Fréttablaðið - 13.06.2004, Síða 2
2 13. júní 2004 SUNNUDAGUR
Konan sem flutti inn 5.005 e-töflur nýtur Schengenréttinda:
Leitað að samverkamönnum
FÍKNIEFNI Ekki er hægt að greina
frá framvindu rannsóknar í máli
ófrískrar konu á þrítugsaldri, sem
handtekin var á föstudag með
5.005 E-töflur í bakpoka, þar sem
hún er í einangrun, segir Jóhann
R. Benediktsson, sýslumaður á
Keflavíkurflugvelli. Hann segir
rannsóknina beinast að því að
upplýsa hverjir samverkamenn
konunnar séu. Hún situr í gæslu-
varðhaldi á Litla-Hrauni.
Konan nýtur fullra réttinda
sem íbúi Schengensvæðisins, seg-
ir Georg Lárusson, forstjóri
Útlendingastofnunarinnar. Hann
segir að ófætt barn hennar fái
sömu meðferð og börn annarra er-
lendra ríkisborgara sem fæðast
hér á landi. Georg segir að barnið
yrði í umsjá barnaverndaryfir-
valda óskaði móðirin þess. „Það er
öruggt mál að barnið yrði ekki
sent frá móðurinni ef hún afplán-
ar hér á landi,“ segir Georg. Hann
segir það háð mati barnaverndar-
yfirvalda hvort fjögurra ára barn
konunnar fái að koma til landsins
óski móðirin þess.
Guðrún Frímannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaverndar
Reykjavíkur, segir að kannaðar
séu aðstæður í hverju og einu til-
felli. Ekki sé hægt að svara á
þessu stigi hverjir málavextir
ófrísku konunnar hugsanlega
yrðu í meðferð barnaverndaryfir-
valda. ■
Konur geta haft unga-
börn með sér í fangelsi
Ófrísk kona var tekin með 5.005 e-töflur við komu til landsins á föstudag. Hún
verður í tveggja vikna gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Verði hún dæmd þarf hún
aðeins að sitja inni helming refsivistarinnar segir sérfræðingur í afbrotamálum.
FÍKNIEFNI Heimilt er að konur hafi
börn að eins og hálfs árs aldri inn-
an fangelsisveggja, segir Erlend-
ur S. Baldursson, afbrotafræðing-
ur og starfsmaður Fangelsis-
stofnunar. Ófrísk kona var hand-
tekin í Leifsstöð með 5.005 e-töfl-
ur í bakpoka á föstudag. Hún
verður í einangrun á Litla-Hrauni
til tveggja vikna og á fjögurra til
sex ára dóm yfir höfði sér verði
hún sakfelld. Konan er frá Sierra
Leone en með hollenskt vegabréf
samkvæmt sýslumanni á Kefla-
víkurflugvelli.
Erlendur segir að algengt sé
að erlendir ríkisborgarar sem af-
pláni refsivist hér á landi sitji að-
eins helming dómsins í stað þess
að afplána tvo þriðju hluta hans
eins og dæmdir landsmenn. „Það
hefur verið reglan því tekið er
tillit til þess að menn afpláni við
miklu erfiðari aðstæður. Ættingj-
ar eigi erfitt með að heimsækja
viðkomandi og tungumálið sé
erfitt,“ segir Erlendur.
Erlendur segir að aðstæður til
vistunar í eingangrun á Litla-
Hrauni séu ágætar og að starfs-
fólk sé þjálfað til að sjá um fang-
ana en aldrei sé gott fyrir van-
færar konur eða fólk í erfiðleik-
um að vera í einangrun.“ Það er
náttúrulega ekki við sem ákveð-
um það heldur dómarinn sem úr-
skurðar í gæsluvarðhald.“
Erlendur segir að þegar ein-
angruninni ljúki fari konan
væntanlega í kvennafangelsið í
Kópavogi. Þar njóti hún umönn-
unar hjúkrunarstarfsfólks, fari í
mæðraskoðanir og fæði á
sjúkrahúsi. Hún komi síðan aft-
ur í fangelsið þegar læknir met-
ur að það sé í lagi.“ Fangelsi eru
ekki byggð fyrir börn en þau
mál verða bara leyst. Það eru
eins manns herbergi í Kópavogs-
fangelsinu og það er hægt að
hafa þar kornabarn. Það verður
gert ef til þess kemur,“ segir Er-
lendur.
