Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 42
30 7. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR
ÆFT FYRIR MASTERS
Kylfingurinn Tiger Woods var mættur á
Augusta-völlinn í gær til að æfa sig fyrir
bandaríska Masters-mótið sem hefst á
morgun. Tiger er afar sigurstranglegur á
mótinu enda efstur á heimslistanum.
Golf
hvað?hvar?hvenær?
4 5 6 7 8 9 10
APRÍL
Miðvikudagur
FÓTBOLTI Alþjóðaknatt-
s p y r n u s a m b a n d i ð ,
FIFA, reiknar með
hagnaði upp á rúma 10
milljarða króna á árunum 2003 til
2006. Þetta er rúmlega sextíu pró-
senta aukning frá árunum fjórum
á undan.
Sepp Blatter, forseti FIFA,
sagði í gær að niðurstöðurnar
væru mjög jákvæðar og samband-
ið væri stolt af þeim á hundrað
ára afmælisári sínu.
Ástæðan fyrir því að samband-
ið reiknar tekjurnar út á fjögurra
ára fresti er sá mikli hagnaður
sem næst af heimsmeistara-
keppninni. Miklar sjónvarpstekj-
ur og öflugar markaðsherferðir í
tengslum við keppnina hafa gert
gæfumuninn á síðustu 20 árum og
stóraukið hagnað sambandsins. ■
Ekkert verra að
byrja á Rosenborg
Ólafur Örn Bjarnason leikur með Brann gegn tólfföldum meisturum Rosenborgar á mánudag.
FÓTBOLTI „Blöðin hafa verið að spá
okkur öðru til sjötta sæti,“ sagði
Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður
Brann í Noregi. „Rosenborg er
best en næstu fjögur til fimm lið
eru svipuð. Þetta er spurning um
það hvernig menn sleppa við
meiðsli.“
Ólafur gekk til liðs við Brann í
vetur og frumraun hans í norsku
knattspyrnunni verður útileikur
gegn Rosenborg, meisturum tólf
síðustu ára, á mánudag. „Það er
ágætt að byrja á þeim. Það er
ágætt að fá sterkustu liðin áður en
þau finna taktinn. Þetta verður
erfiðasti útileikurinn og það er
ekkert verra að byrja á honum.“
„Markmið Brann er að gera
betur en síðast,“ sagði Ólafur, en
Brann varð í sjötta sæti í fyrra.
„Menn líta svolítið til þessarar
skandinavísku keppni sem byrjar
í haust en fjögur efstu liðin keppa
í henni. Það er bara að hanga í
efstu félögunum fram að sumar-
fríi og skoða stöðuna þá.“
Vörn Brann hefur staðið sig
mjög vel í æfingaleikjunum og
fengið á sig færri mörk en önnur
lið. Ólafur hefur leikið í stöðu
miðvarðar við hlið Ragnvald
Soma, sem er einnig nýliði hjá
Brann. Soma kom frá Bryne en
hann lék með West Ham leiktíðina
2001 til 2002. „Við höfum leikið
saman í sjö eða átta leiki og þetta
hefur gengið vel hingað til. Soma
er góður leikmaður og það er
gott að spila með honum.“
Á mánudag gekk Brann
hins vegar verr og tapaði 4-3
fyrir 1. deildarfélginu Ála-
sundi. „Þetta er lið sem féll
úr úrvalsdeildinni í fyrra en
er samt mjög gott,“ sagði
Ólafur. „En það hefur verið
öðruvísi að spila á móti lið-
unum í 1. deild því við höfum
dottið niður á þeirra plan.“
Ólafur lék með sænska
félaginu Malmö FF á árunum
1998 og 1999 og hefur því fengið
samanburð á norsku og sænsku
knattspyrnunni. „Þetta er ekki
svo mikill munur,“ sagði Ólafur.
„Við lékum við sænsk lið í La
Manga í vor og þetta var voða-
lega svipað. Ég gegni stærra
hlutverki nú en þegar ég var
hjá Malmö og spila meira
núna. Þegar ég var hjá Malmö
var ég yngri og meira á bekkn-
um.“
Norska úrvalsdeildin hefst
á mánudag með heilli umferð
og er Ólafur bjartsýnn á gott
gengi Brann í sumar. „Það þýð-
ir ekkert annað en að vera
bjartsýnn. Við þurfum að halda
haus fyrstu leikina og svo sjáum
við til hvar við stöndum.“ ■
KÖRFUBOLTI Corey Dickerson, leik-
maður Snæfells, og Keflvíkingurinn
Arnar Freyr Jónsson hafa verið
dæmdir í eins leiks bann af aga-
nefnd Körfuknattleikssambands Ís-
lands. Corey fer í bann vegna brott-
vísunar í öðrum leik liðanna í úr-
slitakeppninni sl. laugardag og Arn-
ar Freyr vegna atvika sem áttu sér
stað í sama leik. Þeir munu taka út
bannið í fjórða úrslitaleiknum, sem
verður háður næsta laugardag.
