Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 45
37FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 ■ KVIKMYNDIR Hætt hefur verið við gerð kvik- myndarinnar Mad Max: Fury Road, sem átti að verða fjórða myndin í Mad Max bálknum. Mel Gibson, sem sló í gegn í fyrstu myndinni á áttunda áratugnum, átti að mæta aftur til leiks í þessari. Eftir að milljónum króna hafði verið varið í undirbúning myndar- innar var hætt við hana vegna þess að upptökustaðurinn þótti ekki henta. Taka átti myndina upp í Kalahari-eyðimörkinni Namibíu en vegna þess að öryggi var ábótavant fyrir leikarana var ákveðið að hætta við. Ekki mun vera hægt að taka myndina upp annars staðar vegna þess harða undirlags í eyðimörk- inni sem hentar farartækjunum sem nota átti. Fyrri Mad Max- myndirnar voru að mestu leyti teknar upp í Ástralíu en ekki þótti ástæða til að taka fjórðu myndina upp þar í landi. ■ DURAN DURAN Ný plata er á leiðinni frá Simon Le Bon og félögum í Duran Duran. Duran Dur- an með nýja plötu Hljómsveitin Duran Duran gefur út nýja plötu í haust. Verður það í fyrsta sinn síðan Seven & the Ragged Tiger kom út árið 1983 sem allir fimm upprunalegu með- limir sveitarinnar gera plötu sam- an. Strákarnir hafa verið önnum kafnir í hljóðveri undanfarið und- ir handleiðslu upptökustjóranna Rich Harrison og Don Gilmore, sem hafa áður unnið með Aliciu Keys, Avril Lavinge, Usher og Linkin Park. „Við vinnum svipað og fyrir 20 árum. Menn eru samt núna aðeins tilbúnari að segja hvað þeim finnst um lögin,“ sagði söngvarinn Simon Le Bon. ■ Eiginhandar- áritun Lennons boðin upp Síðasta eiginhandaráritunin sem bítillinn John Lennon gaf, skömmu áður en hann var skotinn til bana í New York, verður boðin upp á eBay á næst- unni. Talið er að um ellefu milljónir króna fáist fyrir árit- unina. Lennon gaf Ribeah Vin- cent, móttöku- stjóra Record P l a n t - h l j ó ð - versins, árit- unina klukkan 10.25 þann 8. desember 1980. Um þrjátíu mínútum síðar skaut Mark Chapman Lennon fyrir utan heimili hans í Dakota-bygg- ingunni. Áritunin segir: „Til Ribeah ástarkveðjur John Lennon Yoko Ono“. ■ MAD MAX Mel Gibson í hlutverki sínu í Mad Max. Ekki verður af þátttöku hans í fjórðu myndinni. Hætt við Mad Max ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST JOHN LENNON Lennon var skotinn til bana í New York þann 8. desember 1980. KISS Í TÓNLEIKAFERÐ Rokkhljómsveitin fornfræga Kiss er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um heiminn. Hún hefur þegar stigið á stokk í Japan og Ástralíu en er nú stödd í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Hljómsveitin, sem lætur aldrei sjá sig án andlitsfarða, er skipuð þeim Paul Stanley, Gene Simmons, Tommy Thayer og Eric Singer.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.