Ekki er útilokað að konan af-
pláni í Hollandi en það þyrftu
hollensk yfirvöld að samþykkja
sem getur tekið langan tíma,
segir Erlendur. Hann bendir á að
málið sé á frumstigi og enn sé
allt óljóst. „Einhverra hluta
vegna valdi hún að gera þetta og
slapp ekki með það. Þá tekur hún
afleiðingunum af því eins og
aðrir verði hún dæmd,“ segir
Erlendur.
gag@frettabladid.is
SLÖKKVILIÐIÐ AÐ STÖRFUM
Við útkallið lögðu tveir sjúkrabílar og tveir
dælubílar slökkviliðsins af stað. Öðrum
slökkvibílnum var snúið og tók útkallið að-
eins tuttugu mínútur.
Kveikti í rúmi:
Lítill drengur
með eldspýtur
ELDUR Lítill drengur kveikti í rúm-
inu sínu í kjallaraíbúð í fjölbýli
við Flókagötu.
Slökkviliðinu var tilkynnt um
brunann fimm mínútur yfir átta í
gærkvöldi og hafði lokið störfum
tuttugu mínútum síðar. Reykkaf-
arar slökktu eldinn og reykræsta
þurfti íbúðina. Töluvert miklar
skemmdir urðu á herbergi
drengsins. ■
■ AMERÍKA
■ LÖGREGLUMÁL
Jú, þetta er alveg fráleit hugmynd
enda eru það knattspyrnuáhuga-
menn sem helst sækja svona sýning-
ar. Núna þurfa því aðrir að sýna lit.
Myndlistarsýning Þorvalds Þorsteinssonar var
opnuð í fyrrakvöld en í gær hófst Evrópumótið í
knattspyrnu.
SPURNING DAGSINS
Þorvaldur, er það ekki vitleysa að
frumsýna á sama tíma og EM byrjar?
BERJAST ÁFRAM
Mahmoud Zahar, einn af leiðtogum
Hamas segir árásir munu halda áfram.
Hamas:
Ætla að
halda áfram
árásum
GAZABORG, AP Háttsettur leiðtogi
palestínsku Hamas-samtakanna,
Mahmoud Zahar, sagði í gær að
samtökin myndu halda áfram
árásum sínum á Ísrael hvort sem
Ísraelar drægju herlið sitt frá
Gazaströndinni eða ekki. Forsæt-
isráðherra Palestínu, Ahmed
Qureia heimsótti Gaza í gær til
samráðsfundar við háttsetta
heimamenn um framtíð svæðsins.
Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í
síðustu viku áætlun Ariels Shar-
ons forsætisráðherra um brott-
flutning ísraelskra landnema og
herliðs frá Gazaströndinni. ■
Brautskráning Kennaraháskólans:
Kennaranámið lengt
SKÓLAMÁL Rektor Kennarahá-
skóla Íslands telur að huga beri
að lengingu kennaranáms á
Íslandi og færa það til jafns við
það sem tíðkast í nágrannalönd-
unum.
Í ávarpi sínu við brautskrán-
ingu skólans í gær sagði Ólafur
Proppé, rektor KHÍ, að það gæti
orðið markmið að bjóða nýtt
lengra og betra kennaranám við
aldarafmæli skólans árið 2007,
„...sem tæki mið af breyttum og
sívaxandi kröfum samfélagsins
og því besta sem læra má, m.a. af
öðrum þjóðum á þessu sviði. Slík
tímasetning væri í takt við spá
Ríkisendurskoðunar um að eftir
2008 hafi tekist að manna grunn-
skóla landsins með réttindakenn-
urum og því enn minni ástæða til
að viðhalda styttra kennaranámi
þess venga, eins og stundum hef-
ur verið haldið fram“.
478 kandítatar brauðskráðust
frá KHÍ í gær og hafa aldrei fleiri
kandídatar verið brautskráðir í
einu frá skólanum. ■
BAKPOKINN
Konan sem handtekin var í Leifsstöð á
föstudag er 26 ára gömul og ættuð frá
Sierra Leone í Afríku. Hún er með hollenskt
flóttamannavegabréf. Georg Lárusson segir
að því verði málin betur skoðuð en hún
njóti fullra réttinda eins og aðrir Schengen-
íbúar. Konan er komin fimm mánuði á leið
og á einnig fjögurra ára gamalt barn úti.