Keflavík hefur yfir 2-1 í einvígi lið-
anna og getur tryggt sér Íslands-
meistaratitilinn með sigri á heima-
velli. ■
Markus Babbel:
Aftur til
Liverpool?
FÓTBOLTI „Í mínum fullkomna
heimi myndi ég spila með Liver-
pool í Meistaradeildinni á næstu
leiktíð,“ sagði varnarmaðurinn
Markus Babbel. „Áætlunin mín
gengur út á að fara til Liverpool
þegar leiktíðinni lýkur. Mig lang-
ar til að leika þar aftur.“
Markus Babbel kom til Liver-
pool sumarið 2000 frá Bayern
München en var lánaður til Black-
burn í fyrra eftir að kastaðist í
kekki með honum og Gerard
Houllier framkvæmdastjóra. „Ég
vonast til að vera að nýju hjá
Liverpool á næstu leiktíð en það
er framtíðin,“ sagði Markus
Babbel. „Þessa leiktíð leik ég með
Blackburn og mun halda áfram að
gera mitt besta þar.“ ■
■ ■ LEIKIR
18.00 KR og Haukar keppa á
Leiknisvelli í Deildabikarkeppni karla í
fótbolta.
18.30 FH leikur við Stjörnuna í
Reykjaneshöllinni í Deildabikarkeppni
kvenna í fótbolta.
19.15 Fyrri leikur FH og HK um
sæti í átta liða úrslitum RE/MAX-deildar
karla í handbolta.
20.00 Valur mætir ÍA á Leiknisvelli
í Deildabikarkeppni karla í fótbolta.
20.30 Breiðablik og Valur leika í
Reykjaneshöllinni í deildabikarkeppni
kvenna í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
18.00 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur
þáttur um allar hliðar hestamennskunn-
ar.
18.30 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Bein útsending frá síðari leik Deportivo
La Coruna og AC Milan í átta liða úrslit-
um.
20.40 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Útsending frá síðari leik Lyon og Porto í
átta liða úrslitum.
22.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
23.00 Bandaríska meistaramótið
á Sýn. Þáttur um Players Champions-
hip.
FÓTBOLTI Sænska dagblaðið Afton-
bladet fullyrðir að Henrik Larsson
muni leika með landsliðinu í úr-
slitum Evrópumeistarakeppninn-
ar í Portúgal í sumar. Blaðið stóð í
vetur fyrir áskorun til Larsson og
skrifuðu rúmlega 100.000 Svíar
undir hana, þeirra á meðal forsæt-
isráðherran Göran Persson.
Sjálfur sagði Larsson nýlega að
hann mundi gefa endanlegt svar
eftir leiktíðina í Skotlandi en
henni lýkur 22. maí. Leikmanna-
hópur Svía fyrir keppnina í Portú-
gal verður tilkynntur í byrjun
maí. Fyrir vináttuleikinn gegn
Englendingum í síðustu viku voru
landsliðsmennirnir spurðir hvort
þeim þætti í lagi að Larsson kæmi
seint inn í hópinn. Enginn tók illa í
það, sagði ein heimild Afton-
bladet.
„Nei-ið er enn í gildi en ef
Henke langar að spila er hann að
sjálfsögðu velkominn,“ sagði
Lasse Lagerbäck, landsliðsþjálfari
Svía við Aftonbladet. „Enn er allt
óbreytt,“ bætti Lagerbäck við. ■
A
P/
M
YN
D
COREY DICKERSON
Missir af fjórða úrslitaleik Snæfells og
Keflavíkur á laugardag.
Dickerson og Arnar Freyr:
Dæmdir í eins leiks bann
Sænska landsliðið:
Snýst Henke hugur?
HENRIK LARSSON
Sænska þjóðin vill sjá hann leika með
landsliðinu áfram.
FÉLAGASKIPTI ÍSLENDINGA Í NOREGI
Andri Sigþórsson Molde hættur
Árni Gautur Arason Rosenborg Man. City
Bjarni Þorsteinsson Molde KR
Helgi Sigurðsson Lyn AGF Árósum
Jóhann B. Guðmundsson Lyn Örgryte
Orri Freyr Óskarsson Tromsø Þór/Grindavík
Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Brann
Ólafur Stígsson Molde Fylkir
Ríkharður Daðason Fredrikstad Fram
Tryggvi Guðmundsson Stabæk Örgryte
Veigar Páll Gunnarsson KR Stabæk
1. UMFERÐ,
MÁNUDAGINN 12. APRÍL
Sogndal - Ham-Kam
Lillestrøm - Fredrikstad
Rosenborg - Brann
Molde - Lyn
Vålerenga - Bodø/Glimt
Odd Grenland - Stabæk
Tromsø - Viking
ÓLAFUR ÖRN BJARNASON
Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason
leikur með Brann í norsku úrvalsdeildinni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
IL
M
AR
■ Tala dagsins
10