Fréttablaðið - 16.04.2004, Page 13
ÍRAK Þrátt fyrir að rúmt ár sé nú
liðið frá innrás Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra í Írak,
Saddam Hussein hafi verið hand-
samaður, synir hans drepnir og
aðrir lykilmenn sem Bandaríkja-
menn töldu nauðsynlegt að fjar-
lægja hafi verið drepnir eða hand-
teknir, er ekkert lát á blóðbaðinu í
Írak. Nýir óvinir spretta upp sem
þarf að uppræta. Vopnahlé eru
virt að vettugi, átökin halda áfram
og hafa sjaldan verið harðari.
Andspyrnan gegn innrásarher-
mönnum er hvað sterkust í Fallu-
jah og innrásarherinn virðist ekki
hafa stjórn á ástandinu.
Uppbyggingarstarfið í Írak
eftir innrásarstríðið er í molum
og starfsmenn erlendra ríkja
sem áttu að byggja upp eftir
átökin eru sem óðast að tygja sig
til brottfarar. Fréttaskýrendur
tala um nýtt Víetnam. Blóðug
harðstjórn Saddams er horfin en
frelsið er dýrkeypt.
Írak rambar á barmi borgara-
styrjaldar. Engu er eirt. Tugir
hermanna hafa fallið og óbreytt-
ir borgarar falla í hundraðatali,
einkum konur og börn. Talið er
að yfir 600 hundruð manns hafi
fallið í Fallujah einni í liðinni
viku. Írakar lifa í stöðugum ótta.
Fæstir hafa í nokkurt hús að
venda og eru því á stöðugum
flótta.
Þrátt fyrir óöldina er enn
stefnt að því að mynda bráða-
birgðastjórn og undirbúa kosn-
ingar. Ætlunin er að færa völdin
16 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
STYRK STOÐ
Mackenzie, 6 ára bandarísk stúlka, faðmar
föður sinn David Brooks, birgðastjóra
Bandaríkjahers í Írak, að sér á sjúkrahúsi í
Bloomington. Stúlkan veiktist alvarlega og
var Brooks veitt leyfi frá störfum í Írak til
að vitja dóttur sinnar.
TÓKÝÓ, AP Þremur japönskum gísl-
um, sem uppreisnarmenn rændu
fyrir viku, var sleppt í Írak í gær-
morgun. Gíslarnir eru allir við
góða heilsu, að sögn arabísku sjón-
varpsstöðvarinnar Al-Jazeera. Þre-
menningunum, tveimur hjálpar-
starfsmönnum og einum blaða-
manni, var sleppt við japanska
sendiráðið í Bagdad í morgunsárið
þar sem fjölskyldur gíslanna tóku á
móti þeim. Fjölmiðlar fylgdust
með endurfundunum.
Uppreisnarmenn höfðu hótað að
drepa gíslana ef Japanar kölluðu
ekki herlið sitt heim frá Írak en
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, neitaði að verða við
kröfunum. Koizumi sagðist ekki
semja við mannræningja og
hryðjuverkamenn, japanskt herlið
væri í Írak af mannúðarástæðum.
Gleðin vegna frétta af lausn
gíslanna þriggja í gær varð þó
skammvinn því skömmu síðar bár-
ust óstaðfestar fregnir af því að
uppreisnarmenn í Írak hefðu rænt
tveimur japönskum borgurum. ■
Vesturbyggð:
Ráðning
Árna staðfest
VESTURBYGGÐ Meirihluti bæjar-
stjórnar Vesturbyggðar staðfesti á
síðasta fundi sínum verksamning
við Árna Johnsen, fyrrverandi al-
þingismann, um verkefni til allt að
þriggja mánaða á sviði atvinnu- og
ferðamála í Vesturbyggð. Samn-
ingurinn var staðfestur með fjór-
um atkvæðum sjálfstæðismanna
gegn þremur atkvæðum Sam-
stöðu. Bæjarfulltrúar minnihlut-
ans létu bóka mótmæli við ráðn-
ingu Árna og áréttuðu að ráða bæri
ferðamálafulltrúa til sveitarfélaga
í Vestur-Barðastrandarsýslu í sam-
ræmi við nýja atvinnumálastefnu
sveitarfélaganna. ■
LAGERÚTSALA
MONSOON/ACCESSORIZE
Faxafeni (Bláu húsunum)
OPNUM Í DAG
16. april Kl. 10.00
Opið mánudag - föstudags 10-18
laugardag og sunnudag 12-18
NÝTT KORTATÍMABIL
Skar
t
250
HattarTreflar Töskur 500
Pils
1500
Buxur1500
Sprengiskemmdir á
húsum í Neskaupstað:
Eigendur
fá bætur
FJARÐABYGGÐ Bæjaryfirvöld í
Fjarðabyggð og verktakafyrir-
tækið Arnarfell hafa verið dæmd
til að greiða alls 1.750 þúsund
krónur í skaðabætur til eigenda
tveggja húsa í Neskaupstað. Hús-
in skemmdust þegar sprengt var
vegna gerðar snjóflóðavarnar-
garðs í fjallinu ofan byggðarinnar.
Héraðsdómur Austurlands kvað
upp dóminn.
Stefndu, Bæjarsjóður Fjarða-
byggðar og Arnarfell, voru enn
fremur dæmdir til að greiða máls-
kostnað eigendanna, samtals
1.600 þúsund krónur. Eigendum
annars hússins voru dæmdar
1.500 þúsund krónur en hins húss-
ins 250 þúsund krónur. Dómurinn
var fjölskipaður. ■
MILLI VONAR OG ÓTTA
Ayako Inoue, systir Nahoko Takato, eins
þriggja japanskra gísla sem uppreisnar-
menn í Írak slepptu í gær, brast í grát þeg-
ar fyrstu fregnir af lausn gíslanna voru
dregnar til baka. Síðar fékkst staðfesting á
lausn gíslanna.
Þremur japönskum gíslum sleppt í Írak:
Tveimur rænt í kjölfarið
M
YN
D
/A
P
Ekkert lát er á blóðbaðinu í Írak. Talið er að rúm-
lega sex hundruð manns hafi verið drepnir í
Fallujah í liðinni viku, einkum konur og börn.
Heimamenn lifa í stöðugum ótta og hrekjast und-
an stríðinu. Trú manna á að takist að færa völdin í
hendur heimamanna í sumar fer þverrandi.
DÆMDAR BÆTUR
Í þessu húsi ,sem er í rúmlega 100 metra
fjarlægð frá neðsta hluta snjóflóðavarna-
garðsins, fóru ofnalagnir úr sambandi við
sprengingarnar.
Blóðvöllurinn í Írak
KORNABÖRN SKOTMÖRK
Nura, þriggja ára írösk stúlka, í örmum föður síns á leið á sjúkrahús. Nura hlaut skotsár í átök-
um sem blossuðu upp milli bandarískra hermanna og súnnímúslima í Fallujah á dögunum.
ENDALAUS FLÓTTI
Svipur þessarar írösku konu í Fallujah segir
meira en mörg orð. Heimili tugþúsunda
Íraka hafa verið sprengd í loft upp og hafa
fæstir í önnur hús að venda. Þeir eru því á
stöðugum flótta undan átökunum.