Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 34
7. apríl 2004 Miðvikudagur12 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á leyndum stað í Reykjavík. Sjónarhorn Páskasiðir eru margvíslegir og eiga sér misdjúpar rætur Vissir þú ... ... að orðið páskar er dregið af hebreska orðinu pesach, sem not- að er yfir páskahátíð gyðinga. Fleiri þjóðir notast við skyld orð. Páskar á frönsku eru paques, á spænsku eru páskar pascua og á ítölsku eru páskar pasqua. Orðið easter sem enskumælandi þjóðir nota yfir páska er dregið af nafni saxnesku gyðjunnar eostre sem var gyðja vorsins. Eostre er sama gyðja og föníska gyðjan astarte sem var gyðja tunglsins. ... að tunglið lá til grundvallar dagatali flestra þjóða til forna. Fræðimenn hafa margir sett fram þá kenningu að tengsl á milli tíðarhrings kvenna og tunglmánaðar, hvorutveggja eru 28 dagar. Þrettán 28 daga mánuð- ir eru 364 dagar sem er sá tími sem tekur jörðina að snúast í kringum jörðina sem kunnugt er. ... að tunglið kemur við sögu þegar tímasetning páskanna er reiknuð út en páskasunnudagur er ávallt fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl að loknum vor- jafndægrum. ... að þegar kristnin breiddist út þá runnu ýmsar heiðnar hátíð- ir saman við hátíðir kristni. Tímasetning páska féll vel að vorblótum í heiðnum sið. ... að egg eru gamalt heiðið tákn vorblótanna, tákn um nýtt líf og vorkomu. Kristnin yfirtók þetta tákn og eggið hefur orðið eitt helsta tákn páskanna. Sá sið- ur að skreyta egg hefur lengi þekkst. Egg voru máluð og skreytt og gefin sem gjafir á páskum. Súkkulaðieggin eiga sér mun styttri sögu, eða frá 19. öld. Þau slógu í gegn á þeirri 20. og fæst börn myndu sennilega sætta sig við harðsoðið egg á páskamorgni í dag. Svipmynd GRUNDARFJÖRÐUR: SJÁVARÞORP Á NORÐANVERÐU SNÆFELLSNESI ÍBUAFJÖLDI: 843 BÆJARFJALL: Kirkjufell (463 metrar), sem danskir sjómenn kölluðu Sukkertoppen fyrr á tíð. NAFNARUGL: Bærinn var kallaður jöfnum höndum Grafarnes og Grundarfjörður fram til 1965 þegar nafnið Grundarfjörður var valið í atkvæðagreiðslu. ÞEKKTASTI SONUR: Kalli Bjarni, sigurvegari í Idol-stjörnuleit. BLÓMATÍMI: Í upphafi 19. aldar höfðu franskir sjómenn í hundraðatali bækistöðvar á Grundarfirði og þar var bæði franskt sjúkrahús, kirkja og prestur. Þessi tími varði í nærri heila öld. AÐEINS FYRIR INNVÍGÐA: Nafn kvenfélagsins á staðnum er „Gleym mér ei“. páá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.