Fréttablaðið - 16.04.2004, Side 35

Fréttablaðið - 16.04.2004, Side 35
26 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR CURSIVE „How did I end up here to begin with? I don’t know. Why do I start what I can’t fin- ish? Oh, please, don’t arouse me with the questions, of all those ugly answers. My ego is like my stomach, it keeps shitting what I feed it.“ - Söngvari Cursive lýsir þeim trega fullkomlega að vera fastur í eigin sjálfsvorkunn í laginu The Recluse af plötunni frábæru The Ugly Organ frá því í fyrra. Popptextinn TÓNLIST Breska rokksveitin Black Rebel Motorcycle Club hefur sagt skilið við útgáfurisann Virgin. Ákvörðunin var víst sameiginleg frá báðum endum borðsins. Sveitin er frelsinu fegin og leitar nú að nýjum og hagstæðari útgáfusamning. „Við erum búnir að vera berj- ast fyrir því að losna í sex mánuði en höfum ekki getað sagt neinum frá því af ótta við að hlutir færu í vont,“ segir Robert Turner, liðs- maður sveitarinnar. „Við ætlum að fara aftur ofan í grundvallar- atriðin eins og þegar við byrjuð- um. Þá gerðum við meira sjálfir og vorum þess vegna sáttari við allar ákvarðanir. Þetta er besti dagur í stuttri sögu sveitarinnar. Við erum með mörg áform um hvað við viljum gera næst og hjá hverjum við munum gefa út plöt- ur í framtíðinni.“ ■ BLACK REBEL MOTORCYCLE CLUB Voru ekki sáttir hjá einu stærsta útgáfu- fyrirtæki heims og kepptust við að ná sig lausa í sex mánuði. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn kl: 20.00. þriðjudaginn 20. apríl 2004 í Skútunni, Hólshrauni 3. Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í kjörstjórn. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. Verkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 - 220 - Hafnarfjörður Sími 5550944 - Fax 5654055 - Netfang: hlif@hlif.rl.is Árlega fer stór hópur Íslendingatil Danmmerkur um mánaða- mótin júní/júlí í þeim eina tilgangi að baða sig í bjór, tónlist, lífrænum mat og hugsanlega leðju. Dagskrá Hróarskeldu í ár er enn í mótun en stærstu nöfnin hingað til eru David Bowie, Korn, Morrissey, N.E.R.D., Pixies, Santana og Wu- Tang Clan. Það verður þó að hafa fyrirvara á röppurunum í Wu sem eru þekktir fyrir að draga fyrirhug- aðar framkomur sínar á tónleikahá- tíðum í Evrópu til baka. Síðast áttu þeir að leika á hátíðinni árið 1997 en mættu einfaldlega ekki. Ekki má búast við að fleiri risa- nöfn bætist í hópinn, þó það gæti auðvitað gerst en án efa munu fleiri athyglisverðar en lítt þekktari sveitir bætast við á næstu vikum. Af stórum „litlum“ sveitum sem þegar hafa boðað komu sína má nefna bresku rafsveitina Basement Jaxx, Blackalicious, spútnik rokksveitina Franz Ferdinand, The Hives, Meshuggah, dönsku rokksveitina Saybia sem átti nokkra slagara hér, þýsku rafsveit- ina Lali Puna og brautryðjendurna í gítaróhljóðasveitinni Wire. Unnendur hiphops fá svo eitt- hvað fyrir sinn snúð þar sem út- gáfufyrirtækið Lex Records stend- ur fyrir tónleikum þar sem Sage Francis og Danger Mouse koma fram, ásamt fleirum. Enn á það eftir að skýrast hvort einhverjar íslenskar sveitir koma fram á hátíðinni í ár en hefð hefur verið fyrir því síðustu árin. Síðast léku Ske, Sigur Rós, Björk og Gusgus. Vitað er að frá Færeyjum mun frændi okkar Teitur spila en hann er á góðri leið með að verða fyrsta stórstjarna eyjanna á heims- vísu. Miðað við þá tónleikadagskrá sem Íslendingum er boðið upp hér í sumar velta kannski einhverjir fyrir sér hvort hin raunverulega tónleikahátíð sé hér. Sérstaklega í ljósi þess að tvær af stærstu sveitunum á Hróarskeldu eru með sértónleika hér, mánuði fyrr. ■ HEIDI Stúlkurnar í Sugababes blésu á þá orð- róma að þær væru eitthvað annað en bestu vinkonur og virtust kátar á sviði. Að minnsta kosti brosti Heidi út að eyrum. Segja Virgin upp DAVID BOWIE Einhverjir höfðu bundið vonir við það að goðið myndi heimsækja Ísland á núverandi tón- leikaför hans en áhugasamir verða að fara á Hróarskeldu til þess að sjá Bowie á tónleik- um í sumar. Hvað verður á Hróarskeldu 2004? Tónlist HRÓARSKELDA ■ Nú styttist í sumarið og allar tónlistar- hátíðarnar en hugsanlega gæti besta tón- listarhátíðinni verið Reykjavík í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.