Fréttablaðið - 16.04.2004, Side 8

Fréttablaðið - 16.04.2004, Side 8
8 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Sum dýr eru jafnari en önnur „Það virðist sem sá góði ráðherra sem var árið 1992–1993 í nefnd til undirbúnings lögfestingar mann- réttindasáttmála Evrópu hafi villst af leið. Við fáum ekki lengur að heyra að allir séu jafnir fyrir lög- unum heldur að sumir þurfi ekki að fara eftir vitlausum lögum.“ Andri Óttarsson lögmaður, Fréttablaðið 15. apríl Sönn ást „Ég sé enga ástæðu til að forða mér. Ég elska Árna Þór. Nú er bara að takast á við framhaldið.“ Mariko Margrét Ragnarsdóttir, heitkona Árna Þórs Vigfússonar, DV 15. apríl Hugsjónir rætast „Nú er vor í lofti. Stuttbuxnafólk sem slæðst hefur inn á Alþingi hefur tendrað glóð fagurra hugsjóna um aukinn gróða títtnefndra sölumanna og meiri áfengisdrykkju barna og unglinga í brjóstum nokkurra skýr- leiksmanna af báðum kynjum.“ Ólafur Haukur Árnason eftirlaunaþegi, Morgunblaðið 15. apríl Orðrétt Forsætisráðherra Danmerkur verst ásökunum: Hulunni svipt af trúnaðarskjölum KAUPMANNAHÖFN Danska ríkis- stjórnin hefur ákveðið að svipta hulunni af umdeildum skjölum leyniþjónustunnar um vopnaeign Íraks. Tilkynnt var um þetta degi eftir að danski hernaðarsérfræð- ingurinn Frank Soeholm Grevil, sem lak trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla, sakaði forsætisráðherr- ann Anders Fogh Rasmussen um að hafa logið að þingmönnum til að réttlæta hernaðaraðgerðir gegn Írak. Tveir blaðamenn Berl- ingske Tidende hafa verið ákærð- ir fyrir að birta brot úr skýrslum leyniþjónustunnar og ógna þannig öryggi danska ríkisins. Í skýrslunum sem nú verða gerðar opinberar kemur fram hvaða upplýsingar danska leyni- þjónustan hafði um gereyðingar- vopn Íraka fyrir innarásina í Írak. Grevil hefur fullyrt að engar áreiðanlegar upplýsingar hafi leg- ið fyrir um vopnaeign Íraka. Í október 2002 sagði Rasmussen þinginu að dönsk stjórnvöld væru sannfærð um að Írakar hefðu und- ir höndum gereyðingarvopn. Síð- ar lýsti ráðherrann því yfir að Danir hefðu stutt innrásina í Írak af því að Saddam Hussein hefði neitað samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. ■ Alræmdir glæpamenn: Flýðu úr fangelsi MEXÍKÓ, AP Mexíkóskur fangavörð- ur særðist alvarlega þegar fimm fangar, sem ákærðir höfðu verið fyrir manndráp, mannrán og fleiri brot, skutu sér leið út úr fangelsi í borginni Tijuana, á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fimmenningarnir eru grunaðir um aðild að alræmdum eiturlyfja- hring sem gengur undir nafninu Arellano-Felix. Þeir báru vopn sem smyglað hafði verið inn í fangelsið og flúðu á stolnum sendiferðabíl sem beið þeirra fyrir utan. Bíllinn fannst skömmu síðar og voru blóðblettir í honum sem þykir benda til þess að einn af föngunum hafi særst. ■ PERSSON OG ALBRIGHT Madeleine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi á miðvikudag. Leiðtogafundur í Washington: Persson fer á fund Bush SVÍÞJÓÐ Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, fer til Bandaríkj- anna síðar í þessum mánuði á fund forsetans George W. Bush. Leiðtogarnir munu hittast í Hvíta húsinu í Washington 28. apríl til að ræða ástandið í Afganistan og Írak, Líberíu og Miðausturlöndum og bar- áttuna gegn útbreiðslu HIV-veirunn- ar, að því er fram kemur í yfirlýs- ingu frá sænsku ríkisstjórninni. Sænsk stjórnvöld studdu hernað- araðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan en lögðust gegn inn- rásinni í Írak. ■ Býður Evrópu grið snúi hermenn heim Evrópubúum er heitið griðum gegn því að þeir snúi baki við stefnu Bandríkjanna í hljóðritun sem send var út á arabískum ljósvakamiðlum. Talið er að Osama bin Laden tali á upptökunni, en eftir er að raddgreina upptökuna. Bandaríkjamönnum er heitið hefndum fyrir drápið á Yassin. KAÍRÓ AP „Hættið að úthella blóði okkar svo við getum hætt að úthella ykkar,“ segir í hljóðritun sem birt var í arabískum ljósvakamiðlum. Talið er að röddin sem talar í yfir- lýsingunni sé rödd Osama bin Laden. Sérfræðingar hafa ekki stað- fest með raddgreiningu að það sé bin Laden sem tali. Í yfirlýsingunni eru Evrópu boð- in grið gegn því að þau hætti árás- um á araba. „Vopnahlé getur hafist um leið og síðasti hermaðurinn yfir- gefur lönd okkar,“ segir röddin í hljóðrituninni. Í yfirlýsingunni er því vísað á bug að Al Kaiída drepi drápsins vegna. „Dráp á Rússum voru í framhaldi af innrás þeirra í Afganistan; og dráp á Bandaríkja- mönnum á degi New York voru eft- ir stuðning þeirra við gyðinga í Palestínu og innrás á Arabíuskaga.“ Þá er einnig vísað til lestarspreng- ingarinnar í Madríd 11. mars með þeim orðum að vörum hafi verið skilað til þeirra sem þær áttu. „Gerðir okkar eru viðbrögð við gerðum ykkar sem birtast í eyði- leggingu og drápi frænda okkar í Afganistan, Írak og Palestínu.“ Meint rödd bin Laden hvetur Evrópubúa til þess að snúa baki við Bandaríkjamönnum og stefnu þeirra gagnvart aröbum. Kannanir sýni að Evrópubúar vilji frið. „Dyr friðarins mun standa opnar í þrjá mánuði frá því að þessi yfirlýsing er send út. Við erum tilbúin fyrir þá sem hafna friðnum og vilja stríð.“ Í yfirlýsingunni segir að framhaldið sé í höndum Evrópubúa, þeir viti hvað gerist hafni þeir tilboðinu. „Ef það gerist ekki kenna okkur um, kennið ykkur sjálfum um.“ Griðin sem röddin býður eru ekki ætluð Bandaríkjamönnum. Bin Laden, ef röddin er hans, heit- ir hefndum fyrir víg Sjeik Ahmed Yassin, andlegum leiðtoga Hamas samtakanna sem grandað var í flugskeytaárás Ísraelsmanna. „Við heitum guði að við munum refsa Bandaríkjamönnum fyrir hann, með guðs vilja.“ ■ KAÍRÓ AP Sérfræðingar CIA, banda- rísku leyniþjónustunnar, kanna hvort bin Laden sé sá sem talar á hljóðritun sem send var út hjá arabískum ljósvakamiðlum. Við- brögð við yfirlýsingum hljóðritun- arinnar eru á eina lund. „Það sem við viljum er friður, lýðræði og frelsi. Við þurfum hvorki að hlusta á né svara þessari hljóðritun,“ sagði tilvonandi utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, í spænska þinginu í gær. Aðrir talsmenn Evrópuríkja eru á einu máli um að ekki komi til greina að semja við hryðjuverka- menn á borð við Osama bin Laden. „Það er óhugsandi að það komi til greina að eiga einhverjar viðræður við bin Laden, það skilja allir,“ sagði utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini. Joseph Biden, þingmaður Demókrata sem sæti á í utanríkis- málanefnd þingsins, sagði hlóðrit- unina sýna að bin Laden væri tæki- færissinni. „Nú reynir hann að reka fleyg milli Bandaríkjanna og Evrópu.“ Hann segir yfirlýsing- arnar ekki skipta neinu máli, nema ef vera skyldi að við þeim yrði brugðist í Evrópu. Egypskur sérfræðingur í ís- lömskum öfgahópum segir hljóð- ritunina hljóma eins og bin Laden nema að því leyti að hann noti ekki hugtakið „krossfarar í bandalagi við gyðinga“ um Evrópubúa í yfir- lýsingunni. ■ Viðbrögð við hljóðritun: Hafna öllum viðræðum UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍTALÍU Talsmenn Evrópuríkja eru á einu máli um að ekki komi til greina að semja við bin Laden. „Það er óhugsandi,“ sagði Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu. FRIÐUR MEÐ SKILYRÐUM Á upptöku, sem talin er vera af yfir- lýsingu Osama bin Laden, er hefnd heitið fyrir víg Hamasleiðtogans Sjeik Ahmed Yassin. Evrópubúum er boðið grið gegn því að þeir sendi hermenn sína heim frá löndum araba og hætti stuðningi við stefnu Bandaríkjanna. -ráð dagsins Hendið furukönglum eða rifnum, þurrkuðum berki af sítrónu/appelsínu í arineldinn til að fá góðan ilm. Róm 57.855 kr. Netver› á mann Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á Hótel Albani 18. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is FRANK SOEHOLM GREVILL Danski hernaðarsérfræðingurinn Frank Soeholm Grevill stendur fyrir framan dómhúsið í Kaupmannahöfn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.