Fréttablaðið - 13.06.2004, Side 4

Fréttablaðið - 13.06.2004, Side 4
4 13. júní 2004 SUNNUDAGUR Banatilræði í Írak: Ráðherra myrtur ÍRAK, AP Bassam Salih Kubba, varautanríkisráðherra hinnar nýju Íraksstjórnar, var skotinn til bana á leið sinni til vinnu í gær. Talið er að stuðningsmenn Sadd- ams Hussein hafi myrt hann. Kubba er annar háttsettur embættismaður í Írak sem er ráð- inn af dögum á síðastliðnum mán- uði, en 17. maí var Izzadine Saleem, yfirmaður framkvæmda- ráðs Íraks, myrtur í sjálfs- morðsárás. Íraskur borgari lést einnig í gær og fjórir slösuðust í skothríð milli bandarískra her- sveita og andspyrnumanna. Verð- andi ríkisstjórn hefur þó borist stuðningur úr óvæntri átt; hinn róttæki Sjíta-klerkur, Muqtada al-Sadr, hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að setjast að samningaborðum með stjórninni, verði það til þess að Bandaríkja- menn hverfi af landi brott. Bandarísk yfirvöld segjast fagna sáttaumleitan al-Sadr en taka henni með fyrirvara. Þau hafa ennfremur varað við skær- um þegar nýja ríkisstjórnin tekur við völdum þann 30. júní næst- komandi. Þá lýkur hernáminu undir forystu Bandaríkjanna formlega séð, en bandarískar her- sveitir eru þó síður en svo á för- um. Samkvæmt ályktun sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðastliðinn þriðjudag, hefur hernámsliðið frest til ársins 2006 til að yfirgefa landið. ■ Hringbraut í opinn stokk Átakshópur um betri byggð hefur lagt til að Hringbraut verði grafin í opinn stokk til að bjarga land- rými. Lítil röskun á framkvæmdum segir forsvarsmaður. Borgarfulltrúa hugnast ekki tillagan. SAMGÖNGUR Tillagan felst í því að yfirborð Hringbrautar verði lækkað um þrjá til fjóra metra á um 600 metra löngum kafla sunn- an Landspítala og U m f e r ð a r m i ð - stöðvar að áætl- uðum gatnamót- um við Bústað- aveg og Njarðar- götu. Þannig lægi umferðin í gegn- um opinn stokk sem mætti loka og byggja yfir ef byggingarrétti yrði úthlutað við Hringbraut. Samtökin segja tillöguna falla hnökralaust að þeim framkvæmd- um sem þegar eru hafnar og kosti ekki meira en núverandi fram- kvæmd. Hún bjargi hins vegar ell- efu hekturum af landi að verðmæti ellefu milljarða króna, þegar allt er talið til. Nauðsynlegar breyting- ar á hönnun brautarinnar yrðu í lágmarki og myndu ekki hafa áhrif á meginframgang verksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkurborgar, segir að sér hugnist ekki tillagan. „Annað hvort er gatan í lokuðum stokk eða ofanjarðar eins og nú er. Það yrði mikið lýti á umhverfinu að hafa opinn stokk í götunni auk þess sem því fylgir slysahætta.“ Steinunn segir ennfremur að opn- ir stokkar þekkist ekki erlendis og telur hún að áætlun samtakanna um verðmæti landsins sé ofmat. Örn Sigurðsson, forsvarsmað- ur átakshóps Höfuðborgarsam- takanna segir að fullyrðingar Steinunnar séu ekki réttar. Opnir stokkar séu alþekktir og sem dæmi má nefna gjána í Kópa- vogi. Þá gefur hann lítið fyrir umhverfislýti og slysahættu af stokknum. „Það er minni sjón- mengun af götunni ef hún er grafin niður, hraðbrautir þykja ekki mikil prýði.“ Þá bendir hann á að það sé ekki minni slysa- hætta af hraðbrautum en opnum stokk. Örn segir ennfremur að áætlað verðmætamat sé síður en svo ofmat. „Þetta er samkvæmt stöðlum sem hægt er að reikna. Þá finnst mér undarlegt að ekki er hægt að fá borgaryfirvöld til að leggja mat á verðmæti bygg- ingarlands. Allur röksemdaflutn- ingur yfirvalda er byggður á öfugmælum og útúrsnúningum.“ bergsteinn@frettabladid.is Bush áttræður: Fer í fall- hlífarstökk BANDARÍKIN, AP George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætl- ar sér að halda upp á 80 ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk um helgina. Bush og eiginkona hans, Bar- bara, verða við útför Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, á föstudag en halda að því loknu heim til Houston þar sem þau halda upp á afmæli forsetans fyrr- verandi á laugardag. Á sunnudegin- um ætlar Bush svo að stökkva út úr flugvél í fallhlíf. Það gerði hann líka á 75 ára afmæli sínu og ennfremur í seinni heimsstyrjöld þegar hann var flugmaður í flotanum. ■ ■ EVRÓPA ,,Það er minni sjón- mengun af götunni ef hún er graf- in niður. Styður þú fyrirhugað verkfall kennara? Spurning dagsins í dag: Ferðu í laxveiði í sumar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 62% 38% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Ódæðið í Oklahoma: Dauðarefs- ing út úr myndinni OKLAHOMA, CNN Annar tveggja sak- borninga vegna sprengutilræðis- ins í Oklahoma árið 1995 mun ekki verða tekinn af lífi þrátt fyrir að hafa verið sak- felldur fyrir morð. Kviðdóm- ur í málinu komst ekki að niðurstöðu um refsingu Terrys Nichols og því mun dómarinn ekki eiga kost á því að úrskurða um dauðarefs- ingu. Næstkomandi föstudag, 18. júni, verða nákvæmlega þrjú ár liðin frá því að samverkamaður Nichols, Timothy McVeigh, var tekinn af lífi fyrir þátt sinn í sprengingunni í ráðhúsi Oklahoma sem varð 168 manns að bana. ■ Umferðarslys í Kópavogi: Sex ára barn slasaðist UMFERÐARSLYS Sex ára gamalt barn slasaðist lítillega þegar tveir bílar rákust hvor á annan á Arnarnesvegi, rétt fyrir klukk- an þrjú í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bílarnir að koma úr gagnstæðri átt og var annar að beygja af Reykjanesbraut inn á Arnarnesveg þegar slysið varð. Tvö börn voru farþegar í öðrum bílnum en ökumaður var einn í hinum. Glerbrotum rigndi yfir barnið sem slasaðist og hlaut litla skurði en lögreglan segir að ekki hafi mátt miklu muna að verr hafi farið. Kona sem ók bílnum með börnunum í kvartaði yfir eymslum og var hún og annað barnið flutt á slysadeild til aðhlynningar. Báð- ir bílarnir voru mikið skemmdir og voru dregnir af slysstað. ■ GAMLI TÍMINN? Bretar prófuðu póstkosningar og hér hafa sumir mælt með því að kjósa megi gegn- um tölvu. Póstkosningar: Kjörsókn tvöfaldast BRETLAND Tilraunir með póst- atkvæðagreiðslu í bresku sveitar- stjórnarkosningunum virðast hafa borið góðan árangur. Í það minnsta tvöfaldaðist kjörsókn á mörgum þeim svæðum þar sem hægt var að greiða atkvæði í pósti. Í norðvestur- hluta landsins fór kjörsókn úr tæp- um tuttugu prósentum í nær 40 pró- sent. Efasemdarmenn um ágæti póst- kosninga hafa lýst áhyggjum af því að auðveldara sé að svindla í póst- kosningum en hefðbundnum kosn- ingum. Þeir sem sáu um fram- kvæmdina vísa því á bug en ætla að láta meta hvort almenningur beri sama traust til póstkosninga og hefðbundinna kosninga. ■ MÁLI PAPONS LOKIÐ Æðsti dóm- stóll Frakklands hefur hafnað beiðni Maurice Papon um að mál hans verði tekið upp á nýjan leik. Papon var dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyninu árið 1998, fyrir samstarf við nasista í síðari heimsstyrjöld. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Financial Times fjallar um Ísland: Segir alvarlega stjórnskipunarkreppu ríkja FJÖLMIÐLAR Breska blaðið Financi- al Times gerði stóra fjölmiðla- lagamálið á Íslandi að umfjöllun- arefni í gær og sagði alvarlega stjórnskipunarkreppu ríkja í landinu. Raunar þá verstu á lýð- veldistímanum, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar. Blaðið segir frá erjum forset- ans, Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra, og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar forstjóra Baugs og rekur ýmislegt sem þeim hefur farið á milli, t.d. ásakanir um mútuboð. Þá er greint frá meintri óvild for- sætisráðherra í garð KB banka og rifjað upp þegar hann tók út inn- eign sína í bankanum vegna kjarasamninga æðstu starfs- manna hans. Financial Times segir fjöl- miðlalögin fela í sér strangari tak- markanir á eignarhaldi fjölmiðla en tíðkast annars staðar í Evrópu en í samtali við blaðið líkir Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, ástandinu á Íslandi við ef breska verslunar- keðjan Tesco ætti helming sjón- varpsstöðva á Bretlandi og tvö af hverjum þremur dagblöðum. ■ VANDLEGA GÆTT Sakborningurinn Terry Nichols mætir til réttarhaldanna í fylgd lögreglu- manna. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON DAVÍÐ ODDSSON ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON HUGMYNDIR ÁTAKSHÓPSINS Svona líta hugmyndir átakshópsins út miðað við áætlun Reykjavíkurborgar. ÖRN SIGURÐSSON Málflutningur borgaryfirvalda byggist á öfugmælum. BIFREIÐ KUBBA Varautaríkisráðherrann var skotinn til bana í bifreið sinni. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Opinn stokkur væri umhverfislýti og slysa- gildra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.