Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 4
Jónas Ingi Ragnarsson neitaðiallri sök þegar svokallað lík- fundarmál í Neskaupstað var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann er ákærður í málinu ásamt þeim Grétari Sigurðarsyni og Tomasi Malakauskas fyrir inn- flutning á fíkniefnum, fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið Vaidasi Jucevicius til hjálpar í lífsháska og fyrir ósæmi- lega meðferð á líki. Þá er Grétar einn ákærður fyrir vopnalagabrot. Milliþinghald í málinu verður í september og er gert ráð fyrir að aðalmeðferð þess hefjist upp úr miðjum október. Útveguðu fíkniefnin í sam- einingu Grétar Sigurðarson segir fyrs- ta lið ákæru, sem segir þá þre- menningana hafa í ágóðaskyni staðið að innflutningi á 224 grömmum af metamfetamíni , rangan hvað hann varði. Hann segist hvorki hafa staðið að innflutningnum né hafa ætlað að standa að dreifingu efnanna. Tomas játaði þennan lið ákærunnar en gerði athugasemd við að hann hafi útvegað fíkniefnin og fengið Vaidas til að flytja þau inn. Tomas segir sig og Vaidas hafa í samein- ingu útvegað efnin og séð um skipulagningu innflutningsins. Stakk hann þrisvar Grétar neitar öðrum lið ákæru þar sem þeir eru sakaðir fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann fékk þarma- stíflu vegna fíkniefnanna sem hann bar innvortis. Vaidas lést að lokum vegna stíflu í mjógirni á heimili Tomasar í Kópavogi. Grét- ar segist hafa verið fenginn til að hjálpa til vegna veikinda Vaidas- ar. Honum hafi aldrei komið til hugar að Vaidas myndi deyja. Tomas neitar sök hvað þetta ákæruatriði varðar. Þremenningarnir eru allir ákærðir fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar; að hafa sett líkið í plastpoka og flutt það til Neskaup- staðar, stungið líkið fimm sinnum og sökkt því í sjóinn. Tomas neitar sök eins og henni er lýst í ákæru. Grétar játar hins vegar verknað- inn að því undanskildu að hann hafi stungið líkið þrisvar en ekki fimm sinnum. Eftirlíking af sjóræningja- byssu Þá er Grétar sakaður um brot á vopnalögum. Í fyrsta lagi fyrir að eiga loftriffil og skammbyssu án skotvopnaleyfis. Grétar neitar sök, loftriffillinn sé erfðagripur og skammbyssan sé eftirlíking af sjóræningjabyssu sem hann keypti í Kolaportinu. Önnur skot- vopn sem fundust á heimili hans segir hann vera í eigu móður sinn- ar og fósturföður. Grétar er sak- aður um eign tveggja lásboga og játar hann sök hvað varðar annan lásbogann. Hinn segir hann ein- ungis vera skrautgrip á vegg sem keyptur hafi verið í Kolaportinu. Grétar er líka sakaður um eign á tuttugu hnífum. Hann segist hafa safnað hnífunum frá unga aldri og hann hafi ekki hreinlega ekki vitað að hann væri að brjóta lög. Vildu upplýsingar um heilsufar Vaidasar Tveir verjendur fóru fram á að ákæruvaldið aflaði gagna um heilsufar Vaidasar áður en hann kom hingað til lands. