Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 25
5FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 Í tilefni þjóðhátíðardagsins stendur nú yfir tilboð í Blómavali á nokkrum blómategundum með næstum helmingsafslætti. Þrjár nellikur kosta 799 krónur, tíu flauelsblóm eru á 499 krónur, stór hengisúrfinía er á 999 krónur og stór hengióbelía er á 399 krónur. Margarita er seld á 399 krónur og þrjár petúníur kosta aðeins 799 krónur. Þá er einnig þrusuverð á 20 stjúpum, sem aðeins kosta 799 krón- ur. Tilboðið stendur yfir út vikuna og er opið á þjóðhátíðardaginn. ■ Tilboðsverð er á stjúpum í Blómavali. Tuttugu stjúpur kosta aðeins 799 krónur. Blómaval: Þjóðhátíðarblóm á tilboði Fyrir þá svartsýnu (sumir segja raunsæju) er rétt að líta í Húsasmiðjuna fyrir helg- ina þar sem regnföt eru á tilboði þessa dagana. „Regnfatatilboðinu er ekkert sér- staklega beint gegn 17. júní enda eru þessir gallar alls ekki nógu sparilegir fyrir það tilefni,“ segir Sonja Viðarsdóttir, innkaupastjóri hjá Húsasmiðjunni. „Það verður vonandi sól á þjóðhátíðardaginn.“ Verðið á þessum regngöllum er afar hagstætt eða 995 krónur. Gallarnir fást í tveimur gerðum, annars vegar grænn jakki og mitt- isbuxur og hins vegar appelsínugular smekkbuxur og jakki. Þeir eru til í stærðun- um frá medium og upp í extra-extra large og eru sérhannaðir og saumaðir í Asíu fyrir Húsasmiðjuna. „Þessir gallar eru frekar ætlaðir til útivinnu og í útileguna,“ seg- ir Sonja og bætir við að einnig sé tilboð á vinnustígvélum. ■ [ GÓÐIR REGNGALLAR Í ÚTILEGUNA ] Tilboð á AEG þvottavél og þurrkara. Bræðurnir Ormsson: Tilboð á hinu fullkomna pari Þessa dagana stendur yfir tilboð á AEG þvottavél og þurrkara hjá Bræðrunum Ormsson. Ef þetta fullkomna par er keypt saman færðu pakkann á aðeins 147.000 krónur. Þvottavélin er 1400 snún- inga með íslensku stjórnborði, tek- ur 5,5 kg og er með tuttugu og fjög- ur þvottakerfi. Hún er mjög hljóð- lát og sparneytin og með þriggja ára ábyrgð. Vélin er á tilboði og kostar aðeins 80.000 krónur. Einnig er tilboð á AEG barkalausum þur- rkara með íslensku stjórnborði. Hann tekur 5 kg og er mjög lágvær með tveimur hitastigum og krumpuvörn. Þurrkarinn kostar að- eins 83.769 krónur og er með tveg- gja ára ábyrgð. Ítarleg notenda- handbók á íslensku fylgir báðum tækjunum. Frí heimsending. ■ [ MEISTARATILBOÐ ] Sjónvörp og tökuvélar Sjónvarpsmiðstöðin í Síðumúla 2 er með tilboð á ýmsum vörum meðan á Evrópumeistarakeppninni í fót- bolta stendur í Portúgal. Það kallast að sjálfsögðu „meistaratilboð“. Þar er 32 tommu JVC breiðtjaldssjón- varp með flötum skjá selt með 15% afslætti, á 129.990 kr. í stað 149.990 áður. JVC stafræn mynda- vél að verðmæti 9.990 fylgir með á meðan birgðir endast. Deluxe standur undir sjónvarpstækið er á 30% afslætti ef hann er keyptur með og kostar þá 29.990. Enn meiri afsláttur er þó á JVC sjónvarpi með 28 tommu skjá eða 27%. Það lækk- ar úr 54.990 í 39.990. Stafrænar tökuvélar eru einnig á tilboðsverði hjá Sjónvarpsmiðstöðinni þessa Evrópukeppnisdaga. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.