Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.04.2004, Blaðsíða 1
● stíga fram í sviðsljósið Nylon: ▲ SÍÐA 49 Fyrsta samsetta stelpubandið ● stofnar hljómsveit Kalli Bjarni: ▲ SÍÐA 54 Sóldaggarmenn mæta til leiks ● 39 ára í dag Steinunn Valdís Óskarsdóttir: ▲ SÍÐA 40 Þegar farin að spá í fertugsafmælið MARKAÐUR Tvö norsk sjávarút- vegsfyrirtæki vinna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að skráningu hlutabréfa sinna í Kauphöll Íslands. Þar af eitt sem gæti skráð hlutabréf sín á næst- unni. Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinnar, vildi ekki staðfesta þetta, en staðfesti hins vegar að fjöl- mörg erlend sjáv- arútvegsfyrirtæki hefðu sýnt skrán- ingu áhuga. Kauphöll Íslands hefur um skeið horft til þess að höfða til er- lendra sjávarútvegsfyrirtækja um skráningu hér á landi. „Við kynntum Kauphöll Íslands fyrir erlendum sjávarútvegsfyrirtækj- um á sjávarútvegssýningu í Brussel í maí í fyrra.“ Hann segir fyrirtæki víða að hafa sýnt áhuga í framhaldinu. „Fyrirtæki frá Bretlandi, Þýskalandi og Noregi hafa sýnt þessu áhuga.“ Kauphöllin á í nánu samstarfi við Færeyinga. Kauphöll Íslands og Virðisbrævamarkaður Fær- eyja undirrituðu á dögunum sam- starfssamning um skráningu fær- eyskra verðbréfa í Kauphöllinni. Þórður segist ekki eiga von á skráningu færeyskra sjávarút- vegsfyrirtækja í Kauphöllinni á næstunni. „Fyrirtæki sem eru nær því að skrá sig eru Atlantic Petrolium og fjárfestingasjóður- inn Notio. Opinber fyrirtæki eru einnig að hugleiða skráningu. Stærst eru Föroya Bank og Förya Tele.“ Hann segir einkavæðingu þessara fyrirtækja komna á tölu- verðan rekspöl. Þórður segir Kauphöllina bjóða upp á ýmsa kosti fyrir er- lend sjávarútvegsfyrirtæki. „Sérstaklega að hér eru íslenskir aðilar á fjárfestahliðinni sem eiga auðveldar með að setja sig inn í aðstæður þessara fyrir- tækja.“ Hann segir líklegt að fyrirtækin fengju meiri athygli hér en í kauphöll í heimalandi sínu. „Það er óvíða sambærilegur áhugi á fyrirtækjum í þessari grein.“ haflidi@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR SKATTLAGNING SOPANS Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Félag íslenskra stórkaupmanna efna til hádegisfundar í Odda, stofu 101, um skattlagningu ríkisins á áfengi. Frummæl- endur eru Erna Hauksdóttir, Þórarinn Tyrf- ingsson og Guðmundur Ólafsson. Fund- urinn hefst klukkan 12.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ER AÐ HLÝNA í höfuðborginni og á landinu öllu. Súld eða rigning vestan til og einnig norðan til síðdegis. Hlýtt líka á morgun. Sjá síðu 6. 7. apríl 2004 – 97. tölublað – 4. árgangur ● matur ● nám o.fl. Eldamennskan lýtur eigin lögmálum Ögmundur Jónasson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS EKKERT VAL Forstjóri Útlendingastofn- unar segir Íslendinga ekki hafa val, ákveði ESB að framvísa verði vegabréfum með persónuauðkennum við komu til landa innan þess líkt og Bandaríkjamenn ætla að gera. Sjá síðu 2 BJÖRN BROTLEGUR Björn Bjarnason dómsmálaráðherra braut jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í stöðu hæstaréttardómara við Hæstarétt í fyrra. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttis- mála Sjá síðu 2 MÁ EKKI BRESTA Utanríkisráðherra segir brýnt að samstaða lýðræðisríkja bresti ekki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Utan- ríkisráðherra segir ekki hægt að skýra hryðjuverk öfgamanna með utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sjá síðu 4 ÞRÍR TEKNIR Lögreglan í Gautaborg handtók í gærkvöld þrjá menn grunaða um aðild að vopnuðu ráni í Stafangri á mánu- dagsmorgun. Yfir tíu milljónir króna hafa ver- ið settar til höfuðs ræningjunum sem skutu til bana lögreglumann. Sjá síðu 6 Norsk fyrirtæki á íslenskan markað Tvö norsk sjávarútvegsfyrirtæki vinna að skráningu hlutabréfa sinna í Kauphöll Íslands. Forstjóri Kauphallarinnar segir fjölda erlendra sjávarútvegsfyrirtækja skoða möguleika á skráningu hér á landi. Færeysk ríkisfyrirtæki eru einnig væntanleg. Kvikmyndir 38 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 30 Sjónvarp 52 HANS BLIX Fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna heldur áfram að gagnrýna innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirmaður vopnaeftirlits: Stríðið verra en Saddam DANMÖRK Hans Blix, fyrrum yfir- maður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, segir að stríðið í Írak og afleiðingar þess séu mun verri fyrir Íraka og heiminn allan en einræðisstjórn Saddams Hussein. „Það jákvæða er að blóðug harðstjórn Saddams er horfin en þegar dæmið er reiknað til enda þá leikur enginn vafi á því að nei- kvæðu afleiðingarnar vega þyngst,“ segir Blix í samtali við Jyllands-Posten. „Trúverðugleiki vestrænna ríkisstjórna og Sam- einuðu þjóðanna hefur einnig skaðast. Stríðið hefur frelsað Íraka úr klóm Saddams en frelsið hefur verið of dýru verði keypt,“ segir Blix. ■ GAMAN Í LAUGARDALSLAUG Þessir kátu drengir renndu sér niður rennibraut Laugardalslaugarinnar í blíðviðrinu í gær. LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gærkvöld á kröfu lögreglunnar í Reykjavík og úrskurðaði tvo menn, sem handteknir voru í fyrrakvöld vegna líkamsárásar, í gæsluvarð- hald. Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn segir að mennirn- ir hafi verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald í þágu rannsóknarhags- muna í málinu, ekki hafi reynt á ákvæði um almannahagsmuni sem einnig var tilgreind í kröfu lögreglunnar. Þrír menn voru handteknir í fyrrakvöld vegna líkamsárása. Einn þeirra, Stefán Logi Sívarsson, sem einnig var handtekinn um helgina eftir að hann réðst á 16 ára pilt og veitti honum alvarlega áverka, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. apríl. Einum manni var sleppt að lok- inni yfirheyrslu en þriðji maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 14. apríl. Stefán Logi Sívarsson er grunað- ur um að hafa framið fjögur ofbeld- isbrot á þremur dögum, en hann er á reynslulausn eftir stórfellda líkamsárás árið 2002. Eftir fyrsta brotið á sunnudag sá dómari ekki ástæðu til að úrskurða hann í gæslu- varðhald og hélt Stefán því áfram fyrri iðju. Stefán hefur verið dæmd- ur fyrir rúmlega tuttugu brot frá 1997, þar af fjölda líkamsárása. Sjá nánar síður 8–9 Síbrotamaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna líkamsárása: Fjögur ofbeldisbrot á þremur dögum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KAUPHALLARÚTRÁS Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, segir markvisst hafa verið unnið að því að kynna erlendum sjávarútvegsfyrir- tækjum kosti þess að skrá fyrirtæki sín hér á landi. Norsk fyrirtæki eru fyrst í röðinni. ■ Sérstaklega að hér eru íslensk- ir aðilar á fjár- festahliðinni sem eiga auð- veldar með að setja sig inn í aðstæður þess- ara fyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.