ÚTSKRIFAÐIST MEÐ AFASYSTUR SINNI
Frænkurnar Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Ásdís Hallgrímsdóttir útskrifuðust saman úr
Kennaraháskóla Íslands í gær. Ásdís er afasystir Hugrúnar og höfðu frænkurnar ríka
ástæðu til að gleðjast í gær.
ERLENDUR BALDURSSON
Afbrotafræðingur segir að fordæmi séu fyrir því að konur fæði börn í refsiafplánun og einnig að konur hafi haft hjá sér ungabörn. „Það
er ekki gott fyrir barn sem er farið að skynja umhverfi sitt að vera í fangelsi.“ Konan á fyrir fjögurra ára barn í Hollandi. Erlendur segir að
engar líkur séu á að það komi hingað til lands.
KITLAR FÆREYSKA BRAGÐLAUKA
Neysla á pitsum hefur tífaldast í Færeyjum
undanfarin ár.
Færeyingar:
Elska pitsur
og sódavatn
FÆREYJAR Færeyingar hafa tekið
miklu ástfóstri við pitsur og sóda-
vatn og hefur færeyski landlæknir-
inn af þessu miklar áhyggjur enda
hefur neysla á þessum vörum tí-
faldast á síðustu átta árum. Hann
telur þýðingarmikið að koma á
framfæri skilaboðum um skaðsemi
þessarar neyslu og hefja fyrir-
byggjandi aðgerðir sem fyrst. Fær-
eyska ríkisútvarpið skýrði frá
þessu en ársskýrsla landlæknis
landsins er nýkomin út. ■
MIKILL HAGVÖXTUR Eftir algjört
hrun argentínsks efnahagslífs í
árslok 2001 hefur hagvöxtur
numið tíu prósentum tvö ár í röð.
Búist er við átta prósenta hag-
vexti í ár en tæpra fjögurra pró-
senta hagvexti á næsta ári. Þrátt
fyrir þetta er atvinnuleysi enn
mikið, um fimmtán prósent.
KVEIKT Í BÍL Lögreglunni í Kópa-
vogi barst tilkynning klukkan hálf-
ellefu í fyrrakvöld um eldsvoða í bíl
við Bláfjallaveg. Þegar slökkvilið
mætti á staðinn var bifreiðin alelda
en vel gekk að ráða niðurlögum elds-
ins. Talið er að um íkveikju hafi ver-
ið að ræða en enginn var í grennd
við bílinn. Málið er í rannsókn.
AMFETAMÍN Í BÍL Þá hafði lögreglan
í Kópavogi afskipti af þremur
mönnum í bíl sem voru grunaðir um
fíkniefnamisferli. Eitthvað magn af
amfetamíni fannst við leit í bílnum
og mennirnir voru færðir til yfir-
heyrslu en sleppt að þeim loknum.
Málið er í rannsókn.
ÖLVUN OG BÍLÞJÓFNAÐUR Lögregl-
an á Selfossi stöðvaði alls fjóra öku-
menn grunaða um ölvunarakstur í
fyrrinótt. Sýni voru tekin úr þeim
og málin eru í rannsókn. Rauðum
Mitsubishi Pajero, árgerð 1990, var
stolið í gær á Selfossi. Bíllinn var
ekki kominn í leitirnar þegar blaðið
fór í prentun. Þá var fellihýsi stolið
við sumarbústað við Nesjar, en óvíst
er hvenær því var stolið því það
stendur yfirleitt við bústaðinn og
eigandinn er búsettur erlendis.
Fellihýsið er hvítt og hefðbundið í
útliti en er með gula númeraplötu
með númerinu MT 296.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Friðarverðlaunahafi:
Styður fram-
boð Ástþórs
FORSETAKOSNINGAR Oscar Arias
Sanches, fyrrverandi forseti Kosta
Ríka og handhafi friðarverðlauna
Nóbels, hefur lýst yfir stuðningi
sínum við Ástþór Magnússon for-
setaframbjóðanda. Sanches telur að
vægi smáþjóða til að stuðla að friði
sé heilmikið. Máli sínu til stuðnings
nefnir hann að í sinni forsetatíð hafi
Kosta Ríka átt stóran þátt í að miðla
málum og koma á stöðugleika í Mið-
Ameríku á níunda áratugnum. Þá
segir Sanches Ástþór vera hug-
sjónamann og líkir honum við Don
Kíkóta í baráttu sinni fyrir friði.
Sanches studdi Ástþór einnig í for-
setakosningunum 1996. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.