Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Vísdómur á tepakka SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 VERTU fiAR SEM FJÖRI‹ ER! Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.IS Allir gera mistök. Sumir meiri ogoftar en aðrir. Þannig er það. Þeir eru til sem virðast aldrei gera neitt rangt. Ekki svo sjáist. Allir þekkja fólk sem er alltaf strokið og fínt, innan sem utan. Veit um mann sem blótar aldrei. Hann var spurður hvers vegna og svaraði að það væri óþarfi þar sem íslenskan sé svo auð- ug að vandræðalaust sé að finna falleg orð sem eigi betur við en ragn og blót. Svo eru aðrir sem geta ekki sagt setningu án þess að bæði blóta og jafnvel hnýta í annað fólk. MISTÖK eru svo allt annað. Þeir sem aldrei verður neitt á, svo aðrir sjái eða viti, eru oft öfundaðir. Einn var svo óheppinn, einmitt þegar hann stóð frammi fyrir stórri ákvörðun, að lesa á tepakkann þegar hann sötraði tesopann: „Þeir sem aldrei taka áhættu vinna ekki sigra“. Hann tók þetta sem tákn um að hann ætti að láta slag standa. Það var ekki að sökum að spyrja. Áralöng barátta vegna rangrar ákvörðunar bíður mannsins. Af því má læra að það sem framleiðendur tepakka kalla vís- dóm er ekki til að taka mark á og alls ekki má taka því sem tákni sem beri að hlýða. MISTÖK geta líka verið sakleysis- leg. Svo sem að fara í rangan strætó eða sokka sinn af hvorri tegundinni. Í heimi fjarstýringa og þráðlausra síma getur það hent að fólk fari að heiman með vasann útroðinn af fjar- stýringum í stað síma. Einn fór með þráðlausa heimilissímann í stað far- símans. Konan átti von á áríðandi símtali og þegar síminn loks hringdi gat hún ekki svarað þar sem hús- bóndinn var úti með símtólið í vasan- um. MISTÖK getur verið erfitt að taka til baka. Blaðamönnum getur orðið á. Gert mistök sem eru brosleg. Sá sem þetta skrifar skrifaði einu sinni frétt um slagsmál í miðborginni. Fyrirsögnin var skemmtileg: „Slags- mál við Reykjavíkurapótek“. Annar átti þó betri og skemmtilegri fyrir- sögn í sorglegu máli, en manni hafði verið ráðinn bani og lögregla var að rannsaka málið af alefli. Fjórir menn höfðu verið í haldi en þeim síðan sleppt. Fyrirsögnin var svona: „Fjórir látnir lausir að lokinni krufningu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.