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, sagðist hafa lesið viðtal við móður Vaidasar í DV og þar hafi komið fram að hann hafi verið heilsuveill. Sveinn Andri segir að nauðsynlegt sé að vita hvort heilsuhraustur ein- staklingur hefði látist við þær að- stæður sem Vaidas lést. Ákæru- valdið taldi ekki nauðsynlegt að falast eftir þeim upplýsingum. Að lokum óskaði dómari eftir form- legri beiðni um upplýsingarnar frá Sveini Andra. ■ 4 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR Olíuleiðslur sprengdar: Lokað fyrir útflutning ÍRAK, AP Skemmdarverk á olíu- leiðslum hafa orðið til þess að loka alfarið fyrir olíuútflutning frá suðurhluta Íraks. Eina eftirstand- andi olíuleiðslan var sprengd upp í gær, tveim dögum eftir að lokað hafði verið fyrir helming olíu- útflutnings með því að sprengja tvær olíuleiðslur í loft upp. Tíðindin höfðu lítil áhrif á heimsmarkaðsverð olíu enda hef- ur olíuframleiðsla Íraka lítið að segja um heildarframboðið á olíu. Purnomo Yusgiantoro, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðslu- ríkja, sagðist í gær myndu biðja ríki utan samtakanna um að auka olíuframleiðslu. Rússar lýstu því hins vegar yfir að það gætu þeir ekki gert þar sem framleiðslugeta þeirra byði ekki upp á það. Mikið hefur verið um árásir á olíugeirann í Írak að undanförnu. Með þeim vilja árásarmenn draga úr möguleikum stjórnvalda á að byggja upp íraskan efnahag og þannig draga úr trausti almenn- ings á nýjum stjórnvöldum. ■ Dómari í Bretlandi: Bjó til barnaklám BRETLAND David Selwood, 69 ára fyrrverandi dómari í Bretlandi, kveðst sekur um að hafa fram- leitt og hafa haft undir höndum barnaklám. Selwood hefur verið birt ákæra í tólf liðum fyrir að hafa tekið ósæmilegar myndir af barni í mars og apríl á þessu ári og fyrir að hafa haft undir hönd- um eina ósæmilega mynd af barni í apríl. Selwood sagði stöðu sinni sem dómara lausri fyrir nokkrum vikum af heilsu- farsástæðum. ■ ■ Grétar neitar sök, loftriffillinn sé erfðagripur og skammbyss- an eftirlíking af sjóræningja- byssu sem hann keypti í Kolaportinu. ■ EVRÓPA Var rétt að dæma forsætisráð- herra fyrir ummæli hans um Jón Ólafsson? Spurning dagsins í dag: Finnst þér forsetaframbjóðendur sitja við sama borð í umfjöllun fjölmiðla? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 16,54% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Bakkavör kaupir: Komnir með fimmtung VIÐSKIPTI Bakkavör hélt áfram í gær að kaupa hlutabréf í breska matvælafyrirtækinu Geest. Bakkavör bætti við sig rúmum þremur prósentum í Geest og á nú ríflega nítján prósent í fyrirtæk- inu. Bakkavör hóf að kaupa hlut í fyrirtækinu í byrjun júní. Sam- hliða þeim kaupum gaf fyrirtækið út yfirlýsingu um að það hygði ekki á yfirtöku Geest að sinni. Samkvæmt breskum reglum er fyrirtækinu ekki heimilt að gera yfirtökutilboð næstu sex mánuði. Eftir þann tíma má búast við að til tíðinda geti dregið. ■ BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Sakborningarnir eru vistaðir í járnbúri meðan þeir eru í dómsal. Mikhaíl Khodorkovskí: Upphaf rétt- arhalda MOSKVA, AP Réttarhöldin yfir Mik- haíl Khodorkovskí, ríkasta manns Rússlands og aðaleiganda rúss- neska stórfyrirtækisins Yukos, hófust í gær. Khodorkovskí og Platon Lebedev, samstarfsmaður hans, eru ákærðir fyrir fjársvik, fjárdrátt og að skjóta háum fjár- hæðum undan skatti. Ákæruliðir snúa flestir að einkavæðingar- ferli fyrir tíu árum síðan. Stjórnendur Yukos reyna nú að semja við rússnesk stjórnvöld um skattagreiðslur sem þeir segja að geti stefnt fyrirtækinu í þrot fái það ekki aðgang að fjár- munum sem hafa verið frystir vegna rannsóknarinnar á Khodorkovskí. ■ HÆRRI VERÐBÓLGA Verðbólga á evrusvæðinu hækkaði í maí vegna dýrara eldsneytis. Verð- bólga á ársgrundvelli mældist 2,5 prósent í maí, hálfu prósentustigi meiri en í apríl. Markmið Seðla- banka Evrópusambandsins er að halda henni nálægt, en undir, tveimur prósentum. UMDEILD PENINGAVERÐLAUN Ný herferð Wiesenthal-stofnunarinn- ar við að hafa uppi á nasistum hefur vakið gremju í Póllandi. Þeim sem veita upplýsingar sem leiða til ákæru stríðsglæpamanna úr seinni heimsstyrjöld er heitið peningaverðlaunum og þykir sumum það móðgun við þjóð sem mátti þola hernám Þjóðverja. VIÐSKIPTI Hreinn Loftsson, stjórn- arformaður Baugs Group, segist ekki geta tekið ummælum sem höfð hafa verið eftir Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrum forseta Ís- lands, öðruvísi en sem árás á fyrirtækið. Vigdís er sögð hafa afþakkað aðkomu að verðlauna- afhendingu Grímunnar vegna stuðnings Baugs við hátíðina. „Ég hef sem minnst viljað tjá mig um þessi ummæli Vigdísar, en þó sagt að mér finnist þau óviðeigandi. Baugur Group hefur stutt marg- vísleg góð málefni og þetta mun ekki hafa áhrif á þá viðleitni,“ sagði Hreinn og vonaðist til að sú yrði ekki heldur raunin um önnur fyrirtæki. Hreinn segist hafa skil- ið fyrstu fréttir svo að Vigdís setti út á aðkomu Baugs að verðlauna- hátíðinni, en svo hafi málum verið snúið meira upp á forsetaembætt- ið. „En ég get ekki séð hvernig Baugur tengist forsetaembættinu. Þess vegna er mjög erfitt að rýna í þessi ummæli, en við upplifum þetta auðvitað þannig að hún sé að ráðast á Baug,“ segir Hreinn og lítur á málatilbúnað Vigdísar sem viðbót við stanslausar árásir á fyrirtækið. ■ VERÐIR VIÐ OLÍULEIÐSLURNAR Öryggisvarsla hefur ekki dugað til að koma í veg fyrir skemmdarverk. Yfir- maður öryggismála hjá einu olíufyrir- tæki var ráðinn af dögum í gær. HREINN LOFTSSON Segir þá spurningu vakna hvort Baugur eða forsvarsmenn þess geti vænst þess að fá réttláta málsmeðferð hjá yfirvöldum í ljósi neikvæðs andrúmslofts. Ummæli Vigdísar um Baug: Óviðeigandi árás á fyrirtækið Játar að hafa stungið líkið Sakborningarnir þrír í líkfundarmálinu, þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, voru allir viðstaddir þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jónas Ingi heldur fast við fyrri framburð og neitar allri sök. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N GRÉTAR SIGURÐARSON Grétar segist ekki hafa staðið að inn- flutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicius flutti til Íslands. HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Í DÓMSSAL ÞINGFESTING LÍKFUNDARMÁLSINS 83,46% Yfirvöld í Moskvu: Banna Votta Jehóva MOSKVA, AP Dómstólar í Moskvu hafa meinað Vottum Jehóva að starfa í borginni. Trúarhópurinn má sam- kvæmt banninu ekki leigja húsnæði undir starfsemi sína eða opna bankareikninga í sínu nafni. Verjandi Vottanna segir að trú- frelsi í Rússlandi sé komið á sama stig og það var í Sovétríkjunum. Samkvæmt lögum er rússneska rétt- trúnaðarkirkjan skilgreind ríkis- kirkja og öðrum „hefðbundnum trú- arbrögðum“ er sýnd tillitssemi. Á aðra hópa sem „ýta undir óvild og draga úr umburðarlyndi,“ eins og saksóknarar halda fram að Vottar Jehóva geri, má setja hömlur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.