Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 33
FÓTBOLTI Atli Sveinn Þórarinsson hélt uppteknum hætti á Laugar- dalsvellinum í gær þegar hann tryggði sínum mönnum í KA öll þrjú stigin gegn Frömurum. Þetta fjórða mark Atla í sumar, og það fimmta í heildina hjá KA, var ekki af verri endanum; knötturinn barst til hans þónokkuð fyrir utan teig og var Atli ekkert að tvínóna við hlutina heldur lét vaða og boltinn söng í samskeytunum. „Já, ég smellhitti hann, það er óhætt að segja það. Ég heyrði í Dean (Martin) kalla á hann en ég ákvað að hunsa hann og bara skjóta,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann skildi þó hvorki upp né niður í þessari skyndilegu markaskorun. „Veistu, ég veit ekkert hvað er að gerast hjá mér. Þetta hefur aldrei verið svona áður hjá mér. Ég er bara heppinn,“ sagði Atli. Framarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum í gær en voru lánlausir upp við markið, þá sér í lagi Ríkharður Daðason, sem brenndi af fjölmörgum upplögð- um færum. Vörn KA var firna- sterk með Sandor Matus öryggið uppmálað fyrir aftan. Leikur hinna sterku varna Grindavík og KR gerðu marka- laust jafntefli í Grindavík í gær- kvöld. Það má með sanni segja að þessi leikur hafi verið leikur hinna sterku varna því færin voru fá hjá báðum liðum. Það var jafn- ræði með liðunum en eins og áður sagði þá gekk þeim illa að skapa sér færi. Grindvíkingar fengu hættulegt færi á 20. mínútu þegar Guðmundur Andri Bjarnason skaut í þverslá KR-marksins en KR-ingar hefðu getað stolið sigrinum rétt undir lokin þegar Guðmundur Benediktsson komst einn í gegnum vörn Grindavíkur en Albert Sævarsson, markvörður Grindvíkinga, bjargaði glæsilega. Sinisa Valdimar Kekic var bestur í liði Grindvíkinga en Gunnar Einarsson var fremstur meðal jafningja í gríðarsterkri vörn KR. Kristinn Hafliðason, miðju- maður KR-inga, var ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. „Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða og það var lítið um færi. Það er alltaf erfitt að spila í Grindavík en við hefðum að sjálfsögðu viljað fara með öll stigin þrjú héðan,“ sagði Kristinn. Jafntefli á Skaganum Skagamenn og FH-ingar gerðu jafntefli, 2–2, í hörkuleik á Skaganum í gærkvöld. Skaga- menn voru betri aðilinn í leiknum en gekk, líkt og venjulega, ákaf- lega illa að skapa sér færi. Leikurinn var skemmtilegur og hraður og hefðu bæði lið getað farið með sigur af hólmi. ■ EM Í FÓTBOLTA Portúgalar komust aftur á beinu brautina í gær þegar þeir lögðu Rússa að velli, 2-0, í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Þeir fengu óskabyrjun og léttu pressunni af sér með því að komast yfir strax á 7. mínútu. Deco, sem kom inn í liðið fyrir Rui Costa, gaf þá sendingu inn í teig- inn þar sem miðjumaðurinn Man- iche var mættur, tók glæsilega við boltanum og smellti honum í netið, óverjandi fyrir Sergei Ovchinni- kov, markvörð Rússa. Staða Rússa versnaði síðan til muna rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar áðurnefndur Ovchinnikov var rekinn af velli fyrir að verja boltann með hendi fyrir utan teigs. Í síðari hálfleik voru Portúgal- ar síðan meira með boltann en tókst ekki koma sigrinum í örugga höfn fyrr en mínútu fyrir leikslok þegar varamaðurinn Christian Ronaldo lagði upp mark fyrir ann- an varamann, Rui Costa. Eftir það var leikurinn búinn, heimamenn fögnuðu gífurlega og Portúgalar geta hlakkað til leiksins gegn Spánverjum á sunnudaginn sem verður algjör úrslitaleikur um það hvort liðið kemst áfram í átta liða úrslit. ■ 25FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 HVAÐ ERTU AÐ VILJA UPP Á DEKK? Francesco Totti ógnar hér Dananum Christian Poulsen skömmu áður en ítölsk munnvatnsslumma lenti í andliti Poulsens, sem átti sér einskis ills von. Francesco Totti dreifir sínu konunglega munnvatni: Hrækti á Poulsen EM Í FÓTBOLTA Ítalinn snjalli Fran- cesco Totti gæti verið í vondum málum eftir að upp komst að hann hrækti á danska miðjumanninn Christian Poulsen í leik liðanna í C- riðli Evrópumótsins í Portúgal á mánudaginn. Totti virtist vera eitt- hvað ósáttur við Poulsen, ógnaði honum og spýtti síðan vænni slummu framan í hann. Hvað réði þessum gerðum Tottis veit enginn en hann slapp í það minnsta við að fá spjald frá dómara leiksins. Hægt er að sjá myndir af atvikinu á vef Danmarks Radio. Þar er Totti líkt við lamadýr en þau losa sig við vökva á sama hátt og Totti gerði í þetta skiptið. Aganefnd Knatt- spyrnusambands Evrópu er með málið til athugunar en Sinisa Mihajlovic, leikmaður Lazio, fékk átta leikja bann fyrir að hrækja á leikmann Chelsea í leik í meistara- deildinni í nóvember á síðasta ári. ■ Frábærar afsakanir Ítala: Kenna sokk- unum um EM Í FÓTBOLTA Leikmenn ítalska liðs- ins eru með skýringar á slakri frammistöðu sinni gegn Dönum í fyrsta leiknum í C-riðli á mánudag- inn. Margir myndu þó segja að skýringarnar eða öllu heldur af- sakanirnar væru af ódýrari gerð- inni því leik- menn liðsins kenna sokkunum sem þeir notuðu í leiknum um slaka frammi- stöðu. F r a n c e s c o Totti, einn lykil- manna Ítala, var ekki hrifinn af sokkunum og sagði að það að vera í þessum sokk- um hefði verið eins og að ganga ber- fættur á heitum sandi. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þetta var mjög sársaukafullt. Ég er með blöðrur á báðum fótum eftir leik- inn,“ sagði Totti. Gennaro Gattuso, miðjujaxl Ítala, var þó ekki að kaupa sokka- afsökun félaga sinna: „Ég get ekki annað en hlegið að þessari sögu um sokkana. Kenýabúar hlaupa mörg hundruð mílur berfættir.“ ■ ÞÝSKU MARKI FAGNAÐ Þjóðverjar fagna hér marki sínu gegn Hollendingum í fyrradag en mikil ánægja ríkir í Þýskalandi með frammistöðu liðsins í leiknum. Þjóðverjar eru gífurlega sáttir við sína menn á EM: Evrópa! Við erum mættir aftur EM Í FÓTBOLTA Þýskir fjölmiðlar eru himinlifandi með frammistöðu þýska landsliðsins gegn Hollend- ingum á þriðjudagskvöldið og halda því fram að þýska liðið sé aftur komið í sitt besta form. Þýska liðið spilaði hörmulega í undirbúningi sínum fyrir keppn- ina og tapaði meðal annars fyrir Ungverjum, 2-0, í síðasta leiknum fyrir mótið. Það voru því ekki miklar væntingar gerðar til liðs- ins fyrir leikinn gegn Hollending- um. Þýska liðið spilaði hins vegar vel og átti, ef eitthvað er, skilið að vinna leikinn. Bild, stærsta blað Þýskalands, jós liðið meðal annars lofi. „Evrópa! Við erum mættir aft- ur,“ stóð á forsíðu blaðsins. „Við vorum með hreðjatak á sigur- stranglegum Hollendingum á 81. mínútu og enn einu sinni sýndum við afl, staðfestu og sigurvilja. Þetta var besti leikur liðsins frá því í úrslitaleiknum á HM 2002. Við getum unnið öll lið í heiminum með frammistöðu sem þessari.“ ■ Bayern München: Frings til Bæjara EM Í FÓTBOLTA Þýski landsliðs- maðurinn Torsten Frings, sem skoraði mark Þjóðverja gegn Hol- lendingum á Evrópumótinu í fót- bolta á þriðjudag, er genginn til liðs við stórliðið Bayern München. Frings, sem lék áður með Borussia Dortmund, kostað Bæjara um 800 milljónir króna en hann mun skrifa undir þriggja ára samning. Hann er þriðji leik- maðurinn sem München kaupir frá því að tímabilinu lauk, Lucio frá Leverkusen og Vahid Hashem- ian frá Bochum eru einnig komnir til liðs við félagið. ■ Portúgalar unnu Rússa, 2–0, í A-riðli: Þungu fargi létt af heimamönnum VONDIR SOKKAR Leikmenn ítalska landsliðsins kenna sokkunum um lélega frammistöðu gegn Dönum. Paul Scholes: Klár gegn Sviss EM Í FÓTBOLTA Enski miðjumaðurinn Paul Scholes hefur jafnað sig á ökkla- meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Frökkum á sunnudag- inn og verður með þegar England mætir Sviss í dag. Sven-Göran Eriks- son, landsliðsþjálfari Englendinga, staðfesti þetta á blaðamannafundi í gær og sagði þetta góðar fréttir fyrir enska liðið. „Scholes er mjög mikil- vægur fyrir okkur. Hann er frábær leikmaður sem stendur sig þegar mest á reynir,“ sagði Eriksson, sem mun þá stilla upp sömu miðju og gegn Frökkum með Steven Gerrard, David Beckham og Frank Lampard ásamt Scholes. ■ A-RIÐILL Grikkland – Spánn 1–1 0–1 Morientes (28.), 1–1 Charisteas (66.). Rússland – Portúgal 0–2 0–1 Maniche (7.), 0–2 Rui Costa (89.). STAÐAN Í RIÐLINUM Grikkland 2 1 1 0 3–2 4 Spánn 2 1 1 0 2–1 4 Portúgal 2 1 0 1 3–2 3 Rússland 2 0 0 2 0–3 0 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM Spánn – Portúgal sun. 20. júní 18.45 Rússland – Grikkland sun. 20. júní 18.45 ■ STAÐA MÁLA DÓMARINN Jóhannes Valgeirsson í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Sinisa Valdimar Kekic Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–14 (3–2) Horn 5–5 Aukaspyrnur fengnar 12–12 Rangstöður 8–8 GÓÐIR Albert Sævarsson Grindavík Eyþór Atli Einarsson Grindavík Óli Stefán Flóventsson Grindavík Sinisa Valdimar Kekic Grindavík Bjarni Þorsteinsson KR Gunnar Einarsson KR Kristinn Hafliðason KR Kristján Örn Sigurðsson KR ■ GRINDAVÍK – KR 0-0 0–1 Atli Sveinn Þórarinsson 69. DÓMARINN Ólafur Ragnarsson frábær BESTUR Á VELLINUM Sandor Matus KA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–6 (7–5) Horn 9–3 Aukaspyrnur fengnar 18–14 Rangstöður 3–3 GÓÐIR Eggert Stefánsson Fram Fróði Benjaminsen Fram Heiðar Geir Júlíusson Fram Ingvar Ólason Fram Ríkharður Daðason Fram Sandor Matus KA Steinn Viðar Gunnarsson KA Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson KA Haukur Sigurbergsson KA Atli Sveinn Þórarinsson KA ■ FRAM – KA 0-1 0–1 Ármann Smári Björnsson 13. 1–1 Haraldur Ingólfsson 17. 1–2 Tommy Nielsen 57. 2–2 Gunnlaugur Jónsson 68. DÓMARINN Kristinn Jakobsson góður BESTUR Á VELLINUM Julian Johnsson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–9 (6–4) Horn 12–6 Aukaspyrnur fengnar 19–14 Rangstöður 2–1 GÓÐIR Julian Johnsson ÍA Haraldur Ingólfsson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA Daði Lárusson FH Freyr Bjarnason FH ■ ÍA – FH 2-2 Framarar í fallsæti eftir tap gegn KA Atli Sveinn Þórarinsson tryggði norðanmönnum sigur með sínu fjórða marki á tímabilinu þegar sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar lauk LANDSBANKADEILD KARLA Fylkir 6 4 2 0 9–3 14 Keflavík 6 3 1 2 7–9 10 ÍBV 6 2 3 1 10–6 9 ÍA 6 2 3 1 7–5 9 FH 6 2 3 1 7–6 9 KR 6 2 2 2 6–7 8 Grindavík 6 1 4 1 5–6 7 KA 6 2 1 3 5–6 7 Fram 6 1 2 3 7–8 5 Víkingur 6 0 1 5 3–10 1 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 5 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Grétar Hjartarson, Grindavík 4 Arnar Gunnlaugsson, KR 3 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 3 Sævar Þór Gíslason, Fylki 3 ■ STAÐA MÁLA MANICHE Fagnar hér marki sínu fyrir Portúgala en hann skoraði fyrra mark liðsins. ENN SKORAR ATLI SVEINN ÞÓRARINSSON Varnarmaður KA, sem sést hér í baráttu við Framarann Andra Fannar Ottósson skoraði sigurmark leiksins og hefur nú skorað fjögur mörk í deildinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.