á fjögurra ára fresti er sá mikli hagnaður sem næst af heimsmeistara- keppninni. Miklar sjónvarpstekj- ur og öflugar markaðsherferðir í tengslum við keppnina hafa gert gæfumuninn á síðustu 20 árum og stóraukið hagnað sambandsins. ■ Ekkert verra að byrja á Rosenborg Ólafur Örn Bjarnason leikur með Brann gegn tólfföldum meisturum Rosenborgar á mánudag. FÓTBOLTI „Blöðin hafa verið að spá okkur öðru til sjötta sæti,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann í Noregi. „Rosenborg er best en næstu fjögur til fimm lið eru svipuð. Þetta er spurning um það hvernig menn sleppa við meiðsli.“ Ólafur gekk til liðs við Brann í vetur og frumraun hans í norsku knattspyrnunni verður útileikur gegn Rosenborg, meisturum tólf síðustu ára, á mánudag. „Það er ágætt að byrja á þeim. Það er ágætt að fá sterkustu liðin áður en þau finna taktinn. Þetta verður erfiðasti útileikurinn og það er ekkert verra að byrja á honum.“ „Markmið Brann er að gera betur en síðast,“ sagði Ólafur, en Brann varð í sjötta sæti í fyrra. „Menn líta svolítið til þessarar skandinavísku keppni sem byrjar í haust en fjögur efstu liðin keppa í henni. Það er bara að hanga í efstu félögunum fram að sumar- fríi og skoða stöðuna þá.“ Vörn Brann hefur staðið sig mjög vel í æfingaleikjunum og fengið á sig færri mörk en önnur lið. Ólafur hefur leikið í stöðu miðvarðar við hlið Ragnvald Soma, sem er einnig nýliði hjá Brann. Soma kom frá Bryne en hann lék með West Ham leiktíðina 2001 til 2002. „Við höfum leikið saman í sjö eða átta leiki og þetta hefur gengið vel hingað til. Soma er góður leikmaður og það er gott að spila með honum.“ Á mánudag gekk Brann hins vegar verr og tapaði 4-3 fyrir 1. deildarfélginu Ála- sundi. „Þetta er lið sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en er samt mjög gott,“ sagði Ólafur. „En það hefur verið öðruvísi að spila á móti lið- unum í 1. deild því við höfum dottið niður á þeirra plan.“ Ólafur lék með sænska félaginu Malmö FF á árunum 1998 og 1999 og hefur því fengið samanburð á norsku og sænsku knattspyrnunni. „Þetta er ekki svo mikill munur,“ sagði Ólafur. „Við lékum við sænsk lið í La Manga í vor og þetta var voða- lega svipað. Ég gegni stærra hlutverki nú en þegar ég var hjá Malmö og spila meira núna. Þegar ég var hjá Malmö var ég yngri og meira á bekkn- um.“ Norska úrvalsdeildin hefst á mánudag með heilli umferð og er Ólafur bjartsýnn á gott gengi Brann í sumar. „Það þýð- ir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Við þurfum að halda haus fyrstu leikina og svo sjáum við til hvar við stöndum.“ ■ KÖRFUBOLTI Corey Dickerson, leik- maður Snæfells, og Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson hafa verið dæmdir í eins leiks bann af aga- nefnd Körfuknattleikssambands Ís- lands. Corey fer í bann vegna brott- vísunar í öðrum leik liðanna í úr- slitakeppninni sl. laugardag og Arn- ar Freyr vegna atvika sem áttu sér stað í sama leik. Þeir munu taka út bannið í fjórða úrslitaleiknum, sem verður háður næsta laugardag. Keflavík hefur yfir 2-1 í einvígi lið- anna og getur tryggt sér Íslands- meistaratitilinn með sigri á heima- velli. ■ Markus Babbel: Aftur til Liverpool? FÓTBOLTI „Í mínum fullkomna heimi myndi ég spila með Liver- pool í Meistaradeildinni á næstu leiktíð,“ sagði varnarmaðurinn Markus Babbel. „Áætlunin mín gengur út á að fara til Liverpool þegar leiktíðinni lýkur. Mig lang- ar til að leika þar aftur.“ Markus Babbel kom til Liver- pool sumarið 2000 frá Bayern München en var lánaður til Black- burn í fyrra eftir að kastaðist í kekki með honum og Gerard Houllier framkvæmdastjóra. „Ég vonast til að vera að nýju hjá Liverpool á næstu leiktíð en það er framtíðin,“ sagði Markus Babbel. „Þessa leiktíð leik ég með Blackburn og mun halda áfram að gera mitt besta þar.“ ■ ■ ■ LEIKIR  18.00 KR og Haukar keppa á Leiknisvelli í Deildabikarkeppni karla í fótbolta.  18.30 FH leikur við Stjörnuna í Reykjaneshöllinni í Deildabikarkeppni kvenna í fótbolta.  19.15 Fyrri leikur FH og HK um sæti í átta liða úrslitum RE/MAX-deildar karla í handbolta.  20.00 Valur mætir ÍA á Leiknisvelli í Deildabikarkeppni karla í fótbolta.  20.30 Breiðablik og Valur leika í Reykjaneshöllinni í deildabikarkeppni kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.00 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur þáttur um allar hliðar hestamennskunn- ar.  18.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Bein útsending frá síðari leik Deportivo La Coruna og AC Milan í átta liða úrslit- um.  20.40 Meistaradeild UEFA á Sýn. Útsending frá síðari leik Lyon og Porto í átta liða úrslitum.  22.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  23.00 Bandaríska meistaramótið á Sýn. Þáttur um Players Champions- hip. FÓTBOLTI Sænska dagblaðið Afton- bladet fullyrðir að Henrik Larsson muni leika með landsliðinu í úr- slitum Evrópumeistarakeppninn- ar í Portúgal í sumar. Blaðið stóð í vetur fyrir áskorun til Larsson og skrifuðu rúmlega 100.000 Svíar undir hana, þeirra á meðal forsæt- isráðherran Göran Persson. Sjálfur sagði Larsson nýlega að hann mundi gefa endanlegt svar eftir leiktíðina í Skotlandi en henni lýkur 22. maí. Leikmanna- hópur Svía fyrir keppnina í Portú- gal verður tilkynntur í byrjun maí. Fyrir vináttuleikinn gegn Englendingum í síðustu viku voru landsliðsmennirnir spurðir hvort þeim þætti í lagi að Larsson kæmi seint inn í hópinn. Enginn tók illa í það, sagði ein heimild Afton- bladet. „Nei-ið er enn í gildi en ef Henke langar að spila er hann að sjálfsögðu velkominn,“ sagði Lasse Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía við Aftonbladet. „Enn er allt óbreytt,“ bætti Lagerbäck við. ■ A P/ M YN D COREY DICKERSON Missir af fjórða úrslitaleik Snæfells og Keflavíkur á laugardag. Dickerson og Arnar Freyr: Dæmdir í eins leiks bann Sænska landsliðið: Snýst Henke hugur? HENRIK LARSSON Sænska þjóðin vill sjá hann leika með landsliðinu áfram. FÉLAGASKIPTI ÍSLENDINGA Í NOREGI Andri Sigþórsson Molde hættur Árni Gautur Arason Rosenborg Man. City Bjarni Þorsteinsson Molde KR Helgi Sigurðsson Lyn AGF Árósum Jóhann B. Guðmundsson Lyn Örgryte Orri Freyr Óskarsson Tromsø Þór/Grindavík Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Brann Ólafur Stígsson Molde Fylkir Ríkharður Daðason Fredrikstad Fram Tryggvi Guðmundsson Stabæk Örgryte Veigar Páll Gunnarsson KR Stabæk 1. UMFERÐ, MÁNUDAGINN 12. APRÍL Sogndal - Ham-Kam Lillestrøm - Fredrikstad Rosenborg - Brann Molde - Lyn Vålerenga - Bodø/Glimt Odd Grenland - Stabæk Tromsø - Viking ÓLAFUR ÖRN BJARNASON Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason leikur með Brann í norsku úrvalsdeildinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR ■ Tala dagsins 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.