Fréttablaðið - 16.04.2004, Page 14
17FÖSTUDAGUR 16. apríl 2004
í hendur heimamönnum 30. júní
næstkomandi. Bandaríkjamenn
hyggjast senda 10 þúsund her-
menn til viðbótar til Írak og
freista þess að ná tökum á
ástandinu. Trú manna á að það
takist fer þverrandi. ■
Verðbólga eykst í
Bandaríkjunum:
Búist við
vaxtahækkun
VIÐSKIPTI Verðbólga í Bandaríkj-
unum jókst um hálft prósent í
mars og er það fjórði mánuðurinn
í röð sem verðbólga hækkar. Al-
mennt var búist við hækkun, en
hækkunin var töluvert meiri en
markaðurinn bjóst við. Ef orka og
matvæli eru undanskilin er verð-
bólgan milli mánaða sú mesta í
tvö ár.
Sérfræðingar búast við að senn
líði að því að Seðlabanki Banda-
ríkjanna hækki vexti. Viðbrögð
markaðarins voru þau að verð
hlutabréfa lækkaði vegna vænt-
inga um vaxtahækkunina. ■
HEIMSÓTTI LANDA SÍNA
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
fór í óvænta heimsókn til Nasiriyah í suð-
urhluta Íraks á laugardag og hitti ítalska
hermenn. Um það bil 3.000 ítalskir her-
menn eru nú í Írak. Myndin af Berlusconi
var tekin þegar útför 19 Ítala, sem féllu í
árás uppreisnarmanna í Nasiriyah, fór fram
í nóvember síðastliðnum.
VEIÐI Margir veiðimenn hafa síð-
ustu daga rennt fyrir fisk, veiðin
var misjöfn en menn reyndu. Fyrir
neðan brúna á Andakílsá, á silunga-
svæðinu, var reynt mikið reynt um
páskana en veiðin var ekki mikil.
Útiveran var hins vegar góð og það
var fyrir mestu.
„Veiðimenn sem voru að veiða
fyrir fáum dögum settu í 8 til 10
punda fiska í skurðinum þar sem
rennur úr vatninu,“ sagði Jakob
Hrafnsson um veiði í Steinsmýrar-
vötnum, en veiðin hefur verið ágæt
þar um slóðir eins og víða í vor-
veiðinni.
„Veiðitölur núna eru um 100
fiskar en flestum hefur verið
sleppt aftur. Flestir fiskarnir eru
fallegir geldfiskar á bilinu 2 til 3
pund, en stærstu fiskarnir eru 5 til
6 punda,“ sagði Jakob.
Fyrir nokkrum dögum veiddi
Stefán Sigurðsson rígvænan fisk í
Ytri-Rangá og hann sleppti honum
aftur.
„Þetta var fiskur vel yfir 10
pundin, 85 sentimetrar og ég
sleppti honum aftur,“ sagði Stefán.
Í Varmá hefur verið fín veiði og
voru veiðimenn að fá 14 punda
bleikjur í Húshyl. Ein líklega
stærri en þessi 14 punda slapp í
Húshylnum eftir mikla baráttu.
Einn veiðimaður fékk fallegan 4
punda sjóbirting á miðsvæðinu og
8 punda bleikja kom líka á land um
páskana. Það var fjör við lækinn og
veiðimenn náðu óvenjulega vænni
bleikju.
Í Soginu á flestum svæðum var
reynt, en bleikjan gaf sig lítið, enda
áin ennþá köld, aðeins um tvær
gráður þegar hún var mæld af
veiðimönnum. ■
Húshylur í Varmá:
14 punda bleikja á land
STEINSMÝRARVÖTN GEFA VEL
Þröstur Hjartarson með góða veiði úr
Steinsmýrarvötnum, fyrir fáum dögum.
M
YN
D
/J
AK
O
B
H
R
AF
N
SS
O
N
ÖRKUMLAÐUR
Bakre Kamal, sjö ára drengur, særðist illa
þegar sprengja féll á heimili hans í Sam-
arra, 90 kílómetra norður af Bagdad, höf-
uðborg Íraks. Kamal er örkumlaður eftir
sprengjuna.
TIL HINSTU HVÍLU
Írakar bera hér fallinn félaga til hinstu
hvílu á fótboltavelli í Fallujah sem breytt
hefur verið í grafreit. Talið er að rúmlega
600 írakar hafi fallið í borginni undan-
farna viku, einkum konur og